Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Síða 5

Fálkinn - 22.01.1954, Síða 5
FÁLKINN 5 Þú ræður hvort þú trúir því — Þaft er fleíra milli himins oa jariar cn... HESTVOFA, prestvofa, garð- draugur og húsdraugur, allt einstaklega góðlynt, liefir hafist við í Mirandolahöllinni í fimm aldir, ásamt hóp af fúlum nornum. En nú á að gera út af við þennan ófögn- uð og hópur hungraðra manna hef- ir liundist samtökum um að hyggja öllum draugunum út. Draugaveið- ararnir ætla að sctjast að í höllinni og fara ekki þaðan fyrr en öllu ó- hreinu hefir verið útrýmt ])aðan. En þarna verður við ramman reip að drgga. Mirandohöllin, sem er frá 15. öld, er svo full af öliu inigs- anlegu yfirnáttúrulegu, að það get- ur skákað hvaða ensku óðalssetri sem vera skal. Enginn hefir þorað að koma þar inn fyrir dyr siðan nókkrir menn komu ein og byssu- orenddir út þaðan fyrir tíu árum, eftir að ósýniiegar verur höfðu slökkt jafnóðum á lömpunum, sem þeir höfðu með sér. Einn draugurinn sást alveg ný- lega. Það var hvítur hestur, sem get- ur prjónað, og hneggjar svo rauna- lega. Hann birtist pitti og stúlku, sem voru á gangi í tunglsljósinu, rétt hjá höllinni. Og eiginlega var það hesturinn, sem olli því, að nú á að fara fram rannsókn á drauga- höllinni. Menn halda að flestir draugarnir hafist við í kjallaragöngum, sem eru undir höllinni þvert og endilangt, eins og göng í katakombum. En vondu nornirnar hafast við í hallar- kapellunni. Presturinn er á sífelldu flakki um alla höllina. Hann var einu sinni hallarprestur þarna og þótti strang- ur og siðavandur og tók hart á öllu gjálífi til dauðadags. Það er sagt að hallarfurstinn og hans fólk hafi orðið guðsfegið þegar hann hrökk upp af, þvi að furstinn var léttúð- ugur svallari. En hann hrósaði happi of snemma. Þvi að nú fór presturinn að ganga aftur, og var nú enn siðavandari en i lifanda lífi. Það kom fyrir að hann settist á rúm- stokkinn hjá furstanum og gestum hans ef rétta konan var ekki í rúm- inu og flæmdi hjákonuna á burt, með því að lesa yfir hjónaleysun um urn þær helvítis kvalir sem biðu þeirra. Garðdraugurmn er ekki eins frægur og presturinn. í rauninni hefir enginn séð hann, en liann heldur sig alltaf við kjallaradyrn- ar og það er hann sem slekkur alltaf Ijósið hjá þeim, sem ætla að komast í kjallarann. Það er trú manna að það hafi verið garðdraugurinn, sem flæmdi burt mennina, sem ætluðu að rannsaka liöllina fyrir tíu árum. Húsdraugurinn, sem Hklega er kunningi prestsdraugsins, því að þeir eru báðir á sífelldu randi um salarkynni hallarinnar, hefir aldrei sést, frekar en garðdraugurinn. En um húsdrauginn eru til margar skráðar sagnir í bókasafni hallar- innar, og samkvæmt þeim sást hann oft um hábjartan dag og jafnan klæddur búningi frá 15. öld. Hann er s áeini sem hefir baft eitthvað nýti- legt fyrir stafni, þvi að samkvæmt sögunum hefir hann spunnið ósýni- lega ull á rokk. Gestur sem kom í höllina 1805 hefir skrifað, að hann hafi séð fjóra hermenn frá endurfæðingaröhlinni, sem voru þarna á vakki og settust við að spila á spil. Þetta eru allt meinlausir draugar. En hins vegar eru nornirnar verstu foröð og ganga