Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN BROADWAY spegilmynd Bandaríkjanna Broadway að næturlagi og eftir hcllidcmbu, svo að enginn sést á götunni. En ljósaauglýsingarnar frá Hotel Astor, Chevrolct og Hotel Claridge sjá fyrir birtu á götunni. ESTUR sem kemur til New Yorlc og hefir ætlað sér að ganga endi- langan Broadway og líta vel í kringum sig, þarf helst að vera góður göngu- maður. Flesta grunar sem sé ekki að Broadway, sem liðast gegnum hjarta Manhattans, er lengsta gata í heimi. Eigi maður að ganga hana endanna á milli — en það gera fáir'— yrði það 30 kílómetra ganga! Broadway skásker tröllaborgina á Manhattan. Þetta stræti virðir að vett- ugi hina stærðfræðilegu nákvæmni, sem skipulag borgarinnar byggist að öðru leyti á. Broadway er þrár og sérvitur og það hefir hann alltaf verið, enda er hann elsta gata borgarinnar. Við Broadway tifa og starfa miltjónir manna. Miltjónir elska og liata Broad- way. Milljónir tigna liann eða for- dæma, en liann þekkir ekki dag frá nóttu, hann lifir aðeins og lijarta hans stær, og hann er miðdepill Ameríku. Þessi einkennilegi vegur rekur sögu sina til ársins 1009. Hudson starfaði hjá Vestur-Indíafélaginu hollenska, og áteit að þarna væri hægt að gera góða höfn. Og hann reyndist sannspár. Þarna varð síðar stærsta höfn vcr- aldar. í Nýju Amsterdam — en svo hét New York i fyrstu — var byggðin víggirt. The Wall hét borgarmúrinn og nafnið lifir enn þó að múrinn sé hruninn, því að peningagatan Wall Street lieldur því við. Árið 1635 réð- ust bæjarbúar í að leggja nýja götu út fyrir The Wall. Hún var miklu breiðari en allar eldri göturnar og þess vegna kölluðu þeir hana Broad- way — breiða veginn. Þetta var í fyrstu gert vegna kirkjufólksins og vegurinn lá að kirkjunni, en von bráð- ar fóru kaupmenn að byggja meðfram Broadway, og í 300 ár liefir hann verið að smálengjast norður á bóginn. Og nú er bann orðinn 30 kilómetrar og yfir 6000 byggingar standa við hann. Þarna eru skýjakljúfar og trölla- gímöld, þar eru bankar, skipafélaga- og vátryggingastórhýsi með þúsund- um skrifstofuherbergja og tugþúsund- um starfsmanna. Þar þjóta lyfturnar eins og örskot milli kjallara og liáa- lofts um tugi hæða, frá morgni til kvölds. Og niðri í götugjánni milli skýjakljúfanna miklu stendur enn kirkjan gamla, Trinitatis, eins og of- urlitið kríli í straumharðri elfu um- ferðarinnar. Það er draumur allra rómantískra New York-stúlkna að ganga i hjónaband i þessari kirkju, en það kostar skildinginn. Sóknar- nefndin telur sig verða að heimta of fjár fyrir hjónavígslurnar. Því að kirkjan stendur á afar dýrri lóð og verður að greiða geypihá afgjöld og skatta. En í matartímanum uppúr há- deginu má sjá fólk leita inn i kirkjuna til að forða sér um stund úr öllu arg- inu á götunni og reyna að hvíla sig. í skrúðhúsinu er fallegt bókasafn, og þar geta allir fengið léða bók með sér inn í kirkjuna til að dreifa hug- anum. „STREETS“ OG „AVENUES“. Broadway er heimur fyrir sig. Allt sem yfirleitt er til i Ameriku af at- vinnugreinum, kynþáttum og mann- legum fyrirbærum á einliverja fulltrúa þar. Þvergöturnar á Manhattan eru kallaðar Streets, en göturnar 11, langs eftir eyjunni heita Avenues og torgin eru kölluð Squares. Við 23. Street sker Broadway „milljónamær- ingagötuna", hina frægu Fifth Avenue. „Herald Square“ er vafalaust vin- sælasta torg borgarinnar, þar er alltaf mannþröng eins og þvaga hefði orðið kringum áflogahunda eða ökuníðingar rekist á. Þarna eru líka tvö stærstu vöruhús veraldar: „MACYS“ og „GIMPELS", sem geta selt manni hvað sem er — frá títuprjón upp í lifandi fíl, frá leikfangabíl upp í lysti- snekkjur. Við 