Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 9

Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 flugur kringum marflatan skrokkinn, sem ekki liafði endurheimt sig úr ástandinu „liins vegar frá“. En eitt kvöldið kom La Triana heim í her- bergið hans með hóp af hávaðasömum kunningjum. Og þegar kunningjarnir fóru varð hún eftir. — Curro liafði verið með mörgu kvenfólki. Það liafði verið honum eins og matur og drykkur, eins og hvað annað sem hann iangaði í og borgaði fyrir. Eftir að hann var orðinn frœg- ur borgaði hann ekki með peningum, annar var munurinn ekki. Hann hló að öllu hjali kvenfólksins um ástir. En nóttina sem La Triana kom, svalaði lnin beiska þorstanum hans, sem hann hafði aldrei fundið neitt rúð við. En i staðinn gaf hún honum nýjan þrosta — eftir henni sjálfri. Og svo varð hún hjá honum. Þau voru vinsæl hjóna- leysi. Fólk gerði sér ferð til að sjá þau. Það kom í gleðileikhúsið, sem hún dansaði í og þar sem hann sat i stúku. Og það kom í hringleikahús nauta-atanna, þar sem liann harðist við tarfa og hún sat fram við grindur, bak við útsaumuðu skikkjuna, sem liann hafði lagt fyrir framan fætur hennar er hann hafði gengið hringinn ú sviðinu til að sýna sig áður en atið hófst. Fólk sagði að hún hefði aldrei dansað betur en nú og að hann væri miklu fimari á sandskeiðinu en nokk- urn tima áður. Greifinn lék á als oddi. Hann áleit að La Triana hefði seitt fram eittlivað, sem áður hefði ekki náð framrás hjá Curro — dýpri kennd kallaði hann það. Greifinn sagði margt viturlegt um nauta-at og ást, en ég man ekki orðin. Hann sendi La Triana hlóm þegar eitthvað sérstakt var um að vera á sýningum hennar, og hann sá um að Curro fengi bestu nautin á búinu til að kljást við. Allir voru ánægðir. Gildi maðurinn vandaði mjög orða- val sitt er hann hélt áfram: — Fyrsti votturinn um að eitthvað væri að — nei, það fyrsta sem Curro tók eflir, aðrir höfðu verið næmari en hann, — var óvenjulegt slen og þreyta. Sveigjan var farin úr skrokkn- um á honum. Hann var ekki liræddur við nautin, þvert ú móti, stundum óskaði hann þess að bolinn ræki i liann hornin og byndi enda á þessa töfra, sem ollu þvi að handleggirnir og lappirnar á honum voru orðin eins og bómullarlagður. Fyrst i stað hélt hann að enginn tæki eftir þessari breýtingu nema hann sjálfur, en þar skjátlaðist honum. Blaðamennirnir tóku eftir henni, og leikstjórarnir, og loks aðdáendurnir. Og greifinn. Hann hætti að velja bestu nautin úr handa Curro. Leikstjórarnir urðu tregari og sýtingssamari þegar hann var að gera samningana við þá, og tóku dauflega í að láta hann koma fram þegar um einhverja stórsýningu var að ræða. Fjárhagurinn fór rénandi og hann varð að fara gætilega með peningana. Þau bæði •— Curro og La Triana — liöfðu notað peningana gegndarlaust. Hún hélt því áfram. Einn daginn dag- inn heyrði Curro nýja vísu um sjálfan sig og hana. Það var ekki falleg vísa, og hann reyndi að gleymu lienni. Næt- urnar með lienni voru ástríðuheitar. Næst gerðist það að læknirinn hans sagði honum, að hann yrði að taka sér hvild frá nauta-ati og kvenfólki um sinn. En þá var þorsti hans i hana orðinn eins og þorsti drykkjumanns- ins, hann óx og óx með liverjum sopa. Og næturnar með henni og huggun hennar