Fálkinn - 28.03.1952, Blaðsíða 12
12
FÁLKINN
ANTHONY MORTON: 9.
Leikið á lögregluna
Npennandi framhaldssagra um grlæpi «gr ástír
Hundurinn lá á gólfinu með opinn kjaftinn
svo að skein í hvítar tennurnar. Nú skildi
hann hvers vegna hundurinn hefði ekki gefið
neitt hljóð frá sér. Þetta var grand danois-
hundur, og þá hunda er hægt að venja á að
þegja. Þeir eru sterkir og fimir eins og ljón,
og ef hundurinn hefði orðið fyrri til að ráð-
ast á hann mundi hann ekki hafa þurft að
kemba hærurnar.
Hvergi var ljós að sjá í húsinu og Mann-
ering þorði ekki að kveikja víðar. Hann var
ekki viss um hvort tjöld væru fyrir öllum
gluggum. Hann lýsti með vasaljósinu og komst
loks inn í svefnherbergi Septimusar. Hann
hafði sett á sig gúmmíhanska áður en hann
tók x lásinn, og bundið svartan klút fyrir and-
litið á sér.
Hann læddist eins og mús að rúmi Gyðings-
ins. Lee lá á bakið og svaf, með aðra höndina
ofan á yfirsænginni og hina undir höfðinu.
Mannering var fljótur að beita gasbyssunni,
en í þetta sinn hafði hann temprað gasstraum-
inn. Það var eins og líkami Lees sykki dýpra
í rúminu og andardrátturinn varð þyngri.
— Ágætt! tautaði Mannering. Hann var nú
orðinn rólegur og fannst sem það versta væri
afstaðið.
Nú fór hann að leita að lyklum í vösum hins
meðvitundarlausa manns. Ef hann fyndi lykl-
ana mundi það spara honum mikinn tíma og
fyrirhöfn, og tíminn var dýrmætur eins og á
stóð. En hann fann hvergi neina lykla og fór
svo að líta kringum sig í herberginu, uns hann
kom auga á ofurlítinn kistil, sem stóð á stól
við rúmið. Hann var enga stund að opna kist-
ilinn með þjófalykli, og þar fann hann það sem
hann var að leita að, stóra lyklakippu með
lyklum af margs konar gerðum.
Og svo var það peningaskápurinn. Það er
enginn vandi að brjótast inn í hús, en að
finna peningaskáp, þegar maður hefir engar
upplýsingar fengið fyrirfram, er allt annað
mál. Skápurinn hlaut að vera í svefnherberg-
inu og falinn einhvers staðar milli þilja, en
hvergi fann hann nein samskeyti, sem gátu
bent til þess að þar væri leynihólf fólgið undir.
Það lá við að honum færi að fallast -hugur, en
þá datt honum í hug, að kannske væri skáp-
urinn hluti af sjálfu rúminu.
Gyðingurinn lá í stóru hjónarúmi og höfða-
gaflinn, sem var úr hnotviði, var fast upp að
þilinu. Hann þreifaði með fingrunum á höfða-
bríkinni, og nú var heppnin með honum. Hann
heyrði smell og f jöl í þilinu hreyfðist til hliðar.
1 sama bili heyrðist hvellurinn í sprengj-
unni.
Og um allt húsið heyrðist hávaðakliður frá
fjöldamörgum bjöllum, sem vitanlega höfðu
byrjað að hringja þegar fjölin fór úr skorðum.
Það var eins og honum rynni kalt vatn milli
skinns og hörunds — hann gat ekki fundið
neitt ráð til þess að þagga þennan djöfullega
hávaða. Og svo allt í einu heyrði hann, að barið
var ákaft á einhverjar dyr.
Mannering starði á gluggann — það gat
hugsast að hann gæti bjai’gað sér með því að
hlaupa út um hann, en svo stóðst hann mestu
freistinguna, sem hann hafði orðið fýrir á æv-
inni. Að bregða á flótta, án þess að hafa Rosa-
perlurnar með sér! Nei!
Honum fannst þetta löng eilífð, en það liðu
ekki nema nokkrar sekúndur frá því að hring-
ingin byrjaði og þangað til hann hljóp út að
ólæstu dyi’unum. Lykillinn stóð í að innan-
verðu, sem betur fór. Hann sneri honum og
í sama bili heyrði hann hratt fótatak í stigan-
um. Og áður en hann var kominn aftur frá
dyrunum og að rúminu, heyrði hann að barið
vár á hurðina.
— Herra, Lee .... er eitthvað að, herra
Lee!
Mannering skeytti því engu. Hann reyndi
hvern lykilinn eftir annan við skáplæsinguna,
fljótt en þó fipunarlaust. Fimmti lykillinn
reyndist sá rétti og ytri hundin opnaðist. En
svo voru bókstafir á læsingunni að innri
hurðinni, og það var nú erfiðara. Hann hafði
ekki hugmynd um þessa bókstafalása eða
hvernig átti að fara með þá. En hann fór í
örvæntingu að snúa hnappnum til hægri og
til vinstri í allar hugsanlegar stellingar, og á
meðan var haldið áfram að berja á dyrnar.
Honum lá við að gefast upp, en þá kom smellur
og hurðin opnaðist.
Átti nú einhver eftir að koma og stöðva
hann? Maðurinn fyrir utan var hættur að
berja á dyrnar, en nú kom annað hljóð í
staðinn, sem ekki var hægt að misskilja. Mað-
urinn hafði stungið einhverju tæki í skráar-
gatið utanfrá til þess að ná lyklinum sem stóð
í að innanverðu burt.
