Fálkinn - 03.07.1953, Qupperneq 5
FÁLKINN
5
in hafði glöggar gætur á þvi sem
Bondoin hai'Sist að, því að enn var
ekki gróið um heilt eftir allan fjand-
skapinn sem veriS iiafði út af valda-
sókn Leopolds. Hinn ungi konungur
þótti fara óþarflega oft í orlofsferSir '
til fiiSur síns og stjúpu, og það þótti
víst aS hann yrði ekki fyrir hollum
áhrifum af þeim. Leopold hatast við
ýmsa þá sem mest kveður að í stjórn-
málum heima fyrir, mennina sem
Bondoin á að hafa samvinnu við.
En á hinum unga konungi hvíla
skyldurnar viS ættjörðina fyrst og
fremst. Ilann brestur þrek til að
standast áhrifin frá föður sinum og
stjúpu, og þess vegna telja Belgar að
honum nmni hollast að sjá þau sem
sjaldnasl.
Enn er í fersku minni vatnsflóðin
miklu sem urðu í marsbyrjun í vetur.
Þó að þau kæmu harðast niður á Hol-
lendingum fóru Belgar þó ekki var-
hluta af þeim. En einmitt meðan á
þessum náttúrhamförum stóð fór
Bondóin konungur sér til uppléttingar
suður að Miðjarðarhafi i stað þess að
sjá með eigin augum tjónið, sem ]>egn-
ar hans höfðu orðið fyrir. Þetta vakti
gremju, sem ekki hefir rénað þó að
konungurinn hyrfi von bráðar heim
aftur og reyndi að breiða yfir hina
óviðfelldnu suðurferð sína. Þegar
hann kom í flóð-héruðin varð enginn
til að hrópa: „Lifi kontingurinn!“
Á leiðinni lieim hafði konungur tal-
að óþægilega af sér i viðtali við blaða-
mann einn í Paris. Belgiski forsætis-
ráðherrnn gaf yfirlýsingu nm að við-
talið hefði aldrei farið fram, en
franska blaðið gat sannað að þar færi
ráðherrann með lýgi. ÞaS hefir og
vitnast að stjúpa konungs hel'ir gerst
íhlutunarsöm uni stjórnmál og ver-
ið viðstödd þar sem mikilvægar
stjórnmálaákvarðanir hafa verið tekn-
ar. — Þess vegna er það nú sannfær-
ing konungsandstæðinga, að þeir séu
ekki lausir við Leopold og konu hans
fyrr en þeir losni við Bondoin. Há-
sæti hans riðar.
------- LITLA SAGAN ---------
Fritz Ruzicka:
k.L ';víScí3i:«.
Silkibandið
UNGA frúin néri sér upp að mannin-
um sínum og horfði innilega í augu
honum. „Þú elskar mig, Tómas ....
Er það ekki?“
„Vitanlega elska ég þig gullið mitt.“
„En elskar þú mig mikið? Ofur-
heitt? Takmarkalaust? Himinhátt?"
Tómas losaði sig varlega og liálf-
smeikur úr faðmlögunum. Þau höfðu
ekki verið gift nema eitt ár, og verlð
mjög hamingjusöm. En úr þvi að hún
var farin aS spyrja livort hann eisk-
aði hana takmarkalaust og himinhátt,
skildi hann af tólf mánaða reynslu
að liættan var að nálgast. Það þýddi
aldrei nema eitt, að hann varð að
gera einhverja bón hennar. Og alveg
rétt .... Nú sagði hún strax, og enn
innilegar en áSur:
„Tonimi minn, þú ert svo vænn og
gerir allt sem ég bið þig um, er það
ekki? Þú leikur lausum hala seinni-
partinn, en ég, veslings húsmóðirin,
k-emst ekki spönn frá rassi ....
Ileyrðu, þú ætlar að gena mér mikinn
greiða ....?“
„Vitanlega,“ muldraði Tómas og
varð langleitur. Hvað á ég að kaupa
núna?“ í huganum afsalaði hann sér
þegar spilakvöldinu sínu og fór að
reikna hve mikið velferð Súsíar
mundi kosta í þetta skiptið. En svo
hélt hún áfram og þá birti aftur yfir
ásjóninni á lionum.
„Það er ekki nema smáræði sem ég
ætla að biðja þig um núna, Tommi
minn. Það er bara silkiband. Eg þarf
bleikrautt band, átta sentimetra breitt,
með litlum, svörtum fuglamyndum
.... Bíddu snöggvast, ég skal skrifa
upp nöfnin á verslununum sem reyn-
andi er að fá það i .... En gleymdu
ekki, Tommi minn, það á að vera
bleikrautt með svörtum fuglamynd-
um ....“
Tómas lofaði hátíðlega að koma
aftur með bandið, kyssti Súsí blítt á
kinn og munn, greip hattinn og tösk-
una og fór, blístrandi og í besta skapi.
Hann hafði fulla ástæðu til að vera
ánægður, því að þetta var óvenjulega
hógvær bón, og svona band hlaut
hann að ná i fljótlega, svo að hann
gæti komist i bridge á eftir ....
Hann kom aftur klukkan sjö. En
nú blistraði hann ekki. Það var stein-
uppgefinn maður i versta skapi sem
kom heim. Og hann leit ekki einu
sinni á konuna sina, hvað þá að hann
kyssti hana.
„Tommi minn ....“ sagði Súsí. „Mér
sýnist þú svo undarlegur. Náðirðu í
bandið?“
„Nei.“
„Hvernig stendur á ])ví? Fórstu í
allar verslanirnar?"
