Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 sjá. Ekki þó fyrst og fremst vegna liins tröllaukna Columbusar-minnis- merkis, sem þar stendur, heldur vegna þess aö þarna er Paradís sápukassa- prédikaranna — „Soap Box Orators“. Eins og í Hyde Park í London getur hver sem vill stigið upp á kassa þarna og talað yfir hausamótunum á þeim, sem nenna að lilusta á og sagt mein- ingu sína. Frá morgni til kvölds eru ræðumenn þarna, bæði karlar og kon- ur, og láta kaðalinn mylja það. Áheyr- endur klappa og skemmta sér, og þeg- ar þeir nenna ekki að hlusta á meira fara þeir inn í Central Park. Þetta „lunga“ við Broadway er í sannleika fögur perla náttúrunnar, með grænum flötum, liáum trjám, blóinabeðum og tjörn, sem þó er mannaverk. Rétt fyrir ofan Columbus Circle byrjar íbúðarhverfið á Broadway. Eftir að komið er upp fyrir 60. Street getur maður farið að svipast um eftir íbúð, og verðlagið er mismunandi eft- ir staðnum. Rétt eftir fyrri heirns- styrjöldina þótt ágætt að eiga heima i hverfinu kringum 60. Street. Þá bjuggu milljónamæringar, kunnir listamenn og rikir kaupmenn þarna. Sérstaklega þótti Riverside Drive — sem liggur samhliða Broadway — „göfug“ gata. Nú er millistéttafólk orðið yfirgnæfandi þarna, en samt er hægt að finna þar íbúðir, sem kosta yfir 1000 dollara á mánuði. Þvi norðar sem maður kemur því sanngjarnari verður liúsaleigan, og lægst þar sem svertingjahverfið byrjar, við 122. Street. En bifreiðar sér maður fyrir fram- an svertingjabústaðina líka, og þær hafa eflaust verið keyptar á stærsta bílamarkaði heimsins, en hann er líka við Broadway. Allar bílasmiðjur i U.S.A. og enda um mestan hluta veraldar, hafa útibú á Broadway. Hér er liægt að kaupa bæði nýja og notaða bíla, hér eru lánsstofnanir til að greiða fyrir bílakaupum og ósköpin öll af bifreiðatryggingastofum. Hagfræðing- unum telst svo til að á liverju ári selji hílakaupmennirnir á Broadway kringum 2.000.000 bila. Dag og nótt eru ljós í sýningaskálum þeirra. Stærsta bilaverslunin er á Broadway nr. 1775 í húsi General Motors. Það er 17 hæðir og 14 stórir sýningarglugg- ar á þeirri neðstu. Eftir að komið er yfir 242. þvergötu fer að styttast á leiðarenda Broad- ways. Þar er að minnsta kosti enda- stöð neðanjarðarbrautarinnar. En Broadway er í rauninni lengri, þvi að hann heldur áfram sem þjóðvegur. Við höfum nú farið 30 kilómetra leið i huganum en ekki komist yfir að sjá nema lítið. Allir vilja auðvitað sjá liúsið Broadway nr. 1. Það stend- ur við ferjuna til Brooklyn, þar sem Hollendingar stofnuðu bæinn Nýju- Amsterdam árið 1614. Allir sem ganga um Broadway taka líka eftir auglýs- ingunni um Camel-sígarettuna: dát- ann sem rýkur út um túlann á bæði dag og nótt. Og flestir liafa víst rekið augun í gamla húsið, sem lieimsblaðið New York Times varðveitir til minja, eða heyrt hið einkennilega klukku- spil á Herald Square, sem New York Herald lét gera til minningar um stofnanda sinn. Enginn gleymir lield- ur öllum milljónunum af rafljósum, sem lauga Broadway í geislaflóði. Eða gistihúsunum miklu. Broadway er bæði fallegur og ljótur, ríkur og fátækur, hávaðasamur og hæglátur — hann er vasaútgáfa af Ameríkul