Fálkinn - 12.01.1951, Side 3
F A L K I N N
3
Hipndi rcihnM
Karlakór Reykjavíkur. (Myndin te kin sumarið 1950).
KnrUkör Reykjnvíkur 25 öru
Reiknivélar — þörfustu þjónar
flestra skrifstofumanna — eru ó-
þekkt tæki í þorpi einu i grennd við
Bangalore í Indlandi. Og — það sem
meira er — fólkinu þar stendur
iijartanlega á sama um það, því að
það hefir litla stúlku á meðal sín,
og hún liefir reikniheila, sem eng-
in venjuleg reilcnivél getur ögrað.
Reikniheilinn — eða hin hugsandi
reiknivél, sem svo mætti kalla —
er að baki brosandi augna 19 ára
gamallar stúlku, Shakuntula Devi
að nafni. í liaust fór hún til Lond-
on íil þess að sýna bresku skóla-
fólki, Iivað mannlegur heili má sin.
Hún getur á nokkrum sekúndum
reiknað dæmi, sem tekur venjulegan
mann klukkustundir að reikna.
Það er ekki að furða, þótt það
vaxi i augum skólabarna, sem
glima við að draga út kvaðratrætur
af tölum, að Shakuntala getur dreg-
ið sjöundu rót út af tölum í hug-
anum og með örstuttum umhugs-
unarfresti. Ætlun liennar er að kom-
as upp i 23. rót.
Þetta hljómar eins og stjarnfræði-
legar tölur fyrir eyrum venjulegra
manna. En svona er það samt. Fjöldi
stafanna skiptir ekki ýkjamiklu máli
fyrir hugsandi reiknivélina.“
En hvernig fer Shakuntula að
þessu? Það veit hún ekki sjálf. Svar-
inu slær niður í huga hennar á ein-
hvern dularfullan hátt. Hún hefir
aldrei gefið rangt svar í þau 14 ár,
sem sérfræðingar liafa lagt fyrir
hana milljónir dæma.
Fyrir 14 árum var það, að Shak-
untula litla sat á linjám föður síns,
þá 5 ára gömul og sparaði honum
samlagningu langra dálka við bók-
haldsstörf. Samt vildi faðir hennar
ekki að hún gengi í skóla. Hann
vildi, að hún ælist upp sem indversk
stúlka að indverskum sið.
Tveimur árum seinna skipti hann
um skoðun. Þá hafði hann orðið
þess áskynja að það væri skylda
sín að láta lilúa að hinum óvenju-
lega miklu hæfileikum dóttur sinn-
ar. Þess vegna var hún send í skóla
þorpsins. Þaðan lá leiðin brátt i
menntaskóla og háskóla. Mörgum
kennaranum gerði liún lífið leitt
með þvi að reka ofan í þá vitleysur
og gera sjálfa sig að kennara þeirra.
Alls liefir hún haldið sýningar á
sér og auglýst þannig getu sína
1024 sinnum i skólum Indlands. Að-
spurð, hvernig standi á því, að hún
hafi aldrei gefið röng svör við dæm-
um, sem lögð hafa verið fyrir liana,
svarar luin: „Hvernig ætti það að
vera hægt, þegar dæmin eru svona
létt?“
Létt — já ef til vill fyrir Shakun-
tula Dcvi.
Hinn 4. janúar s.l. átti Karlakór
Reykjavikur 25 ára afmæli. Var þess
minnst með hófi að Hótel Borg laug-
ardagskvöldið 6. þ. m.
Karlakór Reykjavíkur er stofnaður
fyrir atbeina Sigurðar Þórðarsonar,
sem verið hefir söngstjóri kórsins
frá upphafi. Aulc þess eru nú 4 af
kórmönnum úr hópi stofnenda, en
söngstarf sitt hóf kórinn með 30
manna liði. Þrír kórfélaganna hafa
sungið með kórnum öll starfsár
hans samfleytt. Það eru Hallgrímur
Sigtryggsson, Lárus Hansson og
Sveinn Björnsson, er verið hefir
formaður kórsins lengur en nokkur
annar.
Karlakór Reykjavíkur hefir jafnan
staðið i brjóstfylkingu islenskrar
söngmenntar. Hcfir hann þrívegis
efnt til utanfarar, sem allar hafa
heppnast mjög vel. Sú fyrsta var far-
in 1935 til Danmerkur, Noregs og
Svíþjóðar. Var sungið í öllum höf-
uðborgunum m. a. Tveimur árum
síðar fór kórinn aðra utanför. Var
þá sungið víða í stórborgum Mið-
Evrópu, t. d. í mörgum þýskum
borgum og svo i Vínarborg og Prag.
Hlaut kórinn afbragðs góða dóma.
Síðasta utanförin var söngförin
til .Bandaríkjanna 1946, en þá söng
kórinn 56 sinnum opinberlega í 54
borgum í 25 fylkjum landsins. Á-
heyrendur voru a'lls 95 þúsund. Alls
stóð förin í 3 mánuði. Hlaut kórinn
prýðilega dóma. Einsöngvarar voru
Stefán Guðmundsson og Guðmund-
ur Jónsson.
Væntanlega koma út á næstunni
100 blaðaummæli, sem borist hafa
um söng kórsins í söngför þessari.
Styrktarmeðlimir kórsins eru um
llOO talsins og eru að jafnaði haldnir
4 liljómleikar fyrir þá á ári.
Hótel Selfoss brennur til kaldra kola
NET ÚR NYLON.
Fiskimenn i Connecticut nota nú
að mestu leyti net úr nylon. Þau
hafa m. a. þann kost að ekki þarf
að þurrka þau milli þess sem þau
eru notuð, þvi að þau þola raka og
fúna ekki þó að þau liggi í sjó von
-Íúr viti. Og svo eru þau miklu létt-
ari og meðfærilegri en venjuleg net.
Aðfaranótt laugardagsins 6. janúar
brann gistihúsið Hótel Selfoss til
kaldra kola. Fólk bjargaðist nauð-
uglega á síðustu stundu. Fyrir dugn-
að slökkviliðsins á Selfossi tókst að
bjarga veitingahúsinu og bíóinu.
í húsinu bjuggu 8 manns og missti
fólk þetta aleigu sína i eldinum. ■—•
Mynd ])á af brunanum, sem hér
birtist, tók Karl J. Eiríks. frá Sel-
fossi.