Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN JONATHAN LATIMER: GARDENÍU verð að fara,“ sagði hann, stóð upp og kvaddi Ann með handabandi. Crane fannst það alger óþarfi. „Þetta er skemmtilegasta innbrotið sem ég hefi nokkurn tíma framið,“ sagði hann við hana. „Komið þér og brjótist inn oftar,“ sagði Ann. Crane sagði: „Já, fyrir yður skulu okkar dyr alltaf vera tvílæstar." „Þökk fyrir.“ March var hálfu höfði hærri en Ann. Nú brosti hann aftur. „Ef þið hafið ekki bíl, þá höfum við nóg af þeim. Ykkur langar máske til að skoða bæinn á morgun?“ „Þökk fyrir, það var ... .“ byrjaði Ann og brosti til hans. „Bíllinn okkar er á leiðinni frá New York,“ sagði Crane. „Williams, allragagnið okkar kemur með dótið okkar á honum." Peter March sagði: „En ef honum seink- „........ tökum við tilboði yðar með þökkum,“ sagði Ann. March gekk að skrifborðinu. „Ég ætla bara að taka þessi blöð og........“ „Nei,“ heyrðist sagt með draugslegri, málm- kenndri rödd. „Látið þér blöðin vera! Hypjið yður burt frá skrifborðinu!" Grannur maður í bláum frakka stóð frammi við dyr. Crane fann á sér að hann mundi hafa staðið þarna góða stund. Hvítur vasaklútur var bundinn yfir neðanvert andlitið, og hatt- barðið skyggði á augun. Maðurinn var með sjálfvirka skammbyssu í hendi. „Ég ætla nefnilega að geyma þessi blöð,“ sagði hann. Crane hafði aldrei heyrt svona rödd áður. Hún var likast og talað væri gegnum langa járnpípu. Og að barkinn væri úr málmi. Og svo var blísturhljóð í andardrættinum þegar maðurinn talaði. „Farið þér til hins fólksins," saði hann við Peter March og veifaði skammbyssunni. Crane tók eftir að hnapp vantaði í annað frakkahornið. Ann Fortune starði á hann svo að græn augun skutu neistum, meðan hann var að vöðla blöðunum saman og stinga þeim í frakkavasann. Nú gat Peter March ekki stillt sig lengur. „Nei,“ sagði hann. „Ég sætti mig ekki við þetta.“ Og svo sveif hann á manninn, og Crane var í svip sannfærður um að hann yrði skotinn. Maðurinn virtist hræddur og hikandi. Crane hélt niðri í sér andanum. Svo reiddi maðurinn skammbyssuna og sló March á gagnaugað með hlaupinu. Crane tók eftir hve úlnliðirnir á honum voru grannir og að þeir voru grábláir eins og á betlara sem maður hittir á köldum vetrardegi. March hneig niður á gólfið en hann var ekki hættulega særður. Ann fór að hljóða. „Þegið þér!“ skipaði maðurinn. Ann hlýddi. Maðurinn stakk þvi sem eftir N Ý FRAMHALDSSAGA. 2. ■ILMURINN var í vasann. Svo kom hann auga á skamm- byssu Cranes og hirti hana líka. „Eru fleiri skjöl hérna?“ spurði hann og sneri sér að Crane með skammbyssuna á lofti. „Ekki svo að ég viti,“ svaraði Crane. „Og hvað segið þér, March?“ March sat á gólfinu og studdi höndunum að gagnauganu. „Ég heyrði þegar þér sögð- uð í hvaða erindum þér hefðuð komið hingað.“ „Látum það gott heita,“ sagði March. „Náunginn sem ég vinn fyrir afþakkar að fullu og öllu að fólk sé að snuðra héV' sagði maðurinn. Hann horfði enn á Crane og mið- aði byssunni á hann. „Látum það gott heita,“ sagði March aftur. Maðurinn beygði sig, stakk hendinni í innri jakkavasa March og dró upp þrjú bréf, en byssunni miðaði hann áfram á Crane. „Jæja, þér vitið ekkert um þessi bréf, hr. March!“ sagði hann háðslega. „Heyrið þér . .. . “ byrjaði March. „Ég er fús til að .... “ „Þegið þér!“ Maðurinn reiddi skammbyss- una eins og hann ætlaði að berja March aft- ur. „Plöggin verða vel geymd hjá þeim sem tekur við þeim núna.“ Hann beygði sig og glennti andlitið framan í March. „Skiljið þér mig?“ „Hvert ætlið þér að fara með þau?“ spurði Crane. „Skiptið yður ekkert af því,“ sagði maður- inn og fór fram að dyrunum. „Ætlar hann ekki að taka peningana okk- ar líka?“ spurði Ann. Maðurinn nam staðar við dyrnar. „Þér misskiljið þetta alveg, frú.