Fálkinn


Fálkinn - 12.08.1955, Side 11

Fálkinn - 12.08.1955, Side 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN: Bréfin ÍNNUKONAN, sem haföi lokiö upp fyrir gömlu konunni, leiddi liana að þægilegum stól. Gamia konan stritaðist við að sitja þráðbein, eins og hún væri hrædd um að detta. Hún brosti þakklát, og stúlkan sagði að frú Weston mundi koma að vörmu spori. Andlitsdrættir gömlu konunnar voru fingerðir, en þó var svo að sjá sem tímans tönn hefði mætt á þeim og gert þá grófari. Einhver veila var i vöðvunum, svo að konan kinkaði kolli í sifellu, eins og hún væri að sam- þykkja sínar eigin hugsanir. Hún var með forniegan, svarlan hatt, líkan fuglshreiðri í iaginu — mcð silki- bandi undir liökuna. Það var svo að sjá sem svarti snjáði kjóllinn væri sunnudagskjóllinn Jiennar. Hún var með ofurlítinn böggul i hendinni. Frú Weston kom niður sligann og inn í dagstofuna. Hún hafði tekið cftir öllum þessum einkennum áður en liún rétti fram höndina. „Ég er frú Weston,“ sagði hún bros- andi — „og — þér munuð vera frú Cummings? Gleður mig að sjá yðurl“ Frú Weston var ungleg og teinrétt eins og drottning. Bros hennar var aiúðlegt en þó ekki með fullri ein- lægni. Gömiu konunni var svo órótt að hún varð að styðja hendinni að hjartastáð: „Æ, ég heyrði alls ekki að þér kómuð inn ... þér verðið að afsaka að ég er orðin svo heyrnar- sijó.“ Frú Weston settist beint á móti gömlu konunni og hélt áfram að horfa á Iiana. „Svo að þér eruð móðir Harrys,“ sagði hún. Þetta var engin spurning. Gamla konan andvarpaði. „Já, ég geri ráð fyrir að þér hafið ekki lieyrt harmafréttina, frú Weston. Það er hræðilcgt . . . Hann Harry sonur minn ... er farinn.“ „Farinn?" endurtók frú Weston. „Er hann í ferðalagi?" „Ilann er dáinn. Hann kemur aldrei aftur. Hann varð undir vörubil að- faránótt þriðjudagsins." Hún kinkaði kolli i sífellu. „Hann var grafinn fyr- ir hádegi í gær.“ Frú Weston varð bylt við. „Þctta cr hræðiiegt," sagði hún. „Ég hafði ekki liugmynd um . ..“ „Nei, skiljanlega ekki, góða frú Weston,“ sagði gamia konan með hægð. „Þér megið ekki taka þetta of nærri yður. En ég skil auðvitað hvern- ig yður muni vera innanbrjósts.“ Þær sátu báðar þegjandi um stund. Önnur hafði misst soninn. Hin mann, sem hún hafði elskað — einu sinni. Gamia konan gerði sitt itrasta til þess að vera róleg er hún hélt áfram: „Það er svo undarlegt, að maður skuli engan eiga að framar. Ég hefi alltaf haft einhverja ættingj'a nærri mér. Ég átti mörg systkin — við vor- um átta, börnin — en þau eru öll dáin. Og nú er ... nú er hann Harry, sonurinn minn, farinn frá mér.“ Frú Weston iangaði til að láta sam- hryggð sína í ljós, en hún vissi hve slík orð geta verið innantóm og ósönn. Þess vegna reyndi hún að láta augun iýsa samúðinni. Frú Cu.mmings gamla brosti veikt. „Þér skiljið þetta, frú Weston. Harry var ef tii vill dálítið óstýrilátur. En i rauninni var liann besti drengur. Um eitt skeið ienti hann í slæmum félagsskap, og allir vita ... að liann lenti i fangelsi út af þvi. En þér megið samt til að trúa mér þegar ég segi >ður, að hann var ekkert ilimenni — í mesta lagi var hann liugsunar- laus. Það voru alltaf hinir, sem teygðu hann út á afvegu.“ Frú Weston var hrædd um að frú Cummings færi að gráta. „'Þér megið ekki vera að iiugsa svona mikið um þetta,“ sagði lnin og strauk magra höndina á frú Cumm- ings. „Þér skuluð vera róleg. Harry mundi vafalaust ekki lika að þér hugsuðuð of mikið um þess háltar." „Það er vist um það,“ sagði frú Cummings og kinkaði kolli, „ég veit það. En ég held að margir hafi gert sér rangar hugmyndir um liann son minn. Ef til vill hafið þér iíka ...“ „Þetta megið þér ekki segja, frú Cummings ... ekki fyrir nokkurn mun. Ivannske hafa fáir þeklít Harry betur en ég ...“ Gamla konan virtist þakldát. Henni var unun að þvi að tala við mann- eskju, sem hafði elskað son hennar. Hún stóð upp með veikum burðum og studdi höndunum á axlir frú Weston ... Og svo komu tárin. Gömlu konunni leið talsvert betur á eftir. Henni var léttir að grátinum. Hún settist aftur og nú gat liún talað i betra samhengi. Frú Weston gat ekki nnnað en haft samúð með iienni. „Þér vitið sjálfsagt hvernig manni líður á svona raunastundum," sagði frú Cummings. „Þegar ég kom heim úr jarðarförinni var ég eirðariaus og örvæntandi. Ég fór tinp í herbergi Harrys og fór að skoða dótið hans .. . allt minnti mig á liann . . . og svo fann ég þessi bréf i einni skúff- unni ...“ Hún tók umbúðirnar utan af böggl- inum, sem iá á hnénu á henni. „Ég leit á þau og sá að þetta voru bréf, sem þér höfðuð skrifað syni min- um einhvern tíma, frú Weston. Og þá datt mér í hug: Hún hefir elskað Harry, og henni inun þykja vænt um að eiga þessi bréf til minningar um drenginn minn. Þess vegna kom ég með þau til yðar. Gerið þér svo vel — þér eigið að eiga þau.“ Frú Wcston tók við bréfunum. Hún horfði með blíðu á frú Cummings. „Þér eruð göfug manneskja," sagði hún. „Þetta hefðu ekki margar mæður gert i yðar sporum." „Mér fannst þetta svo sjálfsagt,“ sagði frú Cummings og brosti. „Við elskuðum hann báðar — cr það ekki rétt? Hvers vegna ættum við þá ekki að eiga minningarnar um hann báðar? — Og lítið þér á þessi bréf ... hugsið þér yður hve vandlega hann liefir bundið rauða bandið um þau. Það liggur við að maður geti brosað að þvi, finnst yður það ekki? Það er blátt áfram hægt að sjá live skelfing ástfanginn hann liefir verið, aumingja drengurinn ...“ Hún brosti og reyndi að liiæja, þvi að hún varð að reyna að kæfa sorg- ina sem í brjósti hennar bjó. Þær töluðu saman enn um stund cn loks stóð frú Cummings upp til að kveðja. Þær kvöddust með liandabandi í dyr- unum. „Verið þér blessaðar og sælar, frú Weston,“ sagði gamla konan. „Við skiljum hvor aðra, er það ekki?“ „Jú,“ svaraði frú Weston þýðlega, „við skiljum hvor aðra. Við höfum báðar elskað Harry og munum ekki gleyma honum. „Verið þér sælar, frú Cummings ...“ Frú Weston stóð við gluggann og horfði á eftir gömlu konunni, sem gekk fram gangstéttina, reikul i spori. Svo varp hún öndinni og fór fram i eldhúsið. Hún beygði sig niður að eldavélinni og stakk bréfunum i eld- inn, hverju eftir annað. Stúlkan stóð skammt frá henni og horfði forviða á þetta. Bréfin urðu að ösku og reyk- inn lagði i andlit frú Weston en hún hreyfði sig ekki. „María,“ sagði hún hljóðlega við stúlkuna. „Munið þér eftir lionum Harry Cummings, sem var vanur að standa við skemmtigarðshliðið þann fyrsta i hverjum mánuði? Jú, þér hljótið að muna eftir honum. Nú þurf- ið þér ekki að hitta liann fyrir mig framvegis.“ „Jæja — hvers vegna ekki?“ sagði stúlkan. Frú Weston hrosti beiskjulega. Hún skellti hurðinni á eldavélinni aftur — svo sagði hún: „Af því að nú er hann dauður, þessi viðbjóðslegi fjárþvingari.“ * /V (V /V Old hraðans. Pappírsgerð í New York hefir birt skýrslu um hve langan tima liún þurfi til að breyta skógi í prentað dagblað. Klukkan 7% voru þrjú tré felld í skóg- inum, kvistuð og fl\jtt í spæningu og gerð að mauki, sem sett var i papp- irsvélina. Klukkan 9% var fyrsti papp- irinn fullgerður og klukkan 10%, rétt- um þremur timum eftir að trén voru felid, var blaðið komið úl. Alvarlegur kirkjuhósti. Sophie Kalir, 39 ára húsfreyja í Donoworth liefir verið dæmd í fjög- urra vikna fangelsi fyrir að spiila kirkjufriðnum undir guðsþjónustu. Presturinn kærði hana og 41 safnaðar- meðlimur studdu kæruna og áfelldust frú Kahr. í nokkur ár hafði frúin hóstuð svo mikið í kirkjunni að allt skalf og nötraði og presturinn hafði árangurslaust beðið hana að haida sig heima þegar hún væri kvefuð. En frú Kahr svaraði þessum tilmælum með því að kasta krossmarki inn um glugg- ann lijá presti. Tilbúin á skemmtigöngu í þunna fína twecdkjólnum sínum. Þessi kjóll hef- ir nokkuð flegið V laga hálsmál með skyrtukraga og speldi að framan, sem afmarkar mittið. Margt bendir til að Mangnin hafi haft tilhneigingu til að hafa skipti á aftur og fram, því pilsið hefir fellingar að aftan. Sumarkjólarnir eiga að vera rósaðir segir tískan og nógu er úr að velja af rósuðum efnum. Þessi kjóll er frá París. Bolurinn er síður með kant að neðan sem framlengist. í breið bönd sem bundin eru að aftan og taka þau bakið saman. Hálsmálið er bátlaga. Kjóllinn er mjög einfaldur.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.