Fálkinn


Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 4

Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN Ur endurminningum Sigurðar Arnasonar Heimsókn til Benedikts Gröndal á Náttúrugripasafnið Eg gal þess í sumar, í grein hér i blaðinu, aS von væri á tveimiír bókum eftir alþýðu- menn, sem ekki hefðu áður rit- að bækur og að báðir skrifuðu þjóðlegan fróðleik, jafnframt því sem þeir birtu endurminn- ingar sínar. Sagði ég þá frá Guðlaugi Jónssyni lögregluþjóni og birti jafnframt einn af þátt- um hans. Þjóðlegur alþýðlegur fróðleik- ur og sagnir eru ákaflega vin- sæl hér á landi, enda er ])að i samræmi við ást okkar á sög- unum, en ennfremur kemur til greina sú snögga breyting, sem orðið hefir á liögum okkar fs- lendinga, breyting, sem hefir orðið svo alger, að jafnvel fert- ugir menn liafa lifað í tveimur heimum, sem eru að flestu leyti ólíkir. Þegar fólk við aldur lieyr ir um bækur, sem fjalla um fyrri tíma, fýsir það að ná í þær og lesa þær, því að það er þá um leið af rifja upp sínar eigin endurminningar, og ungl fólk hefir löngun til að kynna sér þær til að sjá hvernig for- eldrar þess og forfeður lifðu — og þá ekki síst hvernig þau fóru að brjótast áfram yfir þá örðug- leika, sem mörgum ungum manni finnst nú á öld hinna mörgu og tiltölulega léttu tæki- færa, hljóti að hafa verið næst- um því óyfirstíganlegir. . í dag langar mig að kynna annan alþýðurithöfund, sem hef- ir á undanförnum árum mitt í önnum stritsins fyrir daglegu brauði og stórum barnahóp rilað enduminningar sínar, Sig- urð Árnason vélstjóra, Bergi við Suðurlandsbraut i Reykja- vík. Hann liefir ritað tveggja binda bók, sem lieitir „Með straumnum.“ Kemur hún út hjá Guðjóni Ó. Guðjónssyni og fyrra bindið i liaust. Sigurður Árnason er Barðstrendingur að ætt. Hann er fæddur að Vestur- Botni í Patreksfirði 29. nóvem- ber 1877 og því nú tæplega 72 ára að aldri og fjallar mestur hluti fyrra bindis bókar hans um landshætti og fólk á þess- um slóðum fyrir aldamótin. Það átti að setja Sigurð til mennta, en örlögin höguðu því svo að ekki varð úr, og skilst mér, að það hafi löngun sviðið undan bjá honum, að vonir hans um menntun brugðust. En augsýni- legt er, að einmitt sú staðreynd hefir einni gsælt vilja lians lil þess að beygja sig ekki að fullu Sigurður Árnason. fyrir þessum örlögum, en reyna að brjótast þá áfram aðrar leið- ir. Kornungur brýst Iiann í því að fara í Flensborgarskólann og fá sér tímakennslu i ensku og úr skólanum allslaus á togara til Englands. Sýnir sú dirfska Iians lmgrekki og' þor, sem er ó- venjulegt, en um leið glæsilegt. í Englandi var hann í nokkur ár og sigldi á togurum og fljót- Iega lenti hann í vélinni, sem hann gerði svo að ævistarfi sinu, en í þá daga þurftu menn ekki að ganga í skóla í mörg ár til þess að öðlast réttindi. Er gaman að þætti lians um vél- stjóranám sitt í hinu praktiska lífi og auðfundið, að þar hefir hugur fylgt máli, þvi að ekki leið á löngu þar til bann þekkti og kunni öll tök svo að liann naut trausts og fékk þau rétt- indi, sem með þurfti. En hug- urinn leitaði heim, og að lokum greip bann fyrsta tækifæx-ið til að fara heim. Réðst hann sem vélstjóri við klæðaverksmiðj- una Iðunni, sem Knud Zimsen var þá að reyna að stofna hér i Reykjavík, og slarfaði hann við liana meðan liún var hér. En eftir það réðst Sigurður til Reykjavíkurbæjar og liefir ver- ið vélstjóri við grjótnám bæjar- ins síðan. Fi-ásögn Sigui-ðar Árnasonar er öll hin skemmtilegasta, laus við tilgerð og stílbrellur, en lieið og tær og einmitt þannig að almenningur hefir skemmtun af. Þarna er mikinn og marg- víslegan fróðleik að finna. Hér á eftir fer stuttur kafli úr fyrra bindi bókar Sigurðar. Segir frá því, er nemendur Flens borgarskólans fóru í heimsókn í Náttúrugripasafnið í Reykjavík