Fálkinn


Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN ‘T-jEGAR Bess frétti að Sam og Dóra ælluðu til Ameríku, þótti henni súrt í brotið. Það var ömurleg til- hugsun, að mógur hennar og fjöl- skylda hans settust að í framandi landi, fjarri öllu sinu fólki. En á næsta augnabliki varð lienni hugsað til ann- ars, sem var miklu geðfelldara. Hún hrópaði glöð: — En þegar þau fara getur „amma“ komið og búið hjá okkur. Er það ekki Friðrik? Maðurinn hennar leil út undan sér. — Ef þér er alvara? sagði liann hugs- andi. — Vist er mér alvara, sagði Bess. — Þú veist að mér þykir gaman að hafa einhvern til að hugsa um. En okkur hefði aldrei tekist að fá mönimu þína frá Dóru. Ég held að Dóra sé talsvert háð „ömmu“. — Ekki er ég nú viss um það, sagði Friðrik. — Mömmu hefir liðið vel hjá Dóru og Sam. Ég heid að hún hafi gaman af að hjálpa Dóru. Hún reynir ekki að vera jafn fullkomin og þú, væna mín. — Ég er ekkert fullkomin, sagði Bess litillát. — En ég ætlast ekki tit að mínir nánustu lijálpi mér til með hús- verkin. En — er annars víst að þau fari. — Það er ég hræddur um, sagði Friðrik daufur. — Sam mundi ekki fullyrða það nema það væri áreiðan- legt. Og þau fara bráðlega. Og ef þú ætlar að taka mömmu hingað, verður þú að láta hana fá gestaherbergið, sem þú ert svo hróðug af. Eða væri kannske betra að láta liana fá barna- lierbergið, og setja Joku og Litlu í gestaherbergið? — All's ekki! sagði Bess ákveðin. — Telpnaherbergið er meira en nógu stórt handa þeim fyrst um sinn. í gestalierberginu er meiri sól, svo að ef „amma“ yrði veik, er það skemmti- legt lierbergi að iiggja í. Við verðum að ná okkur í fallegt borð og góðan hægindastól, svo að hún geti setið þarna inni ef krakkarnir ærslast of mikið. — Þú ert gidl af kvenmanni, sagði Friðrik alúðlega. Hve margar konur mundu bjóða tengdamóður sinni herbergi, sem þær hefðu haft jafn mikið fyrir að koma í lag, liugsaði hann með sér. Bess hafði sparað af fæðispening- unum í mörg ár til þess að geta keypt húsgögn í gestaherbergið, og nú var hún stolt af herberginu. Hún hlakk- aði til að geta boðið vinum, sem kohiu í heimsókn að gista þar. En — eins og hún hafði sagt — hún hafði yndi af að hafa einhvern til að snúast kringum. Stundum gerir hún of mikið að því, hugsaði Friðrik með sér, þegar hann sá telpurnar iíta á alit sem sjálfsagðan hhit, cn hreyfðu ekki litla l'ingur til að hjápa móður sinni. Eða hvað hún var dugleg að mála og gera allt í stand. Konurnar í ná- grenninu biðu þangað tii mennirnir þeirra fengu sumarfriið, en það gerði Bess ekki. I gær hafði hún meira að segja haft tíma aflögu tii að hjálpa frú Berg, í næsta húsi. — Frú Berg á von á frænku sinni í heimsókn, hafði hún sagt við Friðrik á eftir, — og hún verður að taka til í litla herberginu — og svo vildi hún láta manninn sinn fá sig lausan af skrifstofunni einn dag til að hjálpa sér við það. Hvað segirðu um það? „Ég skal koma og hjálpa yður,“ sagði ég, „það tekur ekki langan tíma.“ Að hugsa sér — að gera sér rellu út ai' slíku smáræði! ___Ég fæ flest sent heim. Þú hefir borið nóg um ævina ... löngu, sagði Bess hróðug. — Og græn- metið er líka tilbúið í pottinn. Þú átt ekki að þurfa að hugsa um neitt þess háttar, „amma“. Hvernig fellur þér herbergið þitt? Mig langar svo mikið, að það fari vel um þig. — Það er ljómandi skemmtilegt, góða min, sagði gamla konan. — Það hefir aldrei á ævi minni verið eins íínt kringum mig. Allt svo nýtt og fallegt. En gamla konan titraði ofurlítið, og hún hengdi höfuðið er hún sneri við til að fara. — Hún er orðin gömul, hugsaði Bess með sér vorkennandi. Hún hlýtur að hafa afhýtt margar milljónir af kart- öflum. Hún þarf að fá að hvila sig, veslingurinn. Börnin voru hrifin af að hafa feng- ið ömmu sína ó heimilið, og gamla konan undi sér best jjegar telpurnar voru komnar heim úr skójanum og voru að segja henni frá öllu milli himins og jarðar — um skólann og skólasysturnar. En þegar Bess sá að Litla hafði tekið fram lesbókina og farið að lesa við hliðina á ömmu sinni, sagði hún strax: — Nú máttu ekki þreyta hana ömmu þína með lestrarsuðinu í þér, væn,a mín. Ég skal hjálpa þér eftir dálitla stund. fóvnin — Og hvernig fór það? spurði Friðrik. — En vel! Að öðru leyti en þvi að hún var alltaf að flækjast fyrir mér, svo að ég sendi hana niður í kjallara til að þvo gluggatjöld meðan ég gekk frá herberginu. Það var ansi vistlegt, sagði Bess ánægð. ÞEGAR Friðrik kom heim í miðdegis- verð daginn