Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1952, Síða 3

Fálkinn - 28.03.1952, Síða 3
FÁLKINN 3 Þjóðleikhúsið: „Þtss vtgnð shiljum ii5“ ÞjóSleikhúsið hefir nú tekið til meðferðar fyrsta Kambansleikrit sitt, „Þess vegna skiljum við“. Það var frumsýnt i Danmörku 1939, en hefir ekki verið sýnt hér á landi áður. Guðmundur Kamban innritaðist í Hafnarháskóla 1910. Las hann heim- speki og fagurfræði og var honum efst í Juiga að verða rithöfundur. Á skólaárunum frumsamdi hann leik inn Höddu-Pöddu og bauð Leikfé- lagi Réykjavíkur liann til sýningar. Það treysti sér ekki til þess að taka hann til meðferðar. Endursamdi Kamban þá leikritið og var það sýnt í Konunglega leikhúsinu í Kaup mannahöfn i póvember 1914, en á jólum 1915 i Reykjavík. Hlaut Kamb an mjög góða dóma í Kaupmanna- höfn, og sjálfur George Brandes fór um liann viðurkenningarorðum. Var höfundurinn þá einungis 26 ára gamall og hafði þessi sigur úrslita- þýðingu fyrir ævistarf hans. Skrif- aði hann mörg leikrit og vann að leikstjórnarstörfum í Danmörku og gerði sér sérstakt far um að ná al- þjóðlegu viðsýni í skrifum sinum. í þvi skyni fór hann m. a. til Am- eríku og ætlaði að kynna sér ensku til þeirrar hlítar, að hann gæti tek- ið hana upp sem ritmál. — Mörg verk Kambans eru svo kunn, að það er næsta óþarfi að geta þeirra, en hér skuiu þó nefnd „Marmari“, „Vér morðingjar", „Skálhoit“ „Sendiherr- ann frá Júpíter“ og „Konungsgliman“. „Þess vegna skiljum við“ er snúið á íslensku af Iíarli ísfeld. Leikstjórn annast Haraldur björnsson, og leik- ur hann einnig allstórt lilutverk, hið 90. í röðnni af hlutverkum lians frá upphafi. Efni leirkitsins má marka af heiti þess, og bregður þar bæði fyrir gamni og alvöru. Þættir eru þrír. Leikendur eru Arndís Björnsdótt- ir, sem leikur Sylvíu Thorlacius, meið gamallar, íslenskrar, sómakærr ar ættar í Kaupmannahöfn. Eggert Thorlacius, son hennar, leikur Ind- riði Waage, og Dagmar konu hans Regína Þórðardóttr. Börn þeirra, Karl, Baldvin og Sigþrúði, leika Ró- bert Arnfinnsson, Baldvin Halldórs- son og Inga Þórðardóttir. Tengda- börnin, Gerðu, Louise og dr. Viggo Mohr, leika Ragnhildur Steingríms- dóttir, Hildur Kalman og Gestur Pálsson. Próf. Axel Thomsen leikur Haraldur Björnsson, en Stefaníu konu hans Þóra Borg, Gerður Hjör- leifsdóttir og Ragnhildur Stein- grimsdóttir leika hjúkrunarkonu og stofustúlku. — Leikur er góður, og er erfitt að scgja til um liver gerir hlutverki sínu best skil. Baldvin Hall dórsson sýnir enn, að hann er góð- ur og skemmtilegur leikari, þó að honum hætti til að vera um of kaldranalegur i framsetningu. Samt á hann verulegan þátt í að bera leikritið uppi. Róbert Arnfinnsson hefir gott gervi, en réð þó tæplega við það alltaf. Inga Þórðardóttir er einnig ágæt. Indriði, Arndis, Þóra Borg, Gestur og Haraldur, sem einn- ig hafa stór hlutverk, skila þeim einnig prýðilega að vanda. Vinnufatagerð íslands 20 ára Vinnufatna.ðiirinii sniðinn. Um síðustu helgi minntist Vinnu- fatagerð íslands 20 ára afmælis síns. Á þeim tveim áratugum, sem fyrir- tækið hefir starfað, hefir það kom- ist i röð stærstu og fullkomnustu iðn- aðarfyrirtækja landsins. Framleiðsl- an er aðallega alls konar vinnu- og skjólfatnaður, skyrtur og vettlingar. Frá stofnun fyrirtækisins hefir verk smiðjan unnið úr dúk, sem ná mundi frá íslandi vestur í miðja Ameríku. og tvinninn, sem notaður hefir ver- ið, mundi ná til tunglsins. Vélakostur Vinnufatagerðarinnar er mjög fullkominn og vinnukraftur þaulæfður, en á því og góðu skipu- lagi skapast möguleikarnir til fjölda- framleiðslu. Vinnuföt Vinnufatagerð- arinnar hafa líka náð viðurkenn- ingu bæði hérlendis og erlendis, enda er framleiðslan samkeppnis- fær við það besta i Evrópu og Am- eriku. T. d. hafa kuldaúlpurnar frá Vinnufatagerðinni, sem íslenskir námsmenn erlendis hafa gengið i vak ið mikla atliygli, og talsverð eftir- spurn hefir verið eftir þeim i Dan- mörku upp á síðkastið. Við Vinnufatagerðina vinna um 90 manns og eru vinnuskilyrði hin bestu. Tal- og músikkerfi er um allt húsið, matsalur, eldhús og vist- legar setustofur í þakhæð. Stóralág, Hornafirði. (Eigandi: Worcester Art Museum U.S.A.). Mfllverkflsýning Um þessar mundir er haldin minningarsýning á málverkum Krist- jáns H. Magnússonar listmálara, sem lést árið 1937, aðeins 34 ára að aldri. Flestar myndirnar eru einkaeign, en nokkrar eru til sölu. Það er Magnús Kristjánsson, 18 ára gamall sonur Kristjáns heitins, sem gengst fyrir sýningu þessari, en hann er sjálfur efnilegur listmálari og held- ur bráðlega til Boston til náms á sama listaskólanum og faðir hans var í áður fyrr. Margar af myndum Iiristjáns heitins Magnússonar voru seldar erlendis og hlaut hann mjög góða dóma fyrir þær viða, t. d. í Sviþjóð, Englandi, Bandarikjunum og Ilollandi. Sjálfsmgnd.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.