Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 13
FÁLKINN
13
nóg að þvo í eldhúsinu þó að ég leiti mér ekki
upp hluti til að þvo.“
„En hver hefir þá þvegið bollann?" Það
var ekki að heyra, að honum væri sérlega um-
hugað um svarið.
„Það var nú það, sem systirin var alltaf
að spyrja mig um. Hver hefði þvegið bollann
— þetta var einn af finu bollunum — og svo
mjólkurglasið. Glasið sem gamla frúin hafði
drukkið úr um nóttina,“ bætti hún við.
Nú sneri fulltrúinn sér aftur að June. „Þér
voruð að brjóta heilann um hver hefði þvegið
upp bollann yðar og mjólkurglasið. Hvers
vegna?“
Hún kreppti hendurnar og rétti úr þeim á
víxi á hnjánum á sér, eins og þetta væru lif-
andi verur, sem engdust af kvölum. „Mér datt
í hug, að eitthvað hefði verið i lcaffinu. Eitt-
hvað sem hefði valdið því að ég svaf svona
fast. Og i mjólkinni sem frú Kensey fékk . . .
Droparnir gátu hafa verið í glasinu. Ég vissi
það ekki. Ég veit það ekki núna heldur. En
mér datt í hug að ef ég fyndi bollann og glas-
ið . . . En,“ hún ræskti sig, „eins og ég sagði
hafði þetta verið þvegið.“
„Þér vitið ekki hver þvoði það?“
„Nei.“
„Hver færði yður kaffið, systir? Sóttuð
þér það sjálf ? Og hver gaf sjúklingnum mjólk-
ina? Gerðuð þér það sjálf?“
Hún hristi höfuðið. „Nei, ég var nýkomin
heim af dansleiknum. Ég tók við vökunni
af frú Martin. Hún var þreytt og langaði til
að komast heim.“
„Sótti frú Martin kaffið handa yður áður
en hún fór — eða mjólkina handa sjúkl-
ingnum?“
„Nei, frú Wyman gerði það.“
Nú varð hljótt. „Kom frú Wyman bæði með
mjólkina og kaffið?“
»,Já.“
„Ég held að frú Wyman megi til að koma
hingað,“ sagði fulltrúinn.
Ken sagði: „Ég skal athuga hvort hún hefir
heilsu til þess.“
June fannst allir forðast að líta hver á ann-
an. Það varð löng bið. June hélt áfram að
núa hendurnar. Jed stó upp og gekk um gólf.
Fulltrúinn var ailtaf jafn rólegur og vingjarn-
legur.
Shelah kom inn brosandi, í sama hvíta
morgunkjólnum. „Ég lá fyrir og var að hvíla
mig, herra fulltrúi. Þetta hefir komið svo hart
niður á mér, og ég var ekki vel hraust fyrir.“
Fulltrúinn hafði staðið upp. „Ég bið yður
að afsaka að við höfum orðið að trufla yður,
frú Wyman. Það er út af kaffi, sem þér sótt-
uð handa systur Ray þegar hún tók við vök-
unni, eftir að hún kom heim af dansleiknum."
Shelah sperrti upp augun. „Var nokkuð
við það að athuga? Ég hélt að hún ætti hæg-
ara með að vaka ef hún fengi kaffi.“
„Auðvitað, frú Wyman. Og þér sóttuð
mjólk handa frú Kensey sálugu líka?“
„Já. Gömlu frú Kensey þótti alltaf gott
að hafa glas af flóaðri mjólk við rúmið sitt
á nóttinni.“
„Ég skil. Það var mikil nærgætni af yðar
hálfu.“
Shelah brosti til hans. „Það er vonandi ekk-
ert athugavert við að ég gerði þetta, er það
herra fulltrúi?"
