Fálkinn - 28.03.1952, Qupperneq 9
FÁLKINN
9
vildi nú lielst hafa farið á mis
við þá skemmtun.
— Það get ég vel skilið, segir
félagi lians, — þú hefir aldrei
kunnað vel við þig á sjónum.
Þú hefir ekki einu sinni ver-
ið í Lófót og róið svo geist að
hlóðbragðið kæmi fram í munn-
inn á þér, þegar um það var
að tefla að komast í land und-
an stórviðri.
Svo segir hvorugur þeirra
neitt langa stund. Þeir róa hara
og róa þangað til loks að Nel-
son Johnsen segir. — Heyrðu
Oliver, finnst þér ekki að við
ættum að róa hátnum inn í ein-
hverja vikina hérna og sofna
eins og tvo klukkutíma? Mér
finnst ég vera orðinn svo þreytt
ur að ég get bráðum ekki meira.
— Ertu að tala um að sofa?
segir félagi hans og glottir. —
Nei, þú vei’ður að láta það híða
þangað til við komum til Kings
Bay. Þá skaltu fá að sofa í
heila viku, ef þig langar til þess.
Og svo halda þeir áfram að
róa. Nóttin er nístandi köld og
yfir liöfðum þeirra kvikna norð-
urljós með mörgum litum. Það
er eins og himinninn brenni }7f-
ir höfðunum á þeim.
Og Nelson Johnsen segir: —
Eg get- ekki sagt að ég kunni
við svona skær norðurljós. Þau
vita á storm. Hver veit nema
hylur skelli á okkur? Oliver
Samuelsen svarar með beiskju:
— Þú skalt ekki fara að brjóta
heilann um norðurljósin. Við
megum þakka fyrir að það er
svona bjart og fallegt kvöld.
Þá er enginn vandi að varast
ströndina. Bara að ég hefði væna
tóbakstuggu innan við lann-
garðinn, þá skyldi ég ekki
kvarta undan neinu hér í bátn-
um.
EBFIÐ LEIÐ TIL BAKA.
Tveir félaga rsjást hér vera að
hera særðan suðurkóreanskan
hjúkrunarmann á Iijálparstöð-
ina. Þessir hjúkrunarmenn
gegna tvöfötdu starfi: bera vist-
ir til vígstöðvanna og særða
menn til baka.
— Angurgapi! hvæsir félagi
hans.
Og svo róa veiðimennirnir og
verða skyrtublautir af svita í
kulda lieimskautsnæturinnar,
róa og róa og talast ekki orð við
við. Loksins fer að birta af degi,
og Oliver Samuelssen álitur að
þeir muni vera fast að því hálfn
aðir til Kings Bay. — Þá hefir
okkur miðað vel áfram, segir
hann og lilær.
Ennþá er heiðskírt og hljótt og
landið líður fram hjá þeim,
eyðilegt og þögult, er þeir róa
En Nelson Johnsen tekur ekki
jafn hraustlega á árinni og fé-
lagi hans. Hann kvartar undan
verkjum og lúa í bakinu. —
Við verðum að hvíla okkur ör-
lítið, segir hann í hænarróm, —
okkur gengur miklu betur á
eftir, ef við hvílum okkur.
Oliver Samuelsen er líka far-
inn að þreytast og þess vegna
fellur tillaga félagans í góða
jörð hjá honum. Hann segir:
— Já, okkur veitir kannske ekki
af dálitilli hvíld.
Svo róa þeir til lands og labba
fram og aftur um fjöruna til
þess að hreyfa fæturna, sem
eru með doða eftir langa róð-
ursetuna. Og Nelson Johsen
segir: — Ef við hefðum nú bara
kaffisopa til að liressa okkur á,
mundum við verða eins og ný-
slegnir túskildingar aftur.
— Kaffi! dæsir félagi hans,
— hvers vegna gastu ekki eins
vel sagt snaps, Nelson?
— Eg hefði gert mig ánægðan
með kaffisopa, svaraði hinn.
Þegar þeir hafa hvílt sig
klukkutíma fer þeim að verða
svo kalt að þeir fara út í bát-
inn aftur. Og þeir fara að róa,
löng og föst áratog. Veðrið er á-
gætt, og Oliver Samuelsen
kemst í svo gott skap að liann
segir við félaga sinn: — Heyrðu,
Nelson, ég held nærri þvi að við
ættum að róa til Tromseyjar.
Þá er ekki langt eftir heim til
okkar í Balsfjörð.
— Þú talar hneykslanlega og
af fávisi, segir féalginn. — Þú
ættir að vita að dramb er falli
næst.
— Ekki á Svalbarða, segir
Oliver Samuelsen og glottir, —
þar þekkist hvergi orðið dramh
nema í Longyear City. En ]>ar
þrifst það í bröggunum eins og
lieymyggla. Námumennirnir þykj
ast vera miklu meiri menn en
við veiðimennimir og eru svo
miklir með sig að þeir sjá okkur
varla þegar við komum þangað.
