Fálkinn - 19.06.1953, Blaðsíða 6
6
FÁLKINN
sverð réttlætisins er borið fram. Hún
féllur á hné, leggur liægri hönd á
Biblíuna og segir: „Allt það sem ég
nú hefi lofað skal ég efna, með Guðs
hj'álp.“ Og svo kyssir liún Bihlíuna
og vinnur eiðinn. En erkibiskupinn
tekur Biblíuna og segir:
— Náðuga drottning, svo að þú jafn-
an munir lög og 'fyrirmæli gleðiboð-
skaparins, sem allir kristnir þjóð-
höfðingjar skulu haga sér eftir, af-
hendum vér þér þessa Biblíu, dýrmæt-
ustu bók sem til er á þessari jörð!
— En yfirmaður skotsku kirkjunnar,
sem nú kom fram við breska krýn-
ingu í fyrsta skipti segir liátt: — Hér
er viska! Þetta eru hin konunglegu
lög. Þetta eru iifandi spásagnir Guðs.
Og nú er sunginn sálmur og erki-
biskupinn af York les texta dagsins
og tónar svo: Vene Creator Spiritus
en söngflokkurinn ansar.
Og nú hefst aðalþátturinn. Drottn-
ingin gengur frá altarinu og sest nú
í krýningarstólinn forna, stól Ját-
varðar helga, sem er útskorinn i gotn-
eskum stíl og fremur fornfálegur að
sjá en hefir verið notaður við allar
krýningar síðustu 600 ár. Undir hon-
um er „viskusteinninn" skoski, sem
krossfarar eru sagðir háifa haft með
sér frá Austurlöndum, og nefndur er
Sconesteinninn. Englendingar tóku
hann herfangi fyrr á öldum og hefir
liann verið undir krýningarstólnum
síðan, nema um tíma er skoskir sjálf-
stæðismenn stálu honum. En hann
kom í leitirnar aftur.
Nú hefst smurningin. Fjórir sokka-
bandsriddarar halda baldakin yfir
drottningunni í hásætinu en erkibisk-
upinn fer að altarinu og sækir
smyrslabauk í dúfulíki og skeið. í
dúfunni er vígt viðsmjör. Biskuparn-
ir tveir klæða drottningu nú úr krýn-
ingarskikkjunni. Erkibiskupinn vætir
fingur í viðsmjörinu og nýr því á enni,
brjóst og hendur drottningar með við-
eigandi eftirmála. Næst eru drotningu
færðir sporar riddarastéttarinnar og
sverðið sem erkibiskupinn hefir lagt
blessun sína yfir. Þó er ríkiseplið
með krossinum tekið af altarinu en
erkibiskup dregur á baugfingur hægri
handar hennar liring Elizabethar
fyrstu. Og nú tekur drottningin i
Iiægri hönd sverð rétlætisins, sem er
hárbeitt, en í þá vinstri sverð misk-
unnarinnar með brotnu blaði, „dúfu-
sverðið" og nú er formálinn að krýn-
ingunni búinn.
Dómprófasturinn í Westminster
Abbey ber fram Edwardskórónuna.
Erkibiskupinn tekur við henni og
leggur hana á altarið og eftir stutta
bæn tekur hann kórónuna upp aftur
og setur hana á höfuð drottningar.
— God save the Queen! hljómar um
alla kirkjuna og lávarðarnir og frúr
þeirra setja nú upp kórónur sinar
og kirkjuklukkunum er hringt og 22
herlúðrar gjalla. í St. James Park er
skotið 42 fallbyssuskotum, en 62 frá
Tower. | Á|'j
Athöfninni er lokið og drottningin
stendur upp úr krýningarstólnum og
sest nú í hásætið. Þar tekur hún á
móti hamingjuóskum þegna sinna og
hollustutjáningum, og kemur erki-
biskúpinn af Kantaraborg fyrstur,
fellur á kné fyrir drottningu og segir:
— Eg, Geoffrey, erkibiskup af
Kantaraborg, lofa að vera þér trúr
og viðurkenna þig sem drottnanda
minn. Eg mun þjóna þér og þínum
afkomendum, með Guðs lijálp! Og svo
kyssir hann á handarbakið á drottn-
ingunni.
Næstur kom Pliilip liertogi og vann
henni eið þann, sem riddarar hafa
unnið þjóðhöfðingjanum í mörg
hundruð ár. En sem eiginmaður fékk
hann að kyssa drottninguna á kinn-
Framhald á bls. 7.
Hinn ungi prins Charles horfir hrifinn á krýningu móður sinnar í
Westminster Abbey. Sést hann hér ásamt ömmu sinni drottningarmóður-
inni og Margaretu prinsessu.
Elizabeth, drottningarmóðir og Margaret Rose prinsessa á leið til krýn-
ingarathafnarinnar í Westminster Abbey.
Sir Winston Churchill á leið til Westminster Abbey.