Fálkinn


Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 8

Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Itií <)i iigu ri n 11 — Þýdd §má§aga — Stundum gerist það í strjálbýl- inu og fásinni sveitanna, að ein eða önnur húsfreyja er hart leik- ’'n af bónda sínum. En þótt hún sA ekki fær um að launa fyrir sig vegna þess, að líkamsorka hennar er minni en harðstjórans, bíður hún tækifæris með hefnd í huga. Ef fylgt er þjóðveginum til Stonebridge, og vikið út af hon- um rétt hjá gömlu hlöðunni hans Wanleys, er komið inn á Dauðs- mannsstíg. Á sumrin er ekki nema ánægjulegt að ganga þann stíg, en á veturna þegar hann er blaut- ur og forugur og strjál trén um- hverfis standa nakin og blaðvana getur naumast ömurlegri sniðveg en stíginn þann. Dauðsmannsstígur liggur alla leið til Dodderdown, en áður en svo langt er komið liggur stígur- inn fram hjá smábýli nokkra kíló- metra frá hlöðu Wanleys. Roddy á þetta býli, en John Brine hefir það á leigu. Framan við húsið grær gömul einstæð fura. Það er sannarlega ætíð ánægju- efni að hitta fyrir lítið snoturt og vel hirt heimili. Á slíkum stað er það jafnan konan sem er að verki, því að á meðan maðurinn er f jar- verandi við störf sín er það henn- ar hlutskipti, að halda grisunum hreinum, þvo mjólkurbúrið og annast endurnar og hænsnin. Allir í sveitinni þekktu John Brine þó að þeir hefðu ekki lagt leið sína eftir Dauðsmannsstígn- um. Og þó að hann þætti sérlund- aður hafði raunar enginn neitt illt um hann að segja. Hann var stór maður með mikið svart al- skegg og kraftalegar hendur. Á sumrum fór hann á milli býlanna í sveitinni með sláttuvél og sló og batt kornið fyrir bændurna. Brine tók visst gjald fyrir hverja dagsláttu, og auk þess fæði hjá þeim, sem hann vann fyrir. Fátæklegan eða illa gerðan mat snerti hann aldrei. Skapgerð hvers manns má að nokkru marka af því hvernig hann borðar og hvaða matur geðjast honum bezt. Allir sem tekið höfðu Brine í vinnu vissu að hann var vandæt- inn en þurfti lítið að borða, þó að hann liti næstum því út eins og skógarbjörn með mikla svarta al- skeggið. Stundum sendi frú Wanley Fred son sinn með kjötbúðing út á ak- urinn til Brine, þegar hann var að skera komið fyrir maka henn- ar. Á þann hátt vildi hún sýna honum vinsemd, en Brine sagði alltaf „nei takk“ við slíkum send- ingum. — Eini búðingurinn sem hann vildi og gat borðað var nýrnabúðingur, og eina konan, sem gat matreitt hann svo að hon- um líkaði var konan hans, Alice Brine. Brine átti mjög annríkt um upp- skerutímann. Hann sló kornið vel, og allir sóttust eftir vinnu hans. Honum var fært besta hvíta brauðið, sem fáaniegt var hjá bakaranum, og besti osturinn sem til var í búinu, út á akurteiginn. Hvort tveggja át Brine svo nost- urslega að enginn smámoli fór til spillis. Þó að Brine dveldist langdvöl- um einn með hestum sínum úti á ökrunum, og hefði ekki við aðra að tala langar stundir, heyrðist hann aldrei hasta á þá eða fara að þeim með háreisti. En gæfist tækifæri til, var hann fús til að ræða áhugamál sín, ef einhver granni hans kom til hans, meðan regnskúr var á, svo að hann varð að sitja í hléi undir aski hjá lim- girðingunni, en hestarnir stóðu yfir sláttuvélinni allskammt frá. Brine var ekki einungis þekkt- ur fyrir hreinlæti sitt og nostur, heldur einnig fyrir ákveðnar skoðanir sínar á kvenfólki og hlutverki þess. Staður konunnar er heima í eldhúsinu, var hann vanur að segja, og hlæja góð- mótlega um leið. Og þetta sagði hann gjarnan við Wanley, en kona hans var kunn sem illkvittin kjaftakerling. Og Brine bætti því við, að engin kona ætti nokkru sinni að fá leyfi til þess, að gera það sem hún vildi. Ef þær fengju að ráða, væru þær alltaf á þan- spretti á götunum eða á mörkun- um. Nei, þær ættu sannarlega að halda sig heima, líta eftir grís- unum og ræsta húsið. Wanley gaf sig gjarnan á tal við Brine því að hann dáðist að snyrtimennsku þeirri, sem ein- kenndi Brine. Einu sinni sagði Wanley við hann. — Eg veit það svo sem að kon- an þín er engin edikssúr nöldrun- arvargur, og að þegar þú kemur heim frá vinnunni gæðir hún þér á hinum lostæta nýrnabúðingi með teinu, búðingnum, sem fólki verður svo tíðrætt um. Brine hló viðf. Honum þótti vænt um að fólk víðfrægði mat- argerð konu hans. Honum þótti einnig vænt um að Wanley gætti þess alltaf vandlega, að