Fálkinn - 14.05.1954, Blaðsíða 11
FALKINN
11
LITI.A SAGAN
JOAN LEWELYN OWENS:
Móðír
FRÚ BROWN las bréfið frá Elsu aft-
ur og óskaði að hún væri jafnsnjöll
dóttur sinni að orða hugsanir sínar.
Börnin hlutu að hlæja að klaufalegu
setningununi og gömlu réttrituninni
hennar.
Það var ekki laust við að hún öf-
undaði dæturnar, orðin fimmtug, með
sprungnar hendur og grátt hár. Þegar
þær voru að alast upp höfðu þau Billy
verið stolt af að geta veitt þeim betra
uppeldi en þau fengu sjálf í æsku. En
eftir að Elsie var orðin hjúkrunarkona
á spítaia og Jane hafði fengið góða rit-
arastöðu, hafði frú Brown farið að
ihuga hvort afstaða dætranna til heim-
iiisins, væri ekki orðin önnur en áður
var. Hún gat ekki varist að gera sam-
anburð á gömlu húsgögnunum sinum
og' nýtísku húsgögnunum, sem kunn-
ingjafólk hennar átti.
Billy át steikt flesk og egg meðan
liann var að lesa veðreiðaúrslitin. Hún
spurði með hálfum liug: — Billy,
finnst þér ekki að við ættum að láta
skinna upp íbúðina?
Hann muhlraði: — Ég get ekki séð
að það sé neitt að hcnni eins og lnin
er, svaraði hann.
Hún dró djúpt andann. — Ég vildi
óska að ég væri orðin ung í annað
sinn, sagði hún.
Billy leit upp. — Hvers vegna. Fer
ekki vel um þig eins og er?
Hún klappaði á handarbakið á hon-
um. — Aldrci gæli ég fengið betri
mann, — en mér finnst ég hafa kastað
lífinu á glæ. Ef ég væri ung mundi
ég ganga á kvöldskóla og menntast
dálítið.
— Þú hefir komið börnunum upp,
sagði Billy.
— Já, og þau hafa komist til manns.
En vinafólk þeirra er af heimilum
foreldra, sem klæðast og tala öðru
vísi en við gerum.
— Reyni þau að miklast ef þau vilja,
sagði Biliy og roðnaði. — Engin
þeirra hafa. gert eins mikið fyrir
börnin sín og þú hefir gert fyrir þín.
Það skrjáfaði í blaðinu og hún af-
réð að tala ekki mcira um þetta. Hún
vildi fyrir hvern mun ekki gera hann
ergilegan og ciga á hættu að hann
færi að rífast næst þegar dæturnar
kæmu lieim, um helgina.
En ekki gat hún varist að þrá gamla
daga, er Elsie og Jane voru sniátelpur
og voru að koma hlaupandi til hennar
til að sýna allt það skritna sem þær
fundu og segja frá nýjustu leikjunum
sem jjær liöfðu lært. Þær töluðu aldrei
um starf sitt ljegar jjær voru heima
— jjað var líkast og jjær héldu að
hún mundi alls ekki geta áttað sig á
því, sem jjær væru að tala um.
Og síðast er jjær voru heima liafði
jjað sært hana er hún tók eftir að þær
áttu leyndarmál saman, sem hún fékk
aldrei að vita um. Hún mundi greini-
lega daginn sem þær liöfðu setið við
arininn og látið móðan mása ])angað
til liún kom inn — þá steinþögnuðu
þær.
Og daginn eftir er hún ætlaði að
setja blómaglas á borðið sem Elsie
var að skrifa við — þá tók hún eftir
hvað hún var fljót að breiða yfir
bréfið, svo að hún skyldi ekki sjá það.
Hún hafði alltaf gert sitt ýtrasta til
að liafa lieimilið failegt. Enginn skyldi
geta sagt, að ekki væri allt hreinlegt
og að fjölskyldan fengi ekki þrjár
góðar máltiðir á dag.
En í öllum kvennablöðunum sem
hún sá, var verið að slagast á þvi hve
áríðandi væri að konur á liennar aldri
ættu álnigamál utan heimilisins.
Hún var ein j)eirra sein hafði sökkt
sér í heimilisstörfin í stað þess að
víkka sjóndeildarhringinn, sem kallað
var. Hún átti engin umtalsefni og gat
ekki lagt orð í belg er fólk fór að tala
um nýjar bækur, um stjórnmál og
þess háttar.
