Fálkinn - 11.07.1952, Síða 8
8
FÁLKINN
Þessi brúnu
nuguf
t_l ON ýtti glasinu til mín á
*■ barboðinu, og ég starði inn
í brúnustu augun, sem ég hefi
nokkurn tíma séð! Litblærinn var
valhnotubrúnn og það gljáði á
sjáaldrið, eins og annarlegt ljós
endurkastaðist þar inni fyrir.
Eg komst ekki yfir að sjá
meira en augun í henni í þetta
sinn, en ég held að hörundið hafi
verið með þessum heita, brúna
lit, sem er sérkennilegur fyrir
fólk sem á heima nálægt mið-
jarðarlínunni. Einhver gaf mér
olnbogaskot. Þetta var stór slött-
ólfur sem sat á næsta kollustól
við mig. Hann var í kakískyrtu,
opinni í hálsinn. Andlitið var
breitt og fúlmannlegt og góð-
mannlegt í senn. Þétt hæruskot-
ið hárið, sem var klippt þannig
að það lá í bogalínu niður á enn-
ið, gerði svipinn á manninum
unglegan en fast að því hlægi-
legan.
— Þú ert útlendingur, er það
ekki?
— Jú, hvernig veistu það?
— Segðu ekki meira, biddu.
við, láttu mig reyna. Þú ert frá
— hann pírði augunum og virt-
ist leggja hugann í bleyti — þú
ert frá Svíþjóð.
— Nei, frá Noregi.
— Gott og vel, þú ert alla-
jafna Skandinavi. Eg heyri þess
konar undir eins, sérðu. Eg hefi
ferðast mikið sjálfur og veit
hvernig fólk talar, hvar sem er
á hnettinum. Reyndar hefi ég
aldrei verið í Noregi.
— Nei, ekki það?
'Hann hlaut að vera einn af
þessum síkjaftandi, ágengu dón-
um. Eg sneri mér frá honum og
að glasinu.
Eftir mínútu kom: — En ég
hefi komið til Danmerkur.
— Ha?
— Eg hefi komið til Danmerk-
ur, segi ég.
— Jæja.
— Það er nú lygileg saga að
segja frá því.
— Hvað segirðu?
— Hvernig ég komst til Dan-
merkur, meina ég. Nú skaltu
heyra. Skipið sem ég var á, lá í
Kiel og var að taka kol — leið-
inlegur staður Kiel og alltaf rign-
ing. En svo datt okkur í hug að
ieigja okkur bíl eitt kvöldið. Við
stálum hreint og beint stórum
Horch-bil sem stóð fyrir utan eitt
húsið í útjaðri borgarinnar.
— Afsakið, mér heyrðist þú
segja Danmörku, en þetta var
Kiel — og Kiel er í Þýskalandi,
er það ekki rétt?
Þessi athugasemd hleypti í
hann miklu fjöri. Hann gekkst
upp við að ég skyldi hlusta á sög-
una hans, og varð enn ákafari.
Og sem hinn frábæri blaður-
belgur sem maðurinn hlaut að
vera, sneri hann nú við blaðinu
og talaði í nútíð eins og frægir
sögumenn.
— Fyrst um sinn erum við
staddir í Þýskalandi. Það er al-
veg rétt sem þú segir. En bíddu
bara hægur, eftir augnablik kom-
um við til Danmerkur, Yes, Sir,
Kiel var staðurinn í þá daga. Doll-
arinn stóð himinhátt og markið
var ekki virði pappírsins, sem
það var prentað á. Já, afsakið
þér — þetta var ekki frumlega
að orði komist. Eg veit það. En
það fór ágætlega um okkur.
Jimmie, sjeffinn um borð keypti
gildaskálann og tók að sér stjórn-
ina á hljómsveitinni og mælti
svo fyrir að allir gestirnir og veit-
ingafól'kið skyldi drekka eins mik-
ið og það viidi ókeypis, það
sem eftir væri næturinnar. Eg
dansaði við platínuljósa ekkju,
sem talaði dásamlegustu hrogna-
málsenskuna, sem nokkurn tíma
hefir borið fyrir mín eyru.
Eftir fyrsta dansinn var ég
trylltur af ást, eftir annan dans-
inn bað ég hennar, og hún sagð-
ist verða að hugsa málið fram að
næsta dansi, en lét þess getið að
sér litist dável á mig.
