Fálkinn


Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 7

Fálkinn - 28.05.1954, Blaðsíða 7
FÁLKINN 7 verið — og væri jafnvel enn. Hún sagði hreinskilnislega: „Yður myndi auðvitað fara betur að vera nýrak- aður.“ Victor brosti enn breiðara brosi. Ég mun skila því til Carters, liann gefur sér ekki tíma til að raka mig á hverjum degi. „Hann mætti spyrj- andi augnaráði hennar og svaraði samstundis: „Já, ég er heigull.“ And- lit hans varð skyndilega hörkulegt og samanbitið. „Við skulum ekki tala meira um það.“ Hún yppti öxlum og stóð upp. „Eins og þér viljið,“ sagði hún. „Nú verð ég að fara lieim.“ „Ég skal fylgja yður á leið. Það eru á kreiki sögur um einlivern náunga sem reiki um skóginn og hræði fólk. Þorpsbúar halda að það sé ég.“ Bridget hallaði liöfðinu aftur á bak og hló dátt, svo bergmálaði um skóg- inn. „En sá þvættingur! Þér megið fylgja mér ef þér viljið.“ Þau gengu lilið við lilið yfir engin og námu staðar við ávaxtatrjágarð- inn. Þaðan blöstu rústir gamla hússins við þeim. „Þér hjálpuðuð mér til að sigrast á þunglyndiskastinu,“ sagði hún. „Stöðugt lijal allra hinna um fortíð- ina hafði lamandi áhrif á mig. Þau lifa og hrærast i draumnum um rúst- irnar þarna og endurbyggingu þeirra. Hvers vegna reisa þau ekki heldur annað liús, öðruvísi en hitt?“ Hún sneri sér að honum og leit beint í augu hans. „Hvers vegna gerið þér það ekki?“ Hann lyfti hendinni, eins og hann væri að verjast höggi. „Nei, þér megið ekki .... þér hafið komið mér lengra fram á við á einum hálftíma, en ég liefi sjálfur komist á fimm árum. Þetta ætti að vera nóg svona fyrsta daginn." „Viljið þér koma og borða kvöld- verð með okkur? Það myndi gleðja okkur Eric mjög að þér kæmuð.“ Hann gat ekki neitað. Hann skynj- aði það varla sjálfur en undirmeðvit- und hans vissi, að liann varð að sjá hana aftur. Hann fann að i öll þessi ár hafði hann verið einstæðingur, dyr lífsins höfðu verið honum lokaðar, en það var hún, sem á einu andartaki hafði opnað þær. „Þakka yður fyrir,“ sagði hann ró- lega. „Ég kem á miðvikudagskvöldið.“ Augu hennar ljómuðu. „Eg lilakka til að segja hinum frá þvi. Gaman verður að koma Eric á óvart.“ Hann áttaði sig skyndilega á því, hversu lítið hún hefði talað um mann sinn. Honum hafði næstum tekist að gleyma þvi að hún var gift. Hún kom honum fyrir sjónir eins og liún væri — Þetta er frá nokkrum vinum mín- um, sem óska mér til hamingju með að ég á að fá að gera uppskurð. Margt er undnrlegt í ndttúrunnor ríhi % Tvíhöfðinn í Minneapolis. Drcngur fæddist í Minneapolis með tvö höfuð og tvo hryggi, sem runnu saman i eitt um mjaðm- irnar, og fjóra handleggi jafn- stóra. Fyrir neðan mitti var liann ekkert vanskapaður. En það merkilegasta við barnið var að það virtist vaxa helmingi hraðar en önnur börn. Þegar það var hálfs mánaðar var það þroskað eins og það væri mánaðar gamalt. Loðna barnið sem haulaði. í Vestur-Noregi gerðist það fyrir 60 árum að kona ól barn, sem var ekki nokkur manns- mynd á. Það var loðið og mótaði fyrir hníflum á hausnum og það öskraði ferlega. Ljósmóðirin fékk krampa þegar liún sá það, og varð að flytja hana á sjúkrahús. Barnið át einhver ósköp. Eftir þrjár vikur var ómögulegt að liafa það í mannahýbýlum og var það sett á auðan bás í fjósinu. Það virtist kunna vel við sig þar, stóð á fjórum fótum í básnum og át birkilauf. Það varð