Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 9
FÁLKINN
9
við að í orðum Brine fælist eitt-
hvert saklaust gaman, sem tíðk-
aðist þarna í sveitinni.
Það hafði rignt á Wanley á leið-
inni svo að frakkinn hans hafði
vöknað lítið eitt. Hann klæddi sig
því úr frakkanum, og um leið og
Brine gekk út úr stofunni til að
gefa hestunum, fór Wanley fram
að dyrunum til þess að hengja
frakkann sinn þar.
Þegar Wanley kom fram að
dyrunum og leit á bak við hurð-
baka. Að hurðarbaki hékk breið
ól alsett blettum, sumir voru
dökkir en aðrir ennþá blóðlitir.
Wanley sneri við með frakkann
og hengdi hann yfir stólbak.
I sama mund kom Alice Brine
inn í stofuna til þess að breiða
dúk á kvöldverðarborðið. Hún leit
hvorki á Wanley né yrti á hann.
Þetta var allt önnur Alice, en sú
sem hafði rétt fram rauðar og
ferskar varirnar móti kossum
svartskeggjaða unnustans forðum
á Dauðsmansstignum. Hún gekk
titrandi um stofuna án þess að
mæla orð, og Wanley duldist ekki
að innan skamms mundi hún enn
á ný ala andvana barn.
Wanley veitti henni athygli
þangaði til Brine kom inn og
nýrnabúðingurinn var borinn á
borð.
Brine fór jafn snyrtilega að mat
sínum og hann var vanur að gera
úti á akrinum. Hann stakk smá-
bitum af búoingnum í munn sér,
en hélt jafnframt uppi samræðum
við Wanley, og réð honum ákveð-
ið til þess að útvega sér eitthvað
til að hafa á bak við hurðina, ef
svo væri að kona hans reyndist
löt og hirðulítil við heimilisstörf-
in.
Strax og máltíðinni var lokið og
Brine hafði látið í ljós hjartanlega
ánægju sína yfir búðingnum,
klæddist Wanley frakka sínum og
fór. Honum létti þegar hann sá
að þokan var horfin -og að mán-
inn var kominn upp.
En þrátt fyrir mánaskinið losn-
aði hann ekki við taugaóstyrkinn
sem hafði gripið hann, þess vegna
staðnæmdist hann hjá gömlu fur-
unni til þess að reyna að sefa
taugar sinar.
Allt var hljótt nema vindþytur-
urinn í trénu. En brátt tóku hin
óhugnaðarfullu hljóð að berast
frá húsinu, sem ekki var nema
þrjátíu skref í burtu. Kvalastun-
urnar, sem hann hafði áður heyrt
bárust honum nú enn til eyrna.
Wanley hraðaði sér í burt, en
áður en hann var kominn meira
en hundrað skref áleiðis eftir
Dauðsmannsstígnum leit hann til
baka. Einhver fáklædd vera kom
út úr húsinu og varpaði sér nið-
ur á stígnum, lá þar kyrr og engd-
ist af kvölum.
Næsta morgun sagði kona
HERFORINGJAR BANDARlKJANNA IEVRÓPU. / samrœmi viö á-
kvæöi Atlantshafssáttmálans, hefir nú veriö haf ist handa um aö sam-
ræma ýmisleg atriöi hernaöarlegs eðlis meðal bandalagsríkjanna. —
1 því tilefni liefir sendinefnd frá Bandaríkjunum heimsótt Evrópuríkin
og átt viöræður við ráðamenn þar. — Myndin er af þremur aðálfulltrú-
um Bandarikjanna. Frá vinstri: Hoyt Vandenberg, yfirmaöur lofthers-
ins; Omar Bradley, yfirmaður hersins, Louis Denfield, yfirm. flotans.
