Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 11
FALKINN 11 FIIAMH ALDSGREIN. i'3 CAROL og konurnar hans Carol með síðustu konu sinni, frú Lupescu, í stofu sinni á Hotel Copaca- bana í Rio de Janeiro, 1947. Hjú§kapar§lit og: HJÓNABANDIÐ ÓGILT. Maria drottning var ekki af baki dottin. Nú kom versta áfallið. Lög- birtingablaðið rúmenska flutti til- kynningu um, að hjónaband Carols krónprins og Zizi Lambrino vœri ógilt, en dagsetningin á yfirlýsingunni var röng. Hún var dagsett 8. janúar 1919, til þess að svo skyldi líta út sem ég væri ekki sonur Carols. Ég fæddist 8. janúar 1920, réttu ári eftir fölsku dagsetningunni á til- kynningunni. En hún var ekki samin eða birt fyrr en mörgum mánuðum eftir 8. jan 1919. Foreldrar minir höfðu farið upp i sveit saman 15. júní 1919. Þegar hann kom til Bukarest aftur liótaði hann að afsala sér ríkiserfðum. Og 1. ágúst 1919 undirskrifaði hann afsal sitt og bað um að fá að verða sendur i herinn. Undir eins og liann var farinn fór lögreglan að leita móður mina uppi. Faðir minn hafði látið liana liafa bif- reiðina sina og bilstjórann, en hvort tveggja var tekið af henni. Bréfin sem þau skrifuðu livort öðru voru tekin. Þegar móðir min var kom- in að falli fór hún til Ronsan, bæjar- ins sem hún var fædd í, og hálfum mánuði áður en ég fæddist fékk hún þetta bréf: Elsku Zizi. Ég endurtek marg- sagða setningu: þolinmæði og hug- rekki. Allt fer vel. B. kom til mín nýlega og reyndi að telja mig á að twær g'ifting'ar skilja við þig. Það er árangurslaust. Hugrekki, elsku konan mín. Við verðum hamingjusömustu hjónin undir sólinni. Þinn um alla eilífð. C a r o 1 . CAROL í LANGFERÐ. Nokkrum dögum eftir að ég fædd- ist fékk mamma skilaboð um að faðir minn væri farinn í ferðalag kringum hnöttinn. Maria drottning hafði haft sitt mál fram! Nokkru síðar fékk mamma bréf frá föður mínum, dag- sett í Cairo. „Líf mitt er vansælt, ég kvelsl af efa og iðrun. Hugur minn er hjá þér, við vögguna og barnið, sem ég elska svo heitt. Hjartanu er engin huggun að því að ég hefi gert skyldu mína.“ — Og frá Japan skrif- aði hann: „Hvað gerið þið — þú og barnið? Elskan mín —stundum kvelst ég af liræðilegum grunsemdum. Engir vinir eru nærri þér, og ég er liræddur um þig og drenginn." Þegar hann kom til Evrópu aftur varð hann að fara til Zúrich, en þar lá amma hans, hertogafrúin af Edin- burgh, alvarlega veik. Þar hitti hann móður sína lika. í Luzern, eigi langt frá, bjó Konstantin Grikkjakonungur í útlegð ásamt fjölskyldu sinni. Þar var Helena, elsta dóttir konungsins. María drottning bauð son sinn vel- kominn heim og fór nú sem óðast að undirbúa nýja giftingu. CAROL GIFTIST PRINSESSU. Mamma fékk siðasta bréfið frá föð- ur minum nokkrum mánuðum eftir að ég fæddist. Þar skrifaði hann að hann ætli að giftist Helenu Grikk- landsprinsessu. Bréfið kom frá Zúrich: „Þaö er enginn sigurvegari, sem skrifar þetta bréf, heldur sigraöur maöur. Ég baröist meöan ég gat fyrir því, sem ég hélt aö vœri liam- ingjan í þessu lífi. Þegar ég kom heim aftur sá ég aö engin leiö var til aö vinna. Því gafst ég upp. Einhvern tíma fœ ég aö vita hvaö þaö rétta er. Þú mátt ekki halda að ást mín til þín hafi dvinaö. Hjarta mitt mun ávallt minna mig á hvers viröi þú varst mér, því aö ávallt mun ég minnast okkar stuttu ham- ingjudaga. Þeir eru horfnir ■— ég hefi snúiö viö blaöinu. Já, vina mín, þaö er satt aö ég er trúlofaöur prinsessu. ÞaÖ er svo þveröfugt viö öll mín áform, aö eng- inn er meira forviöa á því en ég.