Fálkinn


Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 14

Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Gerður Helgadóttir BLÚNDUBUXURNAR AFTUR. Ameríska tennisstjarnan Gussie Moran, sem tók þótt í Wimbledon- leikjunum nýlega, vákti á sér at- hygli með því að mæta til leiks í mjög stuttum blúndubuxum og stuttri blússu. Hún segir að karl- mönnum geðjist vel að blúndu- buxum. Á myndinni sést hún með nýungina. LITLAR PARÍSARUNGFRÚR. Þær eru léttklœddar, litlu stúlk- urnar, enda engin furða, þvi að hitinn er geysilegur. En ísinn bæt- ir úr skák, þegar heitt er í veðri. SVIFLÉTT SEM ÁLFAMÆR. Hún heitir Ann-Charlotte Berg- man og sýndi á árshátið ballett- skólans við Stokkhólmsóperuna. Höggmynd þessi er eftir nngfrú tíerði Helgadóttur Pálssonar tón- skálds. Er hún nú við framhaldsnám i höggmyndalist í höggmyndadeild hins víðfræga listaháskóla í Florenz á ítaliu. Gerður hlaut undirbúningsmennt- un sína í myndlistadeild Handíða- og myndlistaskólans í Reykjavík. Stundaði hún þar myndlistanám í þrjú ár með frábærum árangri. Að Ioknu því námi fékk hún inngöngu í listaháskólann í Florenz. Gerður er ein þeirra fjögurra BLÁA STJARNAN. Framh. af bls. 3. vakið mikla athygli á sér erlendis, t. d. á Norðurlöndum í sumar. Af öðrum skemmtikröftum má nefna liina ungu og efnilegu söng- konu, Þuriði Pálsdóttur, hinn þekkta píanóleikara Fritz Weisshappel, dæg- urlagasöngvarann vinsæla, Hauk Morthens og svo sjálfan Alfred And- résson, sem syngur gamanvísur. Þá er heldur ekki ónýtt að vita af nýj- um þætti um daginn og véginn, sem þeir Har. Á. Sigurðsson og Alfred Andrésson annast. Leikstjóri er Ind- riði Waage, en kynnir Har. Á. Sig- ursson. ACHESON VEL TIL FARA. Truman forseti hefir undanfarið gengið best til fara af öllum kari- mönnum í Bandaríkjunum. En nú kvað Dean Acheson utanríkisráð- kvcnna, sem fyrir nokkru hlutu þá viðurkenningu að hljóta styrk úr Menningar- og minningasjóði kvenna til framhaldsnáms í myndlistum er- lendis. Hinar þrjár eru frú Vigdis Kristjánsdóttir, ungfrú María Ólafs- dóttir og ungfrú Erla ísieifsdóttir. Allar hafa þær áður stundað mynd- listanám i Handíða- og myndlista- skólanum. Væntir „Fálkinn“, áður en langt um líður, að geta birt lesendunum myndir af nokkrum verkum hinna styrkþeganna. STJÖRNULESTUR. Frh. af bls. 5. 11. hás. - Uran er í iu'isi þessu. Hefir ólieillavænleg áhrif á gang þingmála og óvænt atvik koma til sögunnar sem viðfangsefni, er örð- ugt verður úr að leysa. 12. hús. — Mars er i húsi þessu. — Slæm afstaða fyrir sjúkrahús, góð- gerðarstarfsemi, vinnuhæli og betr- unarhús. Eldur gæti komið upp í einhverri slíkri byggingu. Ritaö 12. ágúst 19i9. herra hans vera orðinn honum fremri hvað þetta snertir. í skrám tísku- blaðanna er liann nú talinn efstur, en Truman næstur lionum. Clark Gable er nr. 3 og Harold Stassen nr. 4. Þýskur óperusöngvari, August . tíriebel að nafni, dvelst hér á landi um þessar múndir. Hann hefir iiaid- ið sjálfstæða hljómleika í tíamla Bíó og auk jiess sungið i útvarpið. tíriebel er þróttmikill baryton- söngvari, sem starfað hefjr. við ó- peruna í Köln síðan 1942. Fæddur er liann i Bochum i Westphalen, en söngnám sitt stundaði liann m. a. i Frankfurt a. M. óg Breslau. Hann liefir farið víða um Vestur-Evrópu og lialdið hljómleika. M. a. hefir hann sungjð í Berlin, Wien, Stutt- gart, Miinclien, Barcelona, París, Briissel, Antwerpen og Amsterdam. Þekktastur er Griebel fyrir söng sinn i óperuhlutverkum Mozarls, t. d. í Töfraflautunni og Figaro, en einnig hefir liann sungið i Falstaff, Rosenkavalier, Meistarasöngvunum eftir Wagner, Parsival o. fl. Rauði prófasturinn vitni. Hew- lett Johnson dómprófastur af Kantaráborg, sem fengið hefir viðurnefnið „rauði prófastur- inn“ fyrir samúð sína með kommúnistum, var kvaddur til uð bera vitni í Kravsjenkomjílu- ferlunum í París. Hér sést hann í vitnastúkunni. Þar tél hann svo um mætt að lýsing Kravsjenkos á Statin í bókinni „Eg kaus frelsið“ væri mesti skrípalekur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.