Hann spratt upp fokvondur. „Þú
spyrð hvort ég hafi farið í allar búð-
irnar. Hvort ég liefi gert það! Ekki
eingöngu þær, sem þú skrifaðir upp.
Eg hefi verið á þönum eins og út-
spýtt hundskinn, þangað til ég gat
varia staðið. Eg er með stórar dreyr-
blöðrur á fótunum. Og allt til ónýtis
.... Engin verslun i bænum hefir
svona svört bönd með bleikrauðum
fuglum."
„Æ, livað ertu að segja, Tommi
minn. Eg sagði skýrt og greinilega:
bleikrautt band með svörtum fuglum,
en ekki öfugt ....“
„Það er alveg sama,“ sagði Tómas
hamslaus. „Hvort sem ég bað um
bleikrautt band með svörtum fuglum,
eða svart með bleikum eða þó ég bæði
um köflótt band með dropóttum fugl-
um þá var svariö alltaf það sania.
Engin af þessum 27 verslunum hafði
svona bjálfaband með fíflafuglum ....
Næst ætla ég að biðja þig um að hlifa
mér við svona .... þú getur f-arið
sjálf. Eg hefi hvorki tima né löngun
til að þeytast um og þrútna af
vonsku .... “
Súsí var alis ekki reið. Hún var
ánægð og hló, nei, hún ljómaði af
ánægju og muldraði:
Tómas starði mállaus á konuna.
Loksins fékk liann málið aftur.
„Ertu með öllum mjalla eða ertu
eitthvað brengluð. Hér stend ég og
ræð mér ekki fyrir vonsku en þú
brosir útundir eyru, og segir í þokka-
bót að þetta sé ágætt.
„Já, og ég endurtek að það sé
ágætt. Hún hafði rétt fyrir sér ....
.... og það gleður mig, Tommi minn!“
„En ekki mig,“ öskraði Tómas. „En
hvers vegna læturðu svona. Hver er
„hún“ og í hverju hafði hún rétt
fyrir sér.“
BráSum skilur þú þetta betur,
Tommi minn. Eg keypti nfl. „model-
hatt“ með svona bandi. Og nú hefi
ég sannfærst um — eða réttara sagt
þú sannfært mig um — að stúlkan í
hattabúðinni laug ekki að mér.“
„Þú hefir .... ég he .... hvað
hefir ....?“
„Tommi minn .... nú er mál til
komið að þú farir að botna í þessu.
Stúlkan í hattabúðinni fullvissaði
mig um að svona bleikrautt hattband
með litlum, svörtum fuglum væri alls
ekki til í borginni .Eg gat ekki fengið
mig til að trúa þessu fyrst í stað ....
en nú veit ég að ég verð ein um að
liafa hatt með svona bandi.
Orður og titlar
Fyrir valdatíð Napoleons mikla var
engin orða fyrir hreysti í hernaði
til í Frakklandi, en hann stofnaði
sWka orðu 1802. Áður voru hermenn
sem sýndu afburðalireysti heiðraðir
með því að gefa þeim vopn — byssur
eða sverð, sem þeir báru og höfðu
til sýnis.
í fyrri heimsstyrjöldinni var útbýtt
í Bretlandi samtals 15.327.763 heið-
ursmerkjum í tilefni af hernaðaraf-
rekum.
Hermann Göring hefir líklega verið
mest krossaði maður í heimi. En flest-
ar orðurnar sem hann hengdi á sig
hafði hann að vísu veitt sér sjálfur
og enda stofnað sumar þeirra líka.
Þegar hann notaði allar orðurnar var
það allmikið verðmæti, sem hann
hafði á bringunni, því að flestar
]ieirra voru úr gulli og dýrir gim-
steinar greyptir í þær. Sumar þeirra
voru meS demöntum sem kostuðu
yfir 5000 krónur. Fyrir fyrri heims-
styrjöldina var Wilhelm Þýskalands-
keisari mest krossaði maður ver-
aldar.
Jarðskjálfti varð einu sinni til þess
að orða var stofnuð. Þegar jarðskjúlft-
inn mikli dundi yfir Messina 1908
var enskt herskip statt þar skammt
frá. Brá það við fljótt og bjargaði
fjölda manna. En í þakkarskyni af-
réð Victor Emanuel konungur að láta
gera sérstaka orðu handa allri skips-
höfninni. Heitir hún Messina-
medalian.
Það eru ekki aðeins ríkisstjórnir,
sem hafa stofnað orður. Tveir ein-
staklingar hafa líka gert það. Eftir
orustuna við Níl gaf Alex Davison,
vinur Nelsons, öllum heiðurspening,
sem verið höfðii í orustunni og kost-
aði þetta um 50.000 króhur. — Eftir
orustuna við Trafalgar, þar sem Nel-
son féll, útbýtti enska stjórnin engum
orðum, en Boulton nokkur frá Birm-
ingham fékk leyfi stjórnarinnar til
að veita þátttakendunum heiðurs-
peninga á eigin kostnað. Á þær var
letrað: „Til hetjanna frá Trafalgar,
frá M. Boulton“. Báðar þessar orður
eru skráðar á opinberum orðuskrám.
Framhald á bls. 14.
VOPNAHLÉ í KÓItEU RÆTT. — Hér sjást hinir háu herrar á ráðstefnu um Kóreumálin. Á myndinni sjást
til vinstri ameríski flotaforinginn Arthur Itadford, Syngman Rhee, forseti Suður Kóreu, þá fulltrúi Ameríku
i Kóreu, Ellis O. Briggs, þá Pyun Tung Tai, utanrikisráðherra Kóreu og að lokum M. D. Taylor hershöfðingi
áttunda hersins.