Fálkinn


Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.08.1955, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Audrcy og Mel Ferrer nýgift á járnbrautarstöðinni í Róm. gripi, nema eyrnahringina. — Heima hjá sér notar hún aldrei farða, og jiegar hún notar varalit er liann mjög ljósrauður. Hún borðar allan mat og hugsar ekkert um matarhæfisreglúr sérfræS- inganna. Uppáhaldsmatur liennar er ýmis konar salat, egg, grænmeti og ávaxtasafi. Og liún borSar mikiS af búlgörsku skyri — yoghurt. Henni þykir gott aS sofa lengi, og segir aS sér iíSi hest ef hún hefir fengiS aS sofa í 14 tíma. Hún les mikiS og fylgist meS í bókmenntum. Uppá- haldshöfundar hennar eru Kipling og Graliam Greene. Hún elskar tónlisl, hæSi sígilda og nýtiskn. Uppáhalds- ópera hennar er „Rigoletto“. Og hún hefir gaman af myndlist og metur Picasso allra málara mest. NÝJASTA FYRIRMYNDIN. Þrátt fyrir þetta er lnin orðin fyrir- mynd ungu stúlknanna nú á dögum. ÞaS stafar kannske af duldri þrá eftir tilbreytingu frá straundínumynduSu Venusarstúlkunum, sem Hollywood 'hefir framleitt i heildsöiu undanfarin ár. Hugsjónin var afargrönn ljósvaka- vera, meS augu, djúp eins og pytti og liár, sem æfðir hársnyrtingamenn gætu grátiS út af. Og framsettu brjóst- in tískufræSinganna gengu úr tisku. f dag vilja stúlkurnar líta út eins og Audrey — og vafalaust næsta ár líka. Og þegar magasúrir gagnrýnendur sjá dætur sínar fara á hárgreiðslu- stofu og koma aftur með einlivers konar flókaberði, og þegar þeir sjá þær liorfa á kvikmynd dag eftir dag, til þess aS „stúdera“ Audrey Hepburn — verða þær að láta í minni pokann, og tónninn í dómum þeirra verður annar: „Andlitsdrættirnir eru ekki „indi- viduelt" fallegir, í hvaða andliti öSru, sem vera skal, mundu þeir virðast grófir. En ekki hjá Audrey Hepburn. Hún er yndisleg — töfrandi og dregui mann ósjálfrátt að sér . ..“ og þai fram eftir götunum. Leikstjórinn i „Sabrina Fair“, fræg- ustu mynd síðasta hausts vestra, hitti naglann á höfuðiS er hann sagði: „Audrey Hephurn útrýmir öllum hrjóstaþrýstnum „pin-up-girls“ úi kvikmyndunum." HEPBURN-SÝKIN. „Roman Holidays“ fór sigurför uni alla veröldina og í kjölfar myndarinnar hreiddist út Hepburn- sótt meðal ungu stúlknanna, skæðari en dæmi eru til eftir nokkra kvik- mynd aðra. Þegar Anna, prinsessan i myndinni. lét rómverska rakarann klippa af séi háriS, var þetta ekki aðei.ns tákn fengins frelsis — þaS var líka fyrir- boði nýrrar hárgreiðslutísku hjá kornungu stúlkunum. Hársnyrtinga- stofurnar urðu, nauðugar viljugar, að stæla hártískuna, sem prinsessan Anna hafði notað, af tilviljun, i kvik- myndinni. Fallegustu hárliðir voru gerðir aS engu, og milljónir stúlkna fóru að ganga með „ennistopp", sem var líkastur kommu, á miðju erininu. Hnakkinn var snoðklipptur og hárið úfið. Þannig atvikaðist það, að á þvi herrans ári 1954 sáust milljónir ung- meyja, með skrítið hár og háru sig eins og prinsessur. Betri auglýsingu gat hin fræga Paramounlkvikmynd ekki fengið. En hárið eitt nægði ckki. Ungu stúlkurnar urðu að fá sér eyrnahringi, ekki litla, með steinum, heldur gríðar- slóra liringi, eins og þá, sem Audrey notaði. Aldrei hefir verið selt jafn mikiS af eyrnahringjum. Og ekki heldur af ballett-skóm. Og nú gekk önnur liver ung stúlka í hvitri blússu. Peysuöldin var liðin hjá. „SaumiS yður Hepburn-náttföt!