Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 4
4
FÁLKINN
Audrey Hepburn í síðustu kvikmynd sinni „Sabrina Fair“, sem hún lék í með Humphrey Bogart og William
Holden.
FRAMHALDSGREIN 3
aUDREV HEPSURN
fyrirmynd ungu siúlknanna
ÖNN'UR leiksýning Audrey i New
York — sem vatnadís í leikritinu
„Ondine“ eftir franska liöfundinn
Giraudoux — hlaut einnig feykimikla
aðsókn. Hún hafði búið sig undir
þetta hlutverk í margar vikur. Lœst
sig inni til að geta lifað sig inn í
hlutverkið. Og vitanlega var ekki
sparað að auglýsa þessa sýningu og
nafnið Audrey Hepburn. Allt var ger)
til að draga fólk að leiknum, og það
tókst, þó að dómararnir hefðu ýmis-
legt út á hann að setja.
Frumsýningarkvöldið sást nafn
Audrey með stóru Ijósaletri yfir leik-
liúsinu í 46. götu. Fjöldi fólks hafð)
safnast saman fyrir utan leikhúsið
Undir nafni Audrey stóð þarna annað
nafn með miklu minna letri: Me)
Ferrer. Þar fékk Audrey liinn ákjós-
anlegasta mótleikara, og þessi tvö
nöfn urðu brátt nátengd i meðvitund
allra Ameríkumanna.
Þegar tjaldið féll eftir frumsýning-
una ætlaði fólkið að sleppa sér af
hrifningu. Lófaklappið ætlaði aldrei
að enda og gegnum klappið lieyrðist
í sífellu kallað:
— Audrey! Audrey! Audrey!
En aðeins stöku sinnum heyrðisf
ein og ein rödd 'hrópa:
— Mel Ferrer!
Þau stóðu margar minútur fyrir
framan tjaldið og iiið ameríska fólk
hyllti Evrópuleikkonuna Audrey, en
gleymdi sínu eigin goði, Mel Ferrer.
Eftir að þau voru liorfin bak við
tjöldin beið fólkið enn og hrópaði i
sífellu á Audrey. Svona hélt það
áfram góða stund, en enginn kom fram
fyrir tjaldið. Bak við tjaldið stóðu
þau bæði, en hvorugt vildi fara fram.
Og ástæðan til þess var sú, að ein-
göngu var kaliað á Audrey. Og hún
liafði vit á að draga sig í hlé tií að
særa ekki mótleikara sinn.
En ieikhúsgestirnir vildu ekki gef-
ast upp. Og allt í einu stóð Audrey
frammi fyrir þeim í ljóshafi og allir
klöppuðu. Þetta stóðst Mel Ferrer ekki
og kom fram í ljóshafið líka.
Þá gerðist það sem síst skyldi.
Klappið liætti. Og það kom fát á alla,
bæði á leiksviðinu og í salnum.
— Þetta var ósvífni af honum. En
sú frekja! rumdi í feitri kerlingu
framarlega í salnuin. Og af svölunum
hrópaði ungur maður:
— Megum við ekki hafa stúlkuna
eina, svolitla stund?
Loks varð Mel Ferrer að hneigja
sig og láta Audrey eina um hituna
Og þá komst lófaklappið í algleyming
aftur. Og það liélt áfram lengi eftir
að hún var farin af leiksviðinu. En
hún kom ekki aftur. Leikurinn var
úti og liún byrjaði að þvo af sér
grimuna.
En hún var svo dauðuppgefin, að
liún var sú eina bak við tjöldin, sem
ekki hafði rænu á að gleðjast yfir
sigrinum.
Það var ekki aðeins endurkast eftir
spenninginn, sem hún hafði verið i
fyrir sýninguna og eftir margra vikna
undirbúning. Hún hafði aldrei haft
stundlegan frið síðan hún kom til
Ameríku, aldrei fengið að vera ein
og njóta lífsins í friði.
Atvikið sem gerðist frumsýningar-
kvöldið var ekki það cina, sem amaði
að henni. Það hafði verið kalt milli
aðalleikendanna á æfingunum. Me)
Ferrer hafði verið önugur við hana
og reynt að segja lienni fyrir verkum
— Henni leið illa út af þessu og gröm
sjálfri sér, fyrir að hón gat ekki ann-
að en hugsað um Mel Ferrer.
TIIÚLOFUN?