Vafalaust merkilegasta stræti veraldarl * »Ungfrú Bikini 1953« Hún heitir Simone Dupont og er 21 árs gömul stúlka frá Toulouse. Hún er hvorki fyrirmynd ljósmyndara né neitt við kvikmyndir riðin, heldur blátt áfram og venjuleg ung stúlka, sem vakti athygli við Miðjarðarhafið í fyrra. LITLA SAGAN Tilboí merht „ffvintfri“ Ég verð að játa það! Ef til vill finnst sumum ég vera ótugtar eiginmaður, en það er nú einu sinni svo, að mér finnst glorían farin af konunni. Og þess vegna var ekki laust við að mig væri farið að langa í ævintýri. Vitan- lega alls ekki í alvöru — en rétt svona hins veginn — í sakleysi. Auðvitað elskaði ég konuna mína, en „af mis- jöfnu þrifast börnin best“, eins og all- ir vita. Konan mín var tryggasta sálin, sem hægt er að hugsa sér, svo að vitanlega mátti liana ekki gruna neitt. Þess vegna fór ég sem varlegast að öllu og leigði mér pósthólf undir fölsku nafni. Svo setti ég þessa auglýsingu í blaðið „Andvarpið": Jarphærður karlmaður, 35 ára sem á bíl, óskar að kynnast dömu á hæfilcgum aldri og hrífandi í útliti. Tilboð merkt „Ævintýri“. Ég kom við á pósthúsinu á hverjum degi og var með hjartslátt þegar ég opnaði hólfið. Loks kom bréf. Það var í rósrauðu umslagi og ilmur af því. Fingurnir titruðu er ég reif það upp, og svo las ég fallegt letur, sem stóð beint upp á endann. Þetta hlýtur að vera falleg kona, hugsaði ég með mér, — úr því að hún skrifar svona Doris Day vinælasta leik- og söngkona nútímans. ÆR eru margar fallegri en hún, en engin býður af sér betri þokka en Doris Day. Hún er fædd í Cinncinnat, Ohio, 3. apríl 1924, og heitir réttu nafni Doris Kappelhof. Faðir liennar var af þýskum ættum og allur í tónlistinni og kenndi söng, fiðluleik og píanóspil. En hann var erfiður á skapsmunum eins og margir tónlistarmenn, og skildi við konuna meðan Doris var lítil. Doris sýndi fljótt að hún hafði erft tónlistargáfu föður sins, en þó var það dansinn sem hún hafði mestar mætur á. Og móðir hennar sá fyrir þvi að hún fengi góða kennslu. Hún sýndi fljótt frábæra hæfni og afréð að gera dansinn að ævistarfi sínu. En örlögin vildu annað. Doris fallega hönd og notar svona gott ilm- vatn. „Skrifið strax og tiltakið við- eigandi stað og stund,“ skrifaði liún, og svo stóð númer á pósthólfi neðst á blaðinu. Ekkert nafn. Skrítið að liún skyldi nota pósthólf — en hún hafði kannske ástæðu til að fara var- lega, eins og ég. Ég skrifaði henni strax og þakkaði henni fyrir vingjarnlegt svar við aug- lýsingunni minni, og stakk upp á að við skyldum liittast fyrir utan Hótel Borg næstkomandi miðvikudagskvöld klukkan átta. Þetta var á fimmtudegi, svo að hún átti að hafa nægan tíma til að svara. Til þess að hún ætti hægara með að þekkja mig skrifaði ég, að ég mundi verða í ljósum sumar- fötum og með rauða rós í hnappagat- inu. Og svo mundi ég verða með ljósa regnkápu á handleggnum. Ég fékk svar við bréfinu mínu á mánudag. Þetta var allt í lagi, hún átti hægt með að koma á þessum tiltekna tíma, og hún sagðist hlakka afar mikið til að sjá mig, skrifaði hún. Ég skyldi taka eftir dömu í ljósum göngufötum með litið rautt blóm í hnappagatinu. Við gætum ekki farist á mis! Þegar