Fálkinn - 12.08.1955, Side 7
FÁLKINN
7
==
fc
BÓNDI OG HNEFALEIKARI. — Þessi
enski bóndi, sem stýrir dráttarvélinni
sinni með traustum höndum, þykir
líklegur til að verða mesti hnefaleik-
ari breska heimsveldisins, í þyngsta
flokki. Hann heitir Don Cockell og
býr í Sussex.
Leni hafði farið með liana um skip-
ið — eða réttara sagt sýnt henrii þá
staði, sem henni fundust mestu máli
skipta. Og svo hafði luin gert nýju
systurinni grein fyrir starfinu. Fyrst
um sinn var ekki mikið að gera, þvi
að engir sjúklingar voru i sjúkradeild-
inni. En þegar til kæmi yrði Anne að
vaka ú nóttinni, ef einhverjir yrðu
alvarlega veikir.
Á daginn áttu Anne og Leni að skipt-
ast á um að aðstoða á læknastofunni,
en þar var tekið á móti sjúklingum
kiukkan 10 tii 12 árdegis. Á eftir var
tekið á móti skipverjum, ef einhver
þéirra var veikur, og á kvöldin var
lækningastofan opin klukkan 6 til 7.
Auk þess áttu þær að skipta á milli sin
sjúkravitjunum í klefana kvölds og
morgna, nema einhver sjúklinganna í
sjúkrastofunni væri svo veikur, að
ekki mætti víkja frá honuiri.
Alltaf varð önnur hvor þeirra að
hafa næturvörð eða vera reiðubúin
til að gegna sjúklingum á nóttinni.
Fristundunum á daginn skyldi hagað
eins og best hentaði. Venjulega átti
hvor þeirra að fá tveggja tima fri
annan hvorn dag, síðdegis eða að
kvöldinu.
Anne fannst þetta mjög skynsamlegt
fyrirkomulag. Þær áttu að matast í
borðsalnum, með farþegunum á fyrsta
farrými, en þó við lítið borð úti i
horni, og ekki alltaf á sama tíma. 1
dag áttu þær að fá morgunverðinn
klukkan hálfátta, stundvislega.
Anne hafði hvorugan lækninn hitt
ennþá, en hún vissi að yfirlæknirinn
hét Barnes, þvi að hann hafði siglt
með Leni áður. En Lane hafði ráðið
sig í þessa einu ferð sér til tilbreyt-
ingar, og gat þcss vegna ekki heitið
eiginlegur skipslæknir.
Eftir miðdegisverð hafði Leni farið
með Anne inn í samkvæmissalina á
A-þilfarinu og sýnt henni vínstofuna
og skrifstofuna á B-þilfari. Það var
vitað inál, að hún hafði ekki aðgang
að þessum stöðum, en sundlaugin á
B-þilfarinu var heimil skipshöfninni
á kvöldin, er farþegarnir liéldu sig
í danssölunum eða í kvikmyndasaln-
um. Leni sagði henni, að hjúkrunar-
fótkinu væri heimilt að horfa á kvik-
myndasýningarnar fyrir almenna far-
rýmið og fá léðar btékur úr bókasafni
skiþsins.
Allri skipshöfninni var skilyrðis-
laust bannað að dansa, nema skip-
stjóra, I. og II. stýrimanni, yfirvél-
-stjóranum og læknunum tveimur.
Hins vegar voru sérstök danskvöld
haldin fyrir skipsliöfnina, en Anne
skildist, að það væri ekki samboðið
stöðu hennar að koma þangað heldur.
Leni setti á sig stút og sagði: —
Þess vegna liafði ég vonast eftir að
ná í eldri stúlku til aðstoðar. Það
verður leiðinlegt fyrir unga stúlku
á yðar aldri. Þér liefðuð átt miklu
skemmtilegri ævi sem þerna.
Anne fannst Leni mundu hafa rétt
fyrir sér. Staða hennar sem „yfirmað-
ur“ virtist vera háðari en hlunninda-
minni. Þetta kæmi ekki að sök ef hún
hefði mikið að gera, en hún kveið
fyrir því að eiga of margar frístundir
— sem hún gæti ekki notað til annars
en að hýrast í klefanum sínum.
Hún gat ekki veitt sér jafn sjálf-
sagðan hlut sem liotta hreyfingu nema
á ákveðnum tímum, en þegar skipið
iá i höfn gat hún að vísu gert ráð fyrir
að hún fengi að ráða ferðum sínum,
Henni kom á óvænt að Leni skyldi
bjóða henni að nota tandleyfi þeirra
beggja, úr því að Anne befði aldrei
komið til annarra landa fyrr.
— Ég liefi farið þessa leið svo oft,
hafði Leni sagt. — Og ef satt skal
segja kýs ég fremur að vera um borð.
Þegar maður hefir séð þessar liafnir
tvisvar—þrisvar sinnum, finnst manni
ekki meira að sjá. En ég kann vel við
mig í Ástralíu og á marga kunningja
bæði í Melbourne og Sidney.
Nú var drepið varlega á dyrnar og
Anne kallaði: — Kom inn!
Gitdvaxin iítil þerna kom inn með
tebakka, sem hún setti á hnén á Anne.
— Góðan daginn, systir Anne, sagði
liún. — Ég vona að teið sé mátulega
sterkt. Ég má þvi miður ekki vera
að því að tala við yður núna, systir
Leni þarf endilega að ná í mig — ég
veit ekki hvað liún vill mér.
Hún dró rósótta tjaldið frá glugg-
anum og leit út.