svöluðu þorstanum. En það var mikill munur á álirifunum, sem samveran hafði á þau. Ást þeirra þroskaði hana á heilbrigðan hátt. Dans liennar varð eins og ljóð, án blygðunar og orða. En hann lifði ekki nema hálfu lífi á daginn. Logi lians brann hægt. Sumir héldu að hann væri af- brýðisamur og gáfu honum góð ráð. En hann var það ekki, að minnsta kosti ekki á þann hátt sem þeir héldu. Að visu var það svo, að Greif- inn var farinn að ganga út með La Triana á kvöldin, og víst var um það að hann gaf lienni gjafir. Curro frétti meira að segja að hann borgaði fata- reikningana hennar þegar þröngt var í búi lijá henni. Honum gramdist það, en þó ekki af því að liann grun- aði hana um græsku. Greifinn hafði ávallt verið eins konar liollvættur Curros, og þegar því var að skipta að greiða götu góðs naulabana, skiptu peningar engu máli fyrir Greifann. En, — Curro var farinn að efast um að Greifinn teldi hann góðan nauta- bana. Sumar athugasemdir gamla mannsins ollu Curro sviða, eins og hann hefði fengið ertiörvar í hnakka- drambið. Smávegis glósur um að Curro væri frábær elskhugi, en lítið meira. La Triana kunni ekki við þetta heldur. Hún hafði metnað af elsklniga sínum og vildi ota honum fram. Og þegar Curro fór að verða tekjurýrari en hún, gramdist henni það. Hún fór ekki dult með það. Curro hélt að það væri i hefndarskyni, sem hún var með Greifanum á kvöldin. Hann lét sér ekki detta í hug að hún var ein af þeim, sem gat átt elskhuga og ríkan vin i senn, og þó vissi hann að hann var henni meira til yndis en nokkurn tirna áður. Ef Greifann langaði til að ylja gömlum linútunum í návist henn- ar þá skipti það ekki máli. Gildi maðurinn tók málhvíld og horfði framan i Englendinginn: — Þegar að er gáð þá minnir þetta á gamla þríhyrninginn samt: Falleg zigaunamær, frægur nautabani og ill- gjarn, ríkur, gamall höfðingi. Nú bíðið þér eftir næsta þætti, býst ég við. Þér eigið liklega von ú því, að forsmáður elskhugi reki rýtinginn i kvenmanninn eða gamla maurapúkann — eða þau bæði. Dick Gorley roðnaði, er hann sagði: — Nei, ég geri ekki ráð fyrir að viðburðarásin verði lik því sem hún var í „Carmen“. Ástæðan til þess að mig langar til að vita hvers vegna Curro og La Triana hurfu, er blátt áfram sú, að faðiiy minn sá þau og dáðist að þeim. Hann var vanur að segja að það liefði farið vel á að þessu lauk með ráðgátu, meðan þau voru bæði á hátindi frægðarinnar. Venju- lega er niðurlagið á svona sögum bæði leiðinlegt og sorglegt, og þar vantar alveg þann glæsileik óvissunnar, sem einkennir þessa sögu. — Ég skil það. En hvað svo? Hvers vegna viljið þér þá heyra niðurlagið á sögunni? Það getur vel verið að það verði leiðinlegt. Ungi Englendingurinn fór hjá sér er hann svaraði: — Þetta voru hvort tveggja afreka- manneskjur. Og það er verst hver í hlut á. — Já, víst er það .... En það var nú svo, að Curro var ekki á hátindin- um þegar þetta gerðisí. Hann var eig- inlega talsvert ósjálfbjarga. En hún stóð á hátindinum og það stafaði Ijómi af henni. Þegar hún dansaði kvöldið sæla var hún svo falleg að þeir sem sáu hana voru lafhræddir um að þeir mundu missa stjórn á sér. Og loks varð Curro liræddur lika. Heniji var lialdið samkvæmi og hún dansaði þar langt fram ú nótt, eins og hún vildi sýna