Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1952, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.03.1952, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 eignir í Kína eru 7 ha en að- eins þriðjungur er stærri en 0.6 ha. Meðalfjölskylda er 6.2 manns svo að risgrjónin þurfa að metta márga munna. Kínverjar geta ékld aukið ræktaða landið því að allt er ræktað sem unnt er að rækta. En uppskeruna er reynt að auka með því að þurrrækta landið hetur, og hera meira á. Það er talið að liægt sé að auka framleiðsluna um 25% með þessu móti. I Japan er rísgrjónaræktin líka aðalatvinnan. Þar er meira en helmingur alls ræktaðs lands undir áveitum, sem gerðar eru af manna höndum. En þrátt fyrir japanska tækni er mest unnið með manna höndum að ræktuninni. Síðustu árin er meira rætt um Asíulöndin í samhandi við heimsstjórnmálin en áður. Ólg- an í Asíu stafar að nokkru leyti frá rísgrjónunum. Bæði hændauppþot og kommúnista- hreyfing hefir sólt næringu í stéttamuninn — muninn á fá- tækum hændum og forríkum horgarhúum. Kjör hóndans eru í rauninni svo erfið, að jafnvel verkamaður í horgunum á góða daga samanhorið ' við hann. Pandit Nehru, sem talinn er sanngjarn maður, segir í viðtali við „Saturday Review of Liter- ature“, ag hann telji að núver- andi stjórn í Kina eigi mikil ítök hjá þjóðinni, því að hún hafi lofað að skiiita stórjörðun- um í smáhýli, svo að sem flest- ir geti húið að sínu og ræktað rísgrjón. Líka hefi stjórnin látið liermenn og stúdenta hjálpa bændum við rísræktina, þangað til tök verða á því að útvega bændum vélar. I Japan hafa orðið miklar framfarir í þessa átt síðan í stríðslok og einnig í Malaya, Indokína og Indonesíu. En hvernig sem sjálfstæðis- málum Austur-Asíu lýkur þá er það víst að hændurnir þar halda áfram að rækta rís þó að það kosti þá blauta fælur og bogið (bak. Svo samgróin er þessi atvinna þjóðinni eftir mörg þúsund ára vana. SONUR SAMVÖXNU TVÍBURANNA. Robcrt E. Bunker, eina eftirlif- andi barn binna upprunalegu Siams- tvíbura Eng og Chang er nýlega látinn, í sama húsinu sem þeir bræð- urnir byggðu sér fyrir nær 100 ár- um. Bunker varð 78 ára. Hann var sonur Eng, sem dó 17. janúar 1874, þremur klukkutimum á eftir Cliang. Þeir fæddust í Siam af kínverskum foreldrum árið 1814 og fóru til Ameriku 1829 og giftust tveimur systrum. Ingrid Bergman — Roberto Rossellini. ^cPástarsaga Niðurlag. að hennar smekk, en það eru ýms- ir persónulegir smámunir og myndir á víð og dreif, svo sem myndir af Robertino og Piu, sem gera íbúðina heimilislegri. Henn finnst lífið í Róm frjálsara en í Hollywood. Hún lifir ekki i eins þröngum hring og í Ivaliforníu. Og svo liafa ýmsir vinir liennar frá Bandaríkjunum hcimsótt Róm. Ingrid Bergman og Gary Cooper i „Klukkan kallar Ókyrrð út af Strom- bolimyndinni. Sú von, að Ingrid og Roberto fengju að lifa í friði eftir heimkomu hennar af fæðingar- stofnuninni,rættist ekki Ein æsingaaldan átti eftir að riða yfir enn- j þá. RKO ákvað að hraða frumsýningu myndarinnar, og 15. febrúar 1950 var hún sýnd i fyrsta skipti samtímis í 320 kvik-. myndahúsum í Banda | ríkjunum. Slíkt er ó- < venjulegt um myndir, ! og var greinilegt, að 1 kvikmyndafélagið ætl- | aði að notfæra sér það T að mál Ingrid var j mest umtalaða lineyksl ismálið i Bandarikjun- \ unum, í auglýsinga- skyni fyrir myndina. í fyrstu virtist sem j Ingrid og Roberto 1 stæði á sama um hvað heimurinn héldi og \ hugsuðu einungis um sín eigin málefni. En í raun og veru voru þau sárreið kvik- myndafélaginu fyrir „fjöldafrumsýningarn- ar“, sem voru beinlinis gerðar til þess að notfæra sér áhuga Banda- ríkismanna á hneykslismálinu. Ro- berto fannst slikar aðfarir og reynd- ar hin ameríska útgáfa á mynd- inni vera lítilsvirðandi fyrir list sína. Hann höfðaði mál