Fálkinn


Fálkinn - 15.10.1954, Síða 13

Fálkinn - 15.10.1954, Síða 13
FÁLKINN 13 orðinn brjálaður. Jafnvel Williams þóttist ekki viss, en datt í hug að hann væri orðinn fullur. Eða hafði verið eitthvað görótt í viskíi Dono- vans?“ Úðinn úr flöskunni vætti andlitið á Carmel og lyktina lagði til Peters. „Ilmvatn!“ hrópaði hann. „Gardeníu-ilmvatnið mitt!‘ hrópaði Carmel. Crane kreysti blöðruna einu sinni enn. „Já, svona getur staðið á því að gardeníulykt er stundum af líkum,“ sagði hann. Svo sneri hann sér að Peter March. „Viltu fara niður og rann- saka bílinn læknisins?" Peter lét boðið ganga til varðmannsins við dyrnar. „Sniðugt, finnst ykkur ekki?“ Nú hafði Crane snúið sér að Woodrin lækni. „Þér héld- uð að þér gætuð komið gruninum á Carmel, var ekki svo?“ „Þér eruð brjálaður," svaraði læknirinn. Rutledge læknir fór fram í: „Að minnsta kosti er ég orðinn vitlaus. Leysið þér frá skjóðunni, Crane. Segið okkur hver tilgangur yðar er eiginlega með þessu?“ „Það er nú löng saga — um ilmdropa og olíubrák á vatni og skjalafölsun ag andaveið- ar,“ sagði Crane. „Andaveiðar?" Carmel saup hveljur. „Já, andaveiðar líka. Þeir hafa fundið olíu í Michigan, skammt frá Lansing, og í Illinois." Crane sneri sér að Peter March. „En það er sjálfsagt talsvert meira af olíu á jörðinni hans föður þíns.“ Allir — meira að segja varðmennirnir líka — störðu á hann með opin munninn. Hann hélt áfram: „Woodrin vissi það. Hann hafði verið læknir hjá olíufélagi, svo að hann vissi sitt af hverju um oliu. Það er ýmislegt sem bendir á olíu þarna — brák á vatninu og lit- urinn á moldinni benti til þess að mikil olía væri þarna í landareigninni sem hann hafði umsjón með. En hann gat ekki fengið hana keypta." Varðmaðurinn sem hafði athugað bil lækn- isins kom inn með skoska værðarvoð og tennisnet. „Þetta lá í geymsluhólfinu," sagði hann. Crane hélt áfram: „Það voru lítil líkindi til að March eða synir hans tækju eftir þessari ol- íu, því að firmað hafði aldrei haft neitt með olíu að sýsla og svo eru nær þúsund kílómetr- ar að næstu olíusvæðum. En sem umráðamað- ur jarðarinnar gat Woodrin selt sjálfum sér jörðina, undir eins og síðasti maður af March- œttinni var fallinn frá.“ Peter March starði á lækninn eins og hann vildi ekki trúa þessu: „öll þessi morð til að ná í eitt olíusvæði?" „Hann hataði ykkur líka, alla sem einn.“ „Hataði okkur?“ át Carmel eftir. „Já. Þið voruð rík og hann fátækur. Þegar hann fékk tækifæri til að græða peninga með (u m lj n tl Hvar er unnusti ungu stúlkunnar? Donovan og Talmadge — þeir höfðu stofnað náttklúbb saman — spillti John því fyrir hon- um. Þess vegna fór hann að hugsa um olíuna. Hvers virði er svona olíusvæði? Milljón doll- ara? Fimmtíu milljón?" Williams sagði: „Það ei’u til menn sem fremja morð fyrir fimmtíu dollara.“ Andlit Woodrins læknis var óhugnanlega fölt. „Dettur þér í hug að trúa þessum þvætt- ingi?“ sagði hann við Peter. Crane studdi olnboganum á lærið og hend- inni undir hökuna. Honum fannst sér líða of- urlítið skár núna — þótt lítið væri. „Svo að maður taki nú morðin í réttri röð.....“ Varðmaðurinn kom inn aftur og fleygði langri, hvítri gúmmíslöngu á gólfið. „Nú er ekki meira í bílnum,“ sagði hann. „Ágætt!“ Crane horfði lengi á slönguna. „Þarna er sjálf sönnunin!“ 1 sömu svifum kom smellur úr skammbyssu Williams. Woodrin læknir hafði reynt að kom- ast út, en kúlan hitti hann áður en hann komst út á ganginn. Hann steig tvö þung skref áfram og svo datt hann á gólfið. Alice March æpti. „Þegi þú!“ sagði Carmel fokreið. „Vel af sér vikið, Williams," sagði Crane. Allir nema Ann, Delia Young og Crane hlupu fram á ganginn. Delia hreyfði sig yfir- leitt alls ekki úr sætinu. Crane fékk sér í staup- inu. Skyldi Ann vera honum reið fyrir alla þessa strammara, hugsaði hann með sér. „Finnst þér ekki að þú ættir að þakka mér fyrir að ég bjargaði þér?“ sagði hann. Ann sagði: „Að hugsa sér — þetta var þá ekki Donovan þrátt fyrir allt.“ Hún starði á hann stórum augum. „Mér finnst eiginlega að þú ættir að þakka mér fyrir,“ sagði hann. Kúlan hafði hitt Woodrin í lærið, og blæddi mikið úr sárinu. Carmel hjálpaði Rutledge að binda um það, og svo var tveimur varðmönn- um sagt að aka honum á sjúkrahúsið. „Og gerið þið lögreglunni aðvart,“ sagði Peter March. „Við komum rétt bráðum.“ Nú fóru allir inn í herbergið aftur. „Það sem hann varðaði mestu var að öll þessi morð litu út eins og slys — eða sjálfs- morð,“ sagði Crane. „Þegar Richard sofnaði við stýrið í bilnum sinum fyrir utan golfklúbb- inn, festi læknirinn gúmmíslönguna við blást- ursrörið, stakk henni inn um rifuna á rúðunni, beið þangað til hann var dauður og tók svo slönguna burt aftur. Richard var drukkinn og fann enga lykt.“ „Nei, það er dauf lykt af bílagasi," sagði Rutledge læknir. „Það var erfiðara með John. Woodrin hitti hann í bílskúrnum, fleygði værðarvoð yfir höfuðið á honum til að ópin heyrðust síður og vöðlaði tennisnetinu utan um hann. Þið vitið að hann hafði alltaf tennisnet með sér í bílnum. Þannig gat hann haldið honum kyrr- um og engin merki eftir bönd sáust á líkama hans á eftir. Og svo var gasið látið streyma undir voðina.“ „Það er voðalegt að heyra þetta!“ stundi Carmel. Þau heyrðu að bifreiðin hélt af stað með lækninn. Nú var byrjað að hvessa aftur og það hristi í gluggahlerunum. „Talmadge dó eins og Richard — í sínum eigin bíl.“ „En hvers vegna sat hann ekki við stýrið?“ spurði Williams. „Það var einmitt það sem sýndi að eitthvað var að. Woodrin hefir lokkað Talmadge með sér út með einhverju móti, skömmu áður en samkvæminu lauk. Læknirinn hafði farið á undan og gengið frá slöngunni inn um glugg- ann. Og svo hafði hann sett hreyfilinn í gang, að því er virðist mátti til að láta hitna í bíln- um. Þegar Talmadge kom sat Woodrin við stýrið og andaði gegnum ofurlitla rifu með- fram hurðinni, en bíllinn var fullur af gasi.“ „En hvers vegna fann Talmadge enga gas- lykt?“ spurði Carmel. „Bílagasið er nærri því lyktarlaust, eins og Rutledge læknir var að segja áðan .... og svo var Talmadge mikið kvefaður." „Woodrin hefir varla getað andað gegnum rifuna eftir að Talmadge var kominn,“ sagði Framhald í næsta blaði. FÁLKINN - VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM - Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út á föstudögum. Áskriftir greiðist fyrirfram. - Ritstjóri: Skúli Skúlason. Fram- kv.stjóri: Svavar Hjaltested. - HERBERTSprent. ADAMSON Lciðinleg óheppni.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.