Fálkinn


Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 12

Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 12
12 FÁLKIN.N 33. ÚT I OPINN DAUÐANN 'tússins voru óskemmd og þar var margt um manninn og nóg að hugsa. De Brissac tók Gregory með sér inn í foringaskálann og kynnti liann fyrir ofursta einum, en hann kynnti hann síðan fyrir hinum foringjunum og síðan fengu þeir sér í staupinu saman. Enginn sjiurði hvernig stæði á þvi að borgaralega klæddur maður var kominn þarna. Það var nóg að de Brissac var með honum og liæstráðandi bauð liann velkom- inn. Eftir miðdegisverð í foringjaskálanum fór Gregory á hurt ineð fréttaþjónustufor- ingja deildarinnar, kapteini einum með giátt yfirskegg, sem hét Laurent, og de Brissac. Kapteinninn var nýkominn frá fremstu viglínunni og hafði verið að yfir- heyra þýska fanga og kom þess vegna of seint í matinn. Iíann var að borða smurt brauð en fór undir eins með þeim Gre- gory og de Brissac upp í herbergið sitt. Þar lá þýskur dátabúningur. Hann var af dáta úr 147. fótgönguliðssveitinni og gerólíkur SS-fatnaðinum, sem Gregory liafði með sér. Efnið var þunnt og lélegt, fötin skitug og moldug og stór blóðklessa á annarri buxnaskálminni sýndi að her- maðurinn liafði annað hvort verið særð- ur eða drepinn. Gregory fussaði af viðbjóði er hann tók í fötin. Eftir lyktinni að dæma liafði dát- inn ekki þvegið sér að minnsta kosti tvær vikur. Laurent liló að hótfyndni Gregorys og sagði að hann yrði að þola þennan þef úr því að þýski fanginn væri úr sveit, sem væri í fremstu víglínu. Meðan Gregory var að fara í óhreina, gráa einkennisbúninginn og velja sér þýsk hermannastígvél sem voru mátuleg hon- um, fór de Brissac úr foringjabúningnum og í khakiföt, sem liann hafði haft með sér. Gregory mótmælti því að liann fylgdi sér fram í fremstu víglínu en de Brissac hló. — Heldurðu að ég leyfi að þú farir einn? Margt gæti komið fyrir. En ég vil ekki láta liin fötin skitna út þegar við förum að brölta yfir sprengjugigana. Gregory sá að ekki þýddi að andmæla, og lagði SS-búninginn niður i ofurlítinn trékassa, sem Laurent liafði útvegað. Á kassann var letrað að í honum væru niður- soðnir ávextir, og hann rúmaði vel búning- inn og svörtu stígvélin, sem tilheyrðu hon- um. Þeir settu á sig stálhjálmana, fleygðu gasgrímunum á öxlina og fór út í bifreið de Brassacs. Svo óku þeir hægl af stað út í svart myrkrið. Það var stytt upp en mjög kalt. Þótt ekki væri nema 1. nóvember hafði fallið snjór fyrir tveim dögum á þessum slóðum. Þeir lieyrðu við og við drunur í flugvélum, sem blönduðust fallbyssudrunum, sem voru sí- fellt að ágerast. Öðrú hverju sprakk fallbyssukúla hægra megin við veginn, en þar voru Þjóðverjar að skjóta á franskt virki. Einu sinni kom röð af blossum og drunum, sem ætluðu allt að æra, þegar eilt af frönsku virkjunum fór að skjóta. Það glamraði i bílrúðunum undan loftþrýstingnum. Tveimur kílómetrum austar var hifreið- in stöðvuð af röð af daufum rauðum Ijós- um, og nú sagði Laurent að þeir yrðu að halda áfram gangandi. Varðmaður stöðv- aði þá en Laurent svaraði með orðinu, sem var notað sem merki þá nóttina, meðan de Brissac var að binda kassann á bakið á Gregory, svo að liann gæti haft liendurnar frjálsar meðan þeir voru að komast yfir „no mans land“. Síðan héldu þeir áfram gangandi. Gregory fannst þeir verða að ganga lengi. Einu sinni urðu þeir að fleygja sér flötum, er þeir heyrðu iskra í sprengikúlu er þaut yfir höfðinu á þeim og sprakk um það bil fhnmtíu metra bak við þá. Við og við heyrðu þeir raddir í myrkrinp og gátu greint menn á ferli. Það voru ýmist lier- menn eða hjúkrunarmenn. Þegar kallað hafði verið til þeirra i fjórða skiptið sagði Laurentin loksins: — Hér förum við út af veginum. í dagsbirtu er hægt að sjá þennan stað frá víglínu Þjóð- verja. Hann fór með þá bak við sandpoka- garð niður nokkur þrep og niður í breiða skotgröf. Hún lá í krókum og þeir ráku tærnar í vegna myrkursins