Enda hafa þeir bæði mötuneyti,
kvenfólk og kvikmyndaliús, en
við ekki annað en lús og skít
og svo sgarettustelpur límdar
upp á þil.
— Það heita kvikmyndastjörn
ur, segir félaginn, sem er miklu
lesnari en Oliver Samuelsen. —
Þú ættir ekki að tala um það,
sem þú hefir ekki vit á.
— Nei, nei, hneggjar Oliver,
—ég er ánægður með að hafa
fengið mína kosti í handlegg-
ina, en þú liefir þína í höfðinu.
Og hvort lieldurðu að komi sér
betur þegar eins er ástatt og nú?
Félaginn svarar ekki.
Þegar komið er fram á nón
fer að draga saman stór, hvít
ský. Veiðimennirnir vita hvað
það veit á: Snjókomu. Og hún
væri þeim enginn aufúsugestur
núna, er þeiiii liggur lífið á að
komast sem fyrst til Kings Bay.
Þegar fyrstu snjóflygsurnar
falla segir Oliver Samuelsen:
— Það verður aldrei mikil snjó-
koma, sem byrjar með svona
skæðadrifu. Hann styttir bráð-
urn upp aftur.
Og svo róa þeir áfram í dríf-
unni. En nú sjá þeir ekki leng-
ur landið, sem þeir róa fram
hjá, svo að þeir verða að gæta
vel að sér að róa ekki upp á
hoða eða sker.
Þegar þeir liafa róið svo sem
tvo klukkutíma segir Nelspn
Johnsen: — Eg er ekki viss urn
nema við róum í hring. Þess
vegna held ég að okkur væri
best að leita lands og bíða þang-
að til drífunni léttir. Ef við þá
getum fundið land?
Oliver Samuelsen kann þessu
illa. — Heldurðu að ég sé svo
skyni skroppinn að ég viti ekki
hvert við stefnum?
Nelson Johnsen lætur ekki
sannfærast: — Það hefir hent
betri siglingafræðinga en þig
að missa af stefnunni í byl.
Orðin liafa áhrif á Oliver
Því' að sannast að segja var liann
enginn sjógarpur og þess vegna
tekur liann nú stefnu þangað,
sem hann heldur að land sé að
finna. En þeir róa og róa og
finna ekki land. Loks segir
Nelson Johnsen gramur: — Svei
mér ef ég lield ekki að þú sért
á leið til Tromseyjar en ekki
Kings Bay.
Félagi lipns svarar ekki. Hann
er ekki viss lengur. Hann liefir
gleymt að gera ráð fyrir, að
mikill straumur er við strönd-
ina einmitt þar sem þeir eru
nú. En liann minnist ekkert á
það við félaga sinn. Ef þeir eru
komnir langt út á liaf þá mundi
hann æðrast og verða svo ör-
væntandi að hann hætti að róa
og legði árar í bát.
En svo létti allt einu og þeir
sjá land. Þeir eru ekki mildu
meira en ^inn kílómetra frá
ströndinni, og Oliver Samuel-
sen segir hrósandi: — Jæja,
Nelson hélt ég ekki stefnunni?
— Jú, þar var kraftaverk
svaraði félaginn.
En nú er aftur komið kvöld
og veðrið var ekki eins örðugt og
það liafði verið. Það var útlit
fyrir slorm þegar liði á nótt-
ina, og þess vegna segir Oliver
við félaga sinn: — Jæja nú
verðum við að róa svo að við
fáum blóðbragð í munninn, ef
við eigum að komast til Kings
Bay áður en óveðrið skellur á.
Þetta eru alvarleg orð í hans
munni, svo að félagi lians skil-
ur hvað það þýðir: lif eða
dauða. Þeir róa svo það brakar
í hryggnum á þeim þegar þeir
beygja sig, og svitinn rennur
niður vangana. Undir morgun
eru þeir loksins út af Kongs-
firðinum, en þá dynur stormur-
inn yfir þá allt í einu. En það
er meðvindur, svo að þeim mið-
ar ört inn flóann.
Þegar þeir hafa dregið bát-
inn upp í fjöruna eru þeir svo
örmagna að þeir slaga á leið-
inni upp að veiðikofanum.
Heimamennirnir þar eru að líita
sér morgunkaffið.
Þegar Oliver Samuelsen og
Nelson Johnsen riða inn úr
dyrunum spyrja veiðimennirn-
ir steini lostnir livaðan þeir
komi og hvert þeir séu að fara.
En þegar þeir heyra um róð-
urinn langa, frá brunarústun-
um í Sassen Bay, segir einn
þeirra. — Þið liafið svei mér
unnið til þess að fá ærlega í
staupinu. Og svo liellir liann
hrennivíni i tvo kaffibolla.
Oliver Samuelsen ber bollann
upp að munninum og segir:
— Skál fyrir okkur sjálfum,
Nelson. Eg hefði gaman af að
sjá í augnahvítuna á þeim, sem
hefðu róið betur en við!
ÞBIGGJA ÁBA.
Afmælismynd af Charles prins
Filippussyni og Elísabetar II.
Englandsdrottningar.