Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1952, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.03.1952, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 „Hvar hefir þú frétt, að það búi einhver hjá Hester?“ spurði hann ósjálfrátt. Ofurlítill roði þaut fram í fölar kinnar ömmu hans, er hún svaraði: „Ó, kæri Michael, ég veit svo margt, sem ég venjúlega varðveiti með sjálfri mér.“ Nokkru síðar bætti hún við með hvassari röddu: „Eg tel það skyldu mina að fylgjast nokkurn veginn með gjörðum þess- arar Slayde. Úr þvi að Sophie var svo vitlaus að gefa þessari fávísu konu aleigu sína, þá er ekki úr vegi, að eftirlit sé haft með gjörð- um hennar. Mér finnst það skamm- arlegt af lienni, að hún skuli ekki hafa leitað ráðlegginga og aðstoðar lijá mér eða einhverjum, sem ég hefði getað bent hcnni á.“ Michael varð að brosa. „Þú hlýt- ur að vita það, elsku amma mín, að Hester hefir alltaf verið hrædd við þig.“ „Eg veit ekki livcrs vegna hún ætti að vera það,“ sagði Lady Pan- ister dálítið áköf, „úr þvi að hún komst af við Sophie, sem þó var svo erfitt að tjónka við. Hún er mesta norn!‘ Lady Panister sótti í sig veðrið. „Þegar hún með slægð og lymskubrögðum hefir sölsað undir sig allar eignir Sophie, ætlar hún nú að leiða vansænid yfir hana látna. Erfðaskráin var vitlaust plagg, og ég get aldréi fyrirgefið Warne og Bavart það, að þeir skyldu taka í mál að gera hana.“ Michael andvarpaði þreytulega. Það var gamla sagan upp aftur einu sinni enn. Lady Panister gat alls ekki sælt sig við það, að systir hennar skyldi arfleiða ókunnuga inanneskju að öllum eignum sínum. Lady Panister heyrði andvarpið og leit snöggt á Michael. „Eg veit það vel, að þú ert undir áþrifum frá þessari Slayde, þó að mér finnist það óskiljanlegt. Eg geri ráð fyrir, að þú heimsækir hana öðru Iiverju. Hver er það, sem hún hefir hjá sér? Er það einhver af fjölskyldu hennar?“ Nú hló Michael hjartanlega. Hann kastaði vindlingnum frá sér og sett- ist niður á stól. Það var fagur sum- ardagur og blómailmurinn, sem barst með hressandi blænum, gerði her- bergið, sem annars var drungalegt, frjálslegt og líflegt. „Eg vildi gjarna koma með ungu stúlkuna hingað til þín, amma,“ sagði Michael. „Hún er einhver feg- ursta stúlkan, sem ég hefi séð.“ Nú leit amma lians hvasst á hann. „Falleg!“ sagði hún með ískulda í röddinni. Hvaðan ltemur liún? Hver er hún? Ilvernig hefir Hester Slaydc komist í samband við hana?“ „Hún skrifaði Sophie frænku bréf, en það kom ekki fyrr en eftir að hún var dáin. Hester opnaði eðlilega öll bréfin, þvi að lögfræðingarnir höfðu gefið henni heimild til þess. Unga stúlkan bað frænku um hjálp i bréfinu, sem hún skrifaði. Hún heitir Charlbury. Hann horfði fast á ömniu sína, um leið og liann nefndi nafnið og tók eftir því, að það komu drættir í andlit hennar. „Faðir liennar hefir sennilega ver- ið vinur Sophie frænku,“ flýtti hann sér að segja. Háðslegt bros lék um varir Lady Panister. „Charlbury?“ endurtók hún. „Svo að hún er dóttir Rogers Charlbury! Já, móðir liennar var mjög fögur og faðir hennar var laglegur.“ Michael þagði stundarkorn, en sagði svo: „Úr þvi að þú hefir þekkt dr. Cliarlbury, amma, viltu þá ekki gjarna sjá dóttur hans?“ Lady Panister svaraði eftir dá- litla umhugsun. „Jú. Getur þú kom- ið með hana hingað?“ „Það hugsa ég,“ sagði Michael. „En viltu skrifa henni og bjóða henni að koma?“ „Eg kýs heldur að fá að sj áhana, áður en ég sýni nokkra viðlcitni í þá átt að ég vilji kynnast henni,“ sagði Lady Panister um leið og hún tók prjónana sína, sem alltaf voru í körfu við hliðina á stólnum henn- ar. „Það gæti orðið skemmtilegt að sjá dóttur Rogers Charlbury,“ bætti hún við með semingi. „Hún var heppin, að bréfið skyldi ekki koma fyrr en eftir dauða Sophie,“ bætti hún við með biturri röddu, „því að ég er viss um, að systir mín hefði aldrei orðið við hjálparbeiðni úr þeirri átt!