“ Sendimenn lcomu frá Mariu drottn- ingu til að tala við móður mína. Þeir sögðu henni að allmikil peningafúlga hefði verið lögð i banka i Bukarest á hennar iiafn. Hún gat ekki skert höfuðstólinn en fékk vextina. En nokkru af framlaginu var haldið eft- ir — það átti að svara til andvirðis gjafa þeirra, sem móðir mín fékk frá Carol meðan þau voru gift. Móðir mín fór með mig frá Rúmeniu fárra mánaða gamlan og við fórum víða um Evrópu. Árið 1925 hitti liún föður minn á Hotel Regina í Paris, og sama árið heimsótti lnin hann í Sinaia-höll við Bukarest til að tala við hann um framtíð mína. Hún sagði mér síðar að liann hefði iofað mörgu þá, en aldrei efnt það. Þess vegna höfðaði hún mál gegn honum fyrir frönskum dómstóli 1920. Faðir minn skildi ekki formlega við Helenu prinsessu fyrr en 1927, en þau slitu samvistum árið 1921. SKAÐABÓTAKRÖFUR ZIZI. Faðir minn hafði kynnst frú Mögdu Helenu Tampeanu og orðið ástfang- inn af henni. Hún var gift rúmensk- um herforingja og var dóttir lyfsala, Gyðings sem hét Lupescu. Þegar Ferdinand konungur dó, 1927, var Michael bróðir minn, sonur Hel- enu prinsessu, tekinn til konungs að- eins sex ára, og Maria drottning réð mestu í nefnd þeirri sem fór með kon- ungsvaldið. Faðir minn varð að flýja land og fór til Parísar og bjó þar með frú Lupescu, sem hún var kölluð, í Neuilly fyrir utan Paris. Við mannna áttum hka lieima í Neuilly, rétt lijá húsinu sem faðir minn bjó í með frú Lupescu. Faðir minn var stórríkur, því að liann hafði komið rnestu af fé sínu fyrir i útlend- um bönkum. Meðlag móður minnar hafði verið sæmilegt i fyrstu, en rúmenski gjald- eyririnn hríðféll eftir stríðið og varð lítils virði. Þegar faðir minn neitaði að efna ioforð sín krafðist mamma 50.000 dollara bóta af honum. Faðir minn hélt því fram að franskur dómstóll gæti ekki dæmt um kröfuna, og á þvi strandaði málið. FRÚ LUPESCU TEKUR VÖLDIN. Nú var líka önnur greind og ýtin kona komin í leikinn: frú Lupescu. Fyrir áeggjan hennar fór Carol til Brússel til að reyna að endurheimta konungdæmið, sem hann hafði afsal- að sér. Frá Brússel fóru þau til London en fengu ekki áheyrn og föður mínum var visað úr landi þaðan, 1928. En frú Lupescu var ekki al' baki dottin og árið eftir fengu þau dvalarleyfi í Eng- landi og bjuggu i Godstone í Surrey. Nú komu þau áformum sínum fram og Framhald á bls. 14. Helcna Grikkjaprinsessa, sem giftist Carol 1920, en þau slitu samvistum árið eftir og fengu lögskilnað 1927. Þegar myndin er tekin er hún á leið til páfans til að fá leyfi til að Michael megi giftast Önnu Danaprinsessu.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.