Eftir fjórða dansinn var það
sem hún stakk upp á því við mig
að ég skyldi fara með hana til
Danmerkur. Eg svaraði allt í
lagi og sagði að það væri þá best
að við færum undir eins.
Við ókum í Horchnum og sem
betur fór höfðum við vegabréf-
in í lagi þegar við komum að
landamærunum. Þýski tollmað-
urinn var eitthvað að rella og
sagðist eiga Horch-inn sem ég
var á, svo að til að losna við allt
rex borgaði ég honum það sem
hann heimtaði fyrir skrjóðinn.
Það gat hugsast að hann segði
satt. Og svo ókurn við inn í Dan-
mörk.
Sólin var að byrja að gægjast
yfir flatneskjuna í Slésvík. Þú
veist að þetta „er et yndigt land“,
og ekki var ekkjan þá síður ynd-
isleg, og ég var í ljómandi skapi.
Hún átti gistihús í Kaupmanna-
höfn. Það var nú ekki á marga
fiska. Og það var ekkjan ekki
heldur — eftir nokkra daga. Við
bjuggum ekki saman nema í
fjóra daga, en það var nógu lang-
ur tími til þess að skipið mitt var
farið frá Kiel og átti hvergi að
koma við fyrr en í Istanbul. Þarna
sat ég þá í Kaupmannahöfn með
28 dollara í vasanum og komst
fljótt að raun um, að eiginlega
ætti ég betri daga en félagarnir
um borð, sem yrðu að skiptast
á um vaktirnar. En heyrið þér,
drekkið þér nú ekki meira af
þessu skolpi. — Dolly, gefðu okk-
ur tvo „special", með extra
toppi á!
AFTUR sá ég þessi augu, sem
loftið á barnum hafði ekki getað
drepið ljómann í, og þetta heita,
gullbrúna hörund. Hún var ekki
kornung lengur, en það var eitt-
hvað sérstakt við hana, eitthvað
háleitt ....
— Smakkaðu á þessum. Hann
drakk hálft glasið og kveikti sér
í sígarettu.
— Hvemig þótti þér hann?
— Ágætur.
— Já, er það ekki. Þessi
drykkur var það sem ég saknaði
mest á stríðsárunum. Við feng-
um nú slatta af brennivini þá,
þarna í Kyrrahafinu, skilurðu,
en aldrei neitt sem var líkt þessu.
Hann sogaði sígarettuna svo
að brúnar rákir komu á pappír-
inn og hélt svo áfram:
— Heimurinn er ekki stór. Eg
hefi oft sagt það þegar ég hefi
hitt kunningja á ólíklegustu stöð-
um á hnettinum, en það skemmti-
legasta, sem ég hefi nokkurn
tíma upplifað gerðist í Kyrrahaf-
inu, og þar var Norðmaður við-
riðinn. Mundu það! Skrattans
ári skrítin tilviljun að ég skyldi
rekast á þig einmitt núna, ha. Ja,
finnst þér það ekki? Skrítin til-
viljun, ha?
— Jú, skrítin tilviljun, sagði
ég. — Það er áreiðanlegt.
— Já, einmitt. Nú ljómaði
frásagnargleðin af honum. Hann
naut hvers einasta orðs, sem
spratt fram úr hans ótæmandi
frásagnarlind. Hann vætti blá-
leitar varirnar og þeysti svo á-
fram í sögunni:
— Beitiskipinu hafði verið
sökkt. Eg maraði í hálfu kafi á
einhverum plankabútum, það
hafði verið ferleg orrusta um nótt-
ina. Mörgum skipum sökkt.
Kringum mig var ýmiss konar
rekald og manneskjur, sem kaf-
færðust í ölduganginum, en nú
var logn og sólin var að koma
upp. Þá koma allt í einu tveir
menn á þessum björgunarkodd-
um úr gúmmí, á reki til mín. Og
veistu hver annar þeirra var. Jú,
það var Pétur Mark, gamla fylli-
byttan, sem kom þarna siglandi á
vindkodda úti á miðju Kyrahafi.
Aldrei hefi ég séð neitt skrítnara.
— Hæ, Pétur! hrópaði ég. Þú
skilur — ég hafði ekki séð Pétur
í fimmtán ár. Það hafði engin
breyting orðið á honum nema
þessi sjálfsagða, sem hlýtur að