Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1953, Blaðsíða 7

Fálkinn - 19.06.1953, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 Framhaldssaga eftir Harton Estes: Ur dagbók lífsins ______________ 9. -----------—j MORGUNINN eftir óku þau herra Sturtevard til bankans og héldu svo áfram til bókasafnsins. Petta var í fyrsta skipti, sem þau voru tvö ein saman ofurlitla stund. ,.Hvað með kvöldið?“ spurði Guy. „Eigum við að borða saraan? Ein- bvers staðar, þar sem við getum dansað.“ „Já, ágæt tillaga,“ sagði hún áköf. „Við þurfum að rifja upp gömul kynni.“ Hann hafði ekki veitt því athygli, að þau böfðu fjariægst livort annað, meðan bann var í burtu. Hann naut kvöldsins í rikum mæli. Hún dansaði vel, var létt i spori og ICRÝNINGIN. ina! Og svo komu aðalsmenn og ráð- herrar hver al' öðrum. Klukkan þrjú var atböfninni í kirkj- unni lokið. Og nú hófst heimförin ýmsar krókaleiðir, svo að sem flestir gætu séð eitthvað af dýrðinni. Fyrir utan Buckingham Palace stóð mann- fjöldi alll kvöldið og sex sinnum kom drottningin út á svalirnar til að sýna sig. Annars var ei'nt til dýrustu flug- eldasýningar sem Bretar hafa nokk- urntíma séð, niðri við Tempsá, til hát'íðabrigða og vitanlega gerðu ein- staklingar sér dagamun á margan hátt um kvöldið. Daginn eftir ók drottningin um East End til að sýna sig fólkinu þar, sem fæst •nutn hatfa verið nálægt krýning- ardaginn, en um kvöldið hélt hún veislu fyrir innlenda og erlenda gesti. Næsta dag ók luin svo um Norður- London. Margir munu vilja telja það tákn- rænt að fyrsta fregnin, sem þjóðin fékk á krýningardaginn var sú að tveir menn úr 'Himalayleiðangri Hunts ofursta hefðu komist upp á hátind Everests, hæsta tind veraldar. Það þykir boða gott um ríkisstjórn drottningarinnar, og víst er um það að Bretar voru manna best að þessum sigri komnir. Sumum kann að þykja barnalegur þessi mikli fögnuður og þjóðhöfð- ingjadýrkun Breta og hin mikla fast- heldni við gandar venjur, sem sum- ar eru nánast hlægilegar i augum nú- tímamanna. En þetta er Bretum á- skapað, og víst er um það að fast- lieldni við forna siði hefir gert þjóð- fétagið stöðugra i rásinni. Krýningardagar eru mestu hátiðis- dagar þjóðarinnar og þessi síðasti er talinn glæsilegri en nokkur þeirra, sem á undan eru gengnir. Jafnvel i fjarlægustu nýlendum Breta var dag- urinn hátíðisdagur. En á einum stað hlýtur. krýningar- gleðin að 'hafa verið beiskju blönduð. Þegar hertogafrúin a'f Sutherland ætlaði að fara að liengja á sig gim- steinana sína krýningarmorguninn voru þeir horfnir! Þeir voru 30.000 sterlingspunda virði. Þjófurinn hafði ekki hirt um að láta aftur bakdyrnar þegar hann fór! * fylgdi honum dásamlega vel eftir í hreyfingum. Það var yndislegt að vera með henni. Honum þótti vænt um hana. En samt fann hann enga hvöt hjá sér til þess að sýna henni ástar- atlot. Oftar en einu sinni hrökk hann upp við það, að hann var farinn að hugsa um Brownie. Þegar hann kom heim undir mið- nætti, var stjúpifaðir hans að lesa. Þeir fóru að ræðast við og brátt kom Will með þá spurningu, sem Guy hafði búist við þá og þegar: „Hvenær ætl- arðu að ganga í hjónabandið?" „Það er undir Fliss komið,“ sagði Guy og vitnaði í orð hennar: „Við þurfum að rifja upp gömul kynni.