ferlegar sögur af þeim. Eitt versta fúlmennskuverk sem sagt er frá í sambandi við þær er þetta: — Ungur riddari kom til þeirra og bað þær um að gefa sér ás'tardrykk. En nornirnar urðu svo ástfangnar af honum að þær tóku hann fastan. Og enn þann dag í dag heyrir fólk í nágrenninu, sem kem- ur nálægt höllinni, kveinstafi ridd- arans þaðan. Nú á að gera út af við allan þenn- an ófénað. Og til þess að garðdraug- urinn geti ekki hlökkt á lömpun- um, ætla ofurhugarnir að hafa með sér rafmagnsljósavél og sjá til hvort hún hættir að ganga þegar þeir hafa sett hana upp á höllina. Alvtg hissa Uti á þekju. Rodolfo C. Aviles prófessor i Mexic.o sannaði fyrir nokkru að þær eru ekki allar lognar, sögurnar sem sagðar eru af því að prófessorar séu viðutan. Saga þessa prófessors gerðist i kirkjunni i Tehuacan, er hann kom þangað mcð unnustuna sína til að láta gifta sig. Eins og handhókin mælir fyrir spurði presturinn hvort nokkur teldi mein- bugi á hjónabandinu, og þá kom babb í átinn. Þvi að nú gaf sig fram kona, sem hét Maria Gonzalcs dc Aviles og lagði fram skilríki fyrir jþvi, að hún hefði staðið fyrir prestinum með Aviies prófessor fyrir þremur árum, i sönm erindum og unnustan hans nú. 1 fangelsinu andvarpaði Aviles: „Aí, mikil vandræði, að ég skyldi vera bú- inn að gleyma þessu!“ Sein skil. Uppboðshaldara einum í Plymoth brá í brún nýlega, er hann opnaði talsvert velkt bréf, er reyndist vera frá vini bans, og skrifað er hgnn var i herþjónustu í Frakklandi 1915. Eng- inn veit hvar hréfið hefir verið siðast- liðin 38 ár. Þó er vitað um bréf, sem var enn lengur að komast til skila. Það hafði verið sett á póst í Kni^litbridge í London 1865 en kom til viðtakand- ans 1927. • Nærgætinn fram í dauðann. Ofursti einn í Rennes í Frakklandi var orðinn leiður á líifinu og afréð þess vegna að losna við það. Og hann gerði það með því móti að opna gas- kranann. Hann skrúfaði hann eins langt til baka og hann gat. — En nær- gætinn var hann fram til síðustu stundar. Hann skrifaði með stórum stöfum á miða og festi hann utan á hurðina: „Til lögreglunnar: Það er ekki Ijós í ganginum. En varist að kveikja á eldspýtu, undir eins og þér komið inn fyrir dyrnar. Það getur orðið gassprenging!“ 1------------------------------- 8r endurholdgunarkenningin sönnuð7 SÖNNUN sem allir taka gilda hefir hvorki fengist fyrir lifi eftir dauðann né fyrir hinni fornu austrænu kenningu um að sama sálin endurholdgist Iivað eftir annað í nýjum líkama. En austur í Indlandi hefir nýlega gerst at- burður, sem mikið er talað um og vísindamenn þar athuga mcð gaumgæfni: Shanti man fyrri tilveru sína! Shanti er 9 ára telpa, fædd og uppalin í Delili. Þegar hún var þriggja ára fór hún að tala um dúkakaupmann, sem ætti heima í bænum Muttra, og voru foreldr- ar hennar hissa á þessu, því að hún hafði aldrei til Muttra kom- ið og þekkti þar ekki nokkurn mann. Þegar Shanti var orðin 8 ára talaði hún si og æ um „mann- inn minn“, lýsti lionum og göt- unni sem þau ættu heima i. For- eldrar hennar hlógu að þessum hugarórum telpunnar og víttu hana fyrir bullið. En telpan sat við sinn keip og sagðist vilja fara „heim“. Nú fóru