ég kom úr skrifstofunni á miðvikudag varð ég að ljúga smá veg- is að konunni minni. Þetta var í fyrsta skipti sem ég gerði svona, svo að ég var skíthræddur um að hún mundi komast á snoðir um það. Ég sagðist eiga að vera á mjög áriðandi fundi fyrir hönd liúsbóndans, svo að hún skyldi ekki búast við mér fyrr en seint. Það var allt í lagi, sagði hún, þvi að hún væri boðin til vinkonu sinnar i kvöld, og kæmi ekki fyrr en seint heldur. Nýgreiddur og snurfusaður tritlaði ég fram og aftur gangstéttina milli Borgarhornsins og Nora-Magasíns. Klukkuna vantaði örfáar minútur í átta, svo að nú gat liún komið á hverri stundu. Hvernig skyldi hún nú iíla út? Skyldi mér lítast á hana? Meðan kirkjuklukkan var að slá sá ég dömu i ljósum fötum og með rautt blóm i hnappagatinu stefna beint á mig. Þarna stóð ég eins og illa gerður hlutur og óskaði að mig væri að dreyma. Því að daman i ljósu fötunum og með rauða blómið var engin önnur en konan mín! * Eiginmaður: — Þið ógiftu mennirn- ir eru aldrei ánægðir, hvorki heima né að heiman. Giftið ykkur — þá eruð þið að minnsta kosti ánægðir þegar þið eruð að heiman! varð fyrir bílslysi og munaði minnstu að það kostaði hana lífið. Lá hún 14 mánuði á spítala. Nú varð hún að hætta við dansinn, en lifsfjörið þvarr ekki fyrir það, og hún fór að læra að syngja. Það gekk vel og skömmu eftir að hún var orðin albata var Doris Kappelhof ráðin að dálítilli dans- liljómsveit i Cinncinnati. Hún vakti athygli og var ráðin til að syngja með stærri hljómsveitum. Meðan hún söng með hljómsveit Rapp Barneys á nætur- klúbb í Cinncinnati tók liún sér nafn- ið „Day“. Hún hafði vakið hrifningu í dægurlagi, sem heitir „Day after Day“ og þess vegna valdi liún nafnið. Síðar söng liún með hinum frægu sveitum Bobs Hopes og Freds Warings og fór nú að verða kunn viðs vegar um Bandarikin. Og grammófónplöturnar hennar runnu út. Michael Curriz fékk augastað á henni sem kvikmyndaleikara og lét hana reyna sig lijá Warner Ðros. Þetta var 1946, og tveimur dögum eftir prófið var samningurinn undirskrif- aður og hún byrjaði i myndinni „Rom- antík og brotsjóir“. Svo rak hver myndin aðra og alltaf þótti Doris tak- ast vel. Einkum „Lullaby of Broad- way“ og „April i París“. Hún söng vel og reyndist lika ágæt- ur leikari, og dansað hefir hún á móti sjálfum Fred Astaire. Árum saman liefir bros hennar mætt augum manns á kápum amerisku myndablaðanna. Hún er líka tíður gestur í ameríska útvarpinu og er talin með tekjuliæstu konum í Bandaríkjunum i dag. En þrátt fyrir allt meðlætið virðist liún laus við alla dynti. Hún er afar geðgóð og bráðskennntileg í viðtali og öllum er vel við hana, sem vinna með henni. Hún hatar náttklúbbana og allt svall og er mjög heimakær. Terry sonur hennar er 11 ára og orð- inn nærri þvi eins stór og móðir hans. Hann er af fyrsta lijónabandi og nú býr Doris með þriðja manni sínum, sem er fyrrverandi auglýs- ingastjóri hennar og heitir Marty Melcher. Síðasta mynd Dorisar heitir „By the Light og the Silvery Moon“ gaman- leikur sem gerist í ameriskum smábæ. Þar er mikið af fallegum lögum, sem hún syngur. Doris Day.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.