Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 JíJiir I níjum búníngi Danssalurinn á annari hæð. Skemmtistaðurinn „Röðull“ við Laugaveg var opnaður laugardaginn 15. maí s. 1., eftir að miklar endur bætur höfðu verið gerðar á liúsakynn- um. Ólafur Ólafsson veitingamaður, keypti húsið og fékk Aðalstein Richter arkitekt til að hafa umsjón með breyt ingu hússins. í hinum nýja búningi er samkomu- liúsið mjög smekklegt, enda vel til alls vandað, og líklegt má telja, að „Röð- ull“ verði vinsæll skemmtistaður i framtíðinni. Á fyrstu liæð er matsal — Ljósm. Sig. Guðmundsson. ur, en á annari hæð danssalur, báðir mjög hlýlegir, en i kjallara er eldhús og brauðgerðarhús. Á fyrstu hæð er einnig aðskilinn bar. Skennntiatriði verða á hverju kvöldi og koma fram bæði erlendir og inn- lendir skemmtikraftar. Auk þess eru tvær liljómsveitir ráðnar, önnur sem leikur létt klassísk lög undir stjórn Þorvaldar Steingrimssonar, en hin danslög undir stjórn Árna ísleifsson- ar. gardurinn okkar Gróöurhugleiöingar og garðyrhjurit Nú er annatimi i görðunum. Ungir og gamlir stinga upp garðana, setja niður kartöflur, gróðursetja blóm og tré og undirbúa kálreitinn. Sumir garðar reyndust smitaðir af kartöflu- hnúðormum s. 1. haust og sá orm- fjandi getur lifað árum saman i mold- inni. Gætið því þess vegna vandlega, að setja ekki niður kartöflur i hnúð- ormasýkta garða og notið ekki kartöfl- ur úr þeim til útsæðis. Eftirlit mun verða haft með þessu í sumar. í görð- um sem ekki eru lagðir niður og breytt í tún, má t. d. rækta kál. Það þrífst vel og er prýðilegt búsílag. Erfitt er að geyma kálið eins og það kemur fyrir af jörðinni lengur en lil áramóta, þótt geymslan sé svöl og góð. En á hverju heimili er auðvellt að búa til úr hvítkálinu súrkál og það geymist fram á sumar og er bæði hollur og ljúffengur matur. Súrkálsgerð er lýst nákvæmlega i nýútkomnu garðyrkju- riti Garðyrkjufélags íslands. Þar er líka fróðleg grein um sumarhirðingu matjurtagarða eftir Einar I. Siggeirs- son. Óli Valur garðyrkjukennari segir frá dvöl í skógum Alaska og ýmsum ræktunarnýjungum, sem hann kynnt- ist við Cornell háskóla í Bandaríkj- unum. Garðyrkjuritið hefst á nýrri reglugerð fyrir Garðyrkjuskóla rikis- ins að Reykjum í Ölfusi. Skólinn liefir útskrifað 102 garðyrkjufræðinga, sið- an hann var settur á stofn árið 1939. Er það hlutfallslega fullt eins mikið og annars staðar á Norðurlöndum. Framleiðsla tómata var rúmar 200 smálestir s. 1. sumar. Það er með langmesta móti. (En meira er samt framleitt af sælgæti í landinu árlega, þ. e. brjóstsykri, súkkulaði, karamell- um o. s. frv.). Nokkur sölutregða var á tómötum um skeið. Olli því m. a. mikill inn- flutningur ávaxta um háuppskerutim- ann. Þyrfti að haga þeim innflutningi skynsamlegar. Munu ávextir hafa ver- ið fluttir inn s. 1. ár fyrir á tuttugustu milljón króna. Þjóðverji suður í Sel- vogi skrifar um merkilega áburðar- tilraun sem hann hefir gert á sendnu kartöflulandi; Hafliði Jónsson um menntun garðyrkjumanna og lögfest- ingu garðyrkju sem iðngreinar; Ing- ólfur Daviðsson um jurtasjúkdóma