Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1953, Blaðsíða 12

Fálkinn - 19.06.1953, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN FRAMHALDSSAGA Karl í krapinu 25. Smáskærur voru á víð og dreif um • bæinn alla nótina. Leifar stjórnar- hersins voru í launsátum hér og hvar og skutu á uppreisnarmennina. Sú regla að herfangar skyldu ekki látnir lifa, hafði lengi verið hefð í Sobrante, og Sarros forseti hafði aldrei sýnt miskunn. Og hermenn hans gengu ekki að því gruflandi að þeir áttu aðeins um tvennt að velja, að falla í bardaganum eða vera leidd- ir á aftökustaðinn næsta morgun. Þess vegna kusu þeir fremur að verjast fram í rauðan dauðann. Að Buenaventura hafði þegar verið tekin átti að tryggja að byltingarstyrjöldin yrði stutt. Og nú var Sarros einnig genginn í greip- ar don Richardo og því fremur mátti vænta þess að andstaðan gegn nýju valdhöfunum væri fljótlega úr sögunni. En hyggilegast væri þó að stúta Sarros sem allra fyrst, því að úti um land var víða setulið, se máttaði sig ekki á hvernig komið var í höfuðstaðnum. Og hugs- ast gat að þetta lið reyndi að bjarga Sarros, er það vitnaðist að hann væri í fangelsi. Don Richardo var nú herra lífs og dauða í So- brante og allir ráðamenn hans voru honum samhuga um að það væri ekki nema til at- hlægis að vísa máli Sarrosar til dómstólanna og láta þá kveða upp dauðadóminn. Hann hafði unnið til lííflátshegningar svo hundr- uðum skipti, bæði með morðum og land- ráðum. Þess vegna kom prestur til Sarrosar í fang- elsið um nóttina og tók af honum skriftir. Presturinn varð hjá honum alla nóttina, og gekk við hlið hans út á aftökustaðinn í kirkju- garðinum árla morguns. Þar biðu þeir dálitla stund uns don Richardo kom akandi í vagni sínum — ásamt Mömmu Jenks. Aftökuforinginn heilsaði don Richardo, sem sneri sér að Sarros. Hann stóð keikur og boru- brattur og reykti vindling og hneigði sig fyrir sigurvegara sínum. Hann brosti til hermann- anna. — Adios, amigos, sagði hann. — Eg dey fyrir land mitt. Guð sýni óvinum mínum með- aumkvun! — Ef þú hefðir ekki hagað þér eins og skepna, fanturinn þinn, þá hefðir þú getað lifað fyrir landið þitt, sagði frú Jenks á ensku. — Skyldi hann nú bera sig eins karlmannlega og hann Henry minn sálugi, þegar hann var leiddur upp að múrnum? Mamma Jenks þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur út af því. Það þurfti sterk bein til að vera forseti í Sobrante í fimmtán ár, og Sarros vantaði ekki kjarkinn. Einn og ofur rólega haltraði hann yfir grafirnar og að múrnum fyrir handan þær og stóð þar kyrr og sneri baki að múrnum. Aftöku- stjórinn beið þangað til Sarros hafði reykt vindlinginn á enda. Þegar hann fleygði stúfnum frá sér vissi liðþjálfinn að nú var hann tilbúinn að deyja. Hann skipaði her- mönnunum að miða og nú stefndu sex byssu- hlaup á Sarros. En þá heyrðist rödd don Ric- hardos rjúfa iþögnina. — Liðþjálfi, hinkrið þér við! Hann er svo hraustur! Eg get ekki látið skjóta hann eins og grimman hund. Eg verð að gefa honum tækifæri. Liðþjálfinn hélt að hér væri um að ræða ley fuga, aftökuaðferð sem tíðkaðist þar syðra og er í því fólgin að sökudólgurinn fær að reyna að flýja, en aftökusveitin skýtur hann á flóttanum en má ekki elta manninn. — Sarros getur ekki tekið tilboði um ley fuga, sagði liðþjálfinn. — Hann er haltur og getur ekki hlaupið. — Eg átti ekki við það 'heldur, svaraði don Richardo. — En ég er að hugsa um að hann er drepinn án dóms og laga. I rauninni læt ég drepa hann, vegna þess að hann drap föður minn, en það er ekki í alla staði heiðarlegt. Faðir minn var göfugmenni. Liðþjálfi, er skammbyssan yðar hlaðin? — Já, herra hershöfðingi. — Réttið þér Sarros hana. -— Don Richardo tók upp herskammbyssu sína, bað frú Jenks og aftökusveitina að færa sig frá en gekk sjálfur fram. — Sarros! hróp- aði hann. — Eg vil láta Guð ráða hvor okkar eigi að lifa. Þegar liðþjálfinn skipar: „Skjót- iðl“ — þá skýt ég og þér gerið eins. Liðþjálfi, ef hann drepur mig, en er sjálfur ósærður, þá mæli ég svo fyrir að honum verði ekið nið- ur að höfn i vagninum mínum og settur um borð í skipið. Mamma Jenks hlammaði sér niður á leg- stein. — Æ, verið þér ekki að þessari bölv- aðri vitleysu! hrópaði hún. —Þögn, skipaði