“ Michael Panister fór beint heim- an frá ömmu sinni til vinnustofu móður sinnar. Honum fannst það alltaf svo skemmtilegt ofg upplífgandi að koma til hennar. Hún var að mála mynd af lítilli, sjálfsþóttafullri, ungri stúlku i hvítum kjól. Þegar Micliael kom, var hún að ljúka við mynd- ina. Þó að vinnusloppurinn væri allur í litaklcssum, faðmaði Marcella þó son sinn að sér. „En hve ég er fegin að sjá þig! Ertu búinn að drekka te?“ „Eg kem beint frá ömmu,“ sagði Michael og stundi ofurlitið. „Þá gæti ég trúað, að þú þyrftir eitthvað sterkara en te!“ sagði móð- ir hans. Hann hristi höfuðið hlæjandi. „Eg bragða aldrei neitt sterkt nema á kvöldin. Ó, mamma, þú ert svo skemmtileg og skilningsgóð!" „Og öll í litaklessum!" sagði frú O’MalIey. Það, sem Lady Panistcr 'háfði að- allega út á siðara hjónaband fyrr- verandi tengdadóttur sinnar að setja, var það, að hún hélt vinnu sinni áfram og maðurinn var blóð- heitur, irskur blaðamaður og rit- höfundur. Micliael kom vcl saman við stjúp- föður sinn og tvo liálfbræður. Er hann innti móður sína eftir þeim, sagði liún að þeir hefðu farið eitt- hvað upp í sveit með föður sínum. „Svo að við eigum daginn fyrir okkur, Michael,“ sagði hún. „Þú hefir komið sem frelsandi cngill,“ hélt hún áfram o gandvarpaði, „þvi að ég er dálitið leið á þessu.“ IMichael liorfði hana með sam- úðarsvip. „Á hverju? Eru það peningarnir?“ spurði hann. „Bæði já og nei. Eg er leið á lífinu, af því að ég er óánæð með vinnu mina. Littu á þessa mynd. Er þetta ekki það mesta klessuverk, sem þú hefir séð um ævina?“ Michael lcit á myndina og liristi höfuðið. „Nei, mamma. Nú er ég ekki sam- mála. Eg er að visu ekkert hrifinn af fyrirmyndinni, en þú hefir feng- ið líf í liana, þessa þessa litlu og þóttafullu tclpu. Eg liefi aldrei séð unga stúlku svo drembiláta á svip- inn.“ „Það gleður mig að þér finnst myndin góð,“ sagði frú O’Malley, um leið og liún kveikti sér í vindl- HEIÐURSREKTOR. / háskólanum í Aberdeen er rektorinn kosinn eftir öðrum reglum en yfirleitt gerist við háskóla. Þetta er eingöngu heið- ursembætti og engar skyldur fylgja því aðrar en að halda eina ræðu, um leið og rektor- inn tekur við embættinu. Sein- ast var kosinn í embættið vin- sæll leikari og æringi, Jimmy Edwards. — Mgndin er tekin meðan hann var að halda ræðu sína. Hún var þannig að áheyr- egdurnir veltust um af hlátri. OLYMPÍU-KYNDLARNIR. Þýskir bræður, Rudolpli og Helmuth Mussehl í Berlín tóku að sér að búa til Olympíukyndl- ana fyrir vetrarleikina í Osló. Þeir kunna listina því að þeir bjuggu til kyndlana fyrir Olgm- píuleikina í Berlín 1936, og voru það fyrstu kyndlarnir, sem voru þannig gerðir að hvorki storm- ur né regn gat drepið á þeim. ingi og hallaði sér aftur á bak í stól. „En ég er ekki ánægð með hana. Eg hefi unnið of mikið og er orðin þreytt. En með þrcytunni kemur svo sjálfsgagnrýnin og óá- nægjan með eigin vinnu. En liefir þú annars ekki lokið við fleiri teikn ingar?“ Hann roðnaði lítil eitt. ÓVENJULEG DÆGRADVÖL Monsieur Michel í París dund- ar í frístundunum við að gera gipsmót af andlitinu á fólki, svonefndar „lífgrímur“. Hann byrjaði þetta á vinum sínum, en mí tekur hann mót af and- litum allra frægra manna, sem hann nær til, og ætlar að gera úr þessu safn. Á myndinni sést hann vera að taka mót af höfði frægrar Suður-amerískrar dans- meyjar. Efir að loftrör hafa vcrið sett í nef og munn „fórn- arlambsins“ er gríma lögð á. MINNING FÓCH MARSKÁLKS. Hundrað ár voru í nóvember liðin frá fæðingu Foch mar- skálks, hins fræga sigurvegara i fyrri heimsstyrjöldinni. 1 til- efni af því var hátíð haldin við líkneski hans, sem stendur fram an við UNO-bygginguna í París. Hér sjást hermenn úr fyrri heimsstyrjöldinni fylkja sér fyr ir framan merkið. „Jú, ég skal koma með þær ein- hvern daginn og sýna þér þær.“ Hann settist við hliðina á henni, kveikti sér i vindlingi og sagði allt í einu: „Mamma.“ Hún leit upp undrandi. „Já, kæri Michael, hvað er það?“ Frnmhald í nœsta blaði.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.