Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Page 8

Fálkinn - 22.01.1954, Page 8
8 FÁLKINN Slœm hcimsókn - og góó þó Gamall, ríkur maður óskar þess að hann hefði þrjá heila — og óskin rætist á svipstundu. ROliERT HADFIELD: EGAR sagan gerist var verslun Harpers gamla Judsons á fallandi fæti — og ástæðan var sú að hann vantaði duglegan meðeig- anda til að hjálpa sér. Harper Judson hafði af eigin ramleik komið á fót f jölda af stór- verslunum í fjöldamörgum bæj- um og borgum. En það hafði ekki gert sig sjálft, en Judson var vík- ingur og harðskeyttur og lét aldrei sinn hlut, hvernig sem á stóð. Hann var kaupmaður fram í fingurgóma, og það var sagt að aldrei hefði nokkur maður snúið á hann. Harper Judson hafði byrjað að versla þegar hann var í skóla — hann braskaði með frímerki, seldi smáglingur og lét aldrei einn eyri úti án þess að hann fengi tvo aftur. Nú var hann milljónamæringur — en árin höfðu ekki látið sig án vitnisburðar, hann var orðinn lúinn og hafði lengi verið að hugsa um að ná sér í meðeiganda, sem gæti hjálpað honum til að halda versluninni í horfinu eftir að hann var sjálfur orðinn van- megnugur þess. Auðvitað hef ði hann getað látið allt skeika að sköpuðu. Hann hefði getað dregið sig í hlé, selt verslanirnar sinar og fengið svo mikið fyrir að hann gæti lifað áhyggjulaus alla sína daga .... en það var líkt um hann og marga aðra kaupsýslumenn, að við- skiptastarfið var eins konar iþrótt, og hann gat ekki hugsað sér að vera án þess. Hann vildi ekki leggja árar í bát. Og hann vildi vera viss um, að skipið sem hann hafði stýrt svo vel og lengi fengi ekki ágjafir þó að hann hætti að standa við stýrið sjálfur. Einn daginn sat hann í einka- skrifstofu sinni í stóra húsinu sínu og var að rýna í síðustu reikningsyfirlit Harpers Judsons, rólegur í aðra röndina en áhyggju- fullur í hina. Honum fannst allt vera að vaxa sér yfir höfuð. Hann óskaði að hann hefði þrjá heila — og jafn marga skrokka — svo að hann gæti komist yfir að líta yfir þrisvar sinnum meira, per- sónulega, en hann gat nú. Hann var svo niðursokkinn í reikningana að hann tók ekkert eftir að tjaldið fyrir dyrunum út í garðinn var dregið til hliðar og maður kom steinþegjandi inn i skrifstofuna. Harper Judson sat og rýndi í reikningana sína þang- að til gesturinn var kominn fast að skrifborðinu og stóð andspæn- is honum. Þú varð Judson litið upp og hann var ekki lengi að sjá hvað var í efni. Á einni svipstundu hafði hann fest sér í minni hvern- ig maðurinn leit út og hvernig hann var klæddur, en þó tók hann best eftir gljáandi skammbyss- unni, sem maðurinn hélt á í hend- inni. Judson hallaði sér aftur í stóra stólnum. „Hreyfið yður ekki!“ Hann hreytti út úr sér orðun- um, og svipurinn á andlitinu á honum bar vott um að mannin- um var alvara. Judson hafði vit á að sitja kyrr .... en það var ekki af hræðslu. Enginn hafði orðið til þess að bera honum á brýn að hann væri ragur. Hann horfði rólega á gestinn og sagði: „Með leyfi að spyrja — hvaða erindi eigið þér hingað?“ „Eg vil fá peninga," svaraði maðurinn. „Þér eruð ekki með málaleng- ingar, það megið þér eiga,“ sagði Harper Judson. „Það kann ég vel við. Hvað viljið þér mikið?“ „Allt sem þér hafið í peninga- skápnum þarna.