Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Qupperneq 9

Fálkinn - 15.10.1954, Qupperneq 9
FÁLKINN 9 — Hver veit nema það geti tekist. Þið munduð eflaust geta náð i nokkra menn á brautarstöðinni. Það eru allt- af einhverjir innfæddir menn þar. — Hvað heldur þú um þetta, Brock? spurði Warren. Brock sagði: — Ef þú færir i birt- ingu í fyrramálið ættir þú að geta komist þetta. Ef þér tekst að ná i tólf burðarmenn, getum við byrjað að af- ferma flugvélina og komið vagninum undir þak. Og siðan athugum við hvernig við komumst til sjávar. — Og livað tekur svo við? sagði McFall. Hann iðraðist eftir að liafa látið bera á því að hann væri for- vitinn, því að Brock urraði ólyndis- lega. — Ég um það. Eg liefi komist i liann krappann fyrr. Nú varð leiðindaþögn. Warren geispaði. — Mig langar til að sjá rúmið mitt áður en dimmir meira. Hann benti með höfðinu. — Það eru aðeins tvö rúm þarna inni. Brock glotti. — Tvö rúm nægja handa okkur. Hann leit ertnislega til McFalls, — en hvar eigum við að koma McFall fyrir? Er nokkur tillaga um það? McFall reyndi að bæla niðri í sér reiðina. — Það er svo að sjá sem þið liafið tekið að ykkur að ráða fyrir mig. Ég hugsa að það sé best að ég sitji hérna úti í nótt. Ég fæ mér bara ullarvoð, því að það getur orðið kalt liérna á nóttinni stundum. — Þér gætuð reynt að flýja frá okkur, sagði Brock. — En við getum haft mikið gagn af yður þegar við höfum fundið burðarmennina. Við vitum ekki hvernig á að haga sér við þá. Röddin varð óþjálli. — Þér eruð enginn afglapi, McFall. Það er ég ekki heldur. Þér eruð jafn tortrygginn og ég er. Það er best að við snúum okkur beint að málinu. McFall konkaði kolli, þungbúinn. — Ég veit ekki hvað þið gætuð gert við mig. Bíðið þið annars við ...... Ég er orðinn svo minnislaus. Eg gleymdi geymsluskúrnum hérna úti. Hann er sterkur og þið gætuð læst mig inni í honum. Og þar er gamalt járnrúm í einu horninu. — Ég skal líta á það, sagði Brock. — Þá get ég sofið í ganginum fyrir framan. SVO hófst fangelsisvist McFalls. Geymsluskúrinn var sterkur og járn- rimar fyrir gluggunum. Tíu mínútna athugun gat sannfært um, að það sem gæti varnað manni að komast inn gæti líka varnað manni útgöngu. Hann svaf mjög litið þessa nótt. Hann var að gera sér grein fyrir vandanum, sem hann var kominn í. En því meira sem hann hugsaði því ineira fannst lionum vandast málið. Þegar Brock og Warren hefðu komið fyrir farminum úr flug- vélinni á burt mundu þeir eyðileggja flugvélarflakið og hverfa. Hann gerði sér engar tyllivonir um livernig hon- um mundi farnast sjálfum. Þeim staf- aði hætta af honum. Ef hann yrði frjáls ferða sinna aftur gæti hann kom- ið upp um þá og gert aðvart um ])á. Brock og Warren mundu vafalaust finna einhver ráð til að gera liann hættulausan. — Og þetta, hugsaði McFall með sér, — hefi ég fyrir það að ég var þrákálfur! Hann sofnaði undir morgun og vaknaði ekki fyrr en við undirgang- inn þegar Brock og Warren voru komnir á kreik. Eftir klukkutíma kom Brock út í skúrinn með mat og kaffi, sem hann stakk inn á milli rimanna í glugganum. — Hvað er þetta? sagði McFall reið- ur, — á ég ekki að fá að koma út? — Ég fæ ánægjuna af að tala við yður síðar, sagði Brock, — ég á ann- ríkt þessa stundina. Warren er ný- farinn á stöðina til að ná í burðar- menn. Honum tekst það vafalaust, hann kann svo vel að haga orðum