á hendur RKO og eftir eitt ár vann hann ítölsk sýningarréttindi ,á myndinni. Hann liefir í hyggju að sýna hana i sínu upprunalega fornii einhvcrn tíma, þegar dáið er í glæðum hleypi- dómanna og æsing,arnar hjaðnaðar út jieim persónulegu málefnum, sem tengd voru myndatökunni. Það er hægt að geta sér til um tilfinningar dr. Lindstroms út af auglýsingaaðferðinni við sýningar á „Stromboli“, þegar Boberto var fæddur. Hann höfðaði skilnaðarmál á hendur Ingrid fyrir dómstóli í Kaliforníu. Nokkrum mánuðum síð- ar var gerð bindandi samþykkt um eignaskiptingu og gæslu Piu. Ingrid segir, að hún hafi fengið mjög litla peninga við skiptingu eignanna. Ilún hélt ágóðaréttindum sínum i „Heilagri Jóhönnu“ og „Sig- urboganum", en þessar kvikmynd- ir urðu engar gróðamyndir, svo að ólíklegt er, að Ingrid fái stóra fúlgu út úr þeim. Hún liefir gert kröfu til þess að fá að hafa Piu hjá sér hluta úr ári, en dr. Lindstrom gerði það að skil- yrði, að Pia yrði aldrei i návist við Rossellini. Aðskilnaðurinn við Piu hefir orðið þungbærastur af öllu því, sem liún liefir orðið á sig að taka fyrir að kjóst Rossellini. Hún hringir til hennar í Hollywood öðru hvoru. Pia hlýtur líka að haf liðið mik- ið vegna atburðanna. Ingrid og Ro- berto vita að hún fór ekki i skól- ann, þegar blöðin ræddu mál þeirra á forsíðum. Þau vita lika að Ren- zino var svívirtur af skólafélögum sínum. Einu sinni lenti hann í slagsmálum. Var hann þá grýttur og varð að leggja hann á sjúkra- hús til uppskurðar vegna höfuð- meiðsla er hann hlaut. Viðhorf ítala til málsins og fram- koma gagnvart henni hefir þó orð- ið henni mikil huggun og uppörvun. Þeir hópast ekki kringum han til jjess að fá rithandarsýnishorn, en hins vegar kemur það fyrir, að ó- kunnugt fólk stöðvar hana á götu í Róm og spyr um líðan Robertinos. Það spyr lika um Piu. ítalir sýna góðvild sína líka á annan htt. Máálari, sem Rossellini- hjónin þekkja ckki hefir sent þeim mynd af Ingrid og Robertino að gjöf. Hann málaði myndina eftir Ijósmynd, og bangir bún i dagstof- unni hjá þeim á sveitarsetrinu. í haust, sem leið, byrjaði Ingrid að leika i myndinni „Evrópa 1951“ undir stjórn Rossellinis. Annars hef- ir hún lifað rólegu og hversdags- legu lífi á ftalíu, síðan Stromboli- myndin var fullgerð. í Róm hafa þau á leigu stóra ibúð, sem þau fengu með húsgögnum. Ilúsgögnin eru vönduð, en jmnglamaleg, og ok Ingrid segir að þau séu ekki íngrid nýtur lífsins í húsinu á ströndinni. Ingrid nýtur sín sérstaklega vel við sjóinn. Snemma á árinu 1950 keypti Rossellini landarcign milli Via Aurelia, aðalþjóðbrautarinnar á vesturströndinni frá Róm til norð- U'rhéraðanna, og strandarinnar. Hann hefir eytt miklu fé i landareign þessa og komið upp fallegum blóma- görðum og hefir grænmetis- og á- vaxtarækt. Það eru þrjú hús á lóðinni. Eitt er fyrir umsjónarmanninn og fjöl- skyldu hans, sem búa þar allan ársins hring. Stærsta húsið þarfn- ast mikilla endurbóta og Roberto hefir á prjónunum miklar fyrirætl- anir í þvi sambandi. Á meðan húa þau i minna húsinu, sem snýr frarn að sjónum. Ef litið er út um glugg- ann á dagstofunni, sýnist veröndin fyrir utan vera þilfar á skipi þvi að blátt hafið er fyrir handan. Þarna nýtur Ingrid sólskinsins og sjávarins. Á morgnana fer hún nið- ur að sjónutn og krækir sér í skel- fisk til malar. Tennisvöllurinn — Roberto er góður tennisleikari — hefir verið endurbyggður, og svo er völlur fyrir boccie (ítalskur bowl ing), sem Ingrid hefir gaman að. Landareignin er umlukt háum garði, og við innganginn er mikið járnhlið, sem alltaf er læst. Ingrid tehir sig hafa aðlagast líf- inu á Ítalíu algjörlega. ílún þakkar guði fyrir jiá aðlögunarhæfni, sem henni er rúnnin í merg og bein. Frh. á bls. Í4.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.