Fálkinn


Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 10

Fálkinn - 13.05.1949, Blaðsíða 10
10 FÁLKINN VHCWW LEZ&HbURHIR Hreiður skraddarafuglsins. Þú veist sjálfsagt af öllum hreiðr- um, sem eru nálæg-t bænum þínuin á vorin og fylgist meS því hvenær ungarnir koma Jijá steindeplinum og maríuerlunni, sein verpa i holum i bæjarkambinum. Þetta eru fremur óásjáleg hreiSur en nú ætla ég aS segja þér frá hreiSri skraddarafuglsins, en svo er hann kallaSur vegna þess aS hann saumur lireiSriS sitt, úr einu eSa tveimur laufblöSum. Ef blaSiS er stórt þá þarf haún ekki nema eitt og saumar saman jaSrana á því, en annars notar hann tvö. Og hann velur alltaf blaS sem er viS sjálfan endann á greininni, fjarst bolnum. Fyrir saumgarn notar fuglinn þræSi, sem hann rekur sér úr jurtaleggj- um, stingur göt á laufjaSrana og þræSir svo meS nefinu og klónum. Þegar blaSpokinn er tilbúinn safn- ar fuglinn i hann dún og fiSri og þá er hreiSriS tilbúiS. Og þetta hreiSur er sannkölluS vagga, því aS þaS hangir á mjóum greinarsprota, sem svignar undan hverjum vind- gust. En greinin er valin svona veik, til þess aS höggormar og eSlur geti ekki skriSiS út á liana og étiS egg- in i hreiSrinu. ÞaS er í Indlandi, sem skraddarafuglinn á heima. Fyrir neSan sjáiS þiS Flamingóinn. þenrfan liáfætta og nefljóta spóa hitabeltislandanna, sem lifir viS strendur Afríku. Þegar hann verpir býr hann til eins konar hundaþúfu úr leir og mold og gerir sér holu i kollinn á henni og verpir þar 2'—3 eggjum. Svo sest liann á þúfuna en stySur báSum löppunum niSur á jörS meSan liann ungar út. Þá eru lappirnar ekki fyrir í hreiSrinu. Boltaleikur. ÞaS er ekki auSvelt aS muna af- brigSin tiu, sem telpurnar nota þeg- ar þær leika sér í 10—boltaleik. En hérna skaltu fá þau á prenti svo aS þú munir þau: 1. Kasta boltanum i vegginn og grípa hann (einu sinni). 2. Kasta boltanum meS yfirhand- arkasti i vegginn (tvisvar). 3. Kasta boltanuin i vegginn og krossleggja liendurnar áSur en þú grípur hann (þrisvar). 4. Kasta boltanum i vegginn og klappa saman liöndum bak og fyrir áSur en þú gripur hann (fjórum sinnum). 5. Iíasta boltanum upp i loft, slá liann í vegginn meS hægri lófa og grípa liann (finim sinnum). 6 Kasta boltanum undir hægri fót í vegginn og grípa hann (sex sinnum). 7. Kasta boltanum upp í loft og slá hann meS hægra handarbaki í vegginn og grípa hann svo (7 sinnum). 8. Kasta boltanum meS hægri hendi fyrir aftan bak í vegginn og gripa liann (8 sinnum). 9. Kasta boltanum meS hægri hendi undir vinstri handlegg i vegginn og grípa liann (9 sinn- um). 10. Snú baki aö veggnum og kasta boltanum yfir liausinn i vegginn og gríp hann án þess aS snúa þér viS (10 sinnum). í Indlandi eru talaSar 12 aSal- tungur og 225 mállýskur. í landinu eru til 11 mismunandi stafróf. Marg- ir Indverjar verSa aS tala saman á ensku sin á milli til þess aS gera sig skiljanlega liverir fyrir öSrum. Hindúar eiga elstu skráSar bók- menntir í heimi — vedabækurnar. Níu Indverjar af hverjum tiu eru ólæsir. Og menntamenn eiga erfitt uppdráttar í þessu fjölmenna landi. Fjölleikahús eitt í Lahore auglýsti eftir dyraverSi, fyrir 20 kr. kaup á mánuSi, og meSal þeirra sem sóttu um stöSuna voru 40 menn, sem höfSu lokiS embættisprófi. Skrítlur — Vilduð þér eklci gera svo vel að taka af yður hattinn? — Heyrið þér, — hættir yður við að sofa með opinn munninn? ÞaS er rótgróin þjóStrú, aS eld- ingu slái aldrei tvisvar niSur á sama staS. Þessi trú byggist á röngum forsendum. Eldingin leitar uþpi hluti, sem leiSa vel rafmagn. Ein- mitt þessir staSir eru verr setlir i þrumuveSri en nokkrir aSrir. T. d. hefir eldingum slegiS niSur i Eif- felturninum mörg hundruS sinnum. Magrir menn eru langlifari en feil- ir og þess vegna taka sum lifsábyrgS- arfélög tillit til líkamsþunga þeirra, sem þau tryggja. Þaö er almanna- rómur aS feitlagnir menn séu glaS- værari, bjartsýnni og skemmtilegri en magrir. Visindalegar rannsóknir hafa staSfest þetta, þó aS eiginlega komi þaS í bága viS liina gömlu kenningu um aS hláturinn lengi lífiS. — Komdu og taktu í lurginn á honum Rikka — nú er hahn aftur farinn að leika sér með regnhlifina þína ..... — Ilvernig getur frúnni dottið i liug að hringja, þegar ég liefi her- mann í heimsókn í eldhúsinu? Egils ávaxtadrykkir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.