Fálkinn - 19.06.1953, Blaðsíða 3
FÁLKINN
3
ýmsir staddir, sem œtluöu aö taka á
móti ættingjum og venslamönnum
sem l)eir höfðu aldrei augum litið, en
þótt þeir yrðu að kynna sig fyrir
viðkomandi urðu kveðjurnar innilegar
eins og ástvina, sem liittast eftir langa
fjarveru.
Þarna hittist líka aldrað fólk, sem
ekki hafði sést frá því á bernskudög-
unum, og það var sem fullorðins árin
væru öll sett innan sviga, en leitað
á fund minninganna frá æskuárunum.
Elsti þátttakandi ferðarinnar er 82
ára kona, Rosbjörg Jónasson að nafni,
og hefir hún ekki komið til íslands
í 70 ár eða frá því hún fluttist vestur
um haf 12 ára gömul, en yngsti þátt-
takandinn er 19 ára stúlka. Annars
er megin þorri fólksins aldrað fólk,
og er talið að meðalaldur þess sé 00
ára.
Fólkið safnaðist saman í New York
í síðustu viku, áður en Hekla kom
þangað og skoðaði borgina meðan
það beið eftir flugvélinni. Þótti því
vænt um að hafa þessa ferð með ís-
lenskri flugvél, en þegar það steig
upp í flugvélina var liverjum og ein-
um færður íslenskur blómvöndur, en
blómin höfðu verið send liéðan vestur
um haf og var blómailmurinn i flug-
vélinni uppliaf ])ess íslenska andrúms-
lofts, sem þetta fólk hefir svo lengi
þráð að komast í snertingu við, og
hefir nú loksins öðlast.
Yestur-íslending-
arnir við komuna
til Reykjavíkur.
Ljósm.: Ól. K. M.
31 Vestir-ísleidiifar i heimsikn
í vikunni sem leið, konm góðir gcst-
ir í heimsókn til íslands. Það eru 37
Vestur-íslendingar, sem iflestir hafa
ekki séð ættland sitt áratugum sam-
an, en ætla nú að dvelja hér í nokkrar
vikur og treysta kynni sín við ætt-
fólk og vini heima á Fróni, finna á
ný angan íslenzks vors og minnast
við blóm í brekku og hlið, þar sem
barnsskónum var slitið forðum.
Þessi ferðamannahópur kom til
Reykjavíkur frá New York á fimmtu-
daginn með flugvélinni Heklu, en um
helgina ferðaðist fólkið um Suður-
landsundirlendið, með viðkomu hjá
Gullfossi, Geysi, Þingvöllum og fleiri
stöðum. Á Þingvöllum hélt Þjóðrækn-
isfélagið þeim samsæti. Á mánudaginn
sátu þeir svo boð forseta íslands að
Bessastöðum.
Fararstjóri Vestur-íslendinganna er
dr. Finnbogi Guðmundsson prófessor,
en hann var aðal frumkvöðull þess og
hvatamaður að þessi ferð var farin,
en vera má að þetta sé upphaf skipu-
lagsbundinna heimsókna Vestur-ís-
lendinga hingað til lands.
Þegar Hekla lenti á Reykjavíkur-
flugvelli, var þar saman kominn múg-
ur og margmenni til þess að fagna
Vestur-íslendingunum. Þarna voru
(Ljósm.: Sveinn Ásgeirsson, Hafnarfirði).
VíísIii suDdhflllnr Hdfnnfjnrðflr
Sundhöll Hafnarfjarðar var vígð
með hátíðlegri athöfn síðastliðinn
laugardag, og um helgina fór fram
fyrsta sundmótið í höllinni, en það
var háð milli Reykvíkinga og utan-
bæjarmanna.
