Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ABTURO BAREA: Nautabaninn og zigaunamærin ‘VkAÐ var svalt í vínstofunni. Síð- degissólin varpaði breiðum, gár- óttum geisla gegnum bambus-forheng- ið fyrir dyrunum og gluggánum. ÞaS var kyrrt um þetta leyti dags, of snemmt fyrir gestina og of snemmt fyrir kvöldgoluna ofan úr Sierra- fjölium. Göturnar í Cordova voru ryk- ugar og heitar. Byrlarinn strauk um ennið, fyllti litið glas handa gestinum í horninu og sagði: — Verndarengillinn midn hefir sent þig hingað. Bölvaður Englend- ingurinn þarna hefir spurt mig í þaula. Og svo veit hann allt sem vita þarf — það er ekki viðlit að ljúga neinu í hann. Hann er jafn fljótur að sjá i gegnum lygasögur og þú ert að reka korðann í svæfingarholuna á fallegu nauti. Þegar hann kom datt mér i hug að það yrði hægðarleikur að gabba hann, þvi að það er venjan með þessa Englendinga, sem vilja vita allt u'm nauta-öt. En það reyndist ekki svo með þennan, sagði byrlarinn móðg- aður, — liann taiar spönsku eins vel og ég og þekkir nauta-at út í æsar. Hann ólst upp í Gibraltar, mun hafa verið sonur einhvers mikils Englend- ings þar. En nú er hann kominn hing- að til Andalúsíu, í fyrsta sinn eftir að stríðinu lauk. Og ég þori að bölva mér upp á, að hann er að reyna að ná í einhverja sanna sögu, sem merg- ur er í. Digri maðurinn við bardiskinn át ólívur úr litilli skál. Hreyfingar hans voru snarar og snyrtimannlegar, miklu unglegri en búast liefði mátt við. — Jæja, sagði liann, — svo að þú kemur til mín í þessum erindum, vin- ur minn Gabriel, þú sem veist meira um nauta-at en nokkur niaður í heimi. Ekki þarft þú á minni hjálp að halda. Mér er illa við slúður, og það veistu vel. Hann dreypti á víninu. — Er það þessi drjóli þarna í horninu, sem þú ert að tala um. Ég tók eftir hárinu á honum þegar ég kom inn. Falleg bringa, langar lappir .... Æ, nei, það er best að þú eigir við hann, Gabríel. Þú liefir ekki annað að gera. Segðu honum meira um Belmonte. Þeir hafa aliir svo gaman af því. Byrarinn strauk skósólanum við gólfið, alveg hissa. — Hann hefir lesið liverja einustu bók, sem skrifuð hefir verið um Bel- monte. Það er eitthvað annað, sem hann er að snuðra um. Og ég lofaði manninum að útvega lionmn verulega góða sögu, — þetta er besti náungi og ör á fé. Ég lofaði honum að þú skyldir segja honum sögu. Þess vegna varð ég svo glaður þegar þú komst. — Hvers konar sögu vill þessi vin- ur þinn iieyra? Byrlaranum létti: — Svo að þú ætl- ar þá að láta hann fá hana? — Ég kemst víst ekki hjá því úr því að þú hefir lofaö því. Ég get ekki gengið ú bak orða þinna, Gabrielillo. Það er að segja ef ég man söguna. — Ef þú manst hana ekki þá man enginn maður í veröldinni liana. — Ha? Tónninn var þannig að byrlarinn strauk sér enniö aftur. — Þú mátt ekki móðgast. Ég meinti ekkert illt með þessu. En manninn þarna langar til að lieyra söguna um Curro. Og La Triana. Nú varð löng þögn. Englendingur- inn leit við þegar liann hætti að heyra óminn af samtalinu. Hann stóð ipip og hneigði sig klaufalega. Gildi mað- urinn kom áleiðis til hans og fasið var líkast því að liann vildi koma af það. Litið þér á nautshausinn þarna á þilinu. Þennan þarna, já. Curro helgaði henni þetta naut, eftir að þau kynntust. Besta naut kvöldsins. N'aut frá búi Greifans. Það eru þrjár persónur, sem skipta máli í sögunni — hinar þurfum við ekki að skeyta um. Við skulum byrja með Greifanum. Það gildir einu livað stað áflogum. En svo rétti hann Eng- lendingnum höndina og sagði: — Mér skilst að Gabriel hafi lofað yður að ég segði yöur sanna sögu. Ég skal gera það. Dick Gorley tautaöi einliver þakk- arorð, þeir settust. Gabriel kom með tólf glös af chatos á bakka. Glösin voru barmafull og hið ljósa vín virtist ætla að flóa út af, en það hefði ekki verið æfðum byrlara til sóma. Gabriei opnaði munninn og lokaði bonum á vixl, en sagði ekki orð. Allt í einu sneri hann frá og kom svo aftur með ýmiss konar snarl á bakka. Ilann reyndi aftur að segja eitthvað, en vin- ur lians lét sem hann sæi liann ekki. Og svo hvarf byrlarinn inn fyrir diskinn. — Svo að yður langar til að heyra