“ Stjúpfaðir lians kinkaði kolli á- nægður á svipinn. Hann svaf til hádegis næsta dag. Hann var kyrr heima hjá sér. Hann eigraði um húsið og blettinn í kring og skrapp svo til Lovats. Þegar rökkva tók, kom hann svo aftur heim og naut kyrrðarinnar í garðinum. Þar naut liann sín vel. Kyrrð og næði — sann- kallað frjálst lif. Þarna naut hann frelsisins og náttúrunnar jafnvel bet- ur en niðri við vatnið. Eftir kvöldverð fór hann með Will lil Danford-hjónanna, en svo skrapp hann i bió með Fliss. Þcgar hann kyssti hana tröppukossinn, var enn ekki áliðið kvölds. Hann lagði síðan leið sína að fyrsta almenningssiman- um. Rödd Ilazel var hvell. Nei, þú getur ekki komið hingað. Ertu vit- laus? Hún var hrædd um, að ]>að spyrðist, ef hún fengi heimsóknir, Ef liann vildi enditega hitta hana, gæti hann komið til sín eftir vinnu á fimmtudaginn. „Ekki á morgun, held- ur á fimmtudaginn." Hann lét heyrnartólið á og hló. Hún var eins og pipar. En enginn lifir á kryddi einu saman. Hins vegar er það gott til að gera óbrotna fæðu bragðsterka. i 1 ' 5 . ' • Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ óku þau Fliss út að vatninu til kvöldverðar. Marcella hljóp næsfum þvi upp um hálsinn á þeim. Guy datt i hng, að ef til vill væri hún búin að fá nóg af hveitibrauðssælunni. En vonandi væri það rangt. Henni virtist geðjast vel að Rod. Að vísu var hún ekki sífellt með ástarjarm utan í honum, cn hún var mjög hlýleg i viðmóti við hann. Klukkan 10 sagði Fliss, að þau ættu að fara að leggja af stað. Það færi virkur dagur i hönd. „Hvenær ætlarðu að hætta að vinna úti?“ spurði Marcella. Fliss var fljót til svars og sagðist ekki vita það. „Eg verð að minnsta kosti aÖ vera kyrr þangað til ungfrú Hastings hef- ir fengið einhverja í minn stað og hefir sett hana inn i starfið." „Hvaða vitleysa," sagði Marcella. „Þú gætir hætt á morgun þess vegna. Will er í stjórn bókasafnsins Og hon- um ætti að vera innan handar að losa þig. Satt að segja er ég liissa á þvi, að hann skuli ekki þegar vera búinn að segja þér upp. Aðstæðurn- ar eru svo sérstakar. Hvers vegna viltu ekki vera hérna hjá okkur, þang- 7 að til Tiú ert gift, og eftir það getur Guy verið hérna lika? Eg er viss um að hann vildi það ólmur. Veðrið fer að verða svo gott. Það er ekki rétt af þér að halda honum í borg- inni.“ Fliss skyldi auðvitað hina opin- skáu hvatningu, sem lá á bak við heimboðið. Hún tók'í höndina á Guy. „Ekkert liggur á i þeim efnum. Við erum ánægð með lifið eins og það er. Komdu, Guy.“ Hún var dásamleg. Næsta dag eyddi hann með Brow- nie á afskekktum stað, þar sem litil likindi voru til þess, að þau rækjust á kunningja. Á föstudeginum, sem hann hafði fyrir sjálfan sig, ók hann 90 milna vegalengd til þorps út við ströndina, sem hafði það eitt til sins ágætis, að Guy var fæddur þar. Ann- ars var þetta leiðindabæli. Hann var ekki tengdur þvi neinum tilfinninga- böndum, en forvitnin rak hann þang- að. Hann ók hægt fram hjá húsinu, sem hann hafði búið i til 13 ára ald- urs. Það var hvorki stórt né rismikið. Móðir hans liafði vafalaust gert rétt, er húri giftist Will Sturtevard. Hjónabandið hafði orðið farsælt og giftudrjúgt, sérstaklega fyrir hann — Guy, þvi ’ að Will hafði tekið ást- fóstri við hann. Hann hafði alltaf vijað eignast sjálfur hraustan og harð- gerðan strák. Guy var honum að skapi. Engir erfiðleikar höfðu heldur orðið i sambúðinni við Rodney. Eng- in vinátta helriur. Þeir voru of ólíkir. Hann ók til baka og tók Brownie klukkan fimm, er hún var að koma úr vinnunni. Um kvöldið fóru þau á dansstað eftir að hafa borðað sam- an kvöldverð. Hún dansaði vel, en fylgdi honum þó ekki eins vel eftir og Fliss. Hreyfingar hennar voru ið- andi og ólmar. Úti við vatnið á laugardagskvöldið talaði hann fjálglega um ferð sína til bernskustöðvanna. Þau héldu, að hann licfði farið þetta vegna móður sinnar. Ef til vill höfðu þau á réttu að standa. Það var kalt veður og hráslagalegt næstu vikur. Honum stóð á sama. Hann hafði alltaf verið meistari í þvi að drepa tímann. Hann nasaði upp gamalt vinafólk og tvö kvöld var hon- um og Fliss boðið út að borða og að spila bridge. Ilann sá ekki Brownie þessa viku og reyndi ekki að hafa samband við hana. Salt að segja livarflaði það aldrei að honum. Um helgina liitnaði snögglega i veðri og þau brugðu sér út að vatni. Bodney og Will fóru út á vatn að veiða, en Guy sagðist ekki