Fálkinn


Fálkinn - 19.06.1953, Blaðsíða 5

Fálkinn - 19.06.1953, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 voru víða og veitti ekki af, því að um 0.500 manns varð að hjáipa. Sum- ir urðu fyrir hnjaski og meiðslum í stympingunum en yfirliðin voru þó algengasta meinið. Krýningarathöfnin í kirkjunni liófst klukkan 11, þá voru allir gestir fyrir löngu komnir hér á sinn stað og drottningin líka. Og nú missa áhorfendurnir sjónar á fylkingunni, sem þeir fengu að sjá á leiðinni milli konungshallar og kirkju. Varðmenn- irnir frá Tower, sem gæta skyldu krúnugripanna komu fyrstir klukkan 8, en tíu mínútum síðar fóru gest- irnir að koma. Það voru þjóðhöfðingj ar nýlendnanna sem komu fyrir, klæddir litskrúðugum búningum. Fyrstur kom soldáninn af Keletan á- j.amt Salote Tupou drottningu frá Tongaeyjum og svo hver eftir annan af hinum einkennilegu furstum nýlendu- þjóðanna. Næst komu þjóðhöfðingjar Evrópurikjanna eða fulltrúar þeirra, þ á. m. Olaifur Noregskrónprins og Martha krónprinsessa, Bernhard drotningarmaður frá Hollandi, Bertil Svíaprins, allir í viðhafnar-einkennis- húningi. — í næsta flokki komu for- sætisráðherrar bresku samveldis- landanna, sir Winston Churcliill og frú hans í fyrsta vagni, þá forsætis- ráðherra Pakistans og Nehru for- sætisráðherra Indlands, svo Malan forsætisráðherra Suður-Afriku og loks forsætisráðherrar Ástraliu, Nýja Sjálands, Qeylon og Kanada. Nú verður hil í fylkingunni en svo kemur vagn Elízahethar ekkjudrottn- ingar. Og svo kemur drottningar- sveitin: fjöldi háttstandandi herfor- ingja ýmist gangandi, akandi eða ríð- andi, þar á meðal eru riðandi hinir fjórir marskáikar Bretlands, Monf- gomery af Alamein, Alexander jarl af Tunis, Ironside lávarður og Ckaude Auchinleck. Næst kemur hljóínsveit með riðandi trumbuslagará i farar- broddi. Næst á eftir ríður einn mað- ur og gangandi á eftir „boatmaster" drottningar og átta „waterman“ í í rauðuni jökkum og stuttbuxum og fangamark drottningar ísaumað á bakinu. Og svo foringjasveit úr iíf- verðinum. Og nú ætlar allt að ærast og tryllast þvi að jiarna kemur drottn- ingarvagninn allur gylitur, álta metra langur og rúðurnar svo stórar að fólkið sér drottninguna og Philip her loga, sem heilsa til hægri og vinstri. Næst á eftir vagninum kemur riddari með ríkisfánann á stöng og loks her- toginn af Gloucmester föðurbróðir drottningarinnar og Mounbatten jarl af Burma, frændi Philips hertoga. Krýningin. Kirkjan er öM skreytt og ber mest á guMslit og rauðu á veggjum og stoð- um, en bliár dregill er eftir endilöngu kirkjugólfinu, frá gröf óþekkta her- mannsins frammi við dyr og upp að hásætunum tveimur i kórnum. Drottn- ingin kenmr inn með biskupana af Durham og af Bath og Welles sinn til hvor.rar liliðar og allir gestirnir standa upp, skikkjuklæddir aðals- menn öðrumegin gangsins og hefðar- frúrnar hinumegin. Næst eftir drottn- ingunni gangá erkibiskuparnir af Kantaraborg og York i baldýruðum kópum og með gyllta hirðsstafi í hönd. Þá kemUr hertogi með kórónu í flau- elssvæfli og tveir aðalsmenn með tvo veldissprota og tvö sverð. Um leið og drottningin kemur að grátunum eru þeyttir herlúðrar og drengjasöng- flokkur syngur: — Vivat, vivat, vivat Regina Elisazetha! (Lifi drottningin Elizabeth). Nú eru krúnugirðirnir lagðir á altarið, en drottningin fellur á hné á bænabrík við altarið. Kjóldragið er svo langt að sex stúlkur verða að hagræða því í hvert skipti sem drottn- ingin hreyfir sig. Nú hefst sálmasöng- ur og drottningin sest í hásæti við altarishornið. Biskuparnir tveir víkja ekki frá henni og nærri henni standa lordkanslarinn, lordkammerherrann og lordmarskálkurinn. Erkibiskupinn af Kantaraborg gengur fram og segir hátt: „Herrar m'ínir, hér kynni ég ykkur drottningu yðar, Elízabeth, tvi- mælalaust réttan stjórnanda ríkis þessa, og sem þið í dag eruð komnir lil að liylla og heita að þjóna. Eruð þið fúsir til þess?“ — Fjórum sinnum mælir erkibiskupinn þetta fram og snýr sér til skiptis í austur, vestur, norður og suður, en söfnuðurinn svar- ar í hvert sinn: „God save Queen Elizabeth!" Drottningin hefir staðið upp meðan á þessu stóð en sest nú aftur og nú gjalla heriúðrar og siðan tekur við sálmasöngur og að honum loknum gengur erkibiskup fyrir drottningu og spyr: — Frú, eruð þér reiðubúin að vinna eiðinn? — Eg er fús til þess, svarar drottn- ingin. Og svo byrja hinar æfagömlu spurn- ingar erkibiskupsins — hvort drottn- ingin vilji stjórna löndum sínum eftir lögum þeirra, að lög og réttur sam- fara miskunnsemi ráði dómum lienn- ar, að hún verndi evangeliska mót- mælendatrú, og drotlningi svarar jafnóðum. — Síðan stendúr drottn- ingin upp og gengur að altarinu og í Westminster Abbey. Lundúnarbúar hylla Elizabethu drottningu og mann hennar Philip hertoga á leið þeirra frá Westminster Abbey til Buckinghamhallar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.