undir forvstu skólastórans Ög- mundar Sigurðssonar, og kom- ust nemendur þá í kynni við Benedikt Gröndal og urðu þau kvnni nokkuð einkennileg. „Meðal þeirra skólasveina er ég kynntist best, var GuSmundur Da- víðsson frá Kötlustöðum i Valnsdal í Húnavatnssýslu. Fyrir norðan liafði ég ekkert kynnst Guðmundi, þótt oft hefði ég komið í Vatnsdalinn. En heyrt hafði ég foreldra hans getið. En oft er það svo með menn úr sömu byggðarlögum sem hittast i öðrum landshlutum, eins og sam- landa erlenédis, að þótt þéir hafi engin kynni haft hver af öðrum i heimalandi sínu, eru þeir fljótt akla- vinir þegar þeir hittast á erlendri grund. Á heimili Þorlákshjónanna átti ég hina bestu ævi. Og hrátt tókst góður kunningsskapur með mér og börn- um þeirra. Og aldrei fóru þau svo á skemmtisamkomu um veturinn, að mér væri ekki hoðið með þeim. Og nógar voru skemmtanir i Firð- inum, fannst mér. Skuggasvein sá ég þar ieikinn og þótti mikið til koma. Það var önnur sjónleikssýn- ing, er ég Iiafði þá horft á. Hin var á Blönduósi, er þar var sýndur leik- urinn: „Den stundeslöse" eftir Hol- herg. Ekki man ég nú hver liann þýddi— því að á íslensku var hann leikinn, þótt danska nafnið væri látið halda sér -— eða hver hafði þar leikstjórn á hendi. En mér er það í minni, hvað ég skemmti mér vel. Og var þó leikhúsið óskreytt pakkhús, sem að mig minnir, Sæ- mundsen kaupmaður ætti. Þá var líka dansað mikið i Firðinum. Templ arafélag var þar i miklum hlóma með sinum fundarhöldum og gleði- samkomum. En ekki varð ég þó templari. Hafði hálfgerðan ímugust á þeim félagsskap. Aðallega munu þvi hafa valdið hinar áróðursfullu lygasögur, sem ýmsir voru að breiða út, og sproftnar voru af hatri Bakk- usarvina til ])essa góða félagsskapar. Af skólalífinu i Flensborg hafði ég Htið að segja. Þó ætla ég að geta þess að dag nokkurn eftir hátíðarn- ar um veturinn, fóru allir skólapilt- ar hina vanalegu göngu sína til Beykjavíkur að skoða söfnin. Ög- mundur var einn úr liði kennara, sem tók þátt i för þ'essari. Og var hann náttúrulega fararstjóri. Hann var sagður mjög kunnugur söfnun- um. Sérstaklega góður leiðbeinandi á Náttúrugripasafninu. Vildi hann endilega að ég færi Hka, og var mér það ekki á mó.ti skapi, síður en svo. Veður var hjart og gott, dálítið frost, og nutu piltar vel útiyerunn- ar á leiðinni, því að allir voru gang- andi. Og mikill gleðibragur var á þeim stóra hóp. Nú voru söfnin skoðuð: Lands- bókasafnið og Forngripasafnið. En þegár til náttúrugripasafnsins kom, var þar öllu harðlokað. Benedikt skáld Gröndal hafði þá með það að gjöra. Og voru nú engin önnur ráð en sækia karl heim. Eg hlakkaði mikið til að sjá hann, þótt eitt sinn áður hefði ég séð hann í svip, ■— sem síðar verður sagt. — Ögmund- ur var búinn að segja okkur að Gröndal væri stundum nokkuð mis- lyndur, og skeð gæti, ef illa lægi á lionum að hann fengist ekki lil að sinna okkur, en hreytti hara úr sér einhverjum ónotum. En aftur á móti væri hann í góðu skapi, léki hann vanalega við hvern sinn fing- ur, og væri þá allt í lagi með að fá að skoða safnið. Ögmundur var góða stund inni hjá hoiium, en svo komu þeir háðir út. En ekki virtist glaðværð á svip gamla mannsins. Svo fýlulegur var hann ásýndum, að mér virtist eins og lækir geðvonsku streýmdu niður hið langa andlit hans. Og þegar á safnið kom stillti hann sér upp við dyrastafinn, og stóð þar allan tím- ann meðan við skoðuðum safnið, hreyfingarlaus og sagði ekki eitt einasta orð. Ögmundur sýndi okk- ur allt, sem þar var að sjá, í besta næði, og var svo kunnugur öllu, að ekki þurfti hann að ónáða Gröndal hið minnsta. Og loks jiegar við kvöddum karlinn muldraði hann eitt- hvað í gaupnir sér, og geðvonsku- hnyklarnir uxu um ailan lielming i hrúnum hans.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.