Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 6
6
F Á L KIN N
2 Lukkan
varpar akkerum
Framhaldssaga
eftir ALEX STUART.
ALBÚIN í KEPPNINA. — Svona leit
hin vinsæla tennishetja Lorna Cornell
út er hún kom á keppnina í Borne-
mouth í vor. En ekki notaði hún þó
stóra spaðann í keppninni.
NÝ KVIKMYNDADÍS. — Nýjasta
„stjarnan“ í enska kvikmyndaheimin-
um heitir Daisy og bera allir lotn-
ingu fyrir henni, sem nærri henni
koma. Því að Daisy getur bitið frá
sér og jafnvel gleypt bráð sína líka.
Hún er krókódíil, sex ára gömul og
á að leika aðalhlutverkið í mynd sem
heitir Krókódíll sem heitir Daisy“.
Hér sést hún ásamt samleikendum sín-
um,. Donald Sinden og Jean Carson.
MERKILEGUR FORNMENJAFUND-
UR. — Verið er að grafa upp rúst-
irnar af sumarhöll Hadrians keisara,
við Tivoli, fyrir austan Rómaborg.
Þar hafa fundist 15 höggmyndir og
eru flestar þeirra gerðar eftir verk-
um frægra myndhöggvara grískra, m.
a. Polykleitosar og Fidiasar. Hér sést
ein myndanna, og er hún af herguðin-
um Mars.
mér MiSjarðarliafsferð. En þaS er
miklu lengri leiS til Ástralíu, svo að
þaS ætti að vera ennþá betra ef ég fer
þangað. Og auk þess verður þú á skip-
inu, og getur haft gát á mér.
— Já — en, heyrðu Nick. „Sinbad“
er eign félagsins ykkar.
— Já, veit ég það. Eins og það geri
nokkuð til. Ég ferSast eingöngu sem
hver annar farþegi. Og ég kaus mér
„Sinbad“ af því að þú verður skips-
læknir þar.
— Það er einstaklega gaman, sagði
Tim Lane af heilum hug. — En livern-
ig fer þegar ]jú kemur til Ástraliu?
Þá byrjar þú auðvitað að vinna, og
ert kominn á kaf i kaupsýslustörf áð-
ur en þú veist af.
Nicholas yppti öxlum aftur. — Ég
fer ekki algera erindisleysu í svona
langa ferS. Ég þarf að vera á fundi
í Sidney og afgreiða nokkur erindi
i Melbourne. Ég fæ nóg að gera þegar
þangað kemur, og ég treysti þvi að
])ú haldir mér í fullu fjöri, svo að ég
geti notið min. Undir venjulegum
kringumstæðum liefði ég biðið mán-
uð og farið flugleiðis til Melbourne,
en þú hefir gert mig svo hræddan
með þessum óheillaspám þínum, og
þess vegna ætla ég sjóleiðis. Og ný-
lega varð' ég þess vís að maður dó,
af þvi að hann skeytti ekki ráSum
læknisins. ÞaS var gamall vinur minn,
Graham skipstjóri. Ég var undir hann
gefinn þegar við vorum sanian í her-
flotanum, og ég veit af tilviljun, aS
það var ættjarðarástin sem olli því
að hann gegndi ekki lækninum. Ég
komst ekki að því fyrr en nokkrum
árum síðar, og gat fengið hann til að
segja af sér. Hann var einn af bestu
skipstjórum, sem félagið hefir nokk-
urn tíma haft, en það fór alveg með
hann að verða að hætta að vinna.
Tim Lane horfði á sjúklinginn sinn
og var á báðum áttum. Hann vissi
aldrei hvar liann iiafði Nicholas
Frazer. Meðal siglingamanna var
hann talinn harðvítugur og óvæginn,
skarpskyggn og glöggur. Það hafði
aflað honum álits en ekki vinsælda
En bak við fáleikana og kaldrana-
háttinn gat Nicholas stundum veriS
meyrgeðja eins og barn, hugsaði lækn-
irinn með sér. Hann lagði oft krók
á leið sina til að hjálpa fólki, sem
ekki liafði verið eins heppið og hann
sjálfur, og setti þá ekki fyrir sig hvað
það kostaði. En hann var alls ekki
alúðlegur í framkomu. Hann var bæði
óbilgjarn, aðfinnslusamur og gat
stundum verið miskunnarlaus. Og
hann átti ekki marga vini, því að fáir
komust gegnum skurnið, sem hann
hafði safnað utan á sig. Hann var ein-
kennilegur maður, eintómar and
stæður.
Tim andvarpaði og tók saman blöð-
in. — Nick, ég vonast til að þú farir
þér hægt í þessari ferð, sagði bann,
Þú verður að reyna að muna, að þú
ert ekki heilbrigður maður.
Nicholas brosti til hans. — Ég hefi
ekki hugsað mér að reyna annað á
mig en að kasta hringum, ég lofa því,
læknir sæll. Þú getur reitt þig á, að
meiri hluta dagsins geri ég ekki annað
en teygja úr mér í tegustól, með værð-
arvoð um hnén og atla læknadeild
skipsins stjanandi kringum mig. Hann
klappaði Tim á öxlina. — Þetta verður
afbragðs ferð, hjá okkur báðum. Sér-
staklega mér. Fimm vikna leti — það
hggur við að það sé iskyggilegt.
Tim brosti. — Ég held að ég verði
að búa til dagskrá handa þér, Nick.
Morgunverðinn i rúmið. Ekki yfir tíu
vindlinga á dag, minna ef þú getur.
