Fálkinn


Fálkinn - 22.01.1954, Side 9

Fálkinn - 22.01.1954, Side 9
FÁLKINN 9 minn þegar ég læt úti peninga. Og nú langar mig allt í einu að eign- ast dálítið, sem ég hefi aldrei eignast áður — nefnilega skamm- byssu! Þessi sem þér eruð með í hendinni virðist ekki vera sem verst .... ég er ekki frá því að kaupa hana, — en auðvitað fyrir hóflegt verð. Hvað setjið þér upp á hana?“ Gesturinn brosti líka þegar hann heyrði það sem Judson sagði. „Eg er peninga þurfi,“ sagði hann, „sannast að segja er ég kominn í svelti, og það sem verra er: fjölskylda mín sveltir líka. Þér þurfið ekki að trúa mér fremur en þér viljið — en ég á konu og börn. Eg tek tilboði yðar. Eg skal selja yður skammbyssuna.“ „Ágætt," sagði Judson, „ég býð yður fimm pund fyrir hana.“ „Fimm pund, nei .... það er smánarboð. Þér hafið vafalaust fimmtíu pund þarna í skúffunni. Borgið þér mér fimmtíu pund, þá er þetta útkljáð mál.“ Judson hristi höfuðið. „Eg skal teygjá mig upp í tíu,“ sagði hann. Gesturinn beygði sig og dró út þá skúffuna, sem næst 'honum var í skrifborðinu. Hann horfði niður í hana. „Eftir því sem mér sýnist eru kringum þrjátíu pund þarna. Eg skal ganga að því að þér borgið mér þrjátíu pund, en þá verðið þér að samþykkja boðið undir eins.“ Judson tók upp peningana, taldi þá lauslega og rétti fram þrjátíu pund. „Ha-ha-ha,“ sagði hann hlæj- andi. „Þarna skjátlaðist yður. Það voru nefnilega fjörtutíu pund þarna .... en vitanlega gangið þér ekki á bak orða yðar. Þér fáið ekki nema þrjátíu. Gerið þér svo vel.“ „Þökk fyrir.“ Ungi maðurinn greip pening- ana og stakk þeim í vasann. „Og svo fæ ég skammbyssuna hjá yður ... . “ sagði Harper Jud- son. „Vitanlega. Gerið þér svo vel.“ Maðurinn opnaði byssuna, tók út hylkið með skotunum og rétti svo Judson byssuna. „Nei, bíðið þér hægur,“ sagði Judson, „ég á auðvitað að fá skotin líka........!“ „Þér keyptuð skammbyssuna. Það var ekki minnst á skotin.“ Nú hallaði Judson sér aftur í stólinn. Svolitla stund var svo að sjá sem hann hefði misst málið. En svo opnaði hann munninn og hló — skellihló, öskraði af hlátri. Gesturinn hafði snúið frá hon- um og var á leið til dyra — en nú spratt Judson upp, hljóp á eftir honum og þreif í handlegginn á honum. Og skellti hendinni á öxl- ina á honum: „Ungi maður! Þér megið ekki fara frá mér! Þér eruð einmitt maðurinn sem ég þarf á að halda — maðurinn sem ég hefi verið að leita að árum saman. Þér eruð fyrsti maðurinn, sem hefir snúið á mig í viðskiptum .... sá allra fyrsti! Þér eruð kaupsýslumaður fram í fingurgóma — og það er ég lika. Mér er alveg sama hver þér eruð — en héðan í frá skuluð þér verða samverkamaður minn!“ Ungi maðurinn starði á Judson eins og naut á nývirki. En svo skildist honum smátt og smátt að manninum var alvara. Hann studdi hendinni á ennið á sér, ætlaði að segja eitthvað, en þagði — og lét duga að rétta gamla manninum höndina. „Þér skuluð ekki þurfa að iðr- ast eftir það,“ sagði hann al- varlegur. * LITL.A SAGAN A skökkum stað — Þér fáið drjúga sekt fyrir þetta, sagði lögregluþjónninn við unga manninn, sem stóð með annan fótinn á aurbrettinu á vörubilnnm og var að vefja sér sígarettu. — Hvað er nafnið? ■—- Nafnið? Ungi maðurinn var eins og úti á iþekju. — Já, nafnið, sagði lögregluþjónn- inn höstugur. — Eruð 'þér blindur, — sjáið þér ekki skiltið þarna. Þér sjáið á þvi, að það er bannað að leggja bíl- um hérna! — Ja-á, sagði ungi maðurinn og brosti. — En skiljið þér, lögreglu- þjónn ........ — Ég skil ekkert, hreytti lögreglu- þjónninn úr sér, því að það var farið að siga í hann. — Nafnið? — Guðjón .... Guðjón Brandsson, en hlustið þér nú á mig ...... — Heimilisfang? — Njálsgötu áttatíu og finnn. — Farið þér inn i bílinn og akið 'honum burt héðan, sagði lögreglu- þjónninn. ■— Þér heftið alla umferð hérna! Nú höfðu margir gónarar safnast þarna kringum þá, og þeir tóku undir með lögregluþjóninum. — Herra lögregluþjónn! .... ég segi yður alveg satt að .... — Þegið þér og gerið eins og ég segi. Þér getið sagt alveg satt og svei- að yður og komið með allar skýring- arnar þegar þér komið á lögreglu- stöðina .... Setjið þér nú bílinn í gang! — En.......... -—• Ekkert en. Setjið þér bílinn i gang! hvæsti lögregluþjónninn. Hann var orðinn sólrauður og skalf af vonsku. Ungi maðurinn fór að handleika stýritækin. En það var ekki að sjá að trogið vildi hreyfa sig úr sporun- um, þangað til allt í einu að það fór að urra og tók undir sig sprett eins og kálfur á vordegi. — Halló! Stoppið þér .... hvert í heitasta, öskraði lögregluþjónninn. Og þó að merkilegt megi virðast gegndi bíllinn. En þá hafði hann brot- ið tvo luktarstaura sem voru á vegin- um fyrir honum og lent inn í ketbúð- arglugga. — Þér skuluð fá að kenna á þessu, sagði lögregluþjónninn. — Og ég skal sjá um að þér missið skirteinið yðar ævilangl. — Ég hefi ekkert ökuskírteini. — Því verra fyrir yður .... hvern- ig dettur yður þá í hug að aka bíl? — Mér datt það alls ekki i hug. Þér slcipuðuð mér það. — Þér höfðuð lagt bílnum á röng- um stað! — Ég? Eg á alls ekkert i þessum bil! * * * * Hann langaði mikið til að verða fiðlusnillingur, og á hverju kvöldi settist hann út í horn og fór að æfa sig. — Hann hélt alltaf eininn fingr- inum á sama stað á strengnum og dró bogánn fram og aftur. — Henry, sagði konan hans. — Ég hefi tekið eftir að aðrir fiðluleikarar hreyfa fingurna og nota alla streng- ina. — Já, ég hefi lika séð það, en það kemur til af þvi, að þeir eru að leita að rétta staðnum. En ég hefi fundið hann. AMénpinn AMERÍKA á, meðal annarra „kónga“, sinn asbestkonung, sem heitir Tommy Manville, Og honum svipar til indversku furstanna í því, að honum hefir ekki dugað að eiga eina konu, heklur Tl. Þó hefir liann aldrei átt nema eina í einu, því að það varðar við lög í Ameríku, og ekki hefir hann heldur keypt sér konurnar, eins og austurlandafurstarnir gera stundum, þegar þeir eru að safna í kvennabúrin. Hins vegar hefir hann borgað stórfé til að losna við þær, en þeir austurlenslcu reka þær út á gaddinn þegar þeir geta ekki notast við þær lengur. Manville hefir sérstakan ritara, sem ekki hefir annað starf með liöndum en að rekast i hjóna- skilnaðarmálum húsbónda síns og annast greiðslur og eftirlaun til hinna