Fálkinn


Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 12
12 FALKINN JENNIFER AMES: 18. Húsið, sem hlustaði Þau óku hægt heim að húsinu. Hún sá vagn Kens, og skildi að þau Shelah mundu vera komin heim. „Ég ætla að bíða þangað til Mellon fulltrúi hefir lokið erindinu. Það verður líklega ó- þægilegt fyrir þig að eiga heima hérna eftir þetta.“ Hún brosti dauflega og var sammála hon- um um það. „Ég vildi óska . ..“ byrjaði hann. Hún sneri sér að honum og brosti sama daufa brosinu aftur. „Mér þykir þetta leitt,“ sagði hún. „Hefi ég gert þér erfiðara fyrir með þessu, Jed?“ Hann brostj. á móti. „Ég er hræddur um að þú hafir gert sjálfri þér skrambi erfitt fyrir með því. Það er það, sem ég hefi áhyggjur af.“ „Þú mátt ekki hafa áhyggjur af mér.“ „En ef þú hefir hugsað þér að eiga heimili áfram hérna í sveitinni ...“ Dálítil stund leið þangað til hún svaraði. „Ég verð ekki hérna framvegis,“ sagði hún rólega. „June ...“ Hann tók í hönd hennar er hún sneri sér undan. Hún sneri sér að honum aftur, en hann sleppti hendi hennar og sagði ekki meira. Bifreið Mellons fulltrúa kom inn úr hiiðinu. 19. KAFLI. Fulltrúinn hafði með sér lögregluþjón, Allen að nafni. Ken kom út á svalirnar til að taka á móti þeim, þegar hann sá bílinn koma, „Ger- ið þér svo vel að koma inn, fuiltrúi, og þér líka, Allen. Þið viljið áreiðanlega drekka bolla af kaffi. Ég bað frú Parker að hita á katlin- um. Þetta hefir verið ... meiri morguninn.“ „Já, herra Wyman,“ svaraði fulltrúinn. „Mér þykir leitt ef við komum til óþæginda. En mig langar til að taka skýrslu af ungfrú Ray, og fleirum á heimilinu ef þörf gerist. Eru allir viðlátnir?" „Ég er hræddur um að frú Wyman geti ekki komið. Hún er svo taugaveikluð. Hún fór að hátta,“ sagði Ken. „Það var leiðinlegt. En ég skil það vel. Ég skal ekki ónáða hana nema brýn nauðsyn verði á því.“ Hann sneri sér að June, sem stóð við hliðina á Jed. „Hvar get ég helst tal- að við yður, systir Ray.“ „Það er enginn inni í stofunni," sagði Ken. „Þá gætum við fengið að vera þar,“ muldr- aði fulltrúinn. „Mig langar til að vera viðstaddur," sagði Jed. „Mig líka,“ sagði Ken. Hann sagði það stutt og ákveðið. Hann leit ekki á June. Hann hafði ekki litið á hana eitt einasta skipti í dag. Það særði hana mjög. Fannst honum líka, að hún hefði átt að þegja? Var honum orðið órótt út af Shelah — þó að June hefði ekki nefnt hana á nafn? „Ég hefi ekkert að athuga við það,“ sagði fulltrúinn með semingi. „En þér, systir?“ June kipraði varirnar. Hún horfði beint fram. „Ég hefi ekkert á móti því.“ Hún bað um að mega fara frá og taka af sér hattinn. Henni létti er hún stóð ein í her- berginu sínu. Þar var skuggsýnt og svalt. Hún settist á rúmstokkinn og þrýsti fingurgóm- unum að gagnaugunum . , . Hvað hafði hún ráðist í? Hvar mundi þetta enda? „Halló, elskan mín?“ heyrðist rödd skrækja. Hún hrökk við. En þetta var bara Sunrise, sem sat á gömlu klukkunni, eins og hann var vanur. „Halló, Sunrise." Hún heyrði sjálfa sig hlæja hálfkæfðum hlátri. Hún hló aftur. Svo setti að henni hræðilega angist —r ef hún tæki ekki á öllum sínum sálarkröftum mundi hún ekki geta hætt að hlæja ... Hún hefði getað hlegið og hlegið, þótt ekkert væri til í veröldinni, sem hún hefði ástæðu til að hlæja að. „Það er gaman að þú skulir geta hlegið.“ Shelah kom inn um hálfopnar dyrnar frá svöl- unum. Hún var komin í morgunkjól úr hvítu silki, kjól, sem gerði hana sviplíka hvítu kött- unum . . . Hún gekk til June og sagði tungu- mjúk og varlega: „Veistu hvað þú hefir gert eða ert í þann veginn að gera? Hvernig dirfð- ist þú að segja þetta bull í réttinum? Veistu ekki hvaða áhrif það hefir á okkur, hvíiík óþægindi það bakar okkur? En ég get líka valdið óþægindum. Og það ætla ég að gera, svo framarlega sem þú étur ekki ofan í þig það, sem þú hefir sagt. Heldurðu að okkur sé þægð í að allir nágrannarnir fari að dylgja um okkur? Heldur þú að ég... eða Ken — eða Ken,“ hún tvítók nafnið hans, „óskum að láta bendla okkur við hneyksli, aðeins til þess að bjarga þér frá vansæmd? Af því að þú sofn- aðir, og skammast þín fyrir að meðganga það, blátt áfram.