eftir, var nýi stóllinn og borðið komið á sinn stað í herbergi „ömmu“. Og Bess hafði líka heimsótt Dóru, sem var i óða önn að ganga frá farangrinum. „Amma“ hjálpaði auð- vitað til lika, að fara í búðir og sjóða matinn, og báðir drengirnir voru settir í vinnu undir eins og þeir komu úr skólanum. Það var svoddan iðandi fjör og kæti þarna í liúsinu að Bess öfundaði Dóru. Likast og í býflugnabúri. Hún hafði aldrei upplifað neitt þvilíkt á sínu eigin heimili, en það stafaði vitanlega af þvi, að hún lét aldrei hjálpa sér til neins. En henni kom á óvart að sjá, að Dóra var bæði fljótvirk og handlagin. Kannske mundi hún skilja það núna, að hún yrði að taka á honum stóra sinum framvegis, eftir að lnin yrði að vera Jm tengdamóður sinnar. — Ég skal sjá um að „amma“ fái að hvíla sig rækilcga þegar hún kem- ur til okkar, sagði Bess við Friðrik um kvöldið. — Veslingurinn, hún sem er orðin sjötíu og fimm ára. — En hún sýnist vera tíu árum yngri, sagði Friðrik hreykinn. — Mamma hefir alltaf verið mikil iðju- manneskja. Hugsaðu þér — hún eign- aðist mig og Sam eftir að hún var komin yfir fertugt, og fjögur börn átti hún áður. Hvernig mundi þér litast á að eignast tvíbura eftir fimm ár, væna mín? hennnv Bess roðnaði, en það fór ofurlítill skuggi um andlitið á henni. Þau hafði iangað svo mikið til að eignast dreng, hjónin. — Ætli það gæti ekki tekist, sagði hún eins glaðlega og hún gat. — Þó það yrði ekki fyrr en eftir fimm ár. — Ég efast ekki um það, sagði liann. — Þú getur allt. „Amma“ flutti i gestaherbergið hjá Bess og Friðrik viku áður en Sam og Dóra ætluðu að fara. Og á þessari einu viku kom það fyr- ir að minnsta kosti hundrað sinnum, að Bess sagði: — Nei, „amma“, ég get gert það. Þökk fyrir. Eða: — Farðu nú út að ganga dá- litla stund, og notaðu góða veðrið. Eða: — Sestu nú dálitla stund, og fáðu þér bók að lesa í, „amina“. Þegar „amma“ fór út, bauðst liún til að fara i sendiferðir um leið. — Nei, ekki að tala um, sagði Bess og hló. — Ég fæ flest sent heim að dyrum. Þú hefir borið nóg um ævina. Farðu nú. Notaðu sólina meðan hún er. Og þegar gamla konan spurði eftir sfpppukörfunni sagði Bess: — Vantaði þig nál. Ef þú hefir eitt- hvað, sem þarf að stoppa, ])á skal ég gera það fyrir þig. — Nei, ég þarf ekki að láta stoppa neitt. — Mér datt bara í hug að ég gæti hjálpað þér með sokkana telpn- anna. Bess þakkaði henni fyrir og sagði glaðlega: — Ég hefi enga sokka, sem þarf að stoppa. Ég geri það alltaf jafnóðum. — Æ-já, sagði „amma“ mjóróma. Þetta virtist baka Iienni vonbrigði en svo hýrnaði yfir henni aftur. — En kannske ég geti þá afhýtt kartöfl- urnar, sem við eigum að fá í dag? — Nei, ég er búin að því fyrir Og við gömlu konuna sagði hún: — Jóka hefir alltaf verið dugleg að lesa, en Litla á dálítið erfitt með það. Ég reyni að hjálpa henni eins og ég get. — Góða lofðu mér að gera það, sagði •gamla konan, en Bess svaraði ákveðin: — Það er fallega boðið, en maður vérður að gæta að því að breyta ekki út af reglunum, sem notaðar eru í skólanum. Ég hefi farið yfir þær með kennslukonunni, svo að það er best að ég hjálpi henni sjálf. Svona gekk það alla vikuna.' „Amma“ gekk út, livíldi sig og svaf og las meira en hún hafði nokkurn tima gert á ævi sinni. SVO rann upp dagurinn, sem Sam og Dóra koniu til að kveðja. Sam og Friðrik voru úti í garði, og börnin fjögur liöfðu farið í skemmti- garðinn til að leika sér saman í síð- asta sinn. — Nú skaltu fara með Dóru með þér upp í lierbergið þitt, „Amma“, sagði Bess vingjarnlega. — Ég hefi sett kaffibollana á borðið við glugg- ann. Þið hafið haft svo mikið saman að sælda öll þessi ár, að þið viljið sjálfsagt tala saman einar áður en þið kveðjist. Og svo skuluð þið koma nið- ur til okkar þegar börnin koma heim úr garðinum. — Er hún ekki nærgætin og um- hugsunarsöm, sagði Dóra og leit þakk- araugum til Bess. Ljómandi er þetta skemmtilegt herbergi, tengdamamma. Svo stórt og samt svo notalegt. Bess hlýnaði um hjartaræturnar þegar hún heyrði svarið: — Jú, ég hefi verið heppin, Dóra. Hugsaðu þér — þau hafa látið mig fá gestaherbergið. Hún Bess er alveg einstök manneskja. Gamla konan var skjálfrödduð, en það var engin nema Dóra, sem tók eftir því. — Það er eitthvað að lásnum, sagði Bess. — Friðrik gat ekki gert við hann, en það kemur maður á morgun. Þú skalt ekki verða hrædd þó að hurðin fjúki upp allt i einu. — Nú skal ég koma með kaffið undir eins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.