Fálkinn


Fálkinn - 03.07.1953, Síða 8

Fálkinn - 03.07.1953, Síða 8
FÁLKINN ELDRAimm FÉLAGSLYND HÆNA. — Frú Martha Ziebler, sem býr á breska hernámssvæðinu í V.-Berlin, segist eiga skemmtilegustu hænu í heimi. Þegar frúin missti garðinn sinn, sem var fyrir utan borgina og austan járn- tjaldið var hænan Cickie það eina, sem hún gat haft með sér þaðan. Hún varð fljótt heimavön í íbúð frúarinn- ar. Hún gaggar hátt þegar hún vill komast út og fær þá að fara út á götu. Þegar hún er í eldhúsinu horfir hún með athygli á matartilbúninginn. Og þegar frúin sest við hljóðfærið og spilar syngur hænan með, eftir bestu getu. ER HANN ÖFUNDSVERÐUR? Larry Martin hefir starf, scm ýmsir öfunda hann kannske af. Hann er vcrkstjóri og eftirlitsmaður hjá súkku- laðigerð í London og verður að smakka á vörunum, sem framleiddar eru. En líklega öfundar hann okkur hina, scm ekki þurfa að vera að smakka á súkkulaði frá morgni til kvölds. I EINU var ég staðráðin þegar ég giftist Arvid: Eg skyldi aldrei verða leiðinleg eiginkona, sem ekki hefði önnur áhugamál en mataruppskriftir og gluggablóm og barnfóstrun. Aldrei verða ein af þessum konum sem undir eins og fyrsta árið er liðið láta sér standa á sama um hvernig þær líta á sig og 'safna spiki með hverju árinu. Nei, ónei, það átti nú ekki við mig. Eg hafði alltaf átt mörg áhugamál, og þau ætlaði ég að eiga áfram þó að ég giftist. En Arvid hló bara að mér og sagði að ég mætti hafa eins mörg á- hugamál og mér sýndist, ef hann bara fengi sæmilegan mat þegar hann kæmi heim og heimilið væri sæmilega þrifið. Fyrsta árið sem við vorum gift vorum við fullkomlega sæl. Við höfðum litla nýtísku íbúð, sem auðvelt var að hirða. Eg hafði nokkra tima úr að spila fyrir sjálfan mig áður en ég fór að hugsa um miðdegisverðinn, svo að ég hafði ágætt tækifæri til að halda áfram í bridgeklúbbn- um og' heilsuverndunarfélaginu. Annars var ég sifellt á þönum með vinkonum minum eða fór á sýningar eða hlustaði á fyrirlest- ur. Eg var orðin svo eirðarlaus að ég varð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, ég gat ekki 'hugsað mér að sitja heima í vistlegri stofunni minni með prjóna eða bók. Arvid hafði lengi orðið að vera án reglulegs heimilis og þess vegna kunni hann best við sig heima á kvöldin, en hann fór allt- af með mér út þegar ég sagði honum að við ættum að sjá eitt- hvað sem hann mætti ekki missa af. Hann -haíði gaman af hvað ég var áhugasöm, en vonaði undir niðri að ég mundi róast þegar ég eignaðist barn. Arvid vildi eignast barn sem fyrst en ég vildi helst bíða nokk- ur ár. Eg hugsaði með skelfingu til barnfóstrunar og bleijuþvotta, að maður ekki talaði um orgið og næturvökurnar- En samt varð ég glöð þegar litia dóttirin okkar, Inger, fæddist. Nú fékk ég nýtt verkefni til að beina athafnafýsn minni að. Eg gleypti allt sem ég komst yfir af bókum um barn- fóstrun og barnasálfræði og hirti barnið eftir öllum kúnstarinnar reglum. Meðan Inger var hvítvoð- ungur gekk allt vel. Hún dafnaði vel og var heilbrigð og efnileg, en tíminn leið fljótt, og bráðum varð þetta einbeitt ungfrú sem vissi hvað húrj vildi, og líka hvern- ig hún átti að fá framgengt því sem hún vildi. Eg hafði alltaf ver- ið ákveðin í Iþví að henni skyldi ekki verða spillt með of miklu eftirlæti, en það leið ekki á löngu þangað til hún vissi hver átti bág- ast með að neita henni. Ef eitt-- hvað var um að vera fór hún allt- af til pabba síps. Blind og forhert eins og ég var, varð ég upp með mér af þessu. Eg vissi best hvern- ig átti að ala upp börn, en ég gleymdi því sem mestu varðaði, að ástin skiptir meiru máli en all- ar vísindareglur veraldar. ÞAÐ var snemma vors. Inger var orðin tveggja ára og ’byrjað í leikskólanum. Nú þóttist ég aftur frí og frjáls. Eg gat verið minn eiginn herra allan fyrrihluta dags- ins meðan hún var í leikskólan- um, og það leið ekki á löngu þangað til gömlu áhugamálin voru orðin jafn rík í mér eins og áður en ég eignaðist Inger. Einn morguninn þegar við sát- um við borðið sagði Arvid. — Mér finnst að Inger ætti ekki að fara í leikskólann í dag, hún hefir hóstað í nótt og er grunsamlega rjóð í kinnunum. — Er nokkuð athugavert við að hún sé rjóð? spurði ég ergi- leg. — Það er nú venjulega talið hraustleikamerki. Eg vildi ekki hlusta á neitt þvaður um að Inger væri veik, því að ég ætlaði á fund í heilsuverndunarfélaginu þenn- an dag. Eg tók hana á hnén til að klæða hana og fann að hún var heitari en hún átti að sér, en hún hafði hlaupið um og leikið sér eins og hún var vön, svo að ég huggaði mig við að henni hefði hitnað við hlaupin. Eg fylgdi henni í leik- skólann og bað leikmóðurina að athuga að hún yrði þurr, og svo fór ég á fundinn. Þegar ég sótti hana nokkrum klukkutímum síðar hló hún og hjalaði eins og hún var vön, en hún var ósköp þreytt og sofnaði undir eins og hún kom heim. Arvid símaði af skrifstofunni til að segja mér að hann yrði að bjóða aðkomnum skiptavini út með sér um kvöldið, svo að hann mundi ekki koma heim í matinn. Hann spurði hvernig Inger liði, og ég svax’aði að hún væri alveg heilbrigð, eins og ég hélt. Um kvöldið ætlaði ég til vin- konu minnar að spila bridge, og af því Arvid gat ekki verið heima fékk ég telpu, sem var vön að hjálpa mér stundum, til að sitja hjá Inger. Þegar ég fór skein sólin inn í barnaherbei’gið svo að það var talsvert heitt þar inni. Inger virt- ist vera svo heitt að ég opnaði

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar: 26. Tölublað (03.07.1953)
https://timarit.is/issue/295125

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

26. Tölublað (03.07.1953)

Gongd: