Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 12

Fálkinn - 15.10.1954, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN JONATHAN LATIMER: GARDENÍU Urr og hundgá heyrðist einhvers staðar bak við húsið, og svo tvö skot. Crane gat séð gula blossana gegnum mislitu rúðurnar. Hundur- ■ inn gelti aftur. Svo varð allt hljótt. Woodrin læknir sagði: „Verið þið viðbúnir." Svo kastaði hann sér á hurðina og hún hrökk upp mið miklu braki. Hann hraut inn í her- bergið. Crane og Peter fast á eftir. Gul birta var í herberginu, frá tveimur ós- andi olíulömpum. Birtan féll á konu með eld- rautt hár og í marglitum morgunkjól, á viskí- flösku og tvö hálffull glös, óumbúið rúm og mann í skyrtu og bláu pilsi. Konan var Delia Young. Hún sat við borðið andspænis rúminu og virtist hafa verið að hlusta á skothríðina úti. Maðurinn starði í sömu átt og hún, en andlitið á honum var í skugga. Oti í horni lá einhvers konar flykki. Maðurinn var með sára- bindi um hægri upphandlegg. Crane fannst þessi sýn minna sig á kvik- mynd, sem stöðvaðist í miðju kafi, svo að á- horfandinn fengi tækifæri til að virða allt sem ýtarlegast fyrir sér. Skellurinn í hurðinni hafði verið merkið, sem stöðvaði kvikmyndina, en koma þeirra inn í herbergið kom henni af stað aftur. Delia Young æpti. Maðurinn beygði sig og fór að þreifa fyrir sér í rúminu. Woodrin öskr- aði svo að rúðurnar hristust: „Loksins gátum við höndlað þig!“ Delia Young æpti áfram. Flykkið úti í horn- inu hreyfðist. Handleggur mannsins hreyfðist í stóran boga. Woodrin læknir fleygði sér á gólfið broti úr sekúndu áður en skotið reið af. Skammbyssa Williams svaraði skotinu eins og bergmál, og svo skaut Crane líka. „Djöfu .....“ tautaði maðurinn. Svo lyppaðist hann niður á gólfið. Delia Young æpti enn. „Haltu þér saman, gæska!“ sagði Williams. Crane steig eitt skref áfram og miðaði enn á manninn á gólfinu, sem hreyfði hvorki legg né lið. Woodrin læknir stóð upp. Crane horfði á manninn í bláa pilsinu. Það var Slats Dono- van, og hann var steindauður. Peter March flýtti sér að flykkinu úti í horninu. Crane tók viskíflöskuna á borðinu. Hún var hálf. Hann þurrkaði af stútnum með lófanum, setti hana á munn sér og saup vænan sopa. „Herra minn trúr!“ sagði hann þegar hann loksins hafði tekið flöskuna af munninum. „Herra minn trúr!“ Delia Young hætti að æpa, en hún var hálf- brjáluð af hræðslu ennþá. Williams hnippti í Donovan. „Hjálpaðu okkur, Bill!“ Þeir lögðu líkið í rúmið. Crane sá að hann var blóðugur á vinstri hendi og upp fyrir úln- liðinn. Hann náði ekki í vasaklútinn sinn undir eins og vildi síður blóðga fötin sín, svo að hann stakk hendinni inn á brjóstið og þurrkaði blóðið á skyrtunni. Hún var bæði gömul og óhrein. Peter March var að bisa við flykkið í horn- inu. Það var Ann Fortune, bundin og með bitil í munni. Crane létti stórlega. Hvernig gat FRAMHALDSSAGA. 20. ILMURINN hún hafa komist hingað, hugsaði hann með sér. Hún brosti til Peters. Crane sagði: „Það var heppilegt fyrir þig að við skyldum rekast hingað." Ann brosti til hans. „Komdu sæll, Bill,“ sagði hún. „Ég var að verða úrkula vonar.“ Svo leit hún á Peter aftur. „Þakka þér fyrir mig,“ sagði hún við hann. „Heimsins laun eru vanþakklæti," hugsaði Crane með sér. „Þarna leggur maður sig í lífshættu til að bjarga stelpunni, og hverjum þakkar hún svo? — Allt öðrum manni!“ „Og við sem höfum hamast eins og vitlausir menn til að finna spor,“ sagði Williams fyrir- litlega, „og svo reynist þetta að vera hvers- dagslegt bófamál!" Woodrin læknir horfði á Donovan. „Litlu munaði,“ tautaði hann. Hann var fölur eins og lík. Williams sagði: „Ég kalla yður hugrakkan að þora þetta vopnlaus." Svo sá hann hve föl- ur læknirinn var. „Þér hafið vonandi ekki orð- ið fyrir skoti?“ „Nei.“ „Hvað skyldi hafa orðið af kúlunni, sem hann skaut?