uns bjarmi kom frá leit- arljósum i fremstu linunni. Og nú var hrópað enn einu sinni. Bjarminn kom út frá lielli einum í skotgröfinni. Þar var sljórnarsetur eins riðilsins. Frá þessum stað urðu tengigrafirnar þrengri en áður og margar þvergrafir, svo að þeir máttu vara sig á að villast ekki. Svo var enn kallað. Þeir voru komnir i framlínuna. Laurent svaraði. Hann beygði sig og dró til hliðar tjald í skotgrafarbarminum. Lyfti þvi ofurlítið upp og kveikti á vasaljósinu og fór inn fyrir og hinir á eftir, inn i fylgsni, sem var þiljað að innan. Tvö ster- inkerti i flöskustút loguðu þar inni. Þegar Gfegory leit kringum sig í'annst lionum eins og síðustu tuttugu ár hefðu ver- ið draumur. Þetta var engin Maginot-lína, með lyftum, baðherbergjum, borðsölum og rafmagni. Þeir voru sú staddir um þrjátíu lcílómetra fyrir framan sjálf virkin, en af því að ekki höfðu verið teljandi hreyfing- ar á þessum hluta vígstöðvanna höfðu Frakkar haft tíma til að grafa sig niður. Holan sem þeir voru komnir inn í var al- veg eins og' i skotgröfunum, sem Gregory mundi eftir úr gamla stríðinu. Sígarettureykurinn var eins og blá móða undir loftinu og þarna var raki og saggi en hlýtt, svo að gott var að koma þarna úr kuldanum úti. Tvö járnrúm tóku upp mest af plássinu þarna, og i öðru lá ungur liðs- foringi og hrau-t. Ilann var óhreinn og lá i öllum fötunum nema livað hann liafði tekið af sér stígvélin og frakkann. Slcamni- byssur og hjálmar, kíkar, vatnsflöskur, gasgrimur og uppdrættir var þarna á víð og dreif á gólfinu eða hékk á nöglum i loftbitunum. Þilið var prýtt myndum af allsberum stúlkum, rifnum úr Esquire eða La Vie Parisienne. Á þriðjungnum af gólf- rýminu stóð borð, sem hálft var alþakið óhreinum diskum og hollum, en liðsforing- inn nötaði hinn helminginn til að skrifa skýrslu sina á. Hann leit upp þegar þeir komu inn og kinkaði kolli til Laurents. Þegar hann kom auga á einkenni de Brissacs stóð hann upp og heilsaði. Laurenl kynnti þá og Gregory fékk að vita að deildarforinginn hét Moreau, en Gregory var aðeins kynntur sem „vinur okkar, sem þér hafið fengið skipanir um“. — Alll er tilbúið, monsieur, sagði Moreau. — Við sendum herdeild af stað lil að koma dálítilli ókýrrð á, þannig að þér fáið tækifæri lil að sleppa óséður yfir ó- vinalínuna meðan óðagotið stendur yfir. Þakka yður fyrir, sagði Gregory. — Mér þykir leitt að stofna mönnunum yðar í hættu mín vegna, en ef varðlið óvinanna fær ekki eitthvað til að hugsa um, getur það uppgötvað mig þegar ég kem af „no mans land“. Ef ég sést án þess að nolckur Þjóð- verji hafi farið upp úr skotgröfunum geta þeir lialdið að ég sé liðhlaupi, og það er mjög áriðandi að ég verði ekki yfirheyrð- ur fyrr en ég er kominn hak við línuna. Moreau kinkaði kolli. -— Ef stórskotalið óvinanna verður eldci of athafnasamt þá er alll í lagi, sagði hann. — En þeir hafa bitið harkalega frá sér upp á siðkastið hérna, og i vikunni sem leið gerðu þeir svæsna árás hérna norðar. Viljið þér fá glas áður en þér farið? — Þökk fyrir! sagði Gregory. Moreau tólc brennivínsflösku og hellti í fjóra blikk- bolla. ■— Heppnin í'ylgi þér, vinur! De Brissac lyfti bollanum og skálaði við Gregory og hinir gerðu eins. Brennivínið var sterkt, cn Gregory hlýnaði innvortis við það. — Eigum við þá að fara? spurði Moreau, og er Gregory lcinkaði kolli sagði Laurent: — Jæja, ég slcil við ykkur hérna. Góða ferð og velkominn aftur! Gregory kvaddi liann með handabandi og rétti svo Brissac höndina en liann hristi höfuðið. — Ilvaða vitleysa, Gregory. Eg fer með þér eins langt og ég get. Bull! Það er ekki verl að hætta ágæt- um foringja í þetta! De Brissac brosti út undir eyru. -— Þú gleymir að þú ert undir minni stjórn, fé- lagi, og ég hefi fyrimæli um að fylgja þér úr hlaði. Engar móbárur. Hvert augnablik er dýrmætt núna, eftir að óvinirnir hafa tekið á sig náðir. Við megum eklci eyða tímanum í þvaður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.