Fálkinn - 02.10.1953, Qupperneq 11
F A L K I N N
11
Siuila
NYJUSTU fréttir úr tiskuheiminum
hafa vakið mikla ólgu og umtal i
kvennadálkum erlendra stórblaða.
Hinn frægi tískuhöfundur Ghristian
Dior, sem stundum er kaliaður ein-
ræðisherra tískunnar liélt nýlega
tískusýningu, og allúr kvenfatnaður,
sem þar var sýndur, náði rétt niður
fyrir hné!
Þessi mynd er af hinum franska
lískukóngi Dior, þar sem hann er að
máta hina nýju sídd sína.
Kvenfataframleiðendum í Ameriku
og víðar varð mikið um þessa fregn,
þar sem viðast eru miklar birgðir til
af hinum hálfsíðu kjólum og ensku
blöðin segja að 25 milljón punda virði
af kvenfatnaði þar hafi fallið mjög
í verði.
Aðrþ' tískuhöfundar í Paris höfðu
lokið hausttískusýningum sinum á
undan Dior, og þeir höfðu sýnt kjóla,
Snotur kvöldkjóll með eins konar
frakkasniði, sem einnig er hægt að
nota sem útikjól yfir sumarið.
iískan
sem voru jafnvel síðari en hausttísk-
an i fyrra. Þeim varð mjög mikið um
þegar Diör kom öllum á óvart með
styttingu kjólanna og spurningin, sem
nú er efst í huga allra kvenfatafram-
leiðenda er, hvort Dior takist að þessu
sinni að valda byltingu í tískunni um
heim ailan.
Hinn smávaxni óframfærni Frakki,
Christian Dior, liefir fram að þessu
getað breytt lögun kvenfatanna með
því einu að veifa málbandinu sinu,
að því er breskir kvenfréttaritarar
lierma. Hann átli upptökin að hinni
síðu kventísku „the New Look“ eins
og hún var kölluð, árið 1947, og sú
breyting varð til þess, að meginið af
fatnaði kvenþjóðarinnar þá varð al-
gerlega úrelt á sömu stundu. Þetta
nýja uppátæki lians verður prófsteinn-
inn á áhrifavald hans. Það á eftir að
sýna sig hvort kvenfataframleiðendur
um allan heim fara að dæmi hans?
Blaðaskrif um lieim allan sýna ljós-
lega að k'venþjóðin hefir hugsað sér
að stinga við fótum og neita að ganga
í hnéstultum fötum — að minnsta kosti
þessa stundina.
Þó eru margir sem vænta þess, að
með vorinu verði pilsin orðin að
minnsta kosti fimm centimetrum
styttri og kvenþjóðin sanni með þvi
enn einu sinni áhrifagirni sína þegar
tískan á í hlut.
Samfara liinni nýju sídd er búist
við nýrri sokkatísku, nýjum litum í
sokkagerð og jafnvel nýrri tegund
sokkabanda. Undirfötin styttast að
sjálfsögðu líka og skórnir verða meira
áberandi en áður og má því búast við
breytingum í skógerð. Ungar stúlkur,
sem þekktu ekki hina stuttu tísku
stríðsáranna, mega búast við minni-
liáttar taugaáfalli, þegar þær brjóta
upp pilsfaldinn og ganga stuttklæddar.
Hentug stuttkápa til notkunar á
mildum liaustdegi.
*
JAKKAKJÓLL. — Jean Desses heitir
höfundur þessa sígilda jakkakjóls.
Kjóllinn er mjög sléttur og aðskor-
inn, nema hvað mikil vídd er í pils-
inu að aftan. Takið eftir ermalengd-
inni, mjög margar flíkur hafa þessa
crmalengd um þessar mundir.
Viðtöl hafa birst i mörgum erlend-
um blöðum við konur af ýmsum stétt-
um varðandi síddiná, og^ undantekn-
ingarlitið fullyrða þær að þær láti
ekki skikka sig til að gerast stutt-
klæddar á ný, livað sem i boði sé. Þó
voru einstaka svo lieiðarlegar að við-
urkenna að sennilega yrðu þær
að tileinka sér nýju síddina eins og
aðrar, þótt þeim fyndist það óhugsandi
eins og stæði.
ERMALAUS ICJÓLL með stuttum
„bolero“-jakka er hentug flík við
mörg tækifæri. Með jakkanum er
kjóllinn hentugur til notkunar á dag-
inn og án hans er hann snotrasti
kvöldkjóll. Hann er úr þykku silki-
efni og er teiknaður af Carol Reed.
Það hefir verið einn kostur við tís'k-
una, eins og hún er nú, að síddin hef-
ir ekki verið rnjög einskorðuð við
neitt ákveðið mark, og hver og ein
hefir getað valið sér þá sídd, sem,
henni hefir best lientað. Á þessari síðu
eru nokkrar myndir úr tiskunni eins
og 'hún hefir verið fram að þessu, og
ntá glögglega sjá að sídd kjólanna er
talsvert breytileg.
#
— Hvað oft á ég að hiðja þig um
að koma fram og þurrka?
— Úr hverju dó hann afi yðar?
— Svei mér ef ég veit það. En ég
lield að það hafi ekki verið neitt al-
varlegt.
Hansen: — Ilvers vegna hleypur þú
svona, maður?
Jensen: — Eg var að sækja nýjan
hatt handa konunni minni og verð að
flýta mér svo að liann verði ekki geng-
inn úr tisku þegar ég kem heim.
Leikstjórinn var ekki ánægður með
aðalleikarann. — Nei, nei ■— þetta er
óbrúklegt! Þér verðið að gera dauða
yðar dálítið meira lifandi!
Faðir: Einkúnirnar þínar verða
verri og verri. Þegar Eisenhower var
á Jj'ínum aldri var hann efstur í sín-
um bekk.
Sonur: — Og á þinum aldri var hann
orðinn Bandarikjaforseti.
— Næst verðurðu að fara heim til
hennar mömmu þinnar.