don Richardo. Liðþjálfinn rétti Sarros skammbyssuna. — Þér heyrðuð ’hvað ég sagði? spurði don Ric- hardo. Sarros kinkaði kolli, alvarlegur. — Og þér hafið skilið skipunina, liðþjálfi? — Já, herra hershöfðingi. — Gott. Og ef fanginn skýtur áður en þér gefið merki þá skjótið hann. Tilbúnir! hrópaði liðþjálfinn og báðir lyftu skammbyssunum. — Skjótið! Skotin komu bæði samtímis. Einkennishúfa Richardos fauk af höfðinu á honum, en hann stóð kyrr. Sarros hörfaði að múrnum,.miðaði aftur og skaut. Hann hitti ekki, en þrír smellir heyrð- ust úr skammbyssu Richardos. Sarros datt á grúfu, komst á 'hnén aftur, skaut út í loftið og hneig svo út af. Richardo gekk að likinu og atlhugaði það. — Flytjið líkið í vopnabúrið, sagði hann við liðþjálíann og tók upp einkennishúfuna sína. Hann stakk fingrinum gegnum gat, svo sem þumlungi yfir skyggninu. — Jæja, Mamma Jenks, sagði hann, — ég held þetta hafi verið betra en að iáta drepa hann 'hinsveginn. Nú fékk hann heiðarlegan dauðdaga. Vinir hans geta ekki sagt að ég hafi látið myrða hann. Hann rétti henni höndina og 'hjálpaði henni til að standa upp. En þá fann hún að hún var svo máttlaus í hnjánum, að hún varð að setj- ast aftur. — Það er hjartað, sagði hún. — Það er gamla sagan. Hún reyndi að standa upp aftur en hneig út af milli handanna á honum. Hún varð eld- rauð í framan og hann fann hvernig hún skalf. Svo dró úr henni allan mátt, og hann lagði hana varlega á bakið í grasið. • — Eg gerði það sem ég gat, Henry, heyrði hann að umlaði í henni. — Eg gerði dömu úr henni. Nú kem ég .... Henry. Eftir nokkrar sekúndur urðu augun í henni svo einkennilega glær. Og svo urðu þau star- andi. Hún var lögð upp í síðustu ferðina. ÞRlR dagar voru liðnir. Don Juan • Cafetéro hafði fengið sína útför með allri þeirri viðhöfn sem þjóðhetju sæmdi. Og Mamma Jenks hafði fengið sinn síðasta hvíld- arstað, og E1 Buen Amigo var lokið um tima og eilífð. Don Richardo hafði gefið út tilskip- un, sem gerði hann að forseta í Sobrante fyrst um sinn. Bráðabirgðastjórn hafði verið skip- uð og ákveðinn kosningadagur til þjóðþings- ins. Og meðan öllu þessu fór fram lá Webster á bakið í forsetahöllinni og góndi upp í loftið. Læknarnir höfðu bannað honum að taka á rnóti heimsóknum. En á þriðja degi fékk Dolo- res að koma inn til hans. — Góðan daginn, kalífi, sagði hún. — Eruð þér ekki dauður ennþá? — Æ-nei, ekki er ég víst dauður. Þvert á móti — mér finnst ég vera sérstaklega vel lifandi, svaraði hann og rétti henni heilbrigðu höndina. — Fáið þér yður nú sæti. Þetta er fyrsta tækifærið sem ég fæ til að biðja yður afsökunar á geðshræringunni sem ég kom yður í þarna um daginn. Eg hefði átt að koma til yðar aftur, eins og ég lofaði, í stað þess að flækja mér inn í áflogin. Jæja, ég fékk líka þá flónsku borgaða. — Eg fyrirgef yður, kalifi — með einu skil- yrði. — Látið mig heyra það. — Eg vil ekki að þér kallið mig ungfrú Ruey. Eg vil vera Dolores — á yðar vörum. — Ágætt, Dolores. Eg ætti að sjá mér fært að ganga að því .... sem vinur f jölskyldunn- ar. Eg vona að Billy amist ekki við því. — Billy kemur þetta ekkert við. — Nei, það er alveg satt. Billy er ekki nema karlmaður. Hann neyðist vist til að hlýða, eins og allir aðrir, sem komast undir húsaga hjá konunni sinni. — Kalífi, þér eruð meinþrár, þegar þér hafið tekið eitthvað í yður. En hlustið þér nú á, í eitt skipti fyrir öll: Billy er indæll maður, og mér er óskiljanlegt að allar stúlkur í heimi skuli ekki verða ástfangnar af honum. En engin regla er án undantekningar og ... . við Billy erum ekki nema góðkunningjar. Mér þætti gaman að vita hvaðan þér hafið það, að við ætlum að giftast. — En .... en .... ætlið þið þá ekki að giftast? — Nei, alls ekki. — En .... þið .... þið ættuð að gera það. Eg hafði búist við .... það er að segja, Billy sagði mér .... og .... og .... ég gat aldrei hugsað mér annað en þér vilduð hann. — Eg veit að yður finnst að ég ætti að gift- ast honum, og að ég sé flón að gera það ekki, en .... — Góða Dolores, þetta þykja mér nú frétt- ir. Bað Billy yðar ekki áður en hann fór? — Jú, hann sýndi mér þann sóma, en ég hafnaði honum. — Viljið þér segja mér hvers vegna þér vilduð hann ekki?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.