Fálkinn


Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 6

Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 6
6 FÁLKINN - LÍTLA sagan - llngur maður með dshulegt bros UnKur maður með elskulegt bros, óskar eftir að kynnast ungri og laglegri stúlku, með hjónaband fyrir augum. Viðkomandi verð- ur að vera í meðallagi há, grönn og óaðfinnanleg í vextinum. — Hún verður ennfremur að hafa sérlega fallcga fætur, helst að vera dökkhærð og skapgóð. — Sjálfur er ég maður er hefir notið mikillar kvenhylli, og þeg- ar um kvenlegan yndisþokka er að ræða, er ég ákaflega kröfu- harður, þessvegna er alveg til- gangslaust fyrir aðrar en þær, sem uppfylla ofangreind skilyrði, að gera sér það ómak að senda tilboð. Svör merkt „Don Juan.“ óskast lögð inn á afgr. blaðsins. Elsa fnæsti af reiði. Þessi „Don Juan“ var í það minnsta ekki sérlega lítilþægur náungi. Kannske hafði ein- liver sett auglýsinguna í hlaðið að gamni sínu, hún var líka naumast alvarlega stílfærð, en eitt var þó alveg fullvíst: Auglýsandinn var mað- ur er sannarlega átti skilið að fá fyrir ferðina, og hann skyidi lika fá það. Að hugsa sér, að nokkur skuli voga sér að birta slika auglýsingu í víð- Icsnu blaði, — með öllum þessum kröfum og upplýsingum um eigin full- komnun .... og búast svo ef til vill við að fá svar! N'ei, það gekk vissulega of langt. Hún þreif pappír og penna og skrifaði hunangssætt svar, þar sem hún undirstrikaði alla sina óviðjafn- anlegu eiginleika á svo freistandi hátt, að fiflið hlaut að gina við agninu. Tveimur döguin síðar hafði hún móttekið svarið, og af þvi mátti sjá, að lnin Iiafði metið hann réttiiega. Hann fór fram á stefnumót við liana á nafn- greindu hóteli um kvöldið kl. niu, og luin átti að þekkja liann á hvítri nell- iku, sem hann bæri í jakkahorninu. Elsa ákvað strax að mæta. Það gæti reyndar verið ákaflega athyglisvert að sjá þennan uppblásna „herra Don Juan“ í eigin persónu. Á slaginu níu gekk hún inn í veitingasalinn og leit yfir gestahópinn með rannsakandi augnaráði. Jú, alveg rétt, þarna sat ungur maður, einn sins liðs, við eitt borðið, og hann bar hvíta nellíku í jakkaliorninu. Þetta hlaut að vera hann, en Elsa var ofurlítið forviða og alls ekki jafn borginmannleg og áður, þvi að þessi maður leit vingjarnlega og hreint ekki spjátrungslega út. Já, hún var fús til að gefa enn meira eftir og viðurkenna, að hann væri einmitt af þeirri manngerð, er hún gæti auðveldlega látið sér detta í hug að verða ástfangin af. Nei, hann hafði komið fram eins og gleiðgosi, og hann skyldi líka aldeilis fá sína refsingu vel útilátna. Útlitið getur svikið, og hún hafði jú ákveðið að láta þennan grobbara fá á baukinn, — þannig að hann gleymdi henni ekki fyrst um sinn. Ákveðnum skrefum gekk hún því að borðinu til hans. „Gott kvöld, herra Don Juan!“ sagði hún dálítið kaldhæðnislega. „Gott kvöld, ungfrú .... ?“ „Svo, þér eruð búnir að gleyma hvað ég heiti, ég heiti Elsa, og fleira ætti víst að vera óþarft að taka fram, þar sem við hittumst undir ]>eim kringumstæðum, sem yður eru vel kunnar.