“ hrópaði eitt kvennablaðið. Sniðin fylgdu meS, og nú stældu milljónirnar Audrey — í rúminu líka. Sniðugir kaupsýslumenn notuðu sér Hepburn-sýkina og stældu allt hugsanlegt, sem liægt var að finna frábrugðið í klæðaburði Audrey. Og svo kom spurningin: Hvernig áttu stúlkurnar að verSa sem líkastar Audrey Hepburn í útliti? Aftonbladet í Stokkhólmi efndi til samkeppni um livaða stúlka í Svíþjóð væri likust Audrey. Mörg hundruS gáfu sig fram og úr þeim voru svo valdar sjö, sem voru óþekkjanlegar frá Hepburn — og hver frá annarri! Lesendurnir áttu svo að greiða at- kvæði um hver af þessum sjö yrði hlutskörpust, og Audrey Hepburn var ferigin til að úrskurða hver þeirra væri líkust sér. I-Iún greiddi nr. 3 atkvæði sitt — sú stúlka hét Anita Hartbye, og Anita var kjörin „Audrey Hepburn Svia“. „Hún er likari mér en ég er sjálf," sagði Audrey Hepburn hlæjandi, þeg- ar henni var sýnd fyrsta myndin af sænska tvífaranum sínum. Þessi hugmynd var tekin upp i mörgum öðrum löndum, og sumarið 1954 hafði Audrey eignast stórt safn af myndum af stúlkum með stór, dökk augu, miklar augnabrúnir, „kommu" á enninu, eyrnahringi og í livítri blússu. AUDREY GIFTIST. Og nú er komiS að siðustu stórtíð- indunum í ævisögu Audrey Hepburn. Hún giftist í sumar sem leiS. Og það skrilnasta var, að henni tókst að gift- ast i laumi. Hún var hneppt í hjóna- bandið í litilli sveitakirkju i Burgen- slock í Sviss 25. september síðastlið- inn, skammt frá Luzern. Og brúðgum- inn var — Mel Ferrer. llún hafði flúið til Sviss, dauðlúin eftir öll lætin og tilstandið, sem hafði vcrið gert út af „Prinsessunni". Hún þurfti að fá að livíla sig, og lienni tókst það. Allir létu hana í friði í Sviss — nema Mel Ferrer, sem hafði verið að leika i kvikmynd, sem heitir „MóS- irin“ suSur á Sardiniu. Hann gerði sér ferð til Sviss og bað Audrey og luin sagði já. Tuttugu og fimm manns voru í brúð- kaupinu, meðal annars barónessan van Heemstra, móðir Audrey, og að- eins einn ljósmyndari. Kirkjan var kaþólsk, en giflingin fór fram sam- kvæmt rítúali ensku kirkjunnar. Mel Ferrer hefir verið kvæntur áð- ur og á tvö börn. Brúðhjónin ætluðu aS njóta hveiti- hrauðsdagana í sumarhúsi í Alhano, rúma 30 km. frá Róm. Sama húsinu scm Gregory Peck liafði leigt sér, þegar hann var að leika i „Prinsess- unni“. Þetta varð erfið brúðkaupsferð hjá Audrey og Mel. Þau fóru með járn- braut til Róm og óku svo með 160 kilómetra hraða til Alhano, en fjórir bílar, hlaðnir blaðaljósmyndurum eltu þau. Og margir hiðu fyrir utan hiisið þegar þau konm þangað. Þrátt fyrir allt mótlæti og grátbæningar um að fá að vera ein, urðu þau að standa lengi i alls konar stellingum og me.ð alls konar bros og svara kynstrum af flónslegum spurningum. En loks flýðu þau inn og aflæstu dyrunum. Vilið þér...? að „knallertur" og mótorhjól breiðast mjög út í Evrópu? iÞessum ökutækjum hefir einkum fjölgað i Ítalíu og Hollandi. í Sviþjóð eru „knallerturnar"' (reiðhjól með ör- litlum hreyfli) ekki taldar með lireyf- iltækjum. En þar hefir mótorhjólum fjölgað svo, að 1949 átti einn af liverj- um 40 íbúum mótorlijól, en 1953 einn af 'hverjum 25. — Hvergi i Evrópu er jafn mikið um bifreiðar og í Frakk- lendi, Bretlandi og i Svíþjóð. í Frakk- landi og Sviþjóð er einn hill eða mótorhjól á liverja 8 íbúa en í Bret- landi á hverja tiu ibúa. að brúðirnar í Afríku vilja ganga kaupum og sölum, en þykir skítur til koma að láta gefa sig? í Kamerun, sem er undir enskri yfirstjórn var reynt að afnema að menn seldu dætur sínar. En ungu stúlkurnar tóku þessu fjandsamlega og töldu sér óvirðingu sýnda með því, að fara fram á að mannsefnin þeirra fengjti þær gefins. Og svo var lögreglan fengin til að hafa vörS við húsið. Mel Ferrer sagði fyrir nokkru i við- tali: „Hjónabandið er það sama og að undirskrifa samning til langs tímá.“ Og nú er eftir að vita hvort samning- urinn reynist langgildur lijá lionum og Audrey litlu. * E n d i r . COLA Dpy/cx

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.