fráskyldu kvenna og barna þeirra. Heldur ritarinn ná- kvæma spjaldskrá um konurnar og hjónabönd þeirra og barn- eignir. Átta af hinum fráskildu konum eiga börn með 13 öðrum mönnum, og rilarinn verður að fylgjast nákvæmlega með rnæðr- unum og telja það fram á skýrsl- um sínum. Til þessa hafa öll hjónaskiln- aðarmál Manvilles gengið hljóða- laust hjá Manville, sem nú er orðinn 68 ára. Hann er dugandi kaupsýslumaður, umgengnisgóð- ur og hjartagóður og afar eld- fimur í ástum. Enginn tók til þess að hann var farinn að ráð- gera að giftast i tólfta sinn, því að hvort tveggja var að frú Lillian Bishop Alwear var orðin laus og liðug og var til i að giftast Manville. Hún átti ekki nema tvö börn fyrir svo að skýrslugerð rit- arans var tiltölulega auðveld. Frú Alwear er ljómandi falleg kona og ekki nema 29 ára, hárið á henni svipað asbesti á litinn svo að allt virtist vera í lagi. En þá byrjuðu erfiðleikarnir. Bæjarfógetinn í New Roclielle neitaði að selja Manville leyfis- bréf, en liann gat fengið það keypt í Greenwich með því að dveljast þar fimm daga. Það hefði hann átt að geta gert, en nú komu slæmar fréttir frá New York. Ellefta konan hans, Anila Fran- ces Roddy-Eden ManviIIe, lýsti - mti II honur yfir því að hún væri gift Man- ville asbestkonungi ennþá. Að vísu hafði hún fengið laglega fúlgu fyrir að undirskrifa skiln- að í Mexico árið áður, en nú hafði hún í snatri útvegað sér vottorð frá málaflutningsmanni sinum i Mexico City um að þessi skilaður væri ógildur samkvæmt lögum Bandarikjanna. Hvort þetta er gerl til þess að lögsækja Manville fyrir tryggðarof og fá skaðabæt ur fyrir, skal látið ósagt, en svo er að sjá sem Anita Frances Roddy-Eden hafði tekið sér þetta nærri, því að hún gleypti svo mik- ið af svefnpillum, að sækja varð lækni til að pumpa hana aftur til jarðlífsins. Meðan þetta gerðist hafði Man- ville lokið 5 daga dvöl sinni i Greenwioh. En hann getur ekki gifst ennþá því að það væri fjöl- kvæni. Og nú situr hann uppi með konuna, tíu fyrrverandi konur og eina hágrátandi unn- ustu. Krýning í eldsvoða. Aðeins einu sinni hefir enskur konungur verið krýndur á jóla- daginn. Það var Vilhjálmur sigur- sæli, sem lagði England undir sig 1066. Þá var gamla tímatalið og jóladag bar upp á 5. janúar. Þessi krýning var söguleg. Vilhjálmur, sem kallaði sig hertoga fyrir krýninguna, gekk til kirkjunnar milli erskibiskupanna Eldráðs og Stíganda og fólk meðfram vegin- um liyllti hann með hrópum og köllum, ekki af því að hann væri vinsæll heldur af því að það var venja. Þegar konungur var kom- inn í kirkjuna urðu hrópin enn hærri og gauragangurinn svo mikill, að herménnirnir við kirkjudyrnar liéldu að konungur- inn hefði orðið fyrir árás í kirkj- unni og kannske drepinn. Og i liefndarskyni fóru þeir að ræna heimili ýmissa höfðingja og kveiktu í húsum. Þegar kirkju- gestir sáu eldana flýttu margir sér út til að reyna að bjarga fjármunum sínum, svo að sárafátt var orðið i kirkjunni þegar kór- ónan var sett á höfuð konungi. En bjarmann frá eldunum lagði inn um kirkjugluggana.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.