Fálkinn


Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 13

Fálkinn - 26.08.1949, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Gregory þekkti vin sinn svo vel að liann vissi að það var þýðingarlaust að malda í móinn, og fór með Moreau út í skotgröf- ina. Þeir fóru fram Iijá mörgum þvergröf- um þangað til þeir komu í dýpri gröf. Þar stóðu hermenn og i einni dældinni talaði Moreau við foringja. Svo sneri hann sér við og tók í höndina á Gregory. — Þetta er Gautier liðsforingi, sem á að stjórna áhlaupinu, sagði liann. — Haldið þér yður nærri honum og hann fylgir yður fram að gaddavírsgirðingunni. Til ham- ingju! •— Þessa leið sagði einhver. Gautier tók i handlegginn á Gregory og fór með hann þangað til þeir komu að þrepi i skotgraf- arbarminum, þar sem auðvelt var að ldifra upp úr. Þegar Gregory var að klifra upp úr gröfinni var merkinu hvislað mann frá manni og hermenn komu upp úr gröfinni hóðum megin við hann. Gautier fór á und- an en de Brissae gekk við hliðina á Gre- gory. —Skotgrafir óvinanna eru um hálfan kilómetra burtu, hvíslaði Gautier. Hér er- um við í vari hak við hæð svo að við getum gengið uppréttir næstu hundrað metrana. En ef Jjeir nota kastljós þá verðum við að fleygja okkur niður. Þeir runnu og ráku tærnar i, þvi að þarna var óslétt. Allt i einu datt Gautier og bölvaði. og ]>að munaði minnstu að Gregorv færi sömu leiðina, á hausinn of- an i sprengjuholu. Gautier brötti upp hinu niegin og þeir liéldu áfram. Ekkerl hljóð lieyj’ðisl nema sutlið í skónum þeirra í drullunni og fall- hyssudrunurnar í fjarska. Út við sjóndeild- arhringinn sást bjarmi. Hann var frá virj- unum í Siegfriedlínunni, sem jusu sprengi- kúlum á frönsku stöðvarnar. Allt í einu sást skært ljós skanmit und- an, hækkaði sig um þrjátíu m'etra yfir jörð oð fór svo langan hoga og gerði alll dagbjart þar sem það féll á. Þeir fleygðu sér undir eins og þeir sáu lcastljósið, en Gregory ko mauga á nokkra menn skammt framundan þeim. — Þelta eru vélbyssumenn frá okkur, sagði Gautier. Þeir linipruðu sig á barminum á sprengju- gíg og höfðu aðeins nokkra sándsekki til varnar. Þeir héldu áfram undir eins og ljósið hvarf. Þegar þeir voru komnir fram hjá vélbyssuhreiðrinu komu þeir í brekku og þar var gaddavírsgirðiríg. Gautier’það ])á um að bíða og lagðist á fjóra fætur og fann op á girðingunni. Hann hvislaði lil þeirra og þeir skriðu forina á eftir honuin. Kúla þaut yfir höfðinu á þeim og sprakk með livelli bak við þá, er þeir fleygðu sér á vota jörðina. Þeir voru nú lconmir um hálfa leið og héldu áfram með mestu var- kárni, nokkur skref í einu og stönsuðu á milli^g hlustuðu. Loks komu þeir að gadda- vírsgirðingu óvinanna og nú byrjaði það erfiðasta. Gregory og de Brissac lögðust flatir meðan Gautier fór að klippa gal á girðinguna. I liverl skipti sem hann klippti heyrðist dauft hljóð, sem liægl var að heyra nokkra metra burtu. Þeir bjuggust við að farið yrði að skjóta úr einhverju vélbyssulireiðr- inu þá og þegar. Ivuldinn var bitandi eink- einkuin þegar þeir lágu kyi'rir. Gautier var kortér að klippa og þó var opið svo mjótt að þeir rifu sig er þeir skriðu í gegn. Þeir skriðu á maganum í aurnum. Allt í einu lieyrðu þeir skollivell til hægri við sig. •— Komið. þið! hvíslaði Gautier og hljóp áfram. Annað skot reið af. Svo fór að heyrast í vélbyssu. Leitarljós kom á loft. Gregory grillti í frönsku hermennina, sem höfðu ldippt göt handa sér báðumegin við Gaut- ier. Allir drógu sig i hlé og á næstu mín- útu hafði hann sjálfur hlaupið ofan i holu sem var full af vatni og stóð þar upp í hné við hliðina á Gautier og de Brissac. Marg- ar vélbyssur fóru að spýta áður en leitar- Ijósin hurfu. Undir eins og dimmdi stigu þeir upp úr gignum og hlupu áfram á ný. Skarpur glampi rauf myrkrið fvrir framan þá og Gautier rak upp óp og datt. De Brissac skaul tveim skotum af skammbyssunni um leið og Gregory fleygði sér flötum hjá Gaulier. Þeir drógu liann til baka ofan i sprengjuhohma og de Brissac brá upp vasa- ljósinu. Blóðið rann úr munni Gautiers. Stórt brot úr handsprengju hafði skorist gegn- um brjóstið og inn i lungu, rétt ofan við hjartað. Hann var dáinn. Hióp, formælingar og skothvellir lievrð- ust úr öllum áttum. Gregory