enn loðnara og fór nú að baula. Móðir barnsins var 35 ára og bjó ein á bænum með eldri bróður sinum. Eftir að barnið var flutt í fjósið fékkst móðir þess ekki lil að sjá þessa hörmung, en bróð- ir hennar hugsaði um það. Var reynt að halda þessari fæðingu leyndri, en hún vitnaðist brátt, enda var það kunnugt að stúlkan hafði verið ólétt. Prest- urinn frétti um að barnið væri fætt og gerði orð um að hann yrði að skýra það, en það var orðið svo þungt að enginn lcona hefði getað haldið þvi undir skirn. Nú varð þetta héraðsfleygt og síðan landfleygt. Málið kom fyrir hreppstjóra og lækni, sýslumann og stjórnarráð og loks fyrir kon- ung. Hann ákvað að hreppstjór- inn skyldi farga þessu „dýri“, sem nú var kaltað svo. Hvort liér hefir verið um að ræða afbrigði, sem orðið hefði að sérstakri manntegund skal ósagt látið, en svo mikið er víst að lireppstjór- inn fór ásamt presti og oddvita heim á bæinn síðdegis einn sunnu- dag, og „dýrið“ var leitt út á lilað og þar rotaði oddvitinn það með öxi, sem hann fann úti í skemmu. Og svo var dýrið urðað einhvers staðar úti i móa. Eingetna barnið í Portúgal. Fyrir 25 árum ól kona barn suður í Portúgal. Er það ekki í frásögur færandi og hitt ekki heldur, að konan var ógift, þvi að lausaleiksbörn fæðast í Portú- gal eins og annars staðar. Og barnið leit út eins og börn flest. En svo kom að því að skíra krógann og nú átti konan að segja til hver faðir þess væri. „Ég hefi aldrei verið við karl- mann kennd — svoleiðis .........“ sagði hún. Fólk fór að brosa og tala um að hér væri ný meyjar- fæðing á döfinni, en aðrir ypptu öxlum og sögðu að það væri svo sem ekkert nýtt þó að ríkir feður borguðu barnsmóðurinni ríkulega fyrir að þegja yfir faðerninu. En nú er þess að gæta að í Portúgal býr kaþólsk þjóð, og kaþólskir líta öðrum augum á svona mál en mótmælendur. Konunni var hót- að þvi, að hún yrði kvalin í eldi helvítis til eilifðar ef hún lýsti ekki barnföður. En það dugði ekkert, hún hélt þvi til streitu að hún hefði aldrei nálægt karl- manni komið. Loks varð það úr að ákveðið var að láta lækna rannsaka konuna, bæði á sál og líkama. Þeir fundu ekkert athuga- vert við sálina, en liitt lcom i ljós að konan var bæði karlmáður og kvenmaður, og hafði átt barn með sjálfri sér. * cngum háð, en lnin var kona bróður hans. Hann hefði gjarnan viljað spyrja hana um Eric, um samlíf þeirra, hvort þau væru hamingjusöm. En hann þagði, og liún sagði: „Við sjáumst þá i siðasta lagi á miðvikudaginn.“ r+s Carter var að laga te þegar Victor kom heim. Kofinn var snyrtilegur og þokkalegur, því að Carter, sem hafði verið ekkjumaður í mörg ár, hirti mjög vel um hann. Fyrir framan arin- inn í stofunni — sem jafnframt var notuð sem eldliús — stóðu tveir hæg- indastólar og á lítilli gólfábreiðu milli þeirra lá tík af Cocker spaniel kyni ásamt fjórum hvolpum sinum. Victor nam staðar i dyrunum, Carter leit við og heilsaði honum með höfuðhneigingu, síðan hélt liann áfram að sýsla við matartilbúninginn í þeim enda stofunnar, sem notaður var til þess. Ilm af reyktu svinsfleski og nýbökuðu brauði lagði um her- bergið. Victor var vel ljóst að liann var farinn að sætta sig mjög vel við að lifa einsetumannslifi þarna ásamt Carter. Hann hafði verið að þvi kom- inn að taka þá ákvörðun að eyða öll- um ævidögum sinum i þessum kofa og láta Eric taka við