“ „Það er ekki þess vegna,“ sagði June. Shelah færði sig skrefi nær henni. Hún reiddi höndina, eins og hún ætlaði að slá. Þá var drepið á dyrnar. „Mellon fulltrúi bíður!“ Það var rödd Kens. Shelah lét höndina siga, en illmennskan logaði í röddinni. „Þú mátt ekki gleyma, að ég hefi bréfið þitt, og ég skoða ekki huga minn um að nota það. Ef nokkur glóra af skynsemi er í þér vil ég ráða þér til að halda þér saman, sjálfrar þín vegna.“ Hún var kom- in út í svaladyrnar aftur. „Vertu sæl, elskan,“ gargaði Sunrise. June hló aftur. Ken opnaði dyrnar. „Hvað er að? Mér heyrðist einhver vera að tala við þig hérna inni.“ „Það er ekkert að. Nú kem ég,“ sagði June. „June ...“ Hann stóð kyrr og horfði á hana, en ekki var hægt að lesa neinar til- finningar úr andlitinu. „Að hverju varstu að hlæja?“ „Engu, sagði ég, en ...“ Hún dró andann djúpt. Svo leit hún á hann. Hún varð að segja það. „Ken ... ert þú reiður mér fyrir það sem ég sagði? Ég gat ekki annað en sagt það. En ég skammast mín fyrir að gera ykkur öllum þessi óþægindi. Mér þykir það leitt . . .“ Röddin brast. Hún hvíslaði: „Hatar þú mig mjög mikið?“ „Hata þig!“ Andlitið varð þungbúið. Sem snöggvast sá hún þjáninguna, flóttakenndina, sem hún hafði séð einu sinni áður. Þennan svip, sem hún hafði ekki skilið. „Hata þig!“ sagði hann aftur og faðmaði hana og þrýsti henni að sér. „June . . .“ Hann kyssti varir hennar, fast. „June ... gerðu ekki neitt, sem getur eyðilagt tilveru þína. Þú mátt ekki æsa Shelah. Þú skilur þetta ekki.“ Hún fann til kuldahrolls í faðmlögum hans. „Þú vilt ekki að ég reyti Shelah til reiði?“ Andlit hans hafði breytst. Kuldasvipurinn kom aftur. „Nei.“ Hann sleppti henni jafn snögglega og hann hafði faðmað hana. „Ég skil,“ sagði hún. „Nú er ég tilbúin til að tala við fulltrúann.“ Hún gekk á undan honum út urn dyrnar. Hafði hann reynt að múta henni með koss- um, á sama hátt og Shelah hafði reynt að telja henni hughvarf með hótunum? Var á- kveðinn tilgangur með þessum kossum hans? hugsaði hún með beiskju. Hún rétti úr sér og kipraði varirnar. Hún leit ekki á Ken þegár hann hélt hurð- inni opinni fyrir henni, og leit heldur ekki á hann er hún gekk inn í stofuna! Kai’lmennirnir þrír stóðu upp þegar hún kom inn. „Fáið þér yður sæti, ungfrú Ray, og skýrið okkur frá þessu öllu,“ sagði lögreglufulltrúinn vingjarnlega. Hún sagði fulltrúanum það, sem hún hafði sagt áður í réttinum, en aðeins ýtarlegar. Þegar hún nefndi að frú Parker hefði orðið að hrista hana til þess að vekja hana, tók fulltrúinn fram í. „Er hægt að fá að tala nokk- ur orð við frú Parker?“ „Ég skal fara og sækja hana,“ sagði Ken og fór út samstundis. Það var líkast og hann væri feginn að fá að komast út. Eins og hon- um væri kvöl að vera þarna inni lengur. Stóra konan var með klessur af deigi undir olnboga. „Ég var einmitt í bakstri, herra full- trúi. Afsakið þér mig,“ sagði hún. Fulltrúinn brosti til hennar. „Vitanlega, ef þér viljið þá afsaka að við truflum yður, frú Parker. Við vitum að þér eruð önnum kafin við það, sem er mest áríðandi í þessu lífi, nefnilega matinn, en ... Það var dálítið, sem okkur langar til að heyra álit yðar á. Hvernig kom systir Ray yður fyrir sjónir morguninn sem frú Kensey dó, þegar þér vöktuð hana?“ „Hún svaf fast. Það var erfitt að vekja hana. Nærri því eins og dauð manneskja. Eins dauð og veslingurinn í rúminu." „Hvað sagði systirin?" Konan krosslagði hendurnar og hnyklaði' brúnirnar eins og hún væri að reyna að muna. „Ekkert. Henni brá vitanlega skelfing, þegar hún frétti að gamla konan var dáin. En svo varð hún eitthvað svo undarleg á eftir og fór að gera rekistefnu út af einhverjum kaffi- bolla.“ „Kaffibolla?“ Fulltrúinn sneri sér að June. „Bojlanum sem ég drakk kaffið úr um nótt- ina, eftir að ég kom heim af dansleiknum," sagði June. „Ég fór að líta eftir honum, en hann var horfinn.“ „Þvoðuð þér hann, frú Parker?“ spurði fulltrúinn. „Það gerði ég ekki, herra fulltrúi. Ég hefi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.