Fálkinn


Fálkinn - 28.03.1952, Side 8

Fálkinn - 28.03.1952, Side 8
8 FÁLKINN Nelson Johnsen og Oliver Samuelsen róa bátnum sínum út af norðurströndinni á Sval- barða. Það er orðið svo áliðið hausts að livenær sem vera skal getur ísinn lagst upp að landinu, og þess vegna róa þeir af kappi til þess að forðast að verða um- kringdir af ís áður en þeir komast til Kings Bay, en þar búa fáeinir veiðimenn. 'Þessir tveir veiðimenn höfðu komið til Sassen Bay fyrr um haustið í þeim tilgangi að bafa vetursetu þar, í kofanum sem þeir höfðu verið í nokkra vetur áður. Þeir höfðu haft með sér vistir til tveggja vetra, svo að þeir voru færir í flestan sjó. Og þeir höfðu safnað saman miklu af rekatimbri til elds- neytis i fjörunni, svo að ekki þurftu þeir að kviða kuldanum þó að veturinn yrði bæði langur og strangur. Þeir kunnu vel við sig í vet- ursetum á Svalbarða. Þeir höfðu grætt drjúgum þar á hverjum vetri, svo að þeir voru taldir efnamenn suður í Balsfirði í Noregi, þar sem þeir áttu fjöl- skyldurnar sínar. En maðurinn spáir og guð ræður, segir gamalt máltæki, og þess vegna fór ekki eins og þeir höfðu ætlað í þetta sinn: mikill veiðivetur. Þegar þeir liöfðu dvalist mán- uð í Sassen Bay og unað sér bet- ur en nokukrn tíma áður, hrann kofinn þeirra til kaldra kola eina nóttina. Ekki liöfðu þeir hugmynd um hvernig kviknað liafði í, en liklega höfðu þeir far- ið úgætilega með eldspýtur eða sígarettustubb, er þeir lágu og reyktu í fletunum sínum um kvöldið. ENSKUR VETUR. Víðavangslilaup fyrir stúkur var nýlega háð í Suður-Englandi, en rétt áður en hlaupið átti að hefjast byrjaði að kyngja niður snjó. En stúlkurnar tóku ekki í mál að fresta haupinu og komust alla leið. Hér sjást nr. 1 og nr. 2 koma a ðmarki. Þeir höfðu sofið svo fast að það munaði mjóu að þeir björg- uðust út. Þeim tókst að hrifsa með sér fötin sín, en köld á- nægja hafði það verið að lclæða sig úti, i fimmtán stiga kulda. Kofanum varð ekki bjargað. Hann brann til grunna meðan þeir stóðu og horfðu á. Og ekki gátu þeir heldur bjargað neinu af vistunum, sem þeir höfðu komið i geymglu í kjallaranum. Meðan þeir stóðu og horfðu á brunarústirnar sagði Samuel- sen: — Skrifað stendur: Drott- inn gaf og drottinn tók, en sann arlega finnst mér það liart að standa á haustdegi í firði norð- ur á (Svalbarða eins og nakið barn. Og svo hló hann hátt. Nelson Johnsen var hneyksl- aður á að félagi hans skyldi tala svona gálauslega, jafn alvarlegar og aðstæðurnar voru. Hann kall aði Oliver Samuelsen þorpara og angurgapa, sem legði nafn guðs við hégóma. Oliver Samuelsen svaraði: — Það stoðar nú lítið að væla og sk^ela á svona alvörustund. Það sem nú liggur fyrir er að reyna að komast héðan sem fyrst og verða komnir til Kings Bay áður en isinn verður landfastur. Við erum heppnismenn að hafa bátinn, því að annars væri okk- ur engir vegir færir úr þess- um vandræðum. — Bátinn! dæsti Nelson John- sen — þessi kæna á haustdegi og allra veðra von. Nú verður Oliver Samuelsen gramur: — Þú talar eins og þú hefir vitið til, segir hann. — Veistu ekki að eitt haustið reri veiðimaður svona bát alla leið frá Svalbarða til Tromseyjar? Og úr því að hoiiúm tókst það, þá ætli okkur að verða hægðar- leikur að róa til Kings Bay. — En það eru tuttugu mílur þangað, og önnur eins vegalengd er elckert barnagaman fyrir tvo veiðimenn, sem ekki hafa svo mikið sem brauðskorpu í nesti, maldar liinn í móinn. — Þvættingur, segir hinn. — Ætli við séum ekki menn til að vera matarlausir í tvo sólar- hringa, þegar allt veltur á því að bjarga líftórunni. Þeir tala ekki meira