Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 Simeon rýtti. „Hann ætti að reyna það, ó- þokkinn!“ „Náði hann í öll bréfin, Peter?“ spurði Carmen. „Hvert einasta?“ „Já.“ Hún virtist hafa gleymt' áhyggjum sínum út af áverka Peters. Hún settist í sófann og lét minkafeldinn síga niður á fallegar axlirn- ar. „Þetta er skrítið," sagði hún lágt. Hún var í svörtum samkvæmiskjól, sem var svo fleg- inn í hálsinn að sá í grópina milli brjóstanna. Crane tók eftir að Ann starði á hann tindr- andi grænum augum, og hann brosti í kamp- inn. Nú var henni velkomið að dáðst að Peter March, því að nú hafði hann fengið nokkuð til að dáðst að sjálfur. Og svo fór hann aftur að hugsa um hver Carmel March gæti verið. Hún var svo fjarræn yfirlitum, að hún hlaut að hafa gifst inn í fjölskylduna. Peter var að segja föður sínum frá því að hann hefði ætlað sér að brenna einkabréf Richards áður en nýju leigjendurnir kæmu í húsið. „Mér hugkvæmdist það ekki fyrr en alveg nýlega," sagði hann. „Hefirðu tilkynnt lögreglunni þetta?“ spurði Simeon March. „Nei, mér finnst réttast að láta það ekki fara lengra." Crane sagði: „Maðurinn minntist eitthvað á að hann væri að ná í bréfin fyrir einhvern annan.“ „Já, ég býst við að við, megum eiga von á fjárþvingara," sagði Peter. „Þvinga fé af dauðum manni?“ urraði Simeon March. Crane var hróðugur yfir að hafa getið rétt til um að Richard væri dauður, og fór nú að íhuga hve lengi hann hefði verið dauður. „Þetta er meira kynjamálið, sem við höfum lent í,“ sagði Ann. „Það er svo að sjá,“ sagði Carmel March. Simeon March starði á hana. „Þessu hefðir þú getað afstýrt," sagði hann með þunga. „Þú hefir haift nærri því heilt ár til stefnu, að eyði- leggja bréfin hans Richards." „Var nokkur ástæða til þess að ég hefði átt að hafa hugsun á því?“ spurði Carmel. Röddin var hvöss. Hún hvessti augun á Simeon March, sem horfði á hana á móti, en sneri svo frá henni og leit á son sinn: „Þú hefðir getað gert það.“ „Ég hefði átt að sjá um það,“ sagði Peter. „En mér datt þetta ekki í hug fyrr en í dag.“ Augun í Simeon March urðu gul af ofsa. „Bjálfi!“ Hann hreytti orðunum úr sér. Crane gat ekki betur séð en það væri hættu- legt að etja kappi við Simeon March og til að afstýra fleiri árekstrum spurði hann: „Langar nokkurn hérna í strammara?“ „Mig,“ sagði Ann. „Mig langar alltaf í strammara." Það er svo að sjá sem hinu fólkinu þætti þetta vel til fundið líka, og Carmel bauðst til að hjálpa Ann til að ná í glös og ís, en Ann afþakkaði það. „Ég verð að læra að rata um þetta hús hvort sem er, og þess vegna er eins gott að ég byrji strax.“ „Ég kem með — sem lífvörður,“ sagði Crane. Eldhúsið var eins og fáguð efnarannsókna- stofa á borð við þær, sem maður sér myndir af í vikublöðunum — spegilfagur vaskur, raf- magnseldavél, rafmagns-uppþvottavél og stærsti kæliskápur, sem Crane hafði nokkurn tíma séð. Hann opnaði skápinn með gætni. „Er eitthvað að?“ spurði Ann. „Nei, ég var bara smeykur við að lík mundi velta í fangið á mér.“ „Lík Richards?" spurði Ann. „Lík einhvers," svaraði Crane. „1 svona málum er það venjan að lík séu falin á allra ólíklegasta stað.“ Ann náði í bakka og há glös í búrinu. „Mér finnst þetta ofur viðkunnanlegt mál,“ sagði hún. „Mér finnst það ekkert ólíklegt,“ sagði Crane, sem var önnum kafinn að ná ísköggl- um upp úr skúffunni. „Ég sá hvernig þú gónd- ir á Peter March.“ „Og þú hámaðir Carmel í þig með augun- um. Það var ljótt að sjá.“ Hann náði í nokkrar sódavatnsflöskur og svo fóru þau aftur inn í stofuna. Þegar allir höfðu fengið sér í glösin, sagði Simeon March: „Crane, mig langar til að tala við yður nokkur orð undir fjögur augu.“ „Ætlarðu að fara að tala um alvörumál á þessum tíma sólarhringsins, pabbi?“ sagði Peter. „Þetta er fljótgert,“ sagði Simeon March. Crane elti vinnuveitenda sinn inn í bóka- stofuna og þar settust þeir í leðurfóðraðan sófa. „Vitið þér hvers vegna þér eruð hingað kominn?“ spurði Simeon March. Crane skimaði kringum sig áður en hann svaraði. Þarna voru bækur á allar hliðar. Flestar þeirra bundnar í skinn og mikið gyllt- ar á kjöl, og þær stóðu hlið við hlið í kyrfi- legum röðum, svo að það var engum vafa bundið að þær höfðu verið keyptar sem stofu- stáss en ekki til að lesa þær. „Ég geri mér nokkurn veginn humynd um það,“ svaraði Crane. „Þá þarf ég ekki að segja yður.........“ „Jú, segið mér sem mest,“ sagði Crane. Hann hafði enga hugmynd um hvað Simeon Crane var í hug, en taldi réttast að látast sem hann væri öllum hnútum kunnugur. „Mig langar til að heyra alla söguna, frá upphafi til enda.“ „Gott og vel.“ Simeon rétti fram tvo vindla, svo snöggt að Crane hrökk við. „Vindil?“ „Nei, þökk fyrir.“ „Reykið þér ekki?“ „Jú, en eingöngu vindlinga.“ „Vindlingar hæfa ekki öðrum en kvenfólki.“ Og svo hóf Simeon söguna, og Crane hlust- aði með eyra á hverjum fingri, því að ef þetta var rétt, sem gamli maðurinn sagði, var þetta mál einstakt í sinni röð. Fyrir níu mánuðum, í febrúar, fannst Ric- hard March dauður við stýrið í bílnum sínum. Hann stóð fyrir utan golfklúbbinn, en þar hafði verið dansleikur um kvöldið. Eftir lík- skoðunina féll úrskurðurinn á þá leið, að hit- unartækin í bílnum hefðu verið orsökin. Þau hefðu verið í ólagi. „Sonur yðar?“ spurði Crane. „Nei, bróðursonur minn. Sonur Josephs March, bróður míns, sem nú er dáinn.“ Crane fannst March segja nafnið eins og honum þætti sjálfsagt að Crane vissi hver Joseph March var, svo að hann kinkaði kolli eins og hann kynni þetta á fingrum sér. „Var hitunartækið brotið?“ spurði hann. Simeon March brosti beiskjulega. „Ég veit það ekki. Enginn varð til þess að rannsaka það.“ „Hvers vegna ekki?“ „Af því að flestum létti svo þegar Richard dó, að enginn hirti um að grennslast eftir atvikunum að dauðsfallinu." Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent. ADAMSON Loksins beit á hjá honum!

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.