— Það er rigning, sagði hún dauf-
lega. — En þess verður ekki langt að
bíða að við fáum sólskin. Eftir eina
viku!
Hún flýtti sér út og Anne dreypti
á heitu, sætu teinu.
FYRSTI SJÚKLINGURINN.
Þegar hún skreið fram úr rekkjunni
fimni mínútum siðar sá hún að vinnan
var byrjuð á hafnarbakkanum. Þarna
að ofan sýndist henni fólkið eins og
rnaurar. Eflir fá'éina klukkutíma
mundi fólkið byrja að koma um Iiorð,
og hún mundi fara að starfa. Leni
hafði sagt lienni að alltaf væri eitt-
livað smávegis að gera við börnin á
almenna farrýminu.
Leni heið liennar í sjúkrastofunni
þegar liún kom þar inn, stundvíslega
klukkan 7.25.
-— Góðan daginn, systir.
— Góðan daginn. Leni brosti ofur-
lítið, en sagði svo, í meiri viðurkenn-
ingartón en hún hafði sýnt hingað
til: — Þér eruð stundvís, og það líkar
mér vel.
— Ég reyni að vera það, sagði Anne
og brosti á móti.
— Það er gott. Við skulum koma inn
í borðsalinn.
Hann virtist tómlegur þegar þær
komu inn — eintómir stólar og borð.
Þernurnar voru önnum kafnar við að
taka til dúka. Brytinn heilsaði liútið-
lega. „Góðan daginn!“ er þær gengu
að borðinu sínu, en hann átti ann-
ríkt og sinnti þeim ekki frekar.
Þær borðuðu morgunyerðinn þegj-
andi, því að Leni var að lesa bréfin
sín. Það var svo að sjá að hún hefði
nrikil bréfaskipti, bugsaði Anne með
sér og öfundaði hana. Hún jiekkli
auðvitað svo marga.
Þegar þær voru hálfnaðar með mat-
iqn kom ein þernan til þeirra. — Af-
sakið þér systir, en þér verðið að
koma á sjúkrastofuna uridir eins.
Leni stóð upp frá borðinu en flýlti
sér ekki. — Komið þér þegar þér eruð
búin, sagði hún við Anne.
Anne drakk út úr kaffibollanum
og stóð upp líka. Þegar hún kom inn
í sjúkrastofuna var ekki nokkur
manneskja þar, en þernan sem hafði
komið með boðin, kom hlaupandi og
sagði uppvæg: Systir Leni er i klefa
Tuckers — hann er II. stýrimaður.
Ég var send eftir ullarvoðum til við-
bótar. Hann er sjálfsagt mikið veikur,
og eftir þvi sem skipslæknirinn segir,
verður að senda hann í land á sjúkra-
hús. Þeir verða sjálfsagt að skera
hann. Ég held að ...
Anne tók fram í fyrir henni. -— Ef
þér réttið mér ullarvoðirnar þá skal
ég fara með þær. Ég þarf kannske
að hjálpa ...
Þernan rétti henni ullarvoðirnar
með semingi. En jiað birti talsvert
yfir henni, er Anne bað liana að visa
sér á klefa Tuckers.
— Nú skal ég sýna yður. Það er
hérna.
Og svo þrammaði hún inn ganginn
og Anne á hælunum á lienni, þangað
til þær koniu að spjaldi, sem á stóð:
„Aðeins fyrir yfirmenn“. Og nú komu
dyr út á þilfarið.
Klefadyrnar hjá II. stýrimanni voru
hálfopnar og Anne sá Leni og háan
gráhærðan mann i einkennisbúningi.
sem beygði sig yfir rekkjuna. Hún
drap varlega á dyr og fór inn.
— Ég kom með ullarvoðirnar, syst-
ir, sagði hún.
— Það er gott. Leni leit ekki upp.
Anne sá að nrildur svipur var á and-
litinu á henni, og röddin var hug-
hreystandi, er hún talaði við manninn,
sem lá í rekkjunni. Ilann var á fer-
tugsaldri. Magurt andlitið var fölt, og
þjáningasvipur í augunum. Þegar liann
kom auga á Anne bak við Leni, hreyfð-
ist munnurinn, eins og hann reyndi
að brosa. — Er það ekki merkilegt,
sagði hann við þau hin í klefanum,
að ég skuli fá botnlangabólgu einmitt
þegar bráðfalleg stúlka er nýkomin á
sjúkrastofuna?
Læknirinn sneri sér við og leit á
hana, þegar hann heyrði þetta, og
Anne roðnaði. Dr. Barnes rétti fram
granna, fíngérða hönd. — Góðan dag,
systir Anne.
— Komið þér sælir, læknir, gat
Anne stunið upp, en hún fann rann-
sóknaraugu læknisins hvíla á sér. Leni
sagði stutt: — Réttið mér ullarvoð-
irnar, systir! Hjálpið mér til að vefja
þeim utan um herra Tucker. Sjúkra-
börurnar koma strax.
Anne flýtti sér að gegna. Dökk-
hærður ungur maður í einkennisbún-
Framhald í næsta blaði.
Frú Lemoine, sem er gift frönskum verkamanni, er aðeins 38 ára gömul, en samt hefir hún nýlega fætt manni
sínum nitjánda barnið. Sautjún þeir 'a eru á lífi, og sá elsti er 21 árs ganiall. — Hérna situr frú Lemoine með
yngsta krógann í kjöltunni, en auk þess eru fjórtán af etdri börnunum með á myndinni. Aftast í miðið er
hinn hreykni faðir.