um ferða lagið. Þeir setja bátinn á flot og svo fara þeir að róa. Það er farið að birta af degi og svo hundkalt að veiðimenn- ina logsvíður í andlitsbjórinn. En ísmyndun sjá þeir hvergi og taka það sem fyrirboða um, að ströndin sé íslaus alla leið til Kings Bay. Hafið er kyrrt og gljáandi eins og olía. Fýll flýgur nokkrum sinnum yfir bátinn. En annars er hvergi fugl að sjá á sjónum. Það er orðið svo áliðið, að sjó- fuglarnir, sem hafa lialdið sig uppi við land eru flúnir til hafs, þar sem meiri von er um æti en upp við ströndina. Fjörðurinn er dauður — þar um rákurn eftir aurskriður nið- ur /eftir hliðunum. Sums staðar inni i víkurbotnunum hanga skriðjöklar eins og hvítgráar skriður niður í sjóinn. Og það slær fyrir náköldum gusti frá jöklinum. Fjörðurinn er dauður — þar sést hvorki fugl né ferfætlingur. Ekki svo mikið sem selkópur stingi hausnum upp úr gljáandi haffletinum, sem sums staðar er hulinn þunnri skænu af ís. Hann myndar gullið band með fram landinu, rneðan sólin staf- ar skini sínu á hann stutta stund. Sjórinn freyðir á kinnungun- um á bátnum og breið rák mynd ast í kjölfarinu á spegilsléttum fletinum. Hún nær svo langt sem augað eygir, eins og lifandi brú á sjónum. Veiðimennirnir sitja snögg- klæddir við árarnar. Þeir taka löng og föst áratog. Þeir vita svo ósköp vel að eina björgunarvon þeirra er sú, að þeir komist til Kings Bay áð- ur en hann rýkur upp með óveð- ur. Þá er tvennt til: að þá reki til hafs eða bláskelin þeirra brotni í mél. Og livort tveggja þýðir dauðann fyrir þá báða. En það er ekki gott að reiða sig á haustdaginn á Svalbai’ða. í einu vetfangi getur verið kom ið ofsaveður. ,Það getur skollið yfir þá allt í einu, án þess að gera nokkurt boð á undan sér. Og þeir bafa upplifað svo marga hauststorma á Svalíbarða, að þeir þekkja háttarlagið þeirra. Það var alveg hættulaust að sitja inni í heitum veiðikofa þegar stormurinn ýlfraði og nauðaði yfir nöktu freðhjarn- inu. En að lenda i stórviðri á opnum smábát úti á hafi — það var dauðinn og ekkert ann- að. Og þess vegna verður Oliver Samuelsen oft litið upp i ský- in. Meðan sæmilega heiðskirt er og vindurinn á norðan, er engin hætta á ferðum. En ef skýja- flókann fer að draga saman og vindinn lægir, þá vofir hættan yfir. Og þess vegna verða þeir að róa lífróður. Hvert áratog flyt- ur þá nær markinu! Kings Bay. Ef þeir komast þangað á annað borð þá vita þeir, að þeim verð- ur tekið opnum örmum af veiðimönnunum sem eru þar fyrir. Þeir eru úr sömu sveit- inni og þeir sjálfir, svo að þeir eru ekki í vafa um að þeim verð ur liðsinnt og það vel. Einn veiðimaðurinn reynir ekki að klóra augun úr öðrum, ef hann er illa staddur. Það var gömul liefð á Svalbarða, óskrifuð lög í þessu kalda landi. Þeir mundu vafalaust fá leyfi til að stunda dýraveiðar í þeirra umdæmi, svo að þeir kæniu ekki slippir og snauðir heim í vor. — En flóinn er langur og það er kom- ið kvöld þegar þeir koma út fyrir ystu annes. Það er aflands vindur svo að þeir róa i ládeyðu meðfram ströndinni. Og Oliver Samuelsen segir við félaga sinn: — Við höfum verið stórheiipnir með veðrið hingað til. Ef þessu lieldur á- fram þá verður það beinlinis skemmtiferð að róa þessar tuttugu mílur til Kings Bay. Nelson Johnson svarar — Eg LITIR PÁFANS. í smábæ einum í Portúgal, sem heitir Fatima, stendur þessi stallur á þeim stað, sem sagan segir að María mey hafi eitt sinn opinberast nokkrum smala strákum. Er helgi mikil á stein- inum og við ýms tækifæri er ,,flaggað" þar með litum páfans. Lífróður

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.