í hrauninu vestan við Hafnarfjörð
liefir verið óyfirbyggð sundlaug frá
því 1943, en hún var byggð að tilhlut-
an nokkurra félagasamtaka í bænum
og bæjarstjórn 'Hafnarfjarðar. Var
þetta sjólaug og var hún fyrst upp-
liituð með kolum, en við endurbygg-
inguna hefir lauginni verið breytt í
vatnslaug, sem hituð er upp með raf-
magni. Eftir að sundlaugin hafði ver-
ið rekin um skeið fóru að heyrast
raddir um það, að æskilegt væri að
sundlaugin yrði yfirbyggð, og árið
1947 var ákveðið að láta til skarar
skríða með byggingu sundhallarinn-
ar og sótt um fjárfestingarleyfi í því
tilefni) en fjárfestingarleyfi fékkst
ekki fyrr en árið 1951 og var þá þeg-
ar hafist handa um byggingarfram-
kvæmdir.
Byggingarfélagið „Þór“ tók að sér
að gera sundhöllina fokhelda og var
þvi verki lokið í ársbyrjun 1952. í
sambandi við byggingu sundhallar-
innar voru gerðar nokkrar endurbæt-
ur á lauginni t. d. komið fyrir raf-
magnshitun, og er hin nýja sundhöll
því bæði hituð upp með rafmagni og
olíu. Þá voru og gerðar endurbætur
á böðum laugarinnar, búningsher-
bergjum og miðasölu. Einnig var reist
viðbygging við sundhölldna að norð-
anverðu yfir þrjá stóra vatnsgeyma
fyrir loftræstingarkerfið, böðin og
miðstöðina. Stærð laugarsalarins að
innanmáli er 12.60x30 m. en öll er
byggingin 655 fermetrar. Stærð sjálfr-
ar sundlaugarinnar cru 25x8.40 m. og
cr hún rúmlega þriggja metra djúp,
þar sein hún er dýpst. 'Hæð laugar-
salarins eru 6.50 m.
Búningsklefar eru fyrir 85 baðgesti,
þar af eru 20 einmenningsklefar. í
fordyri er miðasala, sem gengið er úr
i búningsklefann, þaðan í böðin og
úr þeim í Iaugarsalinn. Eftir er að
byggja sólskýli, sem á að vera suð-
austan við sundhöllina.
Byggingarkostnaður sundhallarinn-
ar nemur um 850 þúsund krónum.
— Forstjóri sundhallarinnar er Yngvi
R. Baldvinsson, og hafði lvann einnig
yfirumsjón með öllum byggingar-
framkvæmdum.
Við vígslu sundhallarinnar á laug-
ardaginn fluttu ávörp og ræður þeir
Stefán Gunnlaugsson, formaður
íþróttanefndar Hafnarfjarðar, Helgi
Hannesson bæjarstjóri, Jón Egilsson,
form. íþróttabandalags Hafnarfjarðar
og Þorsteinn Einarsson íþró.ttfulltrúi
rikisins.
VERÐLAUNAÞRAUT:
«Kinverska d(egradvölín«
Verðlaun Jcr. 500.00
og kr. 200.00
Sjá 13. tölublað Fálkans.
KRÝNINGARFRÍMERKI. — í tilefni
af krýningu Elizabethar II. drottning-
ar voru þessi hátíðarfrímerki gefin út.
Hér komum við með áframhaldandi
númer af Kinversku dægradvölinni
sem eru ekki af lakari endanum.
Takið nú til óspilltra málanna við
ráðninguna. Það er alveg óhætt fyrir
þá eldri, að reyna líka. Þið skuluð,
svona rétt til gamans, lita á klukkuna,
þegar þið byrjið og skrifa niður hvað
þið eruð lengi með hvora mynd. Hver
veit nema kunningi þinn, eða kunn-
ingjakona komi i heimsókn, svo þú get-
ir sagt: „Þetta réði ég á 5 minútum,
getur þú gert betur?“ Og svo er ég
viss um að kunninginn fer beint út í
búð og kaupir sér eina dægradvöl, það
er að segja ef hann hefir ekki þegar
verið búinn að ná sér í eina. Og svo
að lokum, munið að taka með ykkur
einn kassa af dægradvölinni í sumar-
fríið eða útileguna, það fer ekki mikið
fyrir honum í vasanum eða bakpokan-
um og ánægjan er örugg.