Þarna var önnur skyssan. Vitanlega hafði
hann átt að bera eitthvað þungt fyrir dyrnar
þegar hann læsti. Hann hefði átt að vera við
þessu búinn. Hann hljóp að dyrunum þrýsti
sér upp að hurðinni og náði í þungan hæginda-
stól, sem hann skorðaði upp við hurðina þann-
ig að stólbakið spyrnti að handfanginu á lásn-
um. Svo setti hann annan stól ofan á svo að
nú var hurðin örugg.
— Þrjár mínútur, ég þarf ekki meira taut-
aði hann og sneri að skápnum aftur. I honum
var eitthvað af skjölum, nokkrir skartgripir
og leðurhylki. Það var læst, en Mannering var
ekki að setja þess háttar smámuni fyrir sig.
Hann greip skrúfjárn og sprengdi lamirnar á
hylkinu með því.
Eitt augnablik stóð hann heillaður af gljá-
anum á perlunum í hylkinu. Rosa-perlurnar
voru hans — en hann var ekki enn þá kominn
í öruggan stað með þær. Hann stakk perlun-
um í vasann og snaraðist út að glugganum,
opnaði hann í snatri og gægðist niður í garð-
inn. Það var of hátt að hoppa út, en frá list-
anum fyrir neðan gluggann gat hann náð til
þakrennunnar og rennt sér niður.
Heppnin hafði verið með honum hingað
til. Ein eða tvær mínútur enn, og þá væri hann
úr hættu. En meðan hann hékk á þakrenn-
unni heyrði hann hávaða fyrir neðan sig. —
Hann leit niður og sá móta fyrir einhverju,
sem stóð við limgirðinguna í garðinum. Voru
nú öll sund lokuð?
Regnkápan festist á nagla í veggnum, það
tafði dálítið fyrir honum en gaf honum tæki-
færi til að yfirvega hvernig komið var. Gegn-
um svefnherbergið gat hann ekki komist.
Hann varð að fara niður.
Hann renndi sér hægt niður þakrennuna,
það voru ekki nema svo sem tveir metrar til
jarðar. Nú mundi maðurinn við limgirðing-
una þykjast viss um veiðina og koma og grípa
hann. Jú, alveg rétt. Maðurinn færði sig vai’-
lega að rennunni. Mannering spennti alla
vöðva og hlammaði sér beint ofan á hann.
Maðurinn riðaði og datt með hálfkæft óp
á vörunum, en Mannering tók til fótanna og
hljóp sem fætur toguðu. Enn einu sinni hafði
heppnin verið með honum. En þegar hann
var sestur inn í bílinn, sem hann hafði skilið
eftir á næsta götuhorni, og hafði náð and-
anum aftur, sagði hann við sjálfan sig að
þetta skyldi verða í síðasta sinn sem hann
fi’emdi innbrot án þess að hafa kynnt sér húsa-
kynnin áður. Honum fannst eins og hann væri
allur lemsti’aður. Hann verkjaði í höfuðið
og skjálfti var í hveri’i taug. Svona áreynslu
á vöðvum og taugum hafði hann aldrei upp-
lifað áður.
En þetta hafði tekist, þrátt fyrir að hann
hafði gert hverja skyssuna annarri verri allt
fram til þess síðasta. Ekki var hann fyrr
sestur í bílinn en hann tók eftir að hann hafði
gleymt að taka af sér grímuna. Ef hann hefði
mætt einhverjum með hana þarna á göt-
unni!
Hann kippti af sér grímunni og kveikti sér
í sígarettu. Nú skyldi vera notalegt að koma
heim til sín aftur!
IX. SEPTIMUS LEE OG ANNAR TIL.
Klukkan á mínútunni tíu morguninn eftir
kom Mannering á skrifstofu Septimusar Lee
og tók sami skrifai’inn á móti honum nú eins
og daginn áður og vísaði honum inn til Lee.
Ef til vill var hann ofui’lítið þreytulegri en
hann átti að sér, en annars lét hann ekki á
sér sjá að atburðir næturinnar hefðu bit-
ið á hann.
Þetta er duglegur leikari, hugsaði Manner-
ing með sér. — Eg væri til með að gefa helm-
inginn af því Sem ég græði á Rosa-perlunum,
til að vita hvað hann er að hugsa núna.
— Jæja, herra Lee, sagði hann. — Þurfum
við að hafa nokkurn formála að erindinu í dag,
eða getum við ....
Lee bandaði frá sér.
— Við skiljum hvorn annan til fullnustu,
herra Mannering. En vegna dálítils óhapps,
sem skeði í nótt getum við ekki gert út um
viðskiptin í dag.
— Óhapps? spurði Mannering og rak upp
stór augu.
— Já, því miður, herra Mannering, svaraði
Gyðingurinn og virtist hinn rólegasti. — Það
hefir verið fólk í heimsókn hjá mér í nótt.
— Fólk í heimsókn? Eigið þér við að ein-
hver hafi gert yður betra boð en ég?
— Það var ekki um neitt tilboð að ræða,
nei. En það var blátt áfram stolið frá mér.
— Stolið? Mannering reyndi að láta sem
mesta tortryggni skína út úr röddinni.
— Já, þetta er eins og ég segi. Eg missti