En það kom ekki að neinu gagni
að sitja og stúra og vorkenna sjálfri
sér. Réttara að fá nokkrar siður léðar
úr blaðinu lians Billy og lesa um hvað
væri að gerast í veröldinni. Hann las
alltaf heimsfréttirnar siðast. Fyrst
las hann veðreiðaúrslitin — svo konm
teiknimyndirnar — svo auglýsingarn-
ar, og þegar tími var kominn til að
fara á skrifstofuna var hann ekki
kominn að heimsfréttunum.
— Má ég lána miðsiðurnar? spurði
hún.
— Hann muldraði góðlátlega og rétti
henni þær án þess að lita upp.
Frú Brown hafði aldrei litið í blað
án j)ess að lesa fyrst kvennadálkinn.
— Hugsum okkur, nú er svona sam-
keppni á döfinni aftur, sagði hún. —
Þeir eru að leita uppi fyrirmyndar-
móðurina. Margt dettur þeim i hug!
— Jæja, sagði Billy afskiptalaus,
en á næsta augnabliki spratt hann
upp eins og naðra hefði bitið hann.
— Billy! hrópaði hún, — þetta getur
ekki verið satl!
— Það stendur aldrei satt orð í
blöðunum, svaraði hann og gægðist
yfir öxlina á henni.
— Ég er víst orðin eitthvað brengl-
uð, stundi frú Brown. — Telpurnar
hafa sent nafnið mitt án þess að spyrja
mig leyfis — og ég hefi unnið!
Svo fylgdi hann linunum með vísi-
fingrinum og las það, sem telpurnar
höfðu skrifað um móður sína:
„Hún hefir alltaf verið leiðarljós
okkar. Gefið okkur styrk og ]>or til að
komast áfram og ná settu marki. Hún
gerði sitt ýtrasta og fórnaði öllu — lika
því, sem liún átti að njóta sjálf. Heim-
ilið hefir alltaf verið oklcar kœrasta
athvarf. Mamma hefir aldrei ávitað
okkur að þarflausu og aldrei verið að
hnýsast í það sem við gerum. Þess
vegna er heimilið eini staðurinn, sem
við hvílumst fyllilega á.
Við liöfum ávallt getað trúað mömmu
fyrir öllu, því að við vorum vissar um
að mœta slcilningi hjá henni. Hún hló
aldrei að því sem gekk okkur á móti
og reyndi aldrei að ganga á bug við al-
varlegu viðfangsefnin. Fyrsta skiptið
sem við fórum á bak við hana var þegar
við skrifuðum þessa umsögn — og liafi
það sært hana þá biðjum við innilega
afsökunar.
Billy tók báðum höndum um breiðar
lierðar konu sinnar. — Þú hefir sjálf-
sagt gerl þér áhyggjur að þarflausu,
sagði hann.
— Já, ég er vist eins og blind gömul
hæna, snökti hún og þerraði tár með
svuntuhorninu. — En mikið mcgum
við vera ánægð yfir telpunum okkar. *
Lagleg stúlka smokraði sér framhjá
lijónum í þrengslum fyrir framan búð-
arglugga i Austurstræti. Frúin teit
hvasst á manninn og sagði: „Aldrei
horfðir þú svona á mig, Gunnar."
„Þú leist lieldur aldrei út eins og
þessi,“ svaraði Gunnar.
SHyggna honon
Frú Lilly Akerblom í Gotlandsgötu
75, Stokkhólmi, sér það sem öðrum
er hulið. Þess vegna gal hún ráðið
gátu, sem finnska lögreglan hafði gef-
ist upp við: hvernig Kylliki Saari var
niyrt.
Hún þurfti ekki annað en að fá
tösku, sem Kyllikki hafði átt. — Þá
sá ég morðingjann, segir hún við
blaðamaðurinn. „Og ég gat líka séð
hvernig stúlkan leit út. Lögreglan fann
líkið eftir tilvísun frúarinnar og segir
að upplýsingar hafi verið réttar.
Frú Akerblom á heima i einu her-
bergi í Gotlandsgötu á Söder í Stokk-
hólmi. Gömul, vingjarnleg kona, með
brún augu vefur að sér morgunkjóln-
um. Hún er dálítið rugluð yfir öllum
þessum gauragangi svona snemma
morguns, síminn og dyrabjallan hring-
ja á vixl og við dyrnar er fjöldi blaða-
manna, sem viil hafa tal af konunni,
sem hjálpaði til að finna Kyllikki.
Frúin er skyggn. Vísindamennirnir
hafa sérstakt nafn á þessari gáfu og
kalla hana „psykometri". Ýmsir kalla
þetta blekkingar og tál, aðrir trúa því
statt og stöðugt.
SJÖTTA SKILNINGARVITIÐ.
