Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Qupperneq 2

Fálkinn - 22.01.1954, Qupperneq 2
2 FÁLKINN Helíkopter-flugvélar hafa komið að góðu haldi við flutning slasaðs fólks af snjóflóðasvæðunum, og einnijí hefir þetta farartæki reynst öðrum betra til þess að koma björgunarsveitum í skyndi þangað, sem þeirra hefir verið þörf. Skíðamenn hafa einnig- yfirstigið hinar ótrúlegustu torfærur í björgunarstarfi sínu. Hér á myndinni sést ein helikopter-flugvélin, sem send var frá Sviss til björgunarstarfa í Vorarlberg. Snjóflóðin í Ölpunum Gífurleg snjóflóð liafa orðið í Ölp- uniun að undanförnu, einkuni í Austur- riki, og fjöldi manns hefir beðið bana, en auk þess hafa hundruð manna nieiðst alvarlega og misst heimili sín. Hjálp hefir borist víða að og margir liafa lagt líf sitt í hættu við hið tor- sótta björgunarstarf. Mestu snjóflóðin urðu í Vorarlberg i' vesturhluta Aust- urríkis, þar sem þorpið Blons grófst algjörlega í snjóskriðu. Þar björguð- ust nolckrir cftir að hafa legið 2—3 sólarhringa grafnir undir skriðu. Meðal þeirra voru tvær ungar stúlkur og gamall bóndi. Mikill fjöldi skiða- manna kom á vettvang í Vorarlberg, m. a. frá Þýskalandi. Reyndust þeir hinir duglegustu í björgunarstarf- inu. y.v.v.'.w.'i Cáíið nylonsokka yðar endast hehningi lengur. Hér koma góð tíðindi um nylon- sokka: Nylife er nýtt skolunarefni til þess að varna að í þá komi lykkjufallsrákir. Þær orsakast tíðast af því, að þræðirnir hafa hnökrað, og nylon dregst auð- veldlega saman í hnökra sökum þess að garnið er svo slétt og hált. að lítið þarf til þess að þræðirnir dragist til. NYLIFE VERKAR SEM HÉR SEGIR: Þegar þér látið nylonsokkana yðar niður í Nylife, sest á hvern þátt í þræðinum ósýnileg himna af efni sem nefnist polycrol og gerir hann óhálan. Grípa þá þræð- irnir hver annan og dragast ekki lengur auðveldlega til. Er því þar með varnað að hnökrar myndist, og þá einnig lykkjufallsrákirnar. Endast þá sokkarnir helmingi lengur. * Nylife varnar gljáa, sem ekki þykir fallegur. * Nylife lætur sokkana falla betur aö fæti og varnar því, aö saumarnir aflagist. * Nylife getur engum skemmdum valdiö á sokkum yöar og breytir livorki lit né þéttleika yrjónsins. UNTREATED PROTECTED REYNSLUPRÓF SÝNA HVAÐA ÁHRIF NYLIFE HEFIR: Þetta sokkapar var þvegið á venjulegan hátt, en aðeins annar sokkurinn var skolaður í nylife. Báðir voru þeir dregnir yfir gróf- gerðan sandpappír við alveg sömu skilyrði. Þessar myndir, sem ekk- ert voru lagaðar til, sýna hve furðulegur árangur varð. Útvegið yður Nylife þegar í stað. Ein flaska er nóg í 25 þvotta. Nylife læst hjá lyfsölum og i búðum. Nylife Litlu munaði, að stórslys yrði, er skriða féll á farþegalest í Sviss fyrir nokkrum dögum. Snarra'ði eimreiðarsctjórans afstýrði því, að farþega- vagnarnir sjálfir lentu í meginþunga skriðunnar. Þegar eimreiðarstjórinn sá skriðuna koma, setti hann neyðarhemlana á og stökk út um gluggann á einu augabragði. Bjargaði hann þannig Iífi sínu naumlega, en eimreiðin gjöreyðilagðist. Farþegana sakaði ekki, því að farþegavagnarnir lentu að mestu leyti utan við skriðuna, vegna þcss, hve eimreiðarstjórinn var lljót- ur að liemla. Vörn sem dugði. Frú Annie Horski í Savannah lög- sótti Goca-colafirmað jjar á staðnum og krafðist 20.000 dollara í bætur fyrir ]jað að hún hafði fundið kakkerlakka í flösku af jjessum ágæta tískudrykk! Verjandinn hélt þvi fram að frú Horski hefði ekki getað orðið mcint nf þessu skordýri, þó það hefði flotið ofan i hana, og þessu til sönnunar tók hann kakkcrlakka úr vasa sinum og át hann fyrir augunum á dómaranum. Þetta var tekið gott og gilt og frú Horski féklc enga dollara. — Ég veg alltaf orð mín áður en ég tala. — Já. Og þú dregur ekki af vigt- inni. Hótelstjórinn sá skóburstarann liggja á hnjánum fyrir utan eitt gestaherbergið og vera að bursta skó. — Veistu ekki að þú átt að bursta skóna gestanna niðri i kjallara? sagði hann byrstur. — Jú, það veit ég vel. En Skotinn þarna inni vill ekki sleppa reimunum.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.