“ Hann brosti aftur, og Elsa varð nauðug viljug, að játa með sjálfri sér, að hann hafði svo sannarlega ekki yfirdrifið sér i hag, þegar hann hafði minnst á „eískulegt bros“ i auglýsing- unni. Þar að auki hafði það gagnverk- aridi áhrif á hana sjálfa. „Já, þar hafið þér rétt fyrir yður, ungfrú EIsa,“ svaraði liann. „Eg við- urkenni að kringumstæðurnar eru dá- litið einkennilegar, en hvers vcgna skyldi maður ekki hagnýta sér þau tækifæri, sem hjóðast? Eg heiti Hrólf- ur, og þar sem við erum nú að komast að cfninu, finnst mér réttast að við séum dús, nú þegar, ekki satt?“ Hann rétti henni höndina, og hún tók i hana og þrýsti hjartanlega, — en mundi svo allt í einu eftir hltit- verki sínu og byrjaði ákaft að brjóta heilann um eitthvað meinyrt til þess að segja við hann, en heilinn gerði verkfall. Þau settust hvort á móti öðru, og hann leit hana rannsakandi augna- ráði. „Við gætum kannske kynnst nánar ef við fengjum okkur eitthvað að borða?“ Hún kinkaði kolli til samþykkis, en með sjálfri sér htigsaði hún: Held- ur hann máske að ég sé kominn hing- að til þess að sitja og glápa á hann allt kvöldið? Tíu mínútum siðar voru þau djúpt niðursokkin i fjörugar samræður, og Elsa hafði næstum alveg gleymt til- gangi sinum, þvi að hann var virki- lega töfrandi, og útlit hans var i raun og veru þannig, að hún myndi ugg- laust hafa fellt brennandi ástarbug til hans ef þau hefðu hitst undir öðr- um kringumstæðum, — en svo mundi hún skyndilega. „Þú ert ekki alveg eins og ég gerði mér í hugarlund að þú værir.“ „Eins og þú gerðir þér í hugarlund, að ég væri....“ spurði hann og horfði beint framan i hana. Svo fór hann allt í einu að hlæja, og bætti við. „Nei, maður mætir oft ýmsu sem kemur á óvart í lífinu. Sérstaklega þegar maður á síst von á því.“ Elsa hló líka, þvi að nú var hún sannfærð um að auglýsingartiltækið var bara spaug af hans hálfu. Og hann var líka svo laglegur og elskulegur, og hvers vegna ætti hún þá að eyði- leggja jafn yndislegt lcvöld? Hún hafði loksins kynnst manni sem henni féll vel í geð, og sem hún gæti elskað af öllu hjarta — og hún kærði sig ekki um að sleppa honum aftur, bara af því að hún liafði fengið ranga liug- mynd um hann i upphafi. Á hinn bóginn varð Hrólfur ákaf- lega hrifinn af henni. Hann drukkn- aði hjálparvana í hinum dökkbrúnu, næstum svörtu, auguin hennar, sem voru eins djúp og botnlausir brunn- ar. Hið hrafnsvarta hár hennar féll i stórum skinandi bylgjum niður á drif- hvítar, og fagurskapaðar axlirnar, og munnurinn blasti við honum rauður og mjúkur. Kinnar hennar voru sæl- legar og minntu hann á ferskjur, bæði að því er snerti litarhátt og lag. Hinn •gyðjulíki barmur hennar hófst og rzr. • ■ lækkaði á víxl, og gaf honum að líta himneskar draumsýnir. Hann hafði vissulega haft hamingj- una með sér. Klukkustund síðar hafði Elsa al- gjörlega gleymt fjárans auglýsing- unni. Hún lyfti kampavínsglasinu sínu og skálaði við hann, og tillit það er þau sendu hvort öðru yfir barma glasanna gáfu ótvírætt i skyn hvern lnig þau háru hvort til arinars. Tunglið skein yfir bænum, þegar þau óku heim til Hrólfs nokkru eftir miðnætti. Hún hafði lofað að fylgjóst með honum spottakorn, en augnatil- lit það er hún gaf honiim samtímis, lofaði honuin ódáinssælu. í myrkrinu sem var inni i bílnum féllust þau í faðma, og bílstjórinn varð að endingu að banka varfærnislega á rúðuna, því að bíllinn hafði staðið kyrr fyrir utan húsdyrnar á heimili Hrólfs, fullan stundarfjórðung, án þess að farþeg- arnir hefðu, á nokkur hátt, gert sig Ijklega til