jörðinni. Hann hafði verið að þvi kominn að gefa allt frá sér — þangað til í dag. Nú var hann gagntekinn undarlegu eirð- arleysi og þrá eftir lífinu, sem hann hélt sig löngu hafa sigrast á. Var or- saka til þessa að leita í samveru- stund hans og ungu stúlkunnar i skóg- inum. Hún var óvenjulega lieitlandi, ekki síst vegna þess að liún virtist ekki vita það sjálf, yndisþokki hennar var því hinn eðlilegi og óþvingaði þokki saklauss barns. Hafði ungu stúlkunni með djarfmannlega augna- ráðið og bjarta brosið tekist að vekja hann til lifsins á ný? Hann lét fallast niður í hæginda- stólinn og hvolparnir notuðu tæki- færið til að hreiðra um sig á skóm hans. Hann fór höndum um andlit sitt. Enginn spegill var i kofanum. Hvernig lcit liann út? Endurminn- ingunni um hið undarlega lífvana rauðskcllótta andlit, sem liann hafði séð síðast þegar hann leit i spegil, skaut upp í huga hans. Skyndliega sagði liann, og þjáningarhreimur var i rödd hans: „Greg, hvernig lít ég út? Segðu mér sannleikann!" Carter sneri sér við og leit á liann. „Betur en allur fjöldinn, verr en sumir," sagði hann hvatskeytlega. Victor liorfði beint í lireinskilnis- leg brún augu hans. Aðeins tvær manneskjur litu þannig á liann, Carter og Bridget. Hún kærði sig áreiðanlega kollótta um útlit lians, engu síður en Carter. Hún liafði reynt að-færa lion- um heim sanninn um það, að skorti hann ekki kjarkinn gæti liann öðlast fótfestu í lífinu á ný. Hann var gagn- tekinn undarlegri rósemi, eins og taugar hans sem um fjölda ára liefði verið spenntar til hins ýtrasta, hefði skyndilega öðlast hvild. „Hver veit nema ég fari með þér niður í þori>ið á morgun,“ sagði hann. . 3. KAFLI. Setustofan i rauða húsinu hafði skipt um svip til hins betra. Ljós gólfábreiða, lilýlegt veggfóður og rós- ótt gluggatjöld áttu sinn þátt i þvi, ennfremur hafði nokkru af þunglama- legustu lnisgögnunum verið komið i geymslu. Mildred sat við stórt borð, sem liafði verið flutt að glugganum sem vissi út að rústunum. Hún kunni mjög vel við sig á þessum stað. Síðan Eric kom heim, var henni oft innanbrjósts eins og gamla stórbyggingin stæði þarna endurreist í allri sinni dýrð. Hún sá fyrir sér bifreiðar scm ækju heim að liúsinu og hún sá sjálfa sig í anda taka á móti fjölda gesta og spjalla við þá, og i þessum draumum liennar var hún alltaf aðalsögulietj- an, ung glæst og eftirsótt af öllum. Hinir meðlimir fjölskyldunnar voru öllu óljósari í draumum liennar að móðirinni undantekinni, hún sá liana fyrir sér í glæsilegum flauelskjól og hár hennar var silfurhvitt og virðu- legt en ekki hörgult. Hún hrökk upp úr draumórunum við það að Gladys, stofustúlkan, kom inn með tebakkann og Eric á eftir henni. Þau Eric og Bridget höfðu þeg- ar eignast vini í nágrenninu og hann liafði eytt deginum á golfvellinum. Mildred virti hann fyrir sér og viður- kenndi með sjálfri sér að hann væri laglegur. Hann fékk sér sæti í liæg- indastól og tók einn tebollann. „Er mamma heima?“ „Já, liún er að lesa. Bridget ætlar eitthvað með liana á morgun og liún kom henni til að leggjast fyrir og hvíla sig i dag.“ „Þær þurfa þá eflaust að nota bif- reiðina,“ sagði Eric letilega. „Ein Framhald í næsta blaði. Hérna er fróðleg grein urn þjóð- flokk á einhverri Kyrrahafsey, þar sem kvenfólkið vinnur öll störfin.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.