nenna því. Hann og Fliss sátu makindalega úti á stétt, meðan Marcella gekk frá inn- anhúss. Vindblærinn var heitur og það var óvenjulega notalegt að hvila sig þarna. Allt í einu sló hugsun nið- ur í huga hans. Hann ætlaði að hringja til Brownie, þegar hann kæmi i bæ- inn. Eftir dálitla stund kom Marcella til þeirra og spurði ósköp blátt áfram, hvenær þau ætluðu að giftast. „Við höfum ekkert rætt það,“ sagði Fliss. „Guy er niðursokkinn í ýmsar framtiðaráætlanir." Hún liló og tók þessu léttilega, al- veg eins og hann vonaði. Hún var fyrirtak. Hún var raunar eini lcven- maðurinn, sem hann gat liugsað sér að kvænast. Ilún kunni alveg lagið á honum. Hún lét hann fara sínar leiðir og var aldrei með nöldur út af neinu. Þegar hann fengi Brownie úr huga sér, þá mundi allt blessast. Á mánudagsmorguninn, þegar bann skildi við hana fyrir utan bókasafnið, sagðist hann verða burtu úr bænum tvo eða þrjá daga. Hann ætlaði að heimsækja góðvin sinn og herbergisfé- laga, George McAfee. Hún sagði að- eins: „Góða skemmtun" og brosti ró- lega. Fliss varð fegin að komast inn á bókasafnið, þar sem hún gat sett upp eðlilegri svip. Hún var orðin þreytt á því að þurfa að vera alltaí með upp- gerðarbros á vör. Allir töldu það sjálfsagt að húri ljómaði af hamingju. Allir skoðuðu það sem gefinn hlut, að lnin og Guy rnundu giftast, og voru síspyrjandi, hvenær þau ætluðu að láta verða úr því. En hann hafði verið heima í þrjár vikur og ekki minnst einu orði á framtíðina. Húii hafði ekki hugmynd um fyrirætlanir hans í þessum rtiál- um. Og það, sem verra var. Hún gat ekki innt hann eftir þeim. Hún þekkti hann of vel til þess. Hún vissi það vel, að hann þoldi ekki að láta aðra reka á eftir sér eða hvetja sig til eins eða annars. Hún hafði búist við, að liann hefði breytst og þroskast á þessum tíma. Hún liélt að stríðið hefði þurrkað burt kæruleysið úr huga hans. Hún hafði búist við því, að hann yrði ekki fullkomlega eðlilegur i framkoniu við hana fyrst i stað og vonast til þess, að hann liti ekki lengur ó skoðanir hennar og hana sjálfa sem gefna stærð. En þær hugmyndir hennar höfðu reynst rangar. Hann var sami strákurinn og hann hafði verið. Hug- myndasnauður, sjálfselskufullur kjáni. Hún fann, að hún var farin að dæma liann öðru vísi og harðar en áðiir. Iíún var orðin gagnrýnin og óþoiin- móð. Lovat var engan veginn valdur að þessari breytingu. Hún hafði ekkert hugsað um hann þessa dagana og alls ekki i sambandi við sjálfa sig. Hún hafði aðeins hugsað um sig og Guy. Þótf hún hefði þekkt Lovat, síðan hún var smástelpa, liafði hann alltaf horfið i skuggann fyrir Guy. DAGINN eftir kom Marcella þjótandi inn til Fliss og sagði, að það biði bif- reið fyrir utan. Will vonaðist eftir þeim . tveimur til hádegisverðar. „Komdu, Fliss. Þú getur hringt til Dorothy úr húsinu." Hún kom tvisvar í viku á „stati- on wagon“ til borgarinnar til a<5 kaupa inn. Venjulega borðaði hún há- degisverð hjá móðnr sinni, en i þetta skipti ætlaði lvún að bregða út af venju, sagði hún. Tilefnið væri líka sérstakt. „Eg hafði rétt fyrir mér, Fliss,“ sagði hún. „Eg fór til læknis i morg- un. Hann reiknar með, að það verði rétt fyrir næstu jól. Jólagjöf! En barnið skal samt ekki heita Uoel. Eg vona, að barnið verði Willard Sturte- vard annar.“ Fliss sagðisf samgleðjast henni og spurði, hvort Rod væri ekki í sjöunda himni eða hvort hún hefði ekki sagt lionum neitt ennþá. Marcella kvað nei við, en sagðist mundu segja hon- um það bráðlega. „Eg vona, að hann verði ekki allt- of sniámunasamur um aðhlynningu og heilsufarslegt ástand mitt.“ Þau borðuðu úti, þótt veðrið vaéri ekki sérstaklega ákjósanlegt til þeirra ‘ hluta. Það gat skollið á rigningar- demba þá og þegar. „Ef það kemur skúr,“ sagði herra Framhald á bls. 11.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.