Fálkinn - 28.03.1952, Side 10
10
FÁLKINN
WITIÖ ÞÉR . . .?
að aldrei hefir verið reykt
meira af sígarettum í Barnla-
ríkjmmm en síðasta úr?
ÁriS 1949 voru reyktar-;352 millj-
arð sígarettur i Bandaríkjunum en
síðasta ár 355 milljarðar. Lengdin
á þessum fjöidað ef raðað væri í
framhaldandi linu, mundi verða 25
milljón kílómetra löng eða milli 60
og 70 sinnum lengri en fjarlægðin
milli jarðarinnar og tunglsins.
að þráðurinn i kóngulóarvef
er sterkasti og teygjanlegasti
þráður sem til er?
Ef maður gerði þriggja þuml. gild-
an kaðal úr kóngulóarvef mundi
hann geta Jialdið uppi 74 smálestum
án þess áð slitna. En ,jafngildur
hampkaðall mundi slitna við 4 smá-
lesta þunga. Jafnframt er Jiónguló-
arþráðurinn léttasta efni, sem til er.
Kóngulóarþráður sem næðr kringum
jörðina mundi ekki vcga nema 250
grömm.
NÝ ÁENGISPRÓFUN.
Lögreglulæknirinn í Melbourne
heldur því fram, að langbesta ráðið
til að ganga úr skugga um hvort
racncn séu undir áhrifum víns eða
ekki, sé að láta þá fara úr nærbux-
unum standandi. Hann þykist hafa
reynt að sá maður sem getur staðið
stöðugur á öðrum fæti meðan liann
dregtir buxnaskálmina af liinum sé
fær um að stýra bifreið.
VILJA VERÐA FLUGFREYJUR.
Fimm þúsund ungar stúlkur í
Bretlandi hafa sótt um að fá flug-
freyjustöðu hjá British Overseas
Airways Corporation, en engin von
er um, að þeim verði að ósk sinni
um sinn. Öll rúm eru skipuð, en
samt berast umsóknirnar að jafnt
og þétt.
FLORENCE NIGHTINGALE
Framhaldssaga.
21. Florence hafði mikið íyrir
þvi að lialda sjúkrahúsinu sæmilega
hreinu. Hana vantaði margt. Þarna
voru livorki þvottaskálar né fötur
og livorki sápa né handklæði, umbúð
ir eða hjúkrunarsloppar. — Meðul
og umbúðir voru um borð i skip-
unum undir öllum skotfærunum.
Fjórum sinnum varð Florence að
senda eftir klórkalki og loks náðist
það í fimmta sinn. Fjöldi fólks dó
úr hungri, og þó var mikið af mat
á næstu grösum, sem enginn þorði
að snerta við, þvi að skipun vant-
aði frá yfirherstjóranum.
Þess háttar gat Florence ekki sætt
sig við. Hún jskipaði að aflienda
matinn og sagðist taka á sig ábyrgð-
ina sjálf. Allir héldu að hún mundi
Jdjóta óþægindi af en svo varð þó
ekki.
22. Florence vann oft 20 tíma í
striklotu. Hún var alltaf þar sem
þörfin var mest á henni. Og þó
gaf luin sér tíma til að skrifa bréf
fyrir hermennina til ættingja þeirra
heima á Englandi.
Þegar hún hafði verið i Skutari
í 10 daga fundu hermennirnir
greinilega að hjúlcrunin var orðin
betri. Florence gat komið upp sæmi-
legu eldhúsi. Þar gat hún soðið
góðan mat handa 800 manns. Hún
sé einnig fyrir því að hermenn-
irnir fenju ýmisleegt sem þá lang-
aði í, svo sem te og sætumauk.
Líka kom hún upp þvottahúsi og
var ekki v.anþörf á því. Nú voru
nærföt og rúmföt sjúklinganna þveg-
in, en áður hafði það alls ekki
verið gert.
23. Heima í Englandi var. safnað
gjöfum handa spítalanum i Skutari.
Enskar konur, frá drottningunni og
til fátækustu kvenna, bjuggu til sára-
umbúðir, saumuðu skyrtur eða prjón
uðu sokka handa hermönnunum.
Þær sendu heila sk$)sfarma til
Florence og ekki veitti lienni af.
Um miðjan vetur gaus upp tauga-
veiki á sjúkrahúsinu. Margir her-
menn dóu. Veikin gekk líka út yfir
lækna og hjúkrunarkonur. Um eitt
skeið var aðeins einn læknir uppi-
standandi — hann varð að hugsa
um 24 sjúkrastofur. Besta vinkona
Florence, í hópi hjúkrunarkvenn-
anna, dó lika, En l'lorence féllst
ekki hugur fyrir því.
24. Nú var það sem hermennirn-
ir gáfu Florenee viðurnefnið, sem
frægt er orðið. „Tlie Lady with the
Lamp“ —- konan með lampann.
Það er nótt, lælcnarnir og hjúkr-
unarkonurnar sof,a. En Florence
kemur í svarta kjólnum sínum, með
hvítu svuntuna og hvíta liettu á
liöfðinu. Ilenni finnst hún ekki geta
lagst fyrir nema liún líti enn einu
sinni eftir sjúkJingunum sinum áður.
Hún er með ofurlitinn lampa í
hendinni. Hún verður að skýla Ijós-
inu á týrunni með hendinni, svo að
það slokkni ekki. Hún gengur rúm
frá rúmi, lagar koddana, býður vatns
sopa að drekka og talar hughreyst-
ingarorðum til sjúldinganna.
25. Vegna frábærs dugnaðar var
Florence falin yfirumsjón með öll-
um enskum hermannaspítölunum.
Undir eins og hún hafði komið
skipujagi á eitt sjúkrahúsið flutti
hún um set í það næsta og byrjaði
á nýjan leik. Þannig var hún 6
mánuði á spítalanum í Skutari og
fór síðan aftur til Krim. Hún fór
með ensku herskipi en ekki var um
hvild að ræða á leiðinni, þvi að
um borð voru sjúkir og særðir. Þeg-
— Hvað á ég að gera næst?
— Hvers vegna, skautstu ekki tígr-
isdýrið, maður?
— Það var svo tjótt að feldur-
inn va.r óhæfur fyrir framan rúm!
Vanmetið meistaraskot.
ar skipið kom í höfn liafði marg-
menni safnast á bryggjunni til að
sjá þessa frægu Florence, og lækn-
arnir konni á skipsfjöl til að bjóða
hana velkomna.