“ Judson renndi augunum á pen- ingaskápinn, sem var múraður inn í vegginn, við hliðina á arn- inum. „Þessi peningaskápur er tóm- ur,“ sagði hann svo. „Yður þýðir ekki að ljúga að mér. Þér hafið að minnsta kosti þúsund pund í seðlum liggjandi þarna í skápnum, herra Judson — til þess að hafa til taks ef þér gætuð gert góð tækifæriskaup, sem verða að greiðast út í hönd. Og Harper Judson situr alltaf um að gera góð kaup, er ekki svo?“ „Það er svo að sjá sem þér hafið sett yður inn í málið fyrir- fram,“ sagði Harper Judson. „En þér hafið því miður verið svo óheppinn að ég notaði allt hand- bært fé sem ég hafði í morgun — til að gera sérstaklega hag- kvæma verslun. En þér skuluð nú ekki fara fýluferð samt . .. . enginn fer fýluferð til Harpers Judson — vitið þér að við segj- um þessi orð f auglýsingunum okkar? Ef þér viljið kaupa eina fyrsta flokks handsaumaða skó, sem eru að minnsta kosti tvöfalt meira virði en það sem við tök- um fyrir þá.........“ „Hættið þér þessu bulli. Stand- ið þér upp og farið að peninga- skápnum og opnið hann. Og mun- ið þér — að ef þér reynið einhver undanbrögð þá skýt ég á yður!“ Harper Judson brosti en hvessti brúnirnar um leið, stóð upp og gekk að peningaskápnum. Og opnaði hann, eins og ekkert væri um að vera. Hann dró út hverja skúffuna eftir aðra og lét gestinn sjá ofan í þær. Þær voru allar galtómar. „Mikill fjandi,“ sagði gesturinn ergilegur. „En þá hljótið þér að hafa peninga annars staðar í hús- inu — eru ekki peningar í skrif- borðsskúffunum?" „Jú, ætli það séu ekki tvö eða þrjú pund þar.“ „Komið þér þá með þau og látið mig fá þau sem fljótast!" Judson gekk að skrifborðinu, beygði sig og ætlaði að draga út eina skúffuna. En í sömu svifum þreif gesturinn í handlegginn á honum og bar skammbyssuna upp að enninu á Judson. „Heyrið þér, ungi maður,“ sagði Harper Judson hálfgramur, „þér gerið mér mjög erfitt fyrir að eiga nokkur skipti við yður, þegar þér eruð alltaf að veifa þessu ljóta vopni. Eg er reiðubú- inn að eiga skipti við yður — til þess að kaupa mér frið, en ég er ekki vanur því að menn noti skot- vopn þegar þeir eru að gera samn- inga. Það gæti orðið slys af því.“ Gesturinn horfði lengi á Jud- son. Það var auðséð að hann var farinn að bera virðingu fyrir þess- um gamla kaupsýslumanni. „Þér hafið sterkar taugar, herra Judson,“ sagði hann viður- kennandi. „Fólk segir að það sé meira í yður spunnið en í fólk flest — og það reynist vera rét't. Eg treysti yður. Heyrið þér — hafið þér skammbyssu þarna í skúffunni?" „Nei. Mér hefir aldrei boðist skammbyssa til kaups. Að minnsta kosti ekki svo ódýrt að ég hafi viljað kaupa hana.“ „Hm .... skammbyssur eru nú annars ekki dýrar,“ sagði gest- urinn. Það færðist hægt og hægt bros yfir svipskarpt andlitið á Harper Judson. Það kom birta yfir það. Honum hafði dottið dá- lítið í hug — dálítið gott, sem gat snúið leiknum við, þannig að hann græddi á heimsókninni. „Þér haldið að ég sé sérvitr- ingur,“ sagði hann. „Kannske hafið þér rétt fyrir yður. En ég ætla að gera yður tilboð. Takið þér nú vel eftir. Þér viljið fá peninga, gott og vel — það er það sem allir vilja. En ég er vanur að vilja fá eitthvað fyrir snúð „Þér eruð ekki með málalengingar, það megið þér eiga,“ sagði Harper Judson. „Hvað viljið þér mikið?“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.