42. Street byrjaY skemmtana- hverfið — það sem útlendingar liafa i huga þegar þeir nefna Broadway og það sem flestir þekkja úr kvikmyndum og bókum og blöðum. Þarna breikkar gatan á báða vegu og heitir þar „Times Square“, og þar verða Ijósa- auglýsingarnar að glæsilegri flugelda- sýningu. Það er blátt áfram undur hvað Broadway getur boðið af Ijósa- auglýsingum. Maður sér eldglæring- ar og allt hringsnýst. Úr öllum áttum kalla neonljósin: — komið hingað! Hér er gott að skemmta sér. Þarna er röð eftir röð af leikhús- um, skopleikaliúsum og glaumbæjum, og eins og gimsteinn í öllu þessu skemmtihafi stendur hið heimsfræga Metropolitan Opera House, þar sem aðeins úrval söngvara fær að koma fram. Neðstu svalirnar i leikhúsinu eru kallaðar „demantaskeifan“, því að þar eru stúkur dollaramilljónamær- inganna. Þeir leigja þær til árs og borga vel fyrir, og þess vegna getur Metropolitan borgað frægu söngfólki vel. Á þessum slóðum hafa margir lista- menn, sem síðar urðu heimsfrægir, komið fram opinberlega i fyrsta skipti. „Frumsýning á Broadway" eru orð, sem tákna sigur eða ósigur fjölmargra listamanna — leikara og leikstjóra, söngvara, rithöfunda og tónskálda. Þarna var háð fyrsta samkeppni i maraþóndansi, þarna fór fram fyrsta viðureignin um heimsmeistaratign í linefaleik, þarna á „Great Way“, sem hverfið er kallað, skemmta allir sér, sem hafa efni á að borga fyrir það. Talsvert löngu norðar, milli 160. og 170. Street, eru annars og þriðja flokks leikhús og fjölleikahús, sem draga að sér fjöldann, og þar þarf enginn að vera samkvæmisklæddur til að sleppa inn. Kvikmyndafrumsýningar kringum 42. Street — hjá „Paramount“, „Capi- tol“, Rialto“, Mayfair“ o. s. frv. þykja merkisviðburðir. Þá þvergirðir ríð- andi lögregla göturnar fyrir umferð- ina tímunum saman, meðan „stjörn- urnar“ frá leikhúsum og kvikmynd- um koma prúðbúnar til samkomunnar eða peningaljónin úr Wall Street eru að koma og fara. í kvikmyndahúsum eru víða sýningar frá kl. 9 á morgn- ana og viðstöðulaust til miðnættis. Skammt frá 51. Strcet og rétt við „Lindys Restauranþ', sem allir íþrótta- og veðmálaáhugamenn þekkja (og Damon Runyon minnist oft á í sögum sínum), er Madison Square Garden, mesti íþróttastaður veraldar. „Hjá Lindys“ er alltaf hægt að hitta blaðamenn og leikara. Þar liafa marg- ir „Gossip CoIumnists“ — blaðamenn sem skrifa slúðurfrétir, sín föstu borð. Þeir mundu veslast upp ef „Lindys“ og Broadway væru ekki til. Kunnastur allra „slúðrara" nú mun Walter Winchell vera, — hann sækir frétl- irnar til „Lindys“ eða í „Stóra klúbb- inn“ og hefir yfir hálfa milljón doll- ara upp úr á ári. DEIGLAN BROADWAY. Broadway er spegilmynd Anieriku — og Ameríka er þó alltaf innflvtj- endaland. Hér er fólk og kynþættir hrætt saman. Og deiglan er, ekki síst, Broadway. Þegar maður kemur út úr hálfdimmri gjánni milli skýjakljúf- anna og lieldur norður á bóginn ligg- ur leiðin um verslana- og ibúðaliverfi Grikkja, Frakka, ítala, Þjóðverja og Gyðinga. Og loks til Kínverja — i Chinatown. Innflytjendurnir liafa raðað sér niður eftir þjóðerni milli 60. og 120. Street, og þarna dafna fjöl- skrúðugari og furðulegri lifsvenjur en nokkur skáldsöguhöfundur gæti látið sér detta í hug. Eu þegar komið er út fyrir Harlem liggur Broadway inn í nýja veröld aftur: hér birtist Columbiaháskólinn með tignum stórhýsum, rannsóknar- stöðvum og stúdentagörðum. „SÁPUKASSA-RÆÐUMENN“. Columbus Circle heitir torg á Broadway ,þar sem 8. Avenue og 59. Street mætast. Þann stað er vert að Broadway að degi til. Auglýsingarnar setja svip á götuna, jafnvel þó að þær séu ekki lýsandi.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.