vald sitt og yfirburði. Enginn skeytti um Curro. Fólkið skotraði aðeins til lians augunum öðru hverju. Hann vissi hvers vegna það var. Hann átti ekki að vera á corrida kvöldið eftir — frægasta nauta-ati ársins. Hann þótti ekki nógu góður. Honum fannst La Triana hrósa sigri yfir vanmætti lians, sem gerðu yfir- burði hennar meiri. Þegar þau komu heim i herbergið á gistihúsinu hló hún og steig nokk- ur dansspor fyrir framan spegilinn. Svo sneri hún sér að honum, horfði á hann og beið. Hún bjóst við að hann mundi sýna henni ofboðslegt ástriki. En þá blossaði ofsinn upp í lionum. Þau fóru að rífast. Hún sagði að ekki þyrfti hann að hlifa sér því að liann tæki ekki þátt í nauta-atinu á morgun hvort eð væri. Hún sagði honum að ein ástanótt hefði þau ein áhrif á sig að hún dansaði betur kvöldið eftir. Og loks sagði liún að hún gæti ekki framvegis treyst því, sem hann ynni fyrir, en yrði að treysta á það, sem hún ynni fyrir sjálf. Hún hafði hann á sínu valdi, og hefði eins vel getað gert það, sem honum liefði verið holl- ast að gera. En liann tók á lienni með sterkum fingrum, og hann hefði kyrkt hana ef hann hefði ekki verið svo hræddur .... Og svo gerðist ekki meira. Hann sat á rúmstokkunum og horfði á liana eins og hún væri að sýna dans á leiksviðinu: Hún dró fram töskur, fleygði flíkunum sínum ofan í þær í einni kássu, kallaði á þernuna, skipaði fyrir, strunsaði um gólfið, hof- móðug í lireyfingum og risi, hristi þétt svart hárið og lét dæluna ganga. Enginn maður, sem ekki væri full- kominn karlmaður, gæti átt hana alla, sagði liún. Hún endurtók þetta, hvað eftir annað. Einhvern tíma hefir hún gefið sér tíma til að opna báða kran- ana í baðklefanum. Hann lieyrði vatn- ið renna. Hann hafði ekkert við liana að tala. Og það síðasta sem hún dengdi á hann var eins og hnefahögg í and- litið. Svo skellti hún dyrunum eftir sér. Curro stóð upp, fór úr fötunum og i náttfötin. Löngu, löngu síðar sá hann að rafljósið varð fölt og gult. Dag- renningin smeygði sér inn um opinn svala-gluggann. Hann fór að velta fyrir sér livernig á þvi stæði að hann væri hérna, einmitt í þessu herbergi. Allt hafði komið fyrir annan mann, ekki hann. Hann var ringlaður. Sá í huganum sandskeiðið og fólk, sem var að hylla annan nautabana. Hann gerði sér myndir í huganum af La Triana í ýmiss konar umgerð, bak við útsaumuðu skikkjuna, státna og eins og líkneski í lokaþætti síðasta dansins, eggjandi og fokreiða við hinn mann- inn, ekki hann, einmitt í þessu her- bergi, nakta dásemd hennar sá hann líka. Hann fór að liugleiða, að fólk sem fremur sjálfsmorð, geri það nauð- ugt, en óski að drepa aðra veru til þess að geta lifað sinu eigin lifi frjálst og óháð. Þegar hann var að hugsa um þetta heyrði hann tvö skot og óp og öskur úti á götunni. Hann fór út á svalirnar. Fólk hljóp eins og það ætti lífið að leysa og reyndi að forða sér inn i húsagarða og fyrir húshorn. Ofar í götunni stóð fólk í hring og í liringn- um stóð fílefldur griðungur, svart- skjöldóttur. Ljómandi fallegt naut, eitt af fallegustu nautunum sem Greifinn hafði nokkurn tíma alið upp. Þetta naut liafði sloppið þegar þeir voru að fara með nautahópinn í leikhúsið. Það var ólieppilegt. Það hefði verið liægt að sýna fallega viðureign við þennan