foreldrar hennar að spyrjast fyrir um hvernig umhorfs væri i Muttra og náðu í mann, sem hafði komið þangað. Kom þá á daginn að lýs- ingar Shanti voru réttar út í æsar, og götuna sem hún þóttist eiga heima í þckkti maðurinn eftir lýsingunni. Það vitnaðist líka að i þessari götu átti heima dúkakaupmaður sem hét Ahmed Lugdi. Ættingjar hans komust á snoð- ir um þetta og gerðu út mann til að heimsækja foreldra Shanti í Dehli. Undir eins og Shanti sá hann heilsaði hún honum með nafni og kallaði hann frænda. Ekki var Shanti sagt neitt frá því að verið væri að rannsaka samband hennar við Ludgi- fólkið. Svo kom Ludgi kaupmaður sjálfur til Dehli. Þeir voru þrir sem komu inn til Shanti og for- eldrar hennar samtimis, en undir eins hljóp hún til og faðmaði Ludgi að sér og hrópaði með tár- in i augunum: „Ó, maðurinn minn er kominn til mín aftur!“ Svo fór hún til næsta gestsins, faðmaði hann og sagði: „Dreng- urinn minn — en hvað þú ert orðinn stór!“ Þetta fréttist og nú fóru ýmsir fremstu sálfræðingar Indlands að — .... og strúturinn cr afar mat- gráðugur og gleypiir ótrúlegustu hluti. veita Shanti athygli. Þeir yfir- heyrðu hana i þaula og reyndu að flækja hana, en hún svaraði öllu svo öruggt og greinilega, að ekki var nema ein skýring: Hún hlýtur að hafa lifað áður! Shanti sagði þeim að hún héti upprunalega Anned og hefði fæðst í fyrra sinnið árið 1902 og dáið 24. október 1925, eftir að hafa eignast son. Nú var sendur mað- ur til Luttra. Það kom i ljós að kona Ludgis hafði verið fædd 1902 og dáið 1925, að hún hefði heitað Anned og þau hjón hefðu eignast einn son. Vísindanefndin taldi að Shanti hefði getað kynnt sér þetta allt, án þess að foreldrar hennar vissu. En þó lýsti hún svo vel bænum Luttra, sem hún hafði aldrei séð, að þetta þótti ckki einleikið. Og einnig sagði hún frá ýmsum einkamálum þeirra Lud- gis, og því bar saman við það sem Ludgi sagði sjálfur siðar. Og ofan á þetta bættist, að hún tal- aði prýðilega mállýsku þá, sem töluð er í Luttra en fæstir þekkja í Delhi. En til Luttra hafði hún þó aldrei komið — í þessari til- veru sinni. Þau Ludgi voru látin tala sam- an í viðurvist nefndarinnar. Ludgi sagði að Shanti væri ekkert lik konu sinni i' sjón, en röddin væri alveg eins og sömuleiðis skap- ferlið. „Hérna á ég' heirna". Loks var afráðið að gera eina tilraun enn. Fara með Slianti til Muttra og reyna hvort Shanti rataði heim til Ludgi. Þegar kom á járnbrautarstöðina í Muttra var fjöldi fólks á stéttinni. En i hópnum þekkti hún undir eins mág sinn og gekk rakleitt til hans og heilsaði honum með orðalagi, sem aldrei er notað i Delhi. Svo var hún sett upp í vagn og sagt að ráða ferðinni „heim“. Kún gerði það. í götunni sem Ludgi átti heima i eru öll húsin nauðalik. Hún lét vagninn nema staðar í götunni og gekk rakleitt heim að húsdyrum Lud- gis. Þar stóð gamall maður. „Loksins er ég komin heim,“ sagði hún og faðmaði manninn að sér. „Ósköp er gaman að sjá þig, tengdafaðir minn,“ sagði hún. Og gamli maðurinn var enginn annar en faðir Ludgis. Einn skamtur af niakkaroní og — Einn skammtur af makkaroni og —

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.