og áhrif birtu á blómgunartíma jurta, en farið er að nota „skyggingu og lýs- ingu“ mikið í hagnýtum tilgangi i gróðurhúsum. Árni G. Eylands skrifar skennntilega grein um „manninn og moldina“. Garðyrkjufélag íslands verður sjö- tugt næsta vor. Gengust Schierbeck landlæknir og Árni Thorsteinsson landfógeti fyrir stofnun þess 1885. Voru þeir landlæknirinn og landfóget- inn mjög áhugasamir og samhentir i því að efla garðyrkjuna á sínum tíma og hefja hana til vegs og virðingar, segir garðyrkjufrömuðurinn Einar Helgason í minningargrein. Garð- Margrét Ólafsdóttir (Edda) og Birgir Brynjólfson (Klói). LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR: „GimbiH“ Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi nýtt islenskt leikrit i siðustu viku. Það heitir „Gimbill“ og er eftir „Yðar ein- lægan“ — höfundur vill með öðrum orðum ekki láta nafns síns getið. „Gimbill" er léttur þríþáttungur og gerist í Keflavík á vorum dögum. — Ýmislegt er gott frá hendi liöfundar, einkum i öðrum þætti. Þar hefir leik- stjóranum, Gunnari R. Hansen, einn- ig tekist mjög vel að setja á svið draumsýnir ungrar og ástfanginnar stúlku. Fyrsti þátturinn er liinsvegar full þunglamalegur. í heild er þetta þó allskemmtilegt leikrit og vel til þess fallið að skapa fólki skemmtilega kvöldstund. Það andar lilýju frá höf- undi til persónanna og gamanið er græskulaust og öfgalitið. Þau missmiði sem á leikritinu eru, verða þvi auð- veldlega fyrirgefin. Leikendur eru Brynjólfur Jóhannes- son, sem fer með hlutverk Skarphéð- ins Iládal útgerðarmanns, Emilia Jónasdóttir, sem leikur Malínu konu hans, Margrét Ólafsdóttir, Einar Ingi Sigurðsson og Valdimar Lárusson, er leika börn þeirra Hádalslijónanna, Eddu, Hákon og Bárð, Guðmundur Pálsson, er fer með hlutverk Ragnars Sveinssonar píanóleikara, Helga Bach- man, er leikur vinnuslúlku, og Birgir Brynjólfsson, en hann leikur strák- inn Klóa. Meðferð hlutverka er yfir- leitt góð, sérstaklega gera þau Bryn- jólfur og Emilía hlutverkum sínum góð skil. Þá er leikur þeirra Einars Inga og Margrétar ágætur. Guðmundur Pálsson (Ragnar) og M argrét Ólafsdóttir (Edda). yrkjufélagið hefir mikinn hug á að koma upp grasgarði í Reykjavík í samvinnu við bæjarstjórn Reykjavíkur og háskólann. Mundi grasgarður efla mjög áhuga og þekkingu á gróðrin- um og auðvelda kennslu í grasafræði stórum. Þurfa að vera í garðinum allar algengar íslenskar plöntur, helstu ræktaðar garðplöntur og ýms- ar aðrar norrænar jurtir, tré og runn- ar og nafnspjald hjá hverri tegund. Nú laufgast trén óðum; hvítasunnu- liljurnar o. fl. Maðurinn lifir ekki af einu saman brauði. Garðurinn er heilsulind heimilisins. I. D. <> Þegar Winston Churcliill var i skóla var liann talinn svo tornæmur að hann gæti ekki lært latínu. Albert Einstein féll ú stærðfræðinni þegar hann gekk inn í menntaskólann. Skáldið Honoré de Balzac lirópaði, þegar hann las stil, sem hann liafði skrifað sjálfur í skóla: „Hvaða bölvað flón hefir skrifað þctta?“ Hann þekkti ekki rithöndina. “S COÍA (Spur\ DKYKK

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.