Ekki leið á löngu þangað til farið
var að tala um, að þau væru að draga
sig saman, þessi tvö. í New York
festi fólk þó ekki trúnað á þetta. Fyrra
skiptið sem hún hafði leikið í New
York, í „Gigi“ höfðu sams konar sög-
ur gengið um hana og mótleikara
hennar í þeim leik. Og þegar hún lék
í „Roman Holidays" var fullyrt að hún
væri trúlofuð Gregory Peck. En
þessar gömlu trúlofunarsögur höfðu
hjaðnað niður.
En nú fóru að koma smáleturs-
greinar í blöðunum. Audrey hafði
sést á almannafæri með Mel Ferrer.
Það var staðhæft að þau væri trúlofuð,
en bæði þvertóku fyrir það.
En þessar fréttir stöfuðu frá upp-
sprettu að tjaldabaki í leikhúsinu i
46. götu. Það skeður margt að tjalda-
baki í leikhúsunum enda er hvergi
cins mikið slúðrað og þar. Og leik-
húsalúður er mesta sælgæti allra
slúðurbera.
Samkvæmt frásögn eins ameríska
vikublaðsins liafði jietta átt að gerasl
eftir iiið leiðinlega atvik, sem gerðist
i leikhúsinu frumsýningarkvöldið:
Audrey sat ein inni i klæðaklefa
sínum, þreytt og titrandi eftir alla
áreynsluna og var að hugsa um Mel
Ferrer. Þá heyrði hún að drepið var
laust á dyrnar. — Kom inn! sagði
Audrey.
Dyrnar opnuðust og Mel Fcrrer
kom inn. Hann var náfölur og byrj-
aði stamandi: — Eg — ég ... liað er
að segja félagar mínir álitu ... að ég
liefði hagað mér einkennilega ... það
er að segja þegar við stóðum bæði
fyrir framan tjaldið ...
Audrey Hepburn starði á hann.
Hann kom nær og hélt svo áfram: —
Audrey, ég vcrð að biðja þig fyrir-
gefningar. Ég meinti ekkert illt með
liessu ... ég skil ekki livað gekk að
mér, ég meinti ... ég ætlaði bara að
segja að ...
Svona stóð hann, þaulvanur leikar-
inn, og stamaði eins og skólakrakki
frammi fyrir Audrey litlu. Hún svar-
aði engu. En þetta litla atvik nægði
til þess að slúðursögurnar fengu
vængi.
Þau voru alltaf höfuðsetin af for-
vitnu fólki, allar þessar vikur, sem
„Ondine" gekk i New York. Þau létu
oft sjá sig á veitingastöðum eftir leik-
hústíma, með vinum þeirra beggja.
Það var ómögulegt að leynast, þvi að
allir ])ekktu þau eftir myndunum,
fyrst og fremst Audrey, en Mel Ferrer
líka. Hann liafði leikið í fjölda af
kvikmyndum, og voru „Scaramouchc"
og „Lili“ frægastar þeirra. Og á leik-
húsunum i New York hafði hann leik-
ið mikið.
SVONA ER AUDREY.
Það er ógerningur að skilgreina
Audrey Hepburn. Hún er barn og
þroskuð kona í senn, svo að notuð
séu orð Mel Ferres, sem segir, að hún
sé „dásamlegt sambland barns, konu
og álfameyjar“. Hún getur verið svo
alúðleg að allir falla i stafi, en þó
um leið svo hátignarleg, að fólk litur
upp til liennar eins og konungborinnar
persónu. Hún er ágætur félagi og eink-
ar eðlileg í allri framkomu. Maður
getur liugað sér hana sem drottningu
með birð kringum sig, og sem mjalta-
konu í fjósi. Þessi margbreytni í fari
hennar, hefir valdið því, að síðan
Greta Garbo hvarf úr sögunni hefir
aldrei verið skrifað eins mikið um
neina leikkonu og um Audrey Hep-
burn.
Það eru hennar innri eiginleikar,
liinn töfrandi leikliáttur liennar, scm
hefir svo seiðandi álirif á fólk, hvort
hehlur það sér hana í leikhúsi eða
á livíta tjaldinu.
Þvi að eiginlega er hún ekki lag-
leg. Hún hefir enga þá ytri yfirburði,
sem einkenna svo margar að vinsælu
leikkonunum í Hollywood. Hún er
há og grannvaxin 169 cm. 72 cm.
um brjóstið og 60 um mittið. Og lnin
notar númer 37 af skóm.
Augun eru brún og augnabrúnirnar
með þeim breiðustu og þétthærðustu,
sem sést hafa í Bandaríkjunum. Nefið
er langtum of lítið og eyrun eru líka
smá. Og um hárið er helst ekki verl
að tala. Það er einna líkast svörtu
kögri. Hún notar mjög einfaldan
klæðaburð og sést aldrei með skart-