Alls ekkert áfengi, og aldrei lengi á
fótum á kvöldin. Ekki neins konar
leikfimi, og ... Hann skrifaði nokkr-
ar línur á lyfseðlabiokkina. — Náðu
í þessar töflur og hafðu þær með þér.
— Já. Nicholas tók við lyfseðlinum
— Ertu þá búinn með mig?
— Ja. Ég ... Tim hikaði. — Eg geri
ráð fyrir að yfirlæknirinn um borð
viti, hvernig ástatt er um þig?
Nicliolas hristi höfuðið. — Þú ert
eini maðurinn, sem vcit það. Og lof-
aðu mér því, að láta þetta verða okk-
ar á milli. Ég er enginn öryrki og éa
vil ekki láta fara með mig eins og
ég væri það — engan, jafnvel ekki
þig. Hann leit á úrið sitt. — Nú skal
ég ekki tefja þig lengur. Eigum við
að borða hádegisverð saman? Við
getum hitst i „Mörgæsinni“ eftir hálf-
tima?
I i ' i
ÞEGAR Tim kom á veitingastaðinn sat
Nicholas þar og beið, en hann var
ekki einn. Konan sem hjá honum sat
var eindæma fögúr, og Tim þekkti
hana þegar í stað.
Lilly Sheridan hafði vegnað vel
þennan tíma, síðan lnin trúlofaðisf
Nicholas. Hún hafði komist á hátind-
inn sem píanóleikari, og allir höfðu
gleymt hrakfalíahjónabandi hennar
og Dale Sheridan, — nema kannske
Nicholas, liugsaði Tim með sér.
Lilly Sheridan stóð upp þegar Tim
kom, kvaddi Nicholas með glaðlegu
brosi og fór.
— LiIIy ætlar líka til Sidney, sagði
Nicholas þegar Tim og hann höfðu
fcngið sér borð. — Hún hefir afráði?
að fara í hljómleikaferð kringum alla
Ástralíu. Hún var að segja mér, að
hún myndi verða mér samferða á
„Sinbad“.
Tim gat ekki áttað sig á því þegar
í stað hvort Nicliolas líkaði þetta bet-
ur eða verr, en þegar Nicholas rétti
fram höndina eftir matseðlinum, tók
Tim eftir að fingurnir skulfu.
GERÐU SVO VEL OG TYLLTU ÞÉR!
„Stóll tengdamömmu“ er þessi kakt-
ustegund kölluð, og vex hún í Mexico.
Þetta gerðarlega eintak hérna á mynd-
inni, sem er orðið 120 ára, hefir þó
ekki alist upp þar heldur í vermihúsi
þýsks kaktusvinar í Erfurt.
— Heyrðu, Nick ... byrjaði hann ‘
áhyggjufullur. — Þú ætlar ekki ...?
Það var djúp hrukka milli augna-
brúnanna á Nick er hann leit upp. —
Nei, ég hefi ekki hugsað mér að breyta
áætluninni, svaraði liann stutt, — ef
það er það, sem þii ætlaðir að spyrja
um. En ég verð að jata að mér varð
mikið um, er ég bitti Lilly á óvart,
og frétti að hún ætlaði með „Sinbad“.
Ég hélt að hún væri í Ameríku. Við
höfum aðeins hitst einu sinni síðan
— liún varð ekkja. Þú veist sjálfsagt
að Dale Sheridan beið bana.
Tim kinkaði kolli. Hann hafði ckld
þekkt Sheridan nema lauslega og ekki
verið sérlega hrifinn af honum. Hann
hafði verið geðvondur, en duglegur
leikritahöfundur, sem hafði orðið
frægur um skeið, en hvarf svo i þagn-
argildi. Það var sagl að hann hefði
lagst í drykkjuskap. Hann hafði farisi
v.ið bílslys í Kaliforníu, og blöðin
fóru ekki dult með að hann hefði ver-
ið mikið drukkinn.
— Hún ber þetta cins og hetja, sagði
Nichoias hugsandi.
Tim ieit á matseðilinn með smárétt-
unum, án þess að taka eftir hvað á
honum stóð. Hann mundi hve sorg-
bitinn Nicholas hafði verið eitt nóv-
emberkvöld i byrjun stríðsins, er
hann konr til að segja Tim, að Lilly
hefði gifst Dale Sheridan. Og núna?
Skyldu þau byrja á nýjan Icik?
Læknirinn dró andann djúpt. —
Nick, ég vil ógjarnan sletta mér fraro
í þetta, en ...
Nicholas brosti. — Þú ert prýðis-
maður Tim, en nú skjátlast þér. Þetta
er allt búið fyrir löngu og byrjar
aldrei aftur.
NÝTT LÍF BYRJAIt.
Þegar Anne Graham vaknaði morg-
uninn eftir, var hún dálitla stund að
átta sig á hvar lnin væri. Hún sá her-
bergið ekki skýrt, vegna dimmu, og
það var ekki fyrr en hún sá einkennis-
búninginn, sem héklc á þilinu, að
hún mundi hvernig i öllu lá. Hún var
um borð í „Sinbad". Skipið átti að
sigla i dag, og þetta var fyrsti starfs-
dagurinn hennar um borð.
Hún leit á litlu ferðaklukkuna, sem
stóð á borðinu við rekkjuna, og létti
þegar hún sá að klukkan var ekki
nema sex. Hún gat legið hálftíma enn-
þá og reynt að glöggva sig á því, sem
gerst hafði daginn áður.