Frú Akerblom hafði verið stödd i
Heisingfors og lialdið fyrirlestra um
skyggnilýsingar. Einn daginn var
hringt ti lhennar í síma. Maður, sem
óskaði að fá að hitta hana.
Þessi maður afhenti henni tösku,
og undir eins og luin tók við lienni
fór 6. skilningarvitið að starfa. Hún
sat með töskuna i hendinni og nú sá
hún staðinn, sem morðið hafði verið
framið á. Hún sá telpuna greinilega
og gat lýst fötunum hennar, og um
leið fann hún ólykt eins og úr ýldu-
polli. Hún vissi ekkert hver telpan
var, og ekki hver átti töskuna.
„Hefði ég vitað það mundi mér
hafa brugðist gáfan,“ segir frúin. „Ég
má aldrei vita fyrirfram hvað málið
snýst um.“
Maður frá leynilögreglunni í Hels-
ingfors, sem fór með föður myrtu
telpunnar til frúarinnar, vottar að lög-
reglan hafi fundið morðstaðinn eftir
tilvísun frúarinnar, og skýrsla hennar,
sem var hraðrituð orði til orðs reynd-
ist hárrétt.
„Ég sá morðingjann líka, og hvernig
hann framdi morðið. Lýsingin er hjá
finnsku lögreglunni. Ég vil ekki segja
blöðunum neitt fyrr en morðinginn
hefir fundist. Þá sést hvort lýsingin
er rétt,“ segir frúin snöktandi. Tárin
renna niður kinnar benni er hún
hugsar til morðsins.
„ÉG ER ENGIN SPÁKEIÍLING.“
Hvað sér hún? Hvernig getur hún
hjálpað fólki til að ráða lcyndar gát-
ur? Og getur hún séð fyrir óorðna
hluti?
„Ég er cngin spákcrling," scgir hún
og hnyklar brúnirnar. Enginn gctur
verið kröfuharðari við mig en ég sjálf.
Ég get ekki sagt hvaða hestar vinna
í veðreiðum eða gefið fólki ráð við
getraunir. Mér stendur alveg á sama
um það. Það skiptir engu máli. — Og
ég vil helst ekki skipta mér af glæp-
um. En það hefir stundum orðið án
þess að ég eigi sök á því.
Það hefir komið fyrir að sænska
lögreglan liefir leitað til hennar líka
við sakamál, sem ekki er fullrann-
I Gttlandsgötu
sakað ennþá, en þó komið á góðan
rekspöl.
í Finnlandi hefir hún hins vegar
starfað mikið. Þar eru menn komnir
lengra í þessum málum, og talað um
að stofna prófessorsembætti i „psyko-
metri“. Finnar líta allt öðrum augum
á þessi mál en Sviar — þeir hafa mciri
trú á dularfullum fyrirbærum.
í Finnlandi stendur fólk í biðröðuin
til að fá vitneskju um hvernig ættingj-
um og vinum hafi reitt af i stríðinu.
Það kemur með hluti, sem hinir dánu
hafa átt. „Og ég hefi séð margt, sem
hefir fengið mikið á mig,“ segir frúin.
„Einu sinni kom móðir ,sem vildi fá
upplýsingar um son sinn. — Ég sá
hann. Hann fékk fastur á gaddavirs-
girðingu og hrópaði deyjandi. Þegar
maður sér slíkt, segist maður ekki sjá
neitt.“
En liún hefir líka getað sagt mörg-
um huggunarorð. Að sá sem spurt er
um sé dáinn og j)að huggar fólkið,
því að þá veit j)að að ættinginn kvelst
ekki.
Stundum koma giftir mcnn til að
hnýsast um hvort kona þeirra sé
ótrú. En j)á verst gamla konan allra
frétta — „nema ég sjái að allt fari vel,“
segir hún. *
VETRARKJÓLL.
Óvenjulegur kjóll frá tískuhúsi Maggy
Rouff. Hann er dökkjjrár að lit og
mjög aðskorinn. Helsta sérlcenni lians
er slá úr sama efni, lagt gráu „Indian
lamb“ skinni. Skinn er' raunar mjög
i tísku eins og er, í erlendum blöðum
má sjá lwerskyns fatnað skinni prýdd-
an — jafnvel samkvœmiskjóla og
brúðarkjóla.
Kanadamaður sem átti heima við
St. Lawrencefljótið kom i heimsókn
til Richmond við London. Kunningja-
fólk hans þar sýndi honum flest mark-
vert, meðal annars ána Thames, og
héldu að honum mundi finnast mikið
til um það fræga fljót. Nokkru siðar
ætluðu þau að fara út og ganga og
spurðu livert hann vildi helst fara.
— Eigum við ekki að ganga kringum
lækinn sem ég sá um daginn."