þess að stíga út úr honum. En hann var slíku vanur, sá góði bíl- stjóri. Þetta var ekki i fyrsta skiptið sem hann ók með elskendur. Elsa varð mjög hrifin af íbúð Hrólfs er meðal annara þæginda var leigð með einkabaðherbergi, og sér til mikillar ánægju komst hún að raun um að hann hafði ágætan siriekk, og að þvi er virtist, talsverð peningaráð. Ekki þar fyrir, að luin legði svo sér- staklega mikið upp úr því síðastnefnda en það gat nú samt sem áður verið ákaflega þægilegt að hafa nóga pen- inga. Hrólfur skenkti vin, og virti hinn granna líkamsvöxt hennar fyrir sér á meðan. Hún var blátt áfram al- veg ómótstæðilega töfrandi. Hið granna rnitti og hinar dásamlega á- völu mjaðmir ætluðu alveg að trylla hann, og þegar hún óvænt sneri sér frá honum og lyfti kjólnum til þess að laga sokkabandið sitt, óafvitandi um spegil, sem stóð fyrir framan hana. þvingaði sýn sú, er hann sá í spegl- inum hann til þess að sleppa því sem hann var með í höndunum, og þrífa hana í fang sér þess i stað. Hamslaus af ástarbruna Jirýsti hún sér upp að honum og endurgalt kossa hans og faðmlög af dæmafáum ákafa. Svo lvfti hann henni upp og bar hana áleiðis til fullsælunnar. Hér yfirgefum við hina ungu elsk- endur i nokkra klukkutima, því að undir slíkum kringumstæðum má maður ekki vera ónærgætinn. Sólin var þegar komin hátt á loft. Þegjandi dró Elsa hanskana á hendur sér. Hana langaði til þess að segja eitthvað áður en hún yfirgæfi Hrólf, — og hana langaði einnig til að hann segði eitthvað. Það var alveg eins á- statt með hann. Hann hafði ákveðna spurningu á vörunum en ]iað var bara svo fjári erfitt að koma henni upp. Það var Elsa er var fyrri til að rjúfa þögnina. „Hvers vegna settirðu þessa kjána- legu auglýsingu í blaðið, Hrólfur?“ „Auglýsingu?" Hann leit spyrjandi á liana. „Já.“ Ilún rótaði augnablik i tösk- unni sinni og rétti honum útklippta auglýsinguna. „Hér er hún!“ „Þetta er mér alveg óviðkomandi! ■Sendir þú virkilega svör við svona auglýsingum?“ „Nei, það geri ég yfirleitt ekki, en mig langaði til þess að sjá fiflið, sem setti hana í blaðið, og svo hitti ég þig í þess stað. En þú varst með hvíta nelliku og þess vegna hélt ég.. já, ég hélt auðvitað, að það værir þú.... Vitið þér .. ? hversvegna beltisdýrið vindur sér í kuðung þegar ráðist er á það? Eins og flestir vita er beltis- dýrið í brynju, samsettri úr smá- plötum úr beinhörðu leðri, sem þekja allan skrokkinn nema kvið- inn. Þegar ráðist er á dýrið vind- ur það sér í kuðung, með skottið við hliðina á hausnum, eins og sést á myndinni. Sé ráðrúm til þess þá grefur dýrið sig í jörð, og er ótrúlega fljótt að því. að þessar undarlegu „tunnur“, sem þér sjáið á myndinni, fram- leiða gust, sem getur þeytt 5 ícg. þunga 20 km. í loft uyp. Þetta er nfl. þéttar í þrýsti- loftshreyfla jet-flugvélanna. Á fullri ferð snýst hreyfillinn með þéttinn 300 snúninga á sekúndu og dæla þá litlu spaðarnir á þétt- inum 50 smálestum af lofti inn í brennsluhólfið, en þaðan kemur svo loftgusan, sem knýr flugvél- ina áfram. ég meina, að það hefðir verið þú sem lést auglýsinguna, og .... já, og svo fór, og nú....“ Þegar hér var komið gat luin ein- faldlega ekki komið upp einu einasta orði til viðbótar, þvi að varir Hrólfs hindruðu liana í því.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.