og de Brissac yl'irgáfu þann látna, skriðu upp úr holunni og stikuðu áfram. Þeir sáust í glömpunum frá skotunum í kringum þá. Nú kom hver stórsprengingin eftir aðra og jók á hávaðann. Óvinirnir höfðu látið stórskötaliðið taka til slarfa og sprengi- kúlunum rigndi niður á Frakka, sem sóttu fram síðasta spölinn að þýsku skotgröf- unum. Gregory hljóp áfram en de Brissac þreif i öxlina á honum og þrýsti honum niður. Það stoðar ekki, sagði hann. Þér teksl ekki að komast yfir skotgrafirnar meðan á þessu stendur. Við verðum að bíða þang- að til kyrrist. Frönsku fallbvssurnar voru nú farnar að ]>ruma lika. Bauðir blossar gusu upp yfir ])ýsku stöðvunum en ský af reyk byrgðu sums staðar fyrir. í tíu mínútur stóð ])essi hrina, en Gregorv og de Brissac biðu á meðan og grúfðu sig niður á iskalda jörð- ina. Hvert augnablik gátu þeir búist við að þeytast í háaloft eða fá sprengjuflís í skrokkinn. Báðir voru hraustmenni en þó spratt svitinn út á þeim báðum, ekki af því að þeir væru hræddir við að deyja heldur óttuðust þeir að særast og þurfa að seig- pínast til bana. Hávaðinn liljóðnaði eftir ])vi sem dró úr skothriðinni. Þjóðverjar vissu að frönsku árásinni hafði verið hrundið og að ekki var nauðsynlegt að evða fleiri skotum. Nú hættu frönsku virkin líka að skjóta. Þó heyrðist enn um stund i vélbyssunum. Leit- arljósin frá þýsku stöðvunum urðu strjálli og myrkrið lagðist yfir „no mans land“. Víða heyrðust kveinstafir særðra manna, sem höfðu fest sig á gaddavírnum er þeir Voru að reyna að komasl aftur til frönsku stöðvanna. -— Þeir eru varir um sig núna, sagði de Brissac. Þú verður að fara afar varlega. En þú átt ekki langa leið eftir og ef þú verður heppinn ])á kemstu óséður ofan i einhverja skotgröfina. — Það er rétt. Nú held ég áfram einn. Það er tilgangslaust að þú sért að fara lengra. Þalcka þér fyrir alla fylgdina liing- að, gamli vinur. De Brissac þreifaði eftir hendinni á Gre- gory í myrkrinu og tók fast í hana. — Til hamingju. Við skulum drekka flöslcu af Chambertin saman þegar þessu bölvuðu stríði er lokið. Gregory skildi við vin sinn og skreið áfram. Fyrst i stað var liann ekki viss um stefnuna, en nú var rakettu skotið upp frá þýsku stöðvunum og liann sá að hann liafði farið of langt til hægri. Þegar ljósið glamp- aði flevgði hann sér ofan í sprengjuholu. Ljósið slokknaði strax, án þess að brenna út. Gregory lmipraði sig í holunni en varð nú var ])ess að hann var ekki einn. Hann gat heyrt að einhver dró andann rétt hjá honum. Var það Frakki eða Þjóðverji? A næstu sekúndu fékk hann að vita það. Ný eldflaug lýsti umhverfið og hann sá hermann í khaki-búningi. Gregory hafði skammbyssuriá lil taks en Frakkinn riffilinn sinn, Gregorp sá hvern- ig ótti og drápfýsn slcein úr augum hans í senn. Eitt augnablik hafði hann gleymt að hann var í þýskum herklæðum, en allt i einu varð honum ljóst að hann var í hráðri hættu. Hann gat ekki drepið franskan lier- mann, en sá að hann kreþpti fingurinn að gikknum. Gregory lá og gapti. Augun störðu. Hann horfði beint inn í hlaupið á bvssunni, og byssustingurinn var ekki nema tvo þuml- unga frá munninum á honum. XXVI. Næturkyrrð á vígstöðvunum. Gregory sló bvssuhlaupinu til htiðar og í sama bili reið skotið af og kúlan small á hjálminum hans. Hún snerti hann efst, án þess að bora gat á hann. En það lá saml við að hann yrði magnlaus af högginu og datt aftur yfir sig. Hann rann um leið og missti skamm- byssuna, en andstæðingurinn stóð upp og virtist ætla að reka byssustinginn i mag- ann á honum. — Kamerad! hvíslaði liann. Kamerad! — Ileldurðu að ég vilji liætta lifi mínu í að taka þig með mér? sagði Frakkinn' fyrirlitlega. Þú ert búinn að vera, bölv- aður ])ýski hundur! Gregory reyndi að bylta sér til liliðar en ])á lieyrðist rödd: Attention! Enga fanga má drepa! Það munaði minnstu að bvssustingurinn færi i Gregory, hann stakkst gegnum frakkalafið hans. Sá nýkomni kom niður i holuna og lýsti með vasaljósi á andlitið á Gregory. — Eg skal annast um þennan mann, sagði hann við hermanninn. Farið þér til yðar manna! Gregory létli er liann heyrði að þetla var rödd de Brissacs. — Hver eruð þér? spurði franski dátinn efins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.