PAN-ARABISMI. — Meðal arabísku þjóðanna sunnan og austan MiÖ-
jarðarhafs hefir oft komiö fram viðleitni á því að auka samstarf
þeirra í þvi augnmiði að þœr kæmu jafnan fram sem einn aðili ef
einhver þeirra yrði fyrir áreitni utan að. Palestínudeilan blés nýju
lífi í þessa hugmynd og henni óx svo þróttur að farið var að tala um
að stofna arabískt ríkjasamband undir forustu Egypta. Hefir þetta
mál verið rætt af kappi undanfarið, og það er tálið standa í sam-
bandi við þær umræður, að þeir þjóðhöfðingjarnir í lran og írák
áttu nýlega fund með sér. Því að þó að Iranar (Persar) séu ekki
Arabar, þá eiga þeir flestra hagsmuna sinna að gæta í samvinnu
við Arabaþjóðir. — Hér á myndinni sjást þeir shahinn af íran, Mo-
hamed Reza (t. v.) og ríkisstjórinn i Irak, Abdul-lllan heilsast, er
sá síðarnefndi steig út úr flugvélinni á Mehrabad-flugvelli í Teheran.
Wanleys honum þær fréttir að barn fæddist gróf Brine snotra
Alice hefði enn á ný fætt and- - gröf undir trénu. 1 þá gröf lagði
vana barn. hann litla líkamann og jós hann
— Hann grefur þau öll undir moldu. Hvassviðri var á og all-
stóru furunni, sagði Ijósmóðirin. snöggur sviptivindur kom þjót-
Kvöldið eftir að hið andvana andi eftir Dauðsmannsstígnum og
varpaði stóru furunni um koll, svo
að hún féll ofan á Brine. I fyrstu
hugðu menn að hann væri ekki al-
varlega meiddur og mundi brátt
hljóta bætur meina sinna. En
þegar tvær vikur voru liðnar,
skýrði læknirinn frá því að vænta
mætti hins versta.
Wanley og Pope, sem kvaddir
höfðu verið til þess, að vera vott-
ar að erfðaskrá Brine, komu heim
að húsinu í sama mund og Haw-
kins læknir fór þaðan út.
— Já, sagði læknirinn við frú
Brine. — Nú skiptir engu þó að
hann borði allt sem hann listir.
— Eg var að matreiða nýrna-
búðing, sagði frú Brine og leit
niður fyrir sig. — Og hann lang-
ar svo mikið til að borða hann.
Hann borðar líka allt af svo gæti-
lega, eins og læknirinn veit.
Þegar bæði vitnin voru komin
inn í svefnherbergið, bar frú
Brine búðinginn inn og hagræddi
svæflum við bak maka síns og
bað hann að gjöra svo vel.
Brine stakk fyrst litlum bita i
munninn og síðan öðrum til, hægt
og nosturslega eins og hans var
háttur. En þegar hann hafði
tuggið nokkra stund hrækti hann
því sem hann hafði í munninum.
— Mörinn er ekki soðinn, sagði
hann heiftarlega, — hann er alveg
ólseigur. Wanley sæktu fyrir mig
það sem hangir bak við hurðina.
Svo sneri hann sér grimmdar-
lega að konu sinni.
— Farðu úr leppunum, orgaði
hann.
En Alice Brine hló nú upp í
opið geðið á honum.
— Ólin er í búðingnum, sagði
hún með hægð. — Þú hefir sjálfur
étið af henni.
Brine stundi og skalf af reiði.
En hann skalf þá raunar jafn-
framt af annarri og meiri ástæðu.
Ósýnileg hönd hafði gripið hann
föstu taki, og sleppti honum ekki
fyrr en hin eilífa kyrrð færðist
yfir hann.
-— Dó niaðurinn ýðar eðilogum
dauðdaga?
Já. Hann varð undir bil.
VIKUBLAÐ MEÐ. MYNDUM
Ritstjóri: Skúli Skúlason
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Skrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6
BlaOiÖ kemur út hvern íöstudag
Allar áskriftir greiöist fyrirfram
HERBERTSprent