bola um kvöldið. Nú stóð hann þarna á götunni, viðbúinn til að gera árás. Curro greip muletu úr skápnum sem hann hafði dótið sitt í, og dró korða úr slíðrum. Hann vætti fingurgómana og strauk oddinn á korðanum, alveg eins og liann var vanur að gera á sandskeiðinu. Svo hljóp liann niður stiga og 'út. Inniskórnir skelltust og töfðu fyrir honum og honum gramdist að vera í náttfötunum. IJann lieyrði ópin frá fjöldanum og hann heyrði sjálfan sig espa nautið. — Eh, toro! Jú, víst var þetta fallegt naut. Undir eins og það kom auga á óvin sinn réð það til atlögu. Curro gabbaði það tvisvar með muletunni, aðeins tvisvar sinnum, þvi að hann var hræddur um að missa af því. í seinna skiptið náði liann ágætri aðstöðu og lagði korð- anum. Það var fimlegt, nákvæmt og öflugt lag. Nautið datt eins og drumb- ur. Curro þerraði korðann á mulet- unni. Og nú þyrptist fólkið að lxonum. Þér getið náð í ljósmyndir og grein- ar í gömlum blöðum, ef yður langar. Þeir gerðu sér mikinn mat úr þessu. C'urro var með liarðsperrur í marga daga eftir þetta, allir vildu ná í hann og bera hann i gullstól og ,tollera“ hann. Umboðsmaður hans var fljótur að koma og tveir leikstjórar sprengdu hann upp hvor fyrir öðrum. Hann undirskrifaði samning um sex corri- das. Hann hefði getað heimtað hvað mikið sem hann vildi, en hann var ekki að hugsa um það. Það sem gladdi hann mest var að umboðsmaður Greifans heimtaði, að ekki skyldu notuð naut frá öðrum en Greifanum. Hann féllst á það og furðaði sig á að Greifinn skyldi elcki hafa komið sjálf- ur. Það var ekki líkt honum. Og hann var hissa á að La Triana skyldi ekki vera þarna og gera kröfu til lians, úr því að hann hafði endurlieimt frægð- ina og átti von ú miklum tekjum. En honum þótti vænt um að fá að vera í friði. Honum fannst enn, að þetta allt hefði ekki komið fyrir hann sjálfan, heldur hinn manninn. Og enn fannst lionum sjálfsagt, að hinn maðurinn mætti ekki fá að lifa. Curro liáði svo þessar sex corridas en liann sá ekki La Triana og lét sem hann sæi ekki Greifann, sem sat í stúku sinni. Þeir sögðu að þessi sex öt hefðu verið ágæt. Og þeir sögðu að Curro hefði tekið upp alveg nýtt lag. Ég veit ekki hvað rétt er. Hann barð- ist við hvert naut með offorsi og fyrir- litningu og lék sér við dauðann. Og liann drap livert naut með sama krafti og fimi sem á götunni forðum. Aðdá- endur lians tignuðu hann sem hetju. Gildi maðurinn tók langa málhvíld. — Það mun hafa verið þetta, sem faðir yðar kallaði „blossa heiðurs og frægðar“. Dick Gorley herti upp hugann og sagði: — En La Triana? Ég hélt að .... — Þér liélduð að þau liafi strokið saman og lifað sæl til æviloka? Nei. Hún gerði enga tilraun til að endur- nýja vinskapinn, og hann gat ekki leit- að hana uppi. Fyrir fyrstu sýninguna af þessum sex var lionum sagt livert hún hefði farið eftir að rimman varð milli þeirra. Hún fór beint til Greifans og bað bann ásjár, hann hafði einu sinni boðið lienni að sjá henni far- borða. Hann fór með hana á einn bú- garðinn sinn nálægt Sevilla. En þegar hann frétti um viðureign Curros við nautið á götunni, skildi liann hana þarna eftir og fór sjálfur til Madrid. Ég hefi sagt yður áður, að Greifinn Framhald á bls. 10.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.