„Nei, auðvitað ekki. Sem sagt, það sýndi
nærgætni. Það er bara . . . það mun ekki hafa
verið neitt athugavert við kaffið, sem þér gáf-
uð hjúkrunarkonunni?“
Nú sperrti hún upp augun aftur. „Athuga-
vert? Hvað eigið þér við?“
„Systur Ray finnst að hún hafi sofið óeðli-
lega fast. Það gæti hugsast, að eitthvað hefði
verið í kaffinu," sagði hann.
„Ha?“ Röddin varð gjallandi, en svo mýkt-
ist hún aftur. „Æ, nú skil ég. Þessi flónskulega
saga, sem hún sagði i réttinum?“ Hún hló.
„Hún er enn að reyna að finna eitthvað sér
til afsökunar! Hvílík fásinna! Enginn getur
áfellst hana fyrir að hún sofnaði — eins og
hún hefir gert einu sinni áður líka. Ég geri
ráð fyrir að það sé þess vegna, að henni er
svo nauðugt að viðurkenna að hún hafi sofn-
að núna.“
Fulltrúinn hnyklaði brúnirnar. „Hvað eruð
þér að segja, frú Wyman?“
„Æ ... Hefi ég nú látið munninn á mér
hlaupa í gönur? Mér er nauðugt að segja það,
en í allra þágu er það víst best samt, því að
það er skýring á þessari merkiiegu staðhæf-
ingu hjúkrunarkonunnar . . . Hún hefir einu
sinni sofnað á verðinum áður, undir jafn al-
varlegum kringumstæðum, og læknirinn sem
þá átti í hlut var ekki eins eftirlátsamur við
hana og Lawson læknir er. Hann sagði . . .
nokkuð hræðilegt. Þér skiljið . . . hann skellti
á hana skuldinni fyrir að sjúiilingurinn dó.
Hann sakaði hana um glæpsamlega van-
rækslu, held ég. Það stendur hérna allt, í
bréfi, sem hún skrifaði bróður sínum. Hann
lét mig lesa það, áður en hann dó. Ég gleymdi
að skila honum því aftur ... Og ég mundi
aldrei hafa sýnt það, ef þetta hefði ekki kom-
ið fyrir. En nú finnst mér að ég verði að
sýna það, — allra okkar vegna. Ef þér lesið
það, herra fulltrúi, býst ég við að þér skiljið
hvað hefir knúð ungfrú Ray til að ... koma
með þessa fáránlegu staðhæfingu í ré.ttinum,"
sagði hún að lokum.
Fulltrúinn tók bréfið en las það ekki.
„Hvað svo sem í þessu bréfi stendur, þá
er það alveg óviðkomandi kaffinu, serp systir
Ray drakk þessa nótt,“ sagði hann.
„En skiljið þér þetta ekki?“ hrópaði
Shelah og komst í uppnám. „Þetta er skýr-
ingin á öllu saman ... Hræðslan við að henni
yrði lagt þetta til lasts. Doktor Fredman hefði
skilið það.“
„Hver er doktor Fredman?" Rödd fulltrú-
ans var ekki eins aiúðleg og áður.
„Vinur minn ... frægur sálsýkislæknir.
Hann skilur allt, sem gerist í sálarlífi manns.
Angistina, sem knýr fólk til að .. . ljúga eins
og systir Ray gerir núna. Til að segja að ég
hafi sett eitthvað í kaffið hennar . . .“ Hún
rak í vörðurnar. Hún hafði verið rauð og
þrútin af bræði, en nú náfölnaði hún.
„Ég minnist ekki að systirinn hafi sagt að
þér hafið sett eitthvað í kaffið hennar, frú
Wyman,“ sagði Mellon fulltrúi rólega.
„Ö ...“ sagði frú Wyman hreimlaust. „Ég
skildi það svo, sem hún hefði gert það. En .. .“
Framhald í næsta blaði.
FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af-
greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12
og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.-
stjóri: Svavar Hjaltested.
HERBERTSprent.
Makleg hefnd.