sannleikann um Curro og La Triana? Enginn veit allan sannleikann. Ég geri það ekki. Blaðamennirnir og allir aðdáendur kalla þetta ráðgátu nauta- víganna. Ég geri ráð fyrir að það sé þess vegna, sem þér eruð svona for- vitinn .... þvi skylduð þér ekki vera hann heitir. Hver veit nema þú kann- ist við nafnið. Hann var sjötugur þegar þetta byrjaði. Ætt lians er jafn gömul fjöllunum, og er komin úr fjöllunum. Karlmennirnir í fjölskyldunni hafa jafnan gifst andalúsiskum stúlkum, siðan i tíð ísabellu hinnar kaþólsku. Greifinn var kvistur á þessum meiði. Yður langar líklega til að vita hvernig hann leit út, er það ekki? Silfurgrátt hár og hvítt vangaskegg, alveg eins og gamall zigauni. Svört augu. Bústn- ar augnabrúnir, svartar með hvitum gárum. Hvasst nef og fíngerðar nasir. Bogamyndaður munnur, sem kven- fólkið stenst ekki. Aldurinn skiptir engu máli fyrir það. Hann var kven- liollur og kvenfólkið var hril'ið af lionum. En ást hans var á naulunum. Ilann ól upp griðunga á beitilandi, þar sem selta var i jörðinni. Hann kinkaði kolli til liyrndu nautshausanna, sem voru í röð á þil- inu, eins og hann væri að heilsa göml- um kunningjum. — Já, Greifinn ól upp bestu nautin, sem börðust á sand- skeiðum Spánar, og hann vildi alltaf hafa bestu nautabanana. Hann varð upp með sér þegar Curro kaus nautin hans fremur en önnur. Greifinn hafði komið Curro til manns og hafði mikla trú á honum. Önnur aðalpersónan í sögunni var La Triana. Ég ætla ekki að teikna mynd af henni handa yður. Ifún var zigauni, óblandaður, mjög dimm yfir- litum, mjög há og lipurvaxin. Augna- brúnirnar á henni voru bogadregnar eins og hornin á nautshausnum þarna. Svo læt ég yður um að sjá liitt i huganum. Þegar sagan liófst var hún orðin fræg dansmær, prima ballerina á stærsta glaumhúsinu í Madrid. Hún var ástfangin af sjálfri sér og dans- inum, en ekki af karlmönnum. Á hverju kvöldi sýndi hún sig á leik- sviðinu fyrir liundruðum karlmanna, og vakti hjá þeim lostahug með hreyf- ingum sínum og kroppnum á sér. Þeir ortu kvæði um Iiana. Síðar ortu þeir kvæði um hana og Curro. Curro var þriðji maðurinn í sögunni. Og hann var eini maðurinn í heimi, sem nokkurn tíma liafði átt hana. Dick Gorley sagði spekingslega: — Svo að þetta var þá gamli ásta-þrí- hyrningurinn? — Nei, ekki beinlínis það .... Gurro var fimur nautvígamaður. Aðdáendur hans kölluðu hann glæsilegan mata- dor. Þeir urðu hamslausir af æsingu og aðdáun í hvert skipti sem hann sýndi sig, eins og þeir urðu alltaf þegar góður nautabani lét þá tryllast af æsingunni, sem er samfara því að leika sér við dauðann og leika svo alltaf á dauðann á síðasta augnabliki. Þeir urðu bölvaðir af æsingu. Það varð Curro líka. Ilann hafði lært iðnina í strangasta skólanum, er flakk- aði milli bæja og barðist við nautin á torgunum kjötkveðjudagana. Ilvað eftir annað var hann slitinn af bola- hornunum og lagður til á borðinu á einhverri veitingakránni meðan verið var að rimpa hann saman. Þá lærði hann hvað óttinn var, og af því lærði hann að þorið sprettur upp af óttan- um. En ég lield ekki að hann liafi verið frábær. Það var svoleiðis að hann tjaldaði öllu sem hann átti til í liverjum einasta bardaga. Curro var aldrei að eltast við stelp- ur. Jafnvel ekki við La Triana, sem sat jafnan næst grindunum og dáðist að honum i livert skipti sem liann kom fram á sandskeiðinu. Hann gaf henni lítinn gaum fyrst i stað, hann hafði ekkert gaman af kvenfólki. Hann gekk að starfi sínu með kostgæfni. Þegar nautið vall um og leiknum var lokið, fór venjulega beiskur, brenn- andi þorsti um allan skrokkinn á hon- um. Og þá fékk hann skjálfta i hnén. Ekkert gat læknað þennan beiska þorsta. Ekki svalandi vatnið, sem hann skolaöi munninn með eftir viður- eignina — hann drakk alltaf vatn úr gamalli Sanlucar-Ieirkrús. Og ekki vínið, sem hann slokaði í sig. Þegar corrida kvöldsins var lokið, var hann vanur að fara heim í gistihúsið sitt, þvo af sér súran svita óttans og leggjast svo á bakið. Aðdáendur komu i herbergið hans, en hann skeytti þeim lítt. Þeir voru þarna eins og maðka-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.