“ Nú talaði hann svo lágt að þau gátu varla heyrt hvað hann sagði. „Ég er ekki neinn venjulegur þjófur." „Æ-nei,“ sagði Ann. Svo hvarf maðurinn fram í forstofuna og eftir augnablik heyrðist hann skella útihurð- inni. Peter March stóð upp. Bráðum heyrðu þau skrölta í bíl sem brunaði út götuna á hraðri ferð. „Hvernig líður yður?“ spurði Ann og leit á Peter March. Hann tók höndina frá gagnauganu. Það blæddi ekki úr honum, en dálítil kúla var komin þar sem höggið hafði hitt hann. „Bölvaður óþokkinn," sagði hann. „Hver skyldi hafa sent hann?“ „Voru bréfin mikilsvarðandi?" spurði Ann. „Já, fyrir March-fjölskylduna. Og ef til vill fyrir vinkonur Richards." „Richard hlýtur að vera töfrandi maður,“ sagði Ann. „Já, mörgu kvenfólki fannst það,“ sagði March kuldalega. Crane hafði fundið glasið sitt — það var lögg í því ennþá. „Þér sögðust hafa komið til að eyðileggja öll hættuleg bréf,“ sagði hann. Hann drakk glasið í botn. March kinkaði kolli. „En bréfin sem þér höfðuð í vasanum ?« „Æ — þau?“ Það leið góð stund þangað til March svaraði. „Ég — ég hafði hugsað mér að brenna þeim heima hjá mér.“ Ann sagði: „Var ekki verið að hringja dyrabjöllunni?" Þau hlustuðu. Einhvers staðar í húsinu hringdi bjalla. Crane sagði: „Ég vona að það sé ekki póst- urinn — að koma með fleiri bréf.“ Kona í glæsilegri minkabjórakápu stóð fyrir utan og féll birtan af lampanum * yfir dyrunum á hana. Hún var grönn og fallega vaxin, hárið svart og gljáandi. 1 skugganum bak við hana stóð karlmaður. „Eruð þér William Crane?“ spurði hún. „Carmel!“ Peter March smokraði sér fram hjá Crane og opnaði dyrnar upp á gátt. „Og pabbi!" Hvað eruð þið að erinda hingað?" Simon March gekk á eftir konunni inn í húsið. Hann gekk hratt og rösklega, eins og sæmir ríkasta manninum í fylkinu, eiganda March & Company, næststærstu þvottavéla- og kæliskápasmiðju landsins, stofnanda bæj- arins Marchton og „March-stofnunarinnar til vísindarannsókna í læknisfræði". Og við þetta bættist að hann var í bili vinnuveitandi Cranes. Þegar kom inn í hvít-bláu stofuna annaðist Peter March um að fólkið væri kynnt. Dökk- hærða unga konan hét Carmel March, og Crane velti fyrir sér hver Carmel March væri. Ekki gat hún verið kona Richards March, því að hún hét Alice. En honum gafst ekki tími til að hugsa frekar um þetta, því að Simeon March var farinn að spyrja hann spjörun- um úr. „Við afréðum á síðustu stundu að koma fljúgandi," sagði hann. „Þess vegna komum við svona snemma." Simeon March hafði silfurhvítt hár, loðnar hvítgráar augnabrúnir, sítt yfirskegg og brún augu. Hörundið á andliti og höndum var mó- rautt með dökkum blettum. Hann var mjög hrukkóttur, líkastur gömlum Indiána. Crane datt ósjálfrátt í hug Theodore Roosevelt, og þó var hann ekkert svipaður honum. Hann var í hálfnaðri nýrri spurningu þegar Carmel truflaði hann og spurði forviða: „Peter! Hvað er að sjá þig?“ Hún fór til hans og snerti við kúlunni á gagnauganu. „Það tekur ekki að minnast á það,“ sagði Peter. „Það lítur svo illa út!“ sagði hún angistar- full. „Hvernig fékkstu þetta?“ Hún sneri sér til Crane spyrjandi. Crane sagði henni hvað gerst hefði, en á meðan var honum ríkast í hug hve konan væri falleg. Það var eitthvað grímukennt og óhræranlegt yfir andlitinu, en þessa stundina virtist það mjög lifandi, vegna áhyggnanna sem hún hafði af Peter March. Og það var leit að öðrum eins litum og þessum, hugsaði hann með sér — hrafnsvart hár, jarðarberja- rauðar varir, mjólkurhvítt hörund og augun svo svört og tindrandi að manni datt í hug lútsterkt kaffi. „Því í skollanum reyndirðu ekki að góma manninn?" spurði Simeon March þegar Crane hafði lokið frásögn sinni. „Hann getur notað bréfin til að heimta fé,“ sagði Peter.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.