“ Enginn vissi það, og Williams sagði: „Það var bót í máli að við Bill vorum svona fljótir í snúningunum." Delia Young horfði á þá. „Já, þið eruð svei mér leiknir morðingjar," sagði hún hás. Rutledge læknir og varðmennirnir voru komnir inn í herbergið. Þeir störðu á Deliu Young og á lík Donovans. Williams var að segja þeim frá hvað gerst hafði þegar Carmel og Alic March komu inn. Þær höfðu elt þá, hvor í sínum bíl. „Við máttum til að frétta hvernig þetta gengi,“ sagði Alice. Carmel starði á Ann, sem stóð hjá Peter. „Hvernig í dauðanum stendur á að þú ert hérna?" spurði hún. Ann sagði: „Ég var sannfærð um að Slats Donovan væri morðinginn, og svo sagði Dolly Wilson — dansmærin úr Rauða kettinum — mér hvar Delia Young héldi sig. En Donovan hremmdi mig undir eins og ég var komin hérna inn í húsið.“ „Drap Slats Donovan John og Richard?" spurði Carmel. „Já, og Talmadge." Peter horfði á Ann. „Þetta var skarplega athugað af þér.“ „Þetta eru með öðrum orðum ofurf hvers- dagslegir bófaglæpir," sagði Williams með lítilsvirðingu. „Það var nú ekki beinlínis skarplega gert að láta veiða sig svona,“ sagði Ann. „Það er að minnsta kosti gott að við fund- um þig,“ sagði Crane. „Það skyldi maður ekki halda,“ svaraði Ann kuldalega. „Þú lést Peter um að bjarga mér, þarna sem ég lá eins og flykki." Crane yþpti öxlum. Hann settist á borð- brúnina og benti Williams að koma til sín. „Náðu í tösku Woodrins læknis og komdu með hana til mín,“ sagði hann lágt. „Alice ók hingað í bílnum hans.“ „Donovan er steindauður," sagði Wiiliams. „Ég þarf að fá töskuna samt.“ Williams varð skelkaður. „Þú ert vonandi ekki særður, Bill ?“ Crane brosti: „Náðu nú í töskuna," sagði hann. Peter var í óða önn að segja Carmel og Alice frá því sem gerst hefði. „Þú ættir að þakka mér fyrir að ég bjarg- aði þér,“ sagði Crane og leit á Ann. „Mér og Williams. En ég var svo önnum kafinn við Donovan að ég gat ekki sinnt þér á meðan.“ Nú kom Williams aftur. Crane fór út á ganginn og tók við töskunni, opnaði hana og gramsaði í henni. „Að hverju ertu að gá?“ spurði Williams. „Áfengi?“ „Crane!“ kallaði einhver inni í herberginu. Hann tók hitt og annað upp úr töskunni og fór inn. „Er nokkur ástæða til að láta líkið liggja hér lengur?" spurði Peter March. „Nei.“ „Hvað eigum við að gera við Deliu Young?“ „Sleppið þið henni,“ sagði Ann. „Hún var ekki annað én fangi Donovans." Alice March stóð hjá Rutledge lækni. „Ég skil ekki hvers vegna Donovan drap Richard ......og alla hina.“ „Þú skalt spyrja hann hvers vegna hann gerði það?“ sagði Williams og benti á rúmið. Peter sagði: „Hann hataði alla Marchfjöl- skylduna því að hann var rekinn frá starfinu, sem hann hafði hjá March & Co.“ Crane setti dótið sem hann hafði tekið úr læknistöskunni á borðið hjá viskíflöskunni. Hann var skrambi lasinn. Svo settist hann á borðbrúnina og tók sér í staupinu og setti svo flöskuna frá sér. Ann horfði á hann. „Gengur eitthvað að þér, Bill?“ „Nei-nei.“ Hann brosti til hennar. Óskaði þess að hann væri ekki alveg svona ástfang- inn af henni. „Svo tók hann úðaglasið, sem var alveg eins og ilmvatnsflöskur sem kven- fólkið notar, og kreisti gúmmíblöðruna. Og nú fór hann að hnerra. „Það getur ekki verið hefnigirnin ein, sem leiddi hann út í þetta,“ sagði Rutledge læknir. Crane setti úðaflöskuna á borðið og fór að skafa undan nöglunum á sér með litlum hníf. „Nei, þarna voru aðrar hvatir líka,“ sagði hann. „Hverjar þá?“ spurði Peter. Crane lét sem hann heyrði ekki spurning- una. Hann lagði frá sér hnífinn og tók skamm- byssuna sína og fékk Williams hana. „Sjáðu um að Woodrin læknir fari ekki út,“ sagði hann. Williams miðaði byssunni á lækninn og allir þögnuðu í svip. Nú sagði Woodrin læknir: „Hvern fjandann meinið þér með þessu?“ Hann var fokreiður. „Ef þetta á að vera fyndni þá......“ „Verið þér rólegur,“ sagði Williams. „Skjóttu ef hann reynir að hreyfa sig,“ sagði Crane. „Ertu brjálaður, Bill?“ hrópaði Carmel. „Sei-sei nei.“ Svo tók hann úðaflöskuna og lét gusu fara í áttina til hennar. „Lyktaðu af þessu!" Hann kreisti gúmmíblöðruna nokkr- um sinnum. — Hann hafði dálítinn svima. Hitt fólkið hélt auðsjáanlega að hann væri V

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.