hann fengi hvítasta og nýjasta brauðið, sem fáanlegt var hjá Pope bakara. Þó Brine skæri korn bændanna á haustin, krafði hann þá aldrei um vinnulaunin fyrr en komið var fram á vetur. Þá fyrst vildi hann meðtaka sumartekjur sínar svo að hann mætti greiða leiguna eftir býli sitt. I desembermánuði fékk Wanley reikninginn frá Brine yfir korn- skurðinn, sem hann hafði leyst af hendi, þegar þeir áttu tal sam- an um búðinginn. Og vegna þess, að Wanley hafði engu starfi að gegna daginn þann, og hans beið því ekki annað en leiðinlegt síð- degi í iðjuleysi, ákvað hann að færa Brine peningana sjálfur. Þegar Wanley hafði skamma hríð gengið, eftir Dauðsmanns- stíg, fór honum að verða star- sýnt á brumberjarunnana til beggja handa. Þeir virtust teygj- ast illgirnislega út í götuna líkt og þeir hefðu í huga að bregða fyrir hann fæti. — Leiðin var skuggaleg og rökkrið færðist yfir fyrr en Wanley hafði búist við. Og þegar honum kom það í huga, að einmitt rétt á þessum slóðum hafði maður hengt sig létti hon- um sist í huga. Wanley reyndi að hrinda frá sér óhugnaðinum, sem setjast vildi að honum, með þvi að rifja upp, að einmitt á þessum sama stað hafði hann fyrir nokkrum árum mætt elskendum, er gengu hér saman. Hann kunni vel að meta þokka snoturra stúlkna, og nú seiddi hann fram í huganum mynd stúlkunnar, sem hann hafði mætt þarna forðum. Það hafði verið blíðleg og hógvær stúlka, með blá mild augu, og engin önn- ur en Alice Amey, sem síðar gift- ist unnusta sínum John Brine. Wanley hafði ekki séð Alice síðan daginn þann, er hann kom henni að óvörum, þegar hún rétti fram varir sínar og tók á móti kossunum úr svarta skegginu. — Eftir því sem Wanley hafði frétt hafði hún unnið hylli bónda síns betur að því er snerti matreiðslu nýrnabúðingsins, heldur en ýmsar aðrar eiginkonuskyldur. Að vísu hafði hún fætt bónda sínum sex börn, en einhverra hluta vegna höfðu þau öll vanskapast í skauti hennar, og öll höfðu þau verið andvana fædd. — Ef til vill er það furunni að kenna, sagði ljósmóðirin. Wanley herti gönguna. Nóttin grúfði sig æ þéttar yfir jörðina, Þótt Wanley geðjaðist best ungar stúlkur var honum ekkert fjarri skapi að hitta gifta konu, sem á- stæða var til að ætla að væri glöð og indæl þrátt fyrir það að hún hafði orðið að sjá á bak börn- um sínum. Hann kom nú heim undir bæinn snotra, sem allir dáðu svo mjög, allt hreint og vel hirt. En Wanley gekk ekki strax heim að dyrun- um, heldur staðnæmdist hann hjá trénu. Þetta var gömul fura, sem muna mátti fífil sinn fegri. Hnýttur og hrufóttur stofninn teygðist hátt upn í loftið og virtist mega búast við falli hans á hverri stundu. Wanley horfði forvitnum augum á tréð, vegna þess orðróms sem myndast hafði um að það væri orsök í dauða allra barnanna. Þegar hann ætlaði að ganga frá trénu heim að húsinu heyrði hann hljóð sem varð þess vald- andi, að hann staðnæmdist þar nokkru lengur. Þetta hljóð virtist vera högg, en hverju höggi fylgdi lág stuna. Það fór hrollur um Wanley, en hann minntist þess hvað Brine fór vel með öll dýr, og þegar hljóðin hættu litlu síðar hélt hann að þetta mundi aðeins hafa verlð vindþytur í trénu. Hann opnaði hliðið og gekk heim að húsinu, og á leið sinni gat hann ekki látið vera að dást að þvi hvað ailt, sem fyrir augun bar, var vel hirt og í góðri reglu, alveg gagnstætt allri óreiðunni heima hjá honum. Hann barði gætilega að dyrum og Brine opn- aði fyrir honum. Brine leit út eins og hann var vanur, fötin hans voru hrein og vel burstuð og báru þess merki að vera stöðugt hirt af umhyggjusamri konuhönd. Sjálf- ur stóð Brine svo elskulegur í dyr- unum, að Wanley, sem tafarlaust var beðinn að ganga til stofu, sannfærðist enn betur en áður um, að hljóðin, sem hann þóttist hafa heyrt hefðu ekki verið annað en skynvilla. Wanley settist og lét í ljós að- dáun sína á hinu vel hirta her- bergi, þar sem hver hlutur var á sinum stað og hvergi var rykgróm að sjá. — Hvernig fer hún að því að halda öllu svona hreinu og fág- uðu? spurði Wanley. — Kella mín segir að ómögulegt sé fyrir tvær hendur að anna slíku. — Ó, jæja, sagði Brine og neri saman stórum höndunum. — Eg hefi dálítið hérna á bak við hurð- ina, sem heldur henni við efnið. Og Brine neri saman höndunum. Wanley hló líka, því að hann bjóst

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.