sín- um við fólk. Svo livarf hausinn á Brock, en hláturinn í honum heyrðist lengi. McFall bölvaði i hljóði meðan liann var að sötra í sig kaffið. Hann snerti ekki á matnum, en kveikti sér í pipu í staðinn. TÍMINN leið og skapið fór síversn- andi bjá McFall. Skúrinn var ekki verri en hvað annað, og það var ekki neitt sérstakt sem hann þurfti að sinna, en hann saknaði stólsins síns af svölunum. Nú fór hann að leita í skúrnum að einhverju pappirsblaði. Loks fann hann það og tæmdi tóbak- ið úr öskjunni í blaðið, en lét ekki nokkurt lauf fara niður. Hann þrýsti tóbakinu saman og stakk því inn i rifu milli tveggja pappakassa. Svo fór liann að rúminu sínu aftur og settist. Brock sleppti honum ekki út fyrr en eftir miðdegisverð. — Álítið þér óhætt að sleppa mér út núna, spurði hann. ■— Þér skuluð ekki reyna neitt, sagði Brock og sýndi honum skammbyss- una. McFall sagði ekki orð. Hann stóð hægt á fætur og gekk út úr skúrnum og upp á svalirnar. Hann varp ánægju- lega öndinni um leið og hann hlamm- aði sér i stólinn sinn, sem liann var vanastur að sitja í. Svo tók hann upp pípuna og greip til tóbaksdósarinnar, en hún var tóm. — Það er ekki að sjá að ég liafi meira tóbak, sagði hann. — Er yður verr við að ég fari út í geymsluskúr- inn og nái mér í tóbak — vitanlega er sjálfsagt að þér komið með mér? — Látið þér mig fyrst sjá hvort þér hafið ekki meira tóbak. McFalI tók upp tómu dósina og Brock kinkaði kolli. — Þér farið á undan, sagði hann, — og gleymið ekki skammbyssunni. Ég liika ekki við að þrýsta á gikkinn ef þér hagið yður ekki vel. — Ég er nú að hugsa um tóbalc núna, sagði McFall súr. Svo fóru þeir niður af svölunum. — Það er bak við Hann giftist vofu Emma hafði verið dauð í 40 ár þegar hún giftist. $ AÐ mun vera einsdæmi, að maður giftist framliðinni konu. En þetta gcrði ástralski læknirinn Stevens, sem starfaði i Ameriku og var ástfanginn af stúlku sem hét Ennna, og liafði verið dauð í 40 ár. Þau liöfðu verið trúlofuð þegar liún dó, og Stevens trúði þvi afdráttarlaus að hann gæti komist i samband við hana eftir dauðann. Hann komst i samband við miðil, sem lofaði að ná i Emniu, svo að hægt væri að gefa þau saman. Var nú hald- inn miðilsfundur og þangað kom Stevens brúðgumi með blómvönd i liendinni. Þrír aðrir voru við- staddir, nfl. tveir svaramenn og sonur miðilsins, sem átti að stjórna athöfninni. Miðillinn féll i dásvefn og eftir stutta stund sást karhnannsmynd koma fram fyrir forhengið. Hann sagðist hafa verið prestur fyrir dauðann og ætlaði að gefa brúð- lijónin saman. Svo kom Emma, í hvitum brúðarkjól með langa slæðu og krans úr rósum á höfð- inu. Hún virtist vera kringum 18 ára. Læknirinn, sem var orð- inn sextugur og gráhærður, tók i hönd lienni. Nú fór athöfnin fram og presturinn týsti yfir þvi að þau væru lijón. Þau kysstust og svo leiddi Stevens brúði sína að forlienginu og hún hvarf. Var þetta blekking? Svarið veltur á þvi hvort þú ert spiritisti eða ekki. Flestir spíritistar viður- kenndu þetta hjónaband eins og það væri staðreynd. En efunar- mennirnir töldu það fásinnu. Einn þeirra er Joseph Rinn, sem er „töframaður“ og hefir varið 60 árum ævi sinnar i að af- hjúpa svikamiðla. í bók sinni „Leitartjós gegn sálarrannsóknum“ segir hann frá framangreindum atburði, sem gerðist í Cincinnati, U.S.A. 1896, til þess að sýna hvernig svika- miðlar geti leikið á fólk, sem hef- ir misst ástvini sina. Á hverjum fundi sem miðillinn, frú Fairchild, hafði haldið með Stevens fyrir sjálft „brúðkaupið“ var Stevens jafn lirifinn af unn- ustu sinni sem hún hefði verið með holdi og blóði. Hann bað aldrei frú Fairchitd um að láta Ernmu koma fram nema hann væri snyrtilega ktæddur. Hann virtist hafa gleymt árunum og gráu hárunum og vildi halda sér til eins og ástfanginn unglingur. Stevens hafði auðvitað yndi af þessu, en miðiltinn liafði þest upp úr þvi. Stevens varð að borga frú Fairchild tiu dollara í hvert skipti sem hann vildi sjá Emmu sína. í bók sinni segir Rinn ýmsar aðrar miðilssögur og frá miðlum, sem hafa orðið illa úti er þeir voru teknir hálfklæddir eða með hárkollur, er þeir voru að „leika andana“. Falskt skegg, sjálflýs- andi málning, gúmmíhanskar og margt og margt fleira fannst á þessum miðlum. Kona, sem mikið orð fór af sem góðum miðli, var tekin í dyngju sinni er hún var að fara í karlmannsföt. Hún not- aði útblásna gúmmiblöðru í mannsmynd, sem hún lét svifa fram fyrir forhengið og dró svo inn aftur. Galdramaðurinn Houdini var góðkunningi Rinns, og hjálpaði honum stundum við afhjúpanirn- ar. Þeir léku ýmsar listir miðl- anna sjálfir og sýndu svo hvernig í blekkingunni lægi. * geymsluskúrinn. Ekki í klefanum mín- um heldur i einu útiliúsinu. — Ég veit það, ég rak þar inn liaus- inn i morgun. — Munið að gleyma ekki skannnbyssunni, sagði Brock kaldranalega. — Það er engin liætta á þvi, svaraði McFall. Þeir fóru inn göngin bak við skál- ann. McFall gekk upp stigann að fyrsta úthúsinu og hvarf. Hann hafði gengið hraðar en Brock, sem undir eins fór að gruna margt. Hann hljóp upp stigann og kom að McFall þar sem hann var að hogra yfir kassa. Brock sagði ekkert, — hon- um gramdist við sjálfan sig fyrir að hafa orðið órólegur. McFalI rétti úr sér, liann riðaði eins og hann væri að mis.sa jafnvægið. — Varlega! sagði Brock i aðvörun- artón. Hann flýtti sér til hliðar er hann tók eftir að McFall var kominn full nærri honum. Og nú rak hann upp óp, þvi að gólfið fór að síga undir honum. Hann hleypti af skoti, en kúl- an fór upp i þakið. McFall réðst að honum og náði af honum byssunni. Brock var kominn til hálfs ofan í gólfið. McFall sagði þurrlega: — Það var leiðinlegt að ég skyldi ekki muna að gólfið var ótryggt þarna. En nú Skul- uð þér reyna að komast upp aftur. Ég skýt ekki nema þér verðið óþægur. Augnaráð Brocks var eitrað. — Bíddu við þangað til Warren kem- ur! sagði hann ógnandi. — Sjálfsagt, sagði McFall rólega. — En það var annað sem ég gleymdi. Þeir hafa breytt járnbrautarstöðinni í hermannaskála. Ég hugsa að það sé búið að taka hann kunningja yður fastan núna. Eg efast um að liann vilji gefa skýrslu, svo að það er best að við förum saman á stöðina. Af stað nú! Við komumst alla leið áður en skyggir. * SPORÖSKJU-REGNHLÍFAR. -— í sumar hefir verið meiri þörf fyrir regnhlífar en venjulegt er, því að mik- ið hefir rignt í flestum lundum Ev- rópu. Hugvitssamur maður hefir sent á markaðinn nýja tegund, sem á að taka þeim gömlu fram. Hann segir að kringlóttu hlífarnar skýli ekki nema annarri öxlinni, því að þeim sé alltaf haldið til hliðar við höfuðið. Og þess vegna hefir hann gert regn- hlífarnar